Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. MAÍ 2002 Í neðangreindum tveimur tilvitnunum kemur skýrt fram, að það er ekki einfalt mál að ná valdi á galdri rit- listarinnar. Sá sem hefur náð því valdi og getur skrifað vel, hefur ein- hvern veginn lært það, – af sjálfum sér og öðrum, af eigin mistökum og af því sem aðrir hafa gert ýmist vel eða illa. Halldór Laxness sagði einhvern tíma að enginn gæti skrifað góða skáldsögu fyrir þrítugt, en þá þyrfti hann helst að hafa skrifað allnokkrar áður. First there must be talent, much talent. Talent such as Kipling had. Then there must be discipline. The discipline of Flau- bert. Then there must be the conception of what it can be and absolute conscience as unchanging as the standard meter in Paris, to prevent faking. Then the writer must be intelligent and disinterested and above all he must survive. Try to get all this in one person and have him come through all the influences that press on a writer. Ernest Hemingway I wanted to get to learn the technique of the theatre so well that I could then forget about it. I always feel it’s not wise to vio- late rules until you know how to observe them. T.S. Eliot Sú breyting verður nú á kennslu ritlistar í íslenskuskor Heimspekideildar Háskóla Íslands, að frá og með næstu haustönn verður ritlist sjálfstæð aukagrein til 30 ein- inga eða þriðjungur BA-prófs, en auk þess geta nemendur fengið stök námskeið metin sem hluta af öðru námi. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka samstarfsfólki mínu í íslenskuskor fyrir það traust sem það hefur sýnt mér og fyrir umburðarlyndi gagnvart nýrri námsgrein, – þótt sumir hafi reyndar verið ögn tortryggnir í byrjun. Nú eru tímamót, ritlist hefur fengið viðurkenningu sem sjálfstæð grein, og ég er satt að segja ofurlítið upp með mér að hafa þannig átt þátt í að auka nýrri kennslugrein við náms- framboð í Háskóla Íslands. 15 ár frá því kennsla hófst Það er upphaf þessa máls, að við ís- lenskukennarar höfum lengi haft áhyggjur af því að nemendur okkar séu ekki nægi- lega góðir málnotendur, þótt þeir læri fræðilega þætti máls og bókmennta. Haust- ið 1987 fékk ég heimild til að kenna eitt 10 eininga námskeið í ritlist í tilraunaskyni, og var það í fyrsta skipti sem slíkt var prófað hér á landi, eftir því sem ég best veit. Í þessari frumraun fengust nemendur við að skrifa stuttar sögur, yrkja ljóð og semja leikræna texta – vetrarlangt. Að fenginni þeirri reynslu fór ég í rann- sóknarleyfi til Bandaríkjanna til að kynna mér ritlistarkennslu, og valdi tvo háskóla, sem eru mjög ólíkir. Í University of Wash- ington í Seattle er kennsla í ritlist fyrir byrjendur til BA-prófs hluti af enskudeild skólans og kennarar ekki allir rithöfundar sjálfir. Í University of South California í Los Angeles er ritlist kennd í algerlega sjálfstæðri deild sem nefnist Program for Professional Writing. Þar fá þeir einir að- gang sem hafa þegar lokið BA-prófi og sýnt fram á hæfni í ritun, og allir kennarar eru sjálfir rithöfundar, margir vel þekktir og verðlaunaðir, hafa m.a. fengið Óskarsverð- laun fyrir kvikmyndahandrit. Síðar hef ég kynnt mér ritlistarkennslu í fjórum háskól- um til viðbótar í Bandaríkjunum og Kan- ada. Ritlist hef ég svo kennt óslitið til þessa dags. Fyrst hélt ég áfram að kenna byrj- endanámskeið með sama sniði, og fékk að bæta við framhaldsnámskeiðum þar sem nemendur einbeittu sér að frásagnartækni eða ljóðagerð. Fjárhagsörðugleikar Háskóla Íslands urðu síðan til þess að námskeið- unum var aftur fækkað í eitt, og þá varð að fella niður byrjendanámskeiðið og snúa sér beint að hinum, sem áður voru framhalds- námskeið. Ég sé svolítið eftir þessu, af því að margir koma í upphafi með fyrirfram- hugmyndir um hvað þeir geti og hvað ekki, án beinnar reynslu. Því tel ég að allir hafi gott af því að spreyta sig á mörgum af- brigðum ritlistar. Seinna bættust við nám- skeið í ritgerðasmíð (essays) og bókmennta- þýðingum. Þegar spurðist út að ég væri farinn að kenna ritlistarnámskeið, fékk ég að heyra margar athugasemdir, sem allar lutu raunar að hinu sama: „Jæja, svo að þú telur þig geta búið til skáld?