Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. MAÍ 2002 M ichèle Roberts er með þekktari höfundum í Bretlandi í dag, en hún er fædd árið 1949, og hefur til þessa gefið út 11 skáldsögur, auk ým- issa annarra verka. Gagnrýnendur hafa verið ósparir á lof í hennar garð, auk þess sem lesendur hafa fylkt sér um hana þótt bækur hennar séu um margt óvenjulegar, bæði hvað efnivið og efnistök varðar. Hún er tvítyngdur höfundur og hefur alist upp jafnhliða í Frakk- landi og Englandi, en eitt einkenni verka henn- ar tengist einmitt tveggja heima sýn, þeim átökum sem henni geta fylgt og/eða viðleitni til að kanna það sem liggur undir yfirborði sam- félagmyndarinnar. Bækur hennar hafa alltaf haft mjög sterka vísun í kvenlegan veruleika og ef til vill er titill ritgerðasafns hennar, On Food, Sex and God (Um mat, kynlíf og guð, 1998), ein- kennandi fyrir þau þemu sem hún helgar sig. Verk hennar eru alltaf munúðarfull, stundum tilraunakennd og oft á tíðum óræð, enda hefur Michèle aldrei haft áhuga á að vera sporgöngu- maður annarra í list sinni. Hún tók á móti blaðamanni á heimili sínu í London, í lítilli íbúð í háhýsi á bakka árinnar Thames þar sem hún á sér sitt borgarathvarf. Heimili hennar í Frakklandi er uppi í sveit, svo hún hefur skapað sér það svigrúm sem hún þarf til að njóta tvenns konar lífsmáta, sitt í hvoru landinu. „Ég held að ég hafi orðið rithöfundur einmitt vegna þess að ég kem úr tveimur menningar- heimum, en móðir mín er frönsk og faðir minn enskur,“ segir Michèle þegar við setjumst niður og blaðamaður spyr hana um áhrif þessa fjöl- menningarlega lífs. „Ég ólst upp tvítyngd, á heimili þar sem ætíð voru töluð tvö tungumál. Hið eiginlega heimili fjölskyldunnar var hér í Englandi, því móðir mín flutti hingað þegar hún giftist föður mínum. En ég naut líka langra sumarleyfa í Frakklandi, svo mér finnst eins og bernska mín hafi verið frönsk að jöfnum hluta. Fyrir utan þá einstöku ánægju sem ég hafði af tungumálum frá unga aldri vegna þessara sér- stöku aðstæðna, sem auðvitað mótuðu mig sem manneskju, má segja að annar þáttur í uppvexti mínum hafi einnig valdið þrýstingi, en það voru trúmál. Faðir minn var mótmælandi en móðir mín kaþólikki og ég held að ágreiningur þeirra um trú og viðhorf til trúarbragða hafi orðið til þess að ég fann fyrir ákveðinni óvissu um það hvar ég tilheyrði. Því jafnvel þótt þau hafi bæði verið kristin, voru þetta mjög ólíkar tegundir kristindóms. Ég var alin upp í kaþólskum sið, en þrátt fyrir það virtist mér alltaf mjög aug- ljóst að hægt var að nálgast andlegan veruleika með öðrum hætti,“ segir Michèle, um leið og hún hellir hvítvíni í tvö glös. „Meginástæða þess að ég gerðist rithöfundur hafði því mikið með tengsl mín við tungumálið að gera, og í öðru lagi má tengja það trúar- brögðum og menningarlegum bakgrunni. Þriðja ástæðan, sem hafði einnig mikið vægi, tengist svo kynferði. Í þeim menningarheimi sem ég ólst upp í á sjötta og sjöunda áratugn- um, var ekki farið vel með stelpur. Þær fengu oft verri menntun en drengir og ég var t.d. í klausturskóla, en sú menntun sem þar var á boðstólum kom ekki að miklum notum. Kaþ- ólska kirkjan er um margt mjög fjandsamleg konum og það vakti með mér mikla reiði, en ekki síður forvitni. Mér var gefin mynd af ákveðinni tegund konu af kaþólsku kirkjunni, af konu sem var ekkert nema hold og blóð, en bjó tæpast yfir nokkurri sál – hún var heimsk og jafnvel ill því fyrsti syndarinn var að sjálfsögðu kona. Ég spurði mig því hvað gerðist ef ég hafn- aði þessari mynd. Hvaða þýðingu hafði það þá fyrir mig að vera kona? Og hvernig var mér fært að takast á við kynferðismál í mínum upp- vexti? Ég spurði mig líka hvað Guð væri, því það var stór spurning í mínum huga. Vegna þessara hugleiðinga fór ég snemma að reyna að takast á við hugtakið „kona“ og reyna að end- urskilgreina hvað í því felst. Ég held