Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.2002, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.2002, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. MAÍ 2002 Hvað er Higgs-bóseind og hvers vegna er hún stundum kölluð Guðseindin (God particle)? SVAR: Higgs-bóseindin er ein af þeim öreindum sem mynda hið viðtekna líkan öreindafræðinnar (e. the standard model), rétt eins og ljóseindir, rafeindir og kvarkar. Ólíkt rafeindum og kvörkum hefur Higgs- bóseindin þó aldrei sést í tilraunum og því er strangt til tekið ekki víst að hún sé til! Öllum öreindum má skipta í tvo flokka, annars vegar bóseindir sem hafa heiltölu spuna og hins vegar fermíeindir sem hafa hálftölu spuna. Fermíeindirnar mynda hið eiginlega efni og sem dæmi um þær má nefna rafeindir og róteindir, báðar með spunatölu s = 1/2. Bóseindir eru burðareindir sem flytja krafta á milli öreinda. Dæmi um bóseind er ljóseindin sem hefur spunatölu s = 1og er burðareind fyrir rafseg- ulkraftinn. Higgs-eindin hefur spuna- tölu s = 0 og er því bóseind. Hún er nefnd eftir skoska eðl- isfræðingnum Peter Higgs sem gat sér til um tilvist hennar árið 1964. Samkvæmt kenningu Higgs myndar ögnin svið sem nefnist Higgs-svið og fyllir allt rúmið. Higgs-sviðið líkist að nokkru rafsviði sem myndast í kringum rafeind en hefur þó mjög ólíka eiginleika því það er Higgs-sviðið sem gefur ögnum massa. Allar öreindir eins og til dæmis rafeindir og rót- eindir þurfa að fara í gegnum þetta svið þegar þær hreyfast og verða þá fyrir draga eða dragakrafti. Því meiri sem draginn er, þeim mun meiri er massi agnanna. Þessu má líkja við hreyfingu í sýrópi. Massi er mæli- kvarði á tregðu agna til að hreyfast og eins og menn vita er erfiðara að hræra með skeið í sýrópskrukku en í tebolla, það er eins og skeiðin sé þyngri þegar hrært er í sýrópinu. Ef unnt væri að slökkva á Higgs-sviðinu þá yrðu allar öreindirnar massalausar sam- kvæmt viðtekna líkaninu. Higgs-bóseindin er afar mikilvægur hluti líkansins því að án hennar getur sá stærðfræðilegi rammi sem nú er notaður ekki útskýrt hvers vegna efn- ið í alheiminum hefur massa. Fræðilegir útreikningar sem eru byggðir á viðtekna líkaninu koma með mikilli ná- kvæmni heim við niðurstöður tilrauna sem gerðar eru í tröllauknum öreindahröðlum og því eru langflestir eðlisfræðingar sannfærðir um að líkanið gefi rétta mynd af náttúrunni. Eini gallinn er sá að Higgs-bóseindin hefur aldrei sést í þessum tilraunum og hún er reyndar eina öreindin í viðtekna líkaninu sem hefur enn ekki fundist þrátt fyrir að öreindafræðingar hafi leitað hennar með logandi ljósi árum saman. Skýringin er sú að ögnin er talin vera afar massamikil þótt enginn viti nákvæmlega hver massi hennar er. Til samanburðar má geta þess að róteind er um 1800 sinnum massameiri en rafeind en Higgs-bóseindin er að minnsta kosti 130 sinnum massameiri en róteind. Samkvæmt afstæðiskenningu Einsteins er massi jafngildur orku og þess vegna er ekkert óeðlilegt að hún hafi enn ekki sést; til þess að mynda ögnina þarf gríðarlega mikla orku. Nútímaöreinda- hraðlar eru einfaldlega ekki nógu kröftugir til að búa hana til. Haustið 2000 varð uppi fótur og fit þegar vísindamenn sem störfuðu við LEP- hraðalinn í Genf tilkynntu að hugsanlega hefðu þeir orðið varir við Higgs bóseindina. Þetta var um það leyti sem ráðgert hafði verið að loka hraðlinum til að vinna við byggingu nýs og öflugri hraðals gæti hafist. Þar sem stutt var eftir af starfrækslutíma LEP fengu vísindamennirnir leyfi til að stíga