Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. MAÍ 2002 9
tekur heils hugar undir það og fullyrðir að
leikmynd verksins eigi eftir að vekja mikla
eftirtekt fyrir einskæra fegurð og snilld í
tæknilegum lausnum. Blár litur er áberandi í
leikmyndinni og daufur sjóndeildarhringur í
fjarska sem gefur sviðsmyndinni bæði dýpt
og vídd. Ljósamenn Þjóðleikhússins hafa líka
gert sitt til að gera sviðsmyndina sérstaklega
áhrifamikla. Listamaðurinn að baki sviðs-
myndinni er Heinz Hauser. En hvernig færir
maður ólgandi úthaf og risavaxnar seglskútur
inn á leiksvið?
„Það er nú reyndar vel hægt, og í Þýska-
landi er að minnsta kosti eitt svið, um tveggja
ára gamalt, þar sem nýverið var settur upp
söngleikur, þar sem alvöru haf rís upp um
tuttugu til þrjátíu metra yfir sviðinu. En hér
á Íslandi notum við engan sjó. Ég legg meiri
áherslu á að sviðsmyndin fangi innra líf per-
sónanna, drauma þeirra og sýnir. Hafið þarf
ekki að vera raunverulegt á sviðinu, hins veg-
ar þarf tilfinningin fyrir því að skila sér til
áhorfenda, og það er sú tilfinning sem ég
reyni að skapa í sviðsmyndinni.“
Heinz Hauser segir að undirbúningur að
gerð sviðsmyndarinnar hafi hafist strax síð-
asta sumar. „Ég kom svo hingað í desember
og dvaldi hér í vikutíma til að ræða við sam-
starfsmenn mína í Þjóðleikhúsinu, í janúar
kom ég aftur með módel að sviðsmyndinni og
þá gengum við frá ýmiss konar tækniatriðum.
Stærstur hluti sviðsmyndarinnar var unninn
hér, en ýmis smáatriði úti í Þýskalandi. Nú er
ég búinn að vera hér í fjórar vikur að koma
myndinni upp og ganga frá þeim smáatriðum
sem eftir voru, og þetta hefur gengið af-
skaplega vel. Þú spurðir um bláa litinn; hann
er auðvitað litur hafsins og sjóndeildarhrings-
ins, en einnig litur drauma og draumsýna og
innra lífs okkar. Fyrir mér er hann þannig
andstæða raunsæisins; litur ímyndunarafls-
ins, og ekki síst þess vegna á hann vel við í
Hollendingnum fljúgandi. Mér finnst verkið
fyrst og fremst vera saga, eða ævintýri, sem
þarf ekki að vera í einhverjum ákveðnum
raunveruleika eða tíma. Mitt hlutverk er að
skapa sögunni þannig umgjörð að áhorfand-
inn geti sjálfur hleypt sínum huga á flug í
sögunni.“
Hollendingurinn kominn!
Saskia Kuhlmann leikstjóri er enginn ný-
græðingur á sviði tónlistar, hún nam til ein-
leikara á flautu, meðal annars hjá James
Galway. Hún lærði líka leikstjórn og hefur
sérhæft sig í óperuleikstjórn. Daginn sem við
áttum spjall saman á kaffistofu Þjóðleikhúss-
ins, sigldi stórt og glæsilegt seglskip fullum
seglum inn í Reykjavíkurhöfn, og sagði
Saskia engu líkara en að Hollendingurinn
fljúgandi væri væri nú sjálfur mættur; líklega
myndi hún fá sér göngutúr niðrað höfn og
kanna málið. Hún segir æfingar á óperunni
hafa gengið vel og hópinn sem að sýningunni
stendur góðan.
„Þetta hefur gengið hratt fyrir sig, og við
höfum haft góðan tíma til að einbeita okkur
að tæknilegum atriðum sem eru mörg og erf-
ið í uppsetningunni. Þú sérð kannski að ým-
islegt í tæknilegri útfærslu sýnist einfalt, en
ég get sagt þér að það hefur líka verið erfitt
að koma hlutunum í kring, til dæmis lýsing-
unni, sem setur mikinn svip á verkið. Söngv-
ararnir og hljómsveitin hafa staðið sig mjög
vel og andrúmsloftið hefur verið mjög gott.
Fyrir íslenska óperugesti er Hollendingurinn
fljúgandi stórt skref, ég hef heyrt að óp-
eruhefð hér sé ekki löng. Ég vona bara að
góðir söngvarar og góður undirbúningur eigi
eftir að skila sér í góðri sýningu.
Heinrich Heine sagði sjálfur um þessa sögu
sína að hún væri ævintýri og öll góð ævintýri
endurspegla sálarlíf persónanna. Hollending-
urinn er maður sem getur hvorki dáið né lif-
að. Á meðan hann finnur engan sem vill
þiggja ást hans, safnar hann auði á siglingum
sínum um heimsins höf. Þetta er honum
einskis virði, því hann vantar þetta eina sem
getur bjargað honum; ástina. Í Sentu finnur
hann stúlkuna sem hann veit að hann getur
treyst, þótt hlutirnir fari á annan veg en hann
ætlar vegna hans eigin misskilnings. Hann er
einstæðingur. Maður getur ímyndað sér
hvern sem er í hans sporum, manneskju sem
gæti hafa verið yfirgefin af móður sinni eða
ástinni sinni; manneskju sem getur ekki fund-
ið hamingju á nýjan leik. Allir vilja eiga hlut-
deild í auðæfum hans, en enginn vill hann
sjálfan. Senta er gagntekin af sögu hans og
hún gefur honum alla sína ást. Hún skilur til-
finningar hans, vegna þess að hún skilur þörf
hans fyrir ástina. Hún missti mömmu sína
líka sem barn. Misskilningurinn veldur því að
þau fara á mis við hvort annað, og þá getur
hvorugt hugsað sér framhaldið án hins. Senta
grípur til örþifaráða og bæði hverfa þau sjón-
um okkar, en við vitum ekki hvað gerist. Við
getum látið það eftir eigin ímyndunarafli, og
það gerum við í sýningunni.