“ Raddbrigðin gáfu svo til kynna hversu fráleitt þetta uppátæki þótti vera. Ef menn voru reiðubúnir til að hlusta, reyndi ég að útskýra hvernig ég liti á þessa kennslu. Menn senda börn sín í tón- listarskóla, ekki fyrst og fremst til þess að þau verði tónskáld eða fiðlusnillingar, held- ur til þess að það getið aukið þroska þeirra, og skapandi og viðtakandi listræna viðleitni. Ég segi nemendum að ég geti lofað þeim tvennu: að þeir muni skrifa betur í nám- skeiðslok en í upphafi, þótt það sé að miklu leyti undir þeim sjálfum komið hversu miklu betur, – og að þeir muni lesa bókmenntir með öðru hugarfari en áður. Það er sann- færing mín að allir verðandi bókmennta- fræðingar hafi gott af því að fást við ritlist sjálfir. Með því móti öðlist þeir dýrmætan skilning á eðli bókmennta af eigin reynslu. Og ég held því jafnframt fram, að fyrst af öllu þurfi bókmenntafræðingar að læra, að bókmenntir eru ekki skrifaðar fyrir þá. Bókmenntir eru ekki skrifaðar til þess að þær séu rannsakaðar, – þótt það sé einnig þörf iðja, – heldur til þess að þeirra sé notið og geti veitt viðtakandanum aukinn lífs- skilning og lífsfyllingu. Hvað þarf til að semja listrænan texta? Margt þarf að hafa í huga og mörg skil- yrði að uppfylla, ef menn ætla sér að skrifa vel og geta samið listrænan texta sem á er- indi til annarra, eins og kemur reyndar skýrt fram í áður tilvitnuðum orðum Hem- ingways. Í upphafi námskeiðs reyni ég að beina athygli nemenda að eftirfarandi atrið- um: Hæfileikar. Enginn kennir þá. Án þeirra geta menn ekki gert sér miklar vonir. Þörf. Ýmsir hafa hæfileika en enga þörf fyrir að skrifa. Við því er ekkert að gera. Svo hafa sumir þörf, en litla hæfileika. Og það getur verið sorglegt. Sjálfsagi. Enginn rekur aðra til að skrifa. Það verða menn að gera sjálfir og finna sér leið til að sitja við, þótt ekki gangi alltaf vel. Því legg ég mikla áherslu á að nemendur skili verkefnum á réttum tíma, án allra af- sakana. Hæfileg blanda af sjálfstrausti og auð- mýkt. Enginn getur samið listrænan texta án ákveðins sjálfstrausts, því að menn skrifa af því að þeir telja sig hafa eitthvað að segja sem aðrir geta ekki sagt á sama hátt. Jafn- framt þarf auðmýkt gagnvart listinni sjálfri. Kunnátta. Hér kemur hin eiginlega kennsla til sögunnar. Í frásögn, ljóði og leik- riti gilda ákveðin lögmál og ákveðnar að- ferðir sem menn verða að læra að átta sig á. Með skipulegum ábendingum geta nemend- ur lært slíkt fyrr en af sjálfum sér einum. Og – eins og T.S. Eliot segir: reglunum geta menn svo gleymt, þegar þeir hafa lært þær. Það er ekki skynsamlegt að brjóta reglur fyrr en menn hafa lært að fara eftir þeim. Leikni. Í raun má að sumu leyti líkja þessu við að læra á hljóðfæri. Menn læra að þekkja nótur, læra fingrasetningu, læra tón- fræði til að skilja lögmál tónlistarinnar, þeir fá útskýringar á erfiðum þáttum, – en þeir verða að spila sjálfir til að öðlast leikni. Þess vegna legg ég mikla áherslu á að nem- endur byrji strax að skrifa og skrifi mikið. Ég komst fljótt að því þegar ég fór til Bandaríkjanna, að þar er tvenns konar ágreiningur um ritlistarkennslu. Menn greinir á um hvort nauðsynlegt er að kenn- arinn sé sjálfur rithöfundur. Menn greinir líka á um aðferðir. Annars vegar vilja menn að nemendur lesi fyrst fræðirit um ritlist áður en þeir byrja að skrifa, en hins vegar eru þeir sem láta nemendur skrifa strax frá upphafi og taka á fræðilegum atriðum eftir því sem þau koma fyrir. Ég dreg enga dul á að ég aðhyllist síðari aðferðina. Og þar sem ég hef setið í tímum hjá mörgum ritlist- arkennurum, þá hefur mér jafnan fundist meira til um kennslu þeirra sem eru sjálfir rithöfundar. Af þessu leiðir að ég fæ nemendum þegar í stað verkefni, svo að strax fari saman auk- in kunnátta og aukin leikni. Og ég fylgi verkefnunum úr hlaði með ákveðnum leið- beiningum og ábendingum. Nemendur koma yfirleitt