meira að segja að ég sé enn að eiga við þennan efnivið þrátt fyrir að allur þessi tími sé liðinn,“ útskýrir hún, eins og það komi henni í raun á óvart að þessar spurningar skuli enn búa með henni. Ensk tunga karlkyns, franska kvenkyns Það má þá segja að þú sért alltaf að líta á heiminn út frá tveimur sjónarhornum í verkum þínum, annars vegar því opinbera og hins vegar frá persónulegu sjónarhorni einstaklingsins? „Já, því þannig kemur í ljós hve heimurinn er flókinn og aldrei er um nein auðveld svör að ræða. Ég held að sú staðreynd að foreldrar mínir komu frá ólíkum löndum og rifust töluvert mik- ið, þrátt fyrir að þeim þætti mjög vænt um hvort annað, hafi orðið til þess að ég raðaði heiminum upp eftir kynferði. Ensk tunga varð þannig í mínum huga karlkyns en franska kven- kyns. Það sjónarhorn gaf mér yfirsýn yfir sam- skipti fólks, ég uppgötvaði ástríðuna í samskipt- unum og hvernig fólk gæti orðið reitt og lent í árekstrum. Sem efniviður í skáldskap eru þess- ar tilfinningar allar mjög athyglisverðar. Ekki það að maður er alltaf að segja söguna af því af hverju maður ákvað að gerast rithöfundur og sú saga tekur stöðugum breytingum eftir því sem maður verður eldri. Nú langar mig t.d. að trúa því að í rauninni hafi ég bara haft mjög virkt ímyndunarafl sem barn,“ segir Michèle og hlær. „Mig langaði til að kanna þann kraft, því í honum fólst algjörlega nýr og framandi heim- ur.“ En þú lagðir upp í háskólanám þrátt fyrir að þú vissir hvað þú ætlaðir þér? „Já, ég lék mér að þeirri hugmynd að fara í framhaldsnám í miðaldabókmenntum, sem var það sem ég helgaði mig í háskóla. Samt fann ég fljótt að ég yrði að hverfa úr háskólanum út í líf- ið ef ég ætlaði að helga mig ritstörfum, og þar sem ég var bara fimm ára þegar ég ákvað að verða rithöfundur var allt í einu ekki eftir neinu að bíða,“ svarar hún hlæjandi. „Annars var ég ekkert óvenjuleg að þessu leyti, það eru svo mörg börn skapandi. Ég hafði þó afskaplega gaman af orðaleikjum og lestri, sem ef til vill má rekja til þess að ég var sífellt veik sem krakki. Ég var með vonda kirtla og eyddi stórum hluta skólagöngu minnar í rúminu þar sem ég las svo klukkustundum skipti.“ Nú er erfitt að fjalla um höfund eins og þig án þess að velta kvenna- eða kynjafræðum fyrir sér. Manni dettur ósjálfrátt Angela Carter í hug, en hún var ef til vill fyrst breskra kvenrit- höfunda til að spyrja hiklaust þeirra spurninga sem brunnu á henni sem konu. Þú ert ein þeirra sem hefur orðið fyrir áhrifum af áþekku frjáls- ræði og þörfinni til að kanna nýjan veruleika. „Já, Angela var vissulega mikilvægur hlekk- ur sem hinn nútímalegi femínisti er hikaði ekki við að ganga þvert á allar kennisetningar. Þess konar hugrekki var mér sem ungum rithöfundi afar mikilvægt, því ég var aðeins yngri en hún þó ekki hafi verið mikill aldursmunur. Ég vissi að hún var til staðar eins og logandi viti og það gaf manni sjálfum aukið hugrekki við skrift- irnar. Ég fékk að sjálfsögðu hefðbundið raunsæi í vöggugjöf frá þeim sem á undan mér komu, því allar þær konur sem sátu stunduðu ritstörf á sjöunda áratugnum, konur á borð við Margaret Drabble og A.S. Byatt og jafnvel Doris Lessing, voru af kynslóð frábærra rithöf- unda sem skrifuðu mest innan þess ramma. En mér fannst þó lítil stoð í því sem þær voru að gera einmitt vegna þessara djúpstæðu róta í raunsæinu,“ útskýrir Michèle. „Ég varð því að leita fanga á öðrum miðum og þá var Angela mjög góð fyrirmynd, hún hafði löngu sagt skilið við raunsæishefðina. Svo leitaði ég að sjálf- sögðu einnig eftir áhrifum erlendis frá. En Ang- ela gerði mér þó ljóst að möguleikarnir voru fyrir hendi og það skipti óskaplega miklu máli. Fyrsta bókin mín, eða kannski fyrstu tvær, [A Piece of the Night, Næturfriður, 1978 og The Visitation, Vitjunin, 1983] voru þó í rauninni að einhverju leyti grundvallaðar bæði í róman- tískri og ljóðrænni raunsæishefð, sumir þættir þeirra virðast í það minnsta heyra til ákveðinna tegunda raunsæisins. Svo það er líklega ekki fyrr en í þriðju bókinni minni [The Wild Girl, Villta stúlkan, 1984] að mér fannst ég geta kom- ist á flug á öðrum forsendum.