bensínið í botn, ef svo má að orði komast, og reyna á ystu þolmörk hraðalsins. Hættan á að eitthvað bilaði og hraðallinn skemmdist var nokkur en það skipti ekki máli því það átti hvort sem er að slökkva á honum innan skamms; þeir höfðu engu að tapa. Með því að skrúfa allt í botn náðu þeir að búa til orkumeiri geisla en áður hafði tekist og vonuðu að orkan nægði til að fram- leiða eina Higgs-bóseind. Með góðum vilja gátu vísindamennirnir greint skuggann af óþekktri eind úr gögnunum en því miður var óvissan of mikil til að hægt væri að fullyrða með góðu móti að þarna hefði Higgs- bóseindin verið á ferð. Í nóvember árið 2000 var slökkt á LEP eftir ellefu ára notkun en bygging á ennþá aflmeiri hraðli stendur nú yfir í sömu göng- um og LEP var áður. Í sparnaðarskyni var ákveðið að endurnýta mannvirkin sem eru meðal annars hringlaga göng með 27 km ummál á landamærum Sviss og Frakklands. Nýi hraðallinn er kallaður LHC (Large Hadron Collider) og stefnt er að því að taka hann í notkun árið 2006. LHC verður mun öflugri en nokkur annar hraðall á jörðinni og bjartsýnir menn telja að strax fyrsta daginn verði hægt að framleiða nokkrar Higgs- bóseindir og þar með staðfesta viðtekna lík- anið í öreindafræði með óyggjandi hætti. Spyrjandi vill vita hvers vegna Higgs- ögnin sé stundum kölluð Guðseindin. Í vís- indaheiminum er ögnin aldrei kölluð guðs- eindin enda er lítil ástæða til að blanda sam- an nákvæmum vísindum og guðfræði í byrjun 21. aldar. Það var Leon Lederman nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði sem fyrstur kallaði Higgs-bóseindina guðseind í bók sinni The God Particle: If the Universe Is the Answer, What Is the Question? (1993) Þessi bók er samin fyrir almenning og hefur fengið góða dóma. Lederman notar gælu- nafnið guðseind hugsanlega vegna þess að Higgs-ögnin hefur það sameiginlegt með Guði að hafa aldrei sést þótt margir trúi því að hún sé til. Lesendum er bent á að þeir geta fengið að vita meira um ýmis atriði svarsins, til dæmis ljóseindir, rafeindir og róteindir, með því að setja heiti þeirra inn í leitarvél Vísindavefj- arins. Kristján Rúnar Kristjánsson, meistara- prófsnemi í eðlisfræði við HÍ. Á Vísindavef Háskóla Íslands hefur að vanda mörgum athyglisverðum spurningum verið svar- að að undanförnu. Á meðal þeirra má nefna: hvernig er þjóðfélags- ástandið í Sádi-Arabíu, eftir hverju eru Galapagoseyjar nefndar, hvað eru miklar líkur á því að Snæfellsjökull gjósi, hvað er píslarvottur og hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens. VÍSINDI Peter Higgs HVAÐ ER HIGGS- BÓSEIND OG HVERS VEGNA ER HÚN STUND- UM KÖLLUÐ GUÐSEIND- IN (GOD PARTICLE)? að ræða fyrirtæki sem hefur skapað sér aðdá- unarvert orðspor fyrir útgáfu á framúrskarandi bókmenntum alls staðar að úr heiminum, en nú hafa þeir tekið Helen Fielding og Bridget Jones inn hjá sér. Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það en þau að mér finnst þetta athyglisverð þróun.“ Getur verið að sá markaður sem hefur verið skapaður fyrir léttvægt sjónvarpsefni sé farinn að skarast við bókmenntaheiminn? „Það má vel vera – ég er reyndar ekki frá því að svo sé. Í það minnsta er það sú kenning sem bókmenntaútgefendur vísa til, enda eru þessar bókmenntir fyrst og fremst markaðsform. En við megum ekki gleyma því að um leið og við látum undan þeirri tilhneigingu að láta fólk hafa auðlesið efni af því við óttumst að annars lesi það ekki neitt, þá erum við um leið að næra þann þátt sem við óttumst mest. Tilhneigingin verður sú að gera lesefnið auðveldara og auð- veldara, ekki það að góð lesning þurfi að vera erfið –síður en svo – en þú veist hvað ég á við. Í versta falli geta þessar litlu kröfur sem gerðar eru til lesenda orðið til þess að alvarlegum bók- menntum sé ýtt út á jaðarinn. Fólki gæti jafnvel þótt sem alvarlegar bókmenntir ættu það skilið að sitja á jaðarsvæði, eða ályktað sem svo að vegna þess að þær séu þar geti þær tæpast ver- ið mikilvægar – og þá stæðum við frammi fyrir grafalvarlegum vanda.