lítt undirbúnir og það sem þeir skrifa í upphafi, skrifa þeir svona ósjálfrátt, án mikillar umhugsunar eða markvissrar stefnu. Þess vegna reyni ég í byrjun að út- skýra fyrir þeim þrjú ákveðin atriði sem í raun skipta sköpum. Þau lúta að þeirri nauðsyn að gera sér strax grein fyrir les- andanum, viðtakandanum. Að segja og sýna Fyrsta atriðið snertir tengsl höfundar við eigin texta. Þegar ég skrifa eitthvað og les það svo sjálfur, áður en mjög langt er liðið, þá lifna einnig með mér hugsanir mínar við samninguna. Ef einhver annar les þetta, sér hann einungis það sem stendur á blaðinu, ekki aðrar hugsanir sem því fylgdu. Þess vegna er brýnt að reyna að gera sér grein fyrir því hvort í raun tókst að koma því á blaðið sem ég ætlaði mér, og þá hvort það er yfirfæranlegt til annarra. Næst er að gera sér glögga grein fyrir muninum á því að segja og að sýna. Halldór Laxness segir lesendum sínum ekki að Jóni Hreggviðssyni líði illa þegar hann er hýdd- ur, hann dregur upp mynd sem sýnir það, án þess að vanlíðan sé nokkurn tíma nefnd á nafn. Í þessu skyni bið ég nemendur að rifja upp fyrir sér eitthvert atvik úr eigin æsku, þar sem þeir hafa orðið fyrir ranglæti, auð- mýkingu eða jafnvel ofbeldi. Síðan bið ég þau að lýsa þessu atviki sem sögu, en ekki í fyrstu persónu, heldur í 3. persónu frásögn, þar sem horft er á aðalpersónuna utan frá og reynt er að forðast útskýringar. Þriðja atriðið snertir lýsingar. Orð á blaði verða að mynd í huga lesandans. Aldrei er hægt að lýsa öllu, en lesandinn þarf að fá nógu mikið til að geta skapað heildarmynd. Sífellt þarf að velja einstök atriði sem nægja til þess. Það er erfitt, ekki síst þar sem hópur fólks er saman kominn. Þess vegna bið ég nemendur oft að segja frá fjöl- skylduboði, þar sem eitthvað fer úrskeiðis, til þess að þjálfa þennan þátt ritlistar. Svo ná nefna fyrirbærið sjónarhorn, hver segir söguna og hvernig. Ég hef beðið nem- endahópinn að skrifa sögu sem hefst á því að gömul kona staulast upp í strætisvagn. Einn skal vera alvitur höfundur, annar kon- an í 3. persónu, sá þriðji bílstjórinn í 1. per- sónu, sá fjórði óþolinmóður farþegi o.s.frv. Svo bætast auðvitað við ótal atriði, persónu- sköpun, samtöl, umhverfislýsingar, orða- forði og stíll, og ýmislegt fleira sem of langt mál er að fjalla um hér. Í ljóðagerð reyni ég að gera nemendum grein fyrir því hvernig ljóð er samsett úr þremur mismunandi sviðum: hinu mynd- ræna, hljómræna og merkingarlega. Nú telst til undantekninga ef nemendur hafa brageyra eða kunna raunverulega skil á stuðlasetningu. Ég læt þau lesa ljóð annarra um ákveðin efni svo sem sorg, vor, vatn, leit, þrá, von o.s.frv. – eða til að sýna mynd- mál, tákn, hrynjandi, hljóm, endurtekning- ar, andstæður og fleira slíkt. Ég hef fengið þeim ákveðin verkefni, til dæmis sagt þeim að fara upp í turninn á Hallgrímskirkju og yrkja ljóð. Það gæti eftir atvikum verið um það sem þau sjá, um húsið sjálft, um kirkj- una, um Hallgrím eða blöndu af þessu öllu. Árangurinn hefur sýnt mikla fjölbreytni. Vinna nemenda í ritlistarnámskeiðum er tvíþætt. Annars vegar semja þeir eigin texta sem ræddur er í kennslustundum, og hins vegar lesa þeir texta annarra og taka þátt í umfjöllun um þá. Í Bandaríkjunum var ég varaður við þremur hættum sem geta steðjað að hópi nemenda í ritlist. Sú fyrsta er að þeir fari að draga dám hver af öðrum og líkjast í skrifum sínum. Þessu hef ég ekki kynnst. Hver texti er ræddur út frá eigin forsendum og snemma koma fram býsna skýr persónuleg einkenni, sem halda sér og styrkjast reyndar. Ég hef því aldrei séð nemendur líkja eftir öðrum. Önnur hættan er að innan hópsins skapist metingur, rígur og samkeppni, er geti hindrað samstarfs- vilja og jafnvel framfarir. Þessari hættu hef ég ekki heldur kynnst, sem betur fer. Þriðja hættan er fólgin í því að nemendur eigi erfitt með að taka gagnrýni, bregðist við með sárindum og jafnvel reiði. Af þessu AÐ KENNA RITLIST Teikning/Andrés NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.