“ Dulvitundin og kvenleg fagurfræði Er það þá sem þú ferð að gera meðvitaðar til- raunir með byggingu og stíl? „Ja, ég hóf feril minn sem ljóðskáld svo ég gerði vissar tilraunir með stíl allt frá upphafi. Sem ljóðskáld var ég t.d. viss um að hægt væri að byggja upp bók í gegnum kerfi mynhverf- inga. Ég gerði einnig tilraunir með framvindu tímans í verkum mínum; stökk fram og til baka og þess háttar. Viðleitni til formtilrauna varð þó mun meðvitaðri þegar ég var að skrifa þriðju bókina mína sem fjallaði um Maríu Magdalenu [The Wild Girl] en þá fannst mér ég hafa upp- götvað eitthvað nýtt. Það var einna helst eins og ég fyndi leið til að stökkva til hliðar eða upp á við miðað við hefðbundna framvindu, og þannig uppgötvað leið til að skrifa af meiri heiðarleika um dulvitundina. Og hún er einmitt það sem ég er hér til að skrifa um; mér finnst ég hafa gert þá uppgötvun. Ef maður ætlar að fjalla um það sem býr í dulvitundinni, þýðir ekkert að skrifa í natúralískum stíl því bæling og kúgun er svo stór þáttur í honum – jafnvel þó fullkomlega sé staðið að heimildarleit og öllu sem snertir yf- irborð sögunnar. Ég hef heldur engan áhuga á þessu yfirborði – jafnvel þótt það sé fallegt – ég vil kafa undir það. Maður á borð við Ian McEw- an getur skrifað með ótrúlegum hætti um yf- irborð hlutanna og það er allt gott um það að segja, en sjálfa langar mig til að kanna það sem býr í djúpinu.“ Heldurðu að sú löngun sé að hluta til sprottin af þörf til að hafna rithefð karlmanna? Michèle játar því ákveðin. „Hér er alveg örugglega um ákveðna tegund kvenlegrar fag- urfræði að ræða. Að mínu mati hafa konur að mörgu leyti verið svo undirokaðar í vestrænni menningu að það hefur leitt til klofnings á milli kynferðis okkar og framtíðarhorfa. Hér er ég að vísa til kvenímynda á borð við hóruna og madonnuna. Ef mann langaði að reyna að nálg- ast sannleikann um konur, eða þann sannleika sem ekki hafði verið sagður þegar ég var ung, þá krafðist það nýs forms. Ég gat ekki notað marga þætti sem tilheyrðu hefðinni, svo sem hinn alvitra sögumann. Mér fannst ég verða að finna leið til að segja sögur mínar með öðrum hætti. Í þessu fólst meira að segja ákveðin tor- tryggni í garð sagnahefðarinnar, því mér fannst sagnahefðin sem slík ákaflega karlmannleg þegar ég var að vaxa úr grasi – rétt eins og feð- urnir væru að segja frá og staðsettu konur í ákveðnum hlutverkum í sínum eigin sögum, án þess að þær kæmu sínum sjónarmiðum að. Mig langaði til að vera í hlutverki sagnaþularins en fyrst þurfti ég að brjóta mér leið út úr sögum annarra – í lífi mínu sem og í ritstörfum mín- um.“ Þú átt þá við að það hafi ekki verið þér nóg að endursegja þekktar sögur út frá nýju sjónar- horni eins og svo margir kvenrithöfundar hafa gert, heldur hafir þú þurft að fitja upp á alveg nýjum söguþræði? „Eiginlega, en þó verð ég að viðurkenna að ég er mjög mikill póstmódernisti hvað það varð- ar og ég er enn að vinna með sögur sem ég hef fengið í arf. Ég tæti þær í sundur og eyðilegg þær, en set þær svo saman aftur. Angela [Cart- er] talaði oft um að hún liti á það sem starf sitt að afhelga og eyðileggja goðsagnir eða í það minnsta gagnrýna goðsagnir. Ég horfi ekki al- veg sömu augum á þetta ferli því ég eygi mögu- leika á því að taka goðsögn og hluta hana í sund- ur, síðan má setja hana saman á nýjan leik þannig að öll samskeytin sjáist og búa til úr henni eitthvað alveg gjörólíkt. Goðsagnir halda áfram að vekja áhuga minn, enda eru þær oft ekkert annað en sögur um fjölskyldumynstur. Í kaþólskum goðsögnum er ríkulegur arfur, ég hef t.d. skrifað heila bók um ævi dýrlinga [Im- possible Saints, Ómögulegir dýrlingar, 1997] og bjó í því skyni til nýjar sögur auk þess að end- ursegja gamlar með nýjum hætti.