Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.2002, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.2002, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. MAÍ 2002 5 VERFIST UM SKÖPUN sterkan svip á breskan bókmenntaheim. Per- sónulega finnst mér þessi þróun hafa haft mjög auðgandi áhrif á breska menningu, það leikur enginn vafi á því í mínum huga að við erum ekki eins sjálfhverf eða einangruð og við vorum áð- ur. Ég get þó ekki breytt uppruna mínum eða hver ég er; ég er enskur og uppalinn í London. Þess vegna mun ég halda áfram að skrifa um þann raunveruleika. Ég trúi því að maður nálg- ist hið algilda í gegnum það sértæka og jafnvel þótt t.d. Hestaskálin fjalli bara um þröngan kima í litlu landi, þá geti fólk samsamað sig því sem þar gerist, sama hvaðan það kemur. Ég vona alltaf að bækur mínar veki viðbrögð sem víðast, að fólk finni fyrir merkingu sem afhjúp- ar sammannlegt eðli eða eitthvað um ástand mannsandans. Mér finnst stundum eins og fólk geri þau mis- tök að hafa alltof augljósan alþjóðlegan bræð- ing í verkum sínum þegar það er að reyna að ljá verkum sínum mjög víða merkingu í alþjóðlegu eða stóru samhengi. Það er hins vegar ekki endilega rétta leiðin, því jafnvel þótt maður hafi vítt sjónarhorn á hinn ytri heim þá má ekki gleyma því að stór hluti skáldverka sprettur hreinlega innra með höfundinum.“ Á yfirborði nýrra skáldverka, eða í formi nýrra skáldverka, hefur mátt merkja töluverð- ar hræringar undanfarin ár. Sjálfur hefur þú gert töluverðar tilraunir með form og stílbrigði í verkum þínum er ganga þvert á hefðir fyrri tíma? „Já, mér hefur alltaf þótt það mikils virði, án þess þó að ég hafi viljað gera það að meðvitaðri andlegri æfingu,“ svarar Graham. „Að mínu mati eru slíkar tilraunir óhjákvæmilegur þáttur í framþróun manns sem rithöfundar – þroskinn ávinnst ekki nema maður finni upp ólíkar leiðir til að segja sögu. Það gleymist kannski of oft að meginhlutverk rithöfundarins er hreinlega að segja sögu, og ef hann tekur sig alvarlega sem sögumann þá reynir hann að finna sér mismun- andi leiðir til þess. Könnunarleiðangurinn sem rithöfundar leggja upp í með hverju skáldverki sínu hverfist að mestu um þennan megintil- gang. Á leiðinni verður ýmislegt á vegi manns og maður tvinnar það sem þjónar tilgangi sam- an við verkið. Á þeim stað sem ég er núna finnst mér ég hafa lært mjög mikið um þessa hlið rit- starfanna, ég hef miklu þróaðri tilfinningu fyrir byggingu verka minna og geri mér grein fyrir hversu mikilvæg hún er söguþræðinum. Maður getur verið með frábæran söguþráð sem hrein- lega fellur um sjálfan sig ef bygging verksins hæfir honum ekki.“ Allt sem maður hefur nokkru sinni verið býr innra með manni Þetta er líklega mest áberandi í Fenjalandinu og Hestaskálinni þar sem mörg tímaskeið og margir sjónarhólar koma fram til skiptis þar til sagan fer að taka á sig ákveðna mynd? „Mér hefur alltaf þótt gaman að vinna með fleiri þræði en einn og helst mörg tímaskeið. Það byggist að nokkur leyti á þeirri skoðun minni að það sem fram fer í minninu sé um margt mjög skylt því sem gerist í lífinu á hverju einasta augnabliki. Ég myndi segja að eftir því sem ég eldist sem rithöfundur og sem manneskja, þeim mun aug- ljósara virðist þetta. Mér virðist sífellt augljós- ara að fólk er aldrei einvörðungu það sem mað- ur upplifir og sér „núna“, fólk er allar þær manneskjur sem það hefur nokkru sinni verið. Allt sem maður hefur nokkru sinni verið býr með öðrum orðum innra með manni. Að mínu mati er skáldsagnaformið stórkost- lega vel aðlagað til þess að benda fólki á að gera ekki þau mistök að dæma hlutina eftir því hvernig þeir líta út á yfirborðinu, eða eftir því hvernig þeir virðast í augnablikinu. Allt það sem býr undir niðri skiptir mestu máli, og skáldsagan er mjög vel til þess fallin að koma því á framfæri.“ Þú átt þá við að skáldsagnaformið sé með ein- hverjum hætti líkt minninu sjálfu? Graham játar því afdráttalaust, „hún er eins og minnið t.d. hvað óreiðuna varðar, minnið kemur sér ekki á framfæri í meðvitund manns með rökvísum hætti, heldur tilviljanakennt. Stundum skýtur skrýtnustu minningum upp í huga manns – ólíklegustu hlutum – og það er einmitt þannig sem ákveðinn þáttur í vinnu rit- höfundarins á sér stað.