Hollendingurinn fljúgandi er ástarsaga.
Hollendingurinn, Senta og Erik eru öll ein-
stæðingar, og öll eru þau líka á sinn hátt ein-
farar og jafnvel utangarðs í samfélaginu. Þau
eiga það öll sameiginlegt að þrá ástina. Senta
þarf að velja milli þessara tveggja manna;
Erik er ekki sjómaður eins og allir í kringum
hana, heldur veiðimaður, en Hollendingurinn
er sjómaður, en honum eru ásköpuð þessi
grimmu örlög. Hvorn sem hún hefði valið,
hefði líf hennar aldrei orðið venjulegt.“
Íslensku konurnar flinkar
Hljómsveitarstjórinn, Gregor Bühl segir
æfingar hafa gengið ótrúlega vel og að söngv-
ararnir séu virkilega góðir. Það kom honum
líka á óvart hve Sinfóníuhljómsveit Íslands
var góð, og hefur orð á því að hann hafi sjald-
an eða aldrei stjórnað hljómsveit sem væri
skipuð svona mörgum konum. „Þær eru
greinilega mjög góðar!“ Það var þó erfitt að
koma mannskapnum öllum fyrir í hljómsveit-
argryfju Þjóðleikhússins.
„Mér finnst Magnea Tómasdóttir hafa stað-
ið sig sérstaklega vel. Þetta hlutverk er ekki
auðvelt, svo vægt sé til orða tekið, og það get-
ur verið röddinni hættulegt sé ekki rétt farið
að. Magnea er að syngja það í fyrsta sinn, og
stendur sig ótrúlega vel. Það gera söngv-
ararnir reyndar allir. Þetta er mjög góður
hópur. Við leysum auðvitað vandamálin með
að koma hljómsveitinni fyrir, og til dæmis er-
um við búin að koma hörpunni fyrir í stúk-
unni, þar sem hún spilar hvort eð ekki er
nema rétt í byrjun og svo í blálok verksins.
Með því skapast pláss fyrir að minnsta kosti
tvær fiðlur í gryfjunni. Þannig er þetta bara,
– svolítið púsl; – en þetta gengur allt upp. Það
sem hefur komið mér skemmtilega á óvart er
hvað íslensku söngvararnir eiga ótrúlega gott
með þýska framburðinn; – þetta á líka við um
kórinn, engin vandamál þar. Ég er afskaplega
ánægður með uppfærsluna sjálfa. Hún er gíf-
urlega falleg og einföld, en þó ekki verið að
fara neinar skrýtnar leiðir eins og sums stað-
ar er í tísku. Mér finnst andrúmsloftið hér á
Íslandi eiga mjög vel við verkið. Hér er hafði
svo nálægt og sjómennskan þjóðinni í blóð
borin og hér finnur maður líka vel fyrir sjáv-
argolunni sem getur breyst í ógnarlegan
storm, rétt eins og gerist í óperunni.
Hollendingurinn fljúgandi er verk sem
Wagner samdi frekar snemma á ferli sínum.
Tónlistin er því líka hefðbundnari (þótt það sé
hálfvandræðalegt orð) en til dæmis Niflunga-
hringurinn. Hollendingurinn sjálfur finnst
mér vera einstaklingurinn sem leitar alltaf
síns heima en finnur ekki. Þetta getur átt við
um okkur mörg og í margs konar skilningi.“
Gregor Bühl segist ekki vilja vera settur á
ákveðna hillu, þótt hann sé þýskur hljóm-
sveitarstjóri og taki stundum að sér að
stjórna verkum Wagners. Hann segir það enn
algengt að fólk haldi að þýskir hljómsveit-
arstjórar séu sérstakir aðdáendur þýsku stór-
skáldanna, Richards Strauss og Wagners.
„Það er merkilegt hvað þessi viðhorf eru
sterk, en eins og aðrir hljómsveitarstjórar hef
ég huga á alls konar tónlist, og hef til dæmis
verið að flytja ameríska tónlist. En Wagner-
félögin eru alls staðar til. Óperur Wagners
eru svo lagskiptar og margslungnar að þær
eru fólki endalaus brunnur vangaveltna og
umræðna. Ég þekki til dæmis fólk í Þýska-
landi sem fer á hverju ári á Wagner-hátíðina í
Bayreuth, en fer aldrei annars í óperu eða á
tónleika. Þetta er sérstakt og segir talsvert
mikið um verk Wagners. Mér finnst frábært
að stjórna óperum hans, en get þó sagt þér,
að ef mér yrði stillt upp við vegg, þá gæti ég
sennilega lifað án Wagners, meðan ég gæti
alls ekki lifað án Mozarts.“
„Segðu mér aftur söguna af Hollendingnum.“ Senta biður Mary fóstru sína að segja sér söguna örlagaríku af Hollendingnum fljúgandi. Magnea
Tómasdóttir er Senta, Anna Sigríður Helgadóttir er Mary fóstra hennar og spunastúlkurnar eru félagar í Kór Íslensku óperunnar.
Hollendingurinn gengur um borð í skip Dalands, stýrimaðurinn fylgist
með: Snorri Wium og Esa Ruuttunen í hlutverkum sínum.
Daland skipstjóri með gullið sem Hollendingurinn hefur sankað að sér á
ferðum sínum um heimsins höf: Viðar Gunnarsson í hlutverki sínu.
begga@mbl.is