“ Aðspurð hvernig Bretar hafi brugðist við skáldsögu um kaþólska dýrlinga segir Michèle að bókin hafi hlotið ákaflega góðar viðtökur hjá gagnrýnendum sem og lesendum, en því sé þó ekki að leyna að þessi bók hefði aldrei komist á metsölulista. „Að hluta stafar það af þeim vís- unum í kaþólska trú sem bókin byggist á, en hér á landi er einnig mjög lítill áhugi fyrir trúar- brögðum þegar á heildina er litið. Öll trúariðk- un virðist vera á undanhaldi Bretar grípa ein- ungis til helgisiða í praktískum tilgangi, en ekki til sáluhjálpar. Vísun í kaþólskar goðsagnir á sér enn minni hljómgrunn, því þó flestir þekki þær sögur er leggja grunninn að kristindómi, eru mjög fáir kunnugir þeim kaþólska þjóð- sagnaheimi sem ég hef mætur á,“ útskýrir hún. „Sem betur fer náðu þó flestir megininntaki þessarar bókar, því hún hverfist í rauninni ekki um trúarbrögð heldur um sambönd á milli feðra og dætra og það hvernig feður geta lagt líf dætra sinna í rúst. Fólk áttaði sig á þessu, sem mér þótti ákaflega vænt um, því ég var í raun- inni bara að taka trúarbrögðin út úr sínu hefð- bundna táknræna samhengi og nota þau til þess að segja allt aðra sögu.“ Tengsl lystarstols og dýrlinga Í bók sinni Daughters of the House, (Dætur hússins, 1992) sem tilnefnd var til Bookerverð- launa það ár, auk þess sem hún vann W.H. Smith verðlaunin ári seinna, segir Michèle m.a. sögu nunnunnar Theresu. Í lýsingum höfund- arins á trúarþorsta Theresu á erfiðum tímum á mörkum bernsku og unglingsára örlar á til- hneigingu sem tengja mætti við lystarstol. Eins og svo oft í verkum sínum notar Michèle sann- sögulegan efnivið í lýsingum af andlegri reynslu stúlkunnar sem síðan helgar sig guði, en á und- anförnum árum hafa fræðimenn á ýmsum svið- um rannsakað þátt lystarstols í trúarreynslu og píslum kvendýrlinga. Michèle segir þetta afar áhugaverðan flöt á mannlegri reynslu sem skýri ýmislegt það er tilheyrir fortíðinni og við höfum átt erfitt með að túlka með sannfærandi hætti í nútímanum. Hugðarefni hennar varðandi sjálfsímynd kvenna og menningarlegan bakgrunn hefur því allt frá upphafi skipt Michèle Roberts miklu máli í verkum hennar. Hún hefur ætíð unnið með þemu er tvinna saman hið persónulega í lífi hvers einstaklings og hið opinbera í umhverfi okkar allra. „Það sem mér finnst svo heillandi,“ segir hún, „er að í vestrænni menningu eru búin til gríð- arleg bil á milli þess sem við teljum tilheyra innra lífi okkar annars vegar, og hins vegar hin- um ytri veruleika. Og mjög oft hefur kvenrit- höfundum verið stillt upp þeim megin sem innra lífið er og karlrithöfundum þeim megin sem ytri veruleikinn er. Af þessum sökum hljóta bækur karlrithöfunda oft mikla umfjöll- un og lof einungis vegna þess að þær fjalla um karla í stríði eða eitthvað þess háttar. En ef maður skrifar um andlegan veruleika þá er til- hneigingin hins vegar sú að álíta slík viðfangs- efni óæðri. Mér finnst því mjög áhugavert að blanda þessum ólíku tegundum viðfangsefna saman og rannsaka tengslin þar á milli sem ætíð eru mjög margþætt. Hliðstæð tengsl má finna á milli tákna og virkni dulvitundarinnar í huga einstaklings og þess hvernig hann eða hún MATUR, KYNLÍF OG GUÐ Michèle Roberts segist skrifa mest um mat, kynlíf og guð, en hún hefur reynt að endurskilgreina hugtakið „kona“ í verkum þar sem markvisst er unnið með kvenlega fagurfræði og stílbrögð. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR ræddi við hana um hlutverk sagna- þularins og leiðir til að skapa skáldverk úr efniviði sem ekki hefur áður verið komið á framfæri. Michèle Roberts líkir kvenrithöfundinum við trúleysingja sem skrifar gegn þeirri vitneskju sem álitin er algild í samfélaginu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.