“ Óvenjulegt tímabil í sögu breskra bókmennta Við veltum því fyrir okkur hvort heimur hinnar bresku skáldsögu – ef það er þá yfirleitt hægt að skilgreina hann – hafi breyst jafn mikið og raun ber vitni vegna þess að fólk hafi ekki lengur löngun til að aðlagast og samsama sig umhverfi sínu eða hvort þjóðfélagsbreytingarn- ar hafi hreinlega verið svo stórstígar. Graham bendir á að breskt samfélag hafi breyst ótrúlega mikið, hið framandi og fjöl- menningarlega hafi í raun runnið saman við meginstraumana á undanförnum árum. „Mig rekur minni til þess er fjölmenningarleg áhrif voru umræðuefni fólks hér í Bretlandi af því þau þóttu svo framandi, en nú er fjölmenningin hluti samfélagsmyndarinnar,“ segir hann. „Fólk er löngu hætt að virða hana fyrir sér sem eitthvert nýnæmi. Heimur skáldsögunnar hef- ur breyst í samræmi við þetta enda eiga hin fjöl- menningarlegu áhrif sinn þátt í því. Mín kyn- slóð rithöfunda upplifði mjög heillandi tíma um miðjan níunda áratuginn, þegar tala mátti um einskonar endurreisn með nýrri kynslóð höf- unda. Þeir virtust allir, fyrir einhverja óútskýr- anlega tilviljun, koma fram á sama tíma. Sömu- leiðis var eins og umhverfið væri bæði spennt og áhugasamt um það sem þeir höfðu fram að færa, en það er afar sjaldgæft í menningarlífinu að þetta fari allt saman og skilyrði fyrir frjóum jarðvegi skapist með svo auðveldum hætti. Í stuttu máli á segja að miklir hæfileikar hafi ver- ið til staðar og lesendur hafi þyrst í það sem þeir höfðu að segja. Á mínum ferli sem rithöfundur hefur slíkt tímabil [u.þ.b. frá 1982 til 1986] aldr- ei runnið upp aftur. Þegar maður lítur til baka dettur manni fyrst í huga að þetta hafi allt gerst á uppgangsárum Margrétar Thatcher, en ég er alveg sannfærður um að það hafði ekkert með skapandi staðreyndir málsins að gera,“ segir Graham hlæjandi, „þetta gerðist eingöngu fyrir tilviljun.“ Trú manna á skáldskap hefur minnkað Hann segist ekki lesa nægilega mikið af sam- tímabókmenntum til að geta talist sérfræðing- ur á þessu sviði og tekur fram að það gæti meira að segja verið varasamt að koma með fullyrð- ingar um þetta efni. „En sjálfur held ég samt að ein mesta breyting sem átt hefur sér stað á und- anförnum árum tengist minni trú manna á skáldskap sem skáldskap. Menn hafa minni trú á því sem er skáldað, skapað eða búið til. Það er eins og sú tilfinning sé orðin ríkjandi að skáld- skapur sé hvort eð er einungis raunveruleiki í dulargervi. Þeir sem skrifa skáldskap eru stöð- ugt spurðir á hverju verk þeirra séu byggð og hvað hafi komið fyrir þá. Spurningar af þessu tagi verða sífellt algengari í mínu tilfelli. Mín til- finning er því að það liggi eitthvað í loftinu núna sem leiðir til þess að fólk vill ekki viðurkenna skáldskapinn á sínum eigin forsendum, þ.e.a.s. vegna hinna stórkostlegu skapandi eiginleika hans. Jafnframt eru stöðugt fleiri bækur skrif- aðar um það „sem kom fyrir“ höfundinn, hvort sem það snertir veikindi eða dauðsfall. Fólki finnst þetta vera verðugt viðfangsefni í bók og auðvitað má það vel vera.“ Þú átt í rauninni við að listrænu þættir hins skapandi ferlis séu að víkja fyrir einskonar beinni frásögn af staðreyndum þar sem ekki er gerð tilraun til að takast á við formið eða mögu- leikana sem í því felast? „Í rauninni,“ játar Graham. „Það má kannski segja að hér séum við að ræða um neikvæða þróun í skáldsagnaforminu, en auðvitað má einnig halda því fram að öll þróun sé jákvæð og það skipti engu máli hvaða mynd hún tekur á sig. En það sem ég á við er hreinlega það að fólk treystir síður en áður því sem er skáldað – og þessi þróun hefur orðið þrátt fyrir að hið skáld- aða hafi afar mikið vægi á líf okkar og raunveru- leika. Við viljum bara ekki kannast við það leng- ur.“ Markaðsform í bókmenntum En hvað þá með þær afþreyingarbókmenntir sem nú virðast vera að ryðja sér til rúms á nýj- um vettvangi í skjóli þess umburðarlyndis sem póstmódernisminn boðar? „Það er enn ein breytingin, og sem dæmi um þá þróun má taka fyrirtækið Picador, sem hefur gefið mínar bækur út undanfarin ár. Hér er um LAST Orders, eða Hesta- skálin, fjallar um ferðalag fjögurra vina frá Suður- London þar sem þeir hafa búið allt sitt líf, til strand- bæjarins Margate. Með þeim í för er fimmti vin- urinn Jack, eða öllu heldur aska hans í duftkeri, en þeir ætla að uppfylla hinstu ósk Jacks og dreifa ösku hans í sjóinn. Hér er gripið niður í upphafi sögunnar þar sem einn vinanna, útfararstjórinn Vic, kemur með duftkerið á krána þar sem þeir hafa allir hist reglulega um áratuga skeið. Sögumaðurinn í þess- um kafla er lykilpersóna verksins og besti vinur Jack, Ray að nafni, en það er í gegnum hann sem allir þræðir og ólíkar raddir verksins koma saman að lokum: „Vic kemur fimm mínútum seinna. [...] Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað hann hafi með sér. Lenny örugglega líka. Það er eins og ég hafi ímyndað mér að Vic myndi opna hurðina á kránni hátíð- legur í fasi og þramma inn með litla eik- arkistu skreytta brasshöldum. En það eina sem hann er með undir hand- leggnum er ósköp venjulegur brúnn pappakassi, svona á stærð við skókassa. Hann lítur út eins og maður sem hefur farið í bæinn og keypt sér baðherberg- isflísar. Hann tyllir sér á barstól, næst Lenny, setur kassann á barborðið og hneppir frá sér frakkanum. „Nýkominn úr ofninum,“ segir hann. „Er þetta allt og sumt?“ segir Lenny og horfir. „Er þetta hann?“ „Já,“ segir Vic. „Hvað eruð þið að drekka?“ „Hvað er ofan í?“ segir Lenny. „Hvað heldurðu?“ segir Vic Hann snýr kassanum svo við komum auga á lítið spjald sem er límt með lím- bandi á eina hliðina. Með dagsetningu, númeri og nafni: JACK ARTHUR DODDS. „Ég meina, hann er ekki bara í kassa eða hvað?“ segir Lenny. Í stað þess að svara tekur Vic upp kass- ann og smeygir upp lokinu með þuml- inum. „Ég ætla að fá mér viskí,“ segir hann, „mér finnst þetta vera viskídagur.“ Hann þreifar ofan í kassann og dregur varlega upp plastílát. Það lítur út eins og stór krukka af skyndikaffi, með samskon- ar skrúfuðu loki. En það er ekki úr gleri heldur bronslituðu, hálfmöttu plasti. Á lokinu er annar miði. „Hérna,“ segir Vic og réttir Lenny krukkuna. Lenny tekur við henni, óöruggur, eins og hann sé ekki tilbúinn að taka við henni en geti þó ekki annað – eins og hann hefði átt að þvo sér um hendurnar fyrst. Þyngdin virðist koma honum á óvart. Hann situr á barstólnum, með krukkuna í höndunum, án þess að vita hvað hann á að segja, en ég er viss um að hann er að hugsa það sama og ég. Hvort það sé bara Jack þarna ofan í eða Jack sem búið er að blanda saman við hluta af öðrum, þessa sem voru afgreiddir á und- an honum og þessa sem komu á eftir. Þá héldi Lenny á hluta af Jack og kannski hluta af kellingu einhvers annars náunga til dæmis. Og ef þetta er þá Jack, er hann þá örugglega allur ofan í eða bara það sem komst fyrir í krukkunni, hann var nú einu sinni af stærri gerðinni. „Ótrúlegt, finnst ykkur ekki?“ segir hann. Svo réttir hann mér krukkuna og sækir í sig veðrið, eins og þetta sé sam- kvæmisleikur. Gettu hvað hún er þung. „Þyngslin maður,“ segi ég. „Stútfull,“ segir Vic. Ég býst ekki við að ég myndi fylla hana, þar sem ég er í smærra lagi. Ég geri ráð fyrir að það sé óviðeigandi að skrúfa lokið af. Ég rétti hana aftur til Lenny. Lenny réttir hana til Vic. „Hvert fór Bernie?“ spyr Vic. Vic er þrekvaxinn og snaggaralegur náungi, einn af þeim sem nuddar saman lófunum þegar eitthvað er í þann veginn að hefjast. Hann er alltaf hreinn um hendurnar. Hann horfir á mig á meðan ég held á krukkunni eins og hann hafi verið að færa mér gjöf. Það er huggun að vita að útfararstjórinn manns er líka vin- ur manns. Það hlýtur að hafa verið Jack huggun. Það er huggun að vita að vinur manns eigi eftir að ganga frá manni, setja mann í kassann og sjá um allt sam- an. Eins gott að Vic hrökkvi ekki upp af.“ (Úr Hestaskálinni eftir Graham Swift, bls. 10–12. Fríða Björk Ingvarsdóttir þýddi.) BROT ÚR HESTASKÁLINNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.