“ Samsama mig því nána og heimi litlu hlutanna Þegar við ræddum um fjölmenningarlegt samhengi bókmenntanna sagðist þú skrifa sem einstaklingur, frá þínu sértæka sjónarhorni hér í London. Ef við víkjum að hugmyndum þínum um hlutverk einstaklingsins þá er ljóst að þú ert alltaf að fást við sögu þeirra en lesandinn fær jafnframt sterka tilfinningu fyrir hinu stóra sögusviði heimsins. Getur verið að sú tilhneig- ing tilheyri breskri menningu? Að Bretar hafi tilhneigingu til að reyna að átta sig á samheng- inu í sögu síns stóra heimsveldis til þess að finna tilgang í lífi einstaklinganna? „Hvað sjálfan mig og mínar aðferðir varðar er þetta staðreynd og ég hef reyndar ekki á til- finningunni að þetta hafi breyst með árunum. Samt sem áður er ég ekki þeirrar skoðunar að þessi tilhneiging eigi frekar við um Breta en aðra, mér virðist fremur sem heimurinn vinni með þessum hætti – ef það er á annað borð hægt að alhæfa þannig um heiminn. En heim- urinn virðist hreinlega vera þannig í dag að það er ekki hægt að snúa baki við stóru myndinni. Hún er stöðugt fyrir augunum á okkur í sínum ýmsu myndum. Og hér er ég að tala í bókstaf- legum skilningi um það sem birtist okkur í gegnum ýmsa miðla, jafnvel þótt það sé ekki framreitt fyrir okkur með gagnrýnum hætti. Ég held að við yrðum öll ákaflega hissa ef við færum hundrað og fimmtíu ár aftur í tímann til að bera þá gömlu heimsmynd sem þá var við lýði saman við okkar. Þá var hægt að lifa óáreittur í sínum litla heimi án þess að hið stóra sögusvið, sögulegir viðburðir eða mikil átök snertu mann nokkru sinni. Engu máli skipti þótt maður hefði takmarkaðar fréttir af um- heiminum. Það voru einungis stórkostlegar hörmungar, á borð við styrjaldir, sem höfðu áhrif á líf fólks.“ En finnst þér þá mega merkja forlagahyggju í samtímanum þar sem hin stóra heimsmynd hefur svo mótandi áhrif á einstaklinginn? „Ég er ekki viss,“ svarar Graham eftir nokkra umhugsun. „Ég geri mér hreinlega ekki góða grein fyrir því hvernig þetta svið mann- legrar reynslu verður til, en einmitt þess vegna býður það upp á svo mikla möguleika til að kanna. Það er þó svo að við lifum öll að mestu leyti í hinum litla heimi sem markar lífshlaup okkar og hann hefur þar af leiðandi mesta þýð- ingu fyrir okkur. En að sjálfsögðu skarast öll tilveran og eitt hefur áhrif á annað, við þekkjum það öll. Ætli það megi ekki segja að ég samsami mig heimi litlu hlutanna og þess nána – ég skrifa fyrst og fremst um það.“ Tilfinning fyrir sögunni breytist með hverri kynslóð Graham hefur löngum verið upptekinn af söguskoðun og kemur það sérstaklega vel fram í Waterland, en aðalpersóna þeirrar sögu er einmitt sögukennari sem fer að skoða söguna frá óvæntum hliðum út frá sínu persónulega lífi. Þegar Graham er spurður að því hvort merkja megi aukinn áhuga á sögu í breskum skáld- sagnaheimi í dag segir hann athyglisvert að skoða feril Ians McEwans í því sambandi, „síð- asta verkið hans, Atonement (Friðþægingin, 2001), lýsir þróun hans vel. Ég veit að sjálf- sögðu ekki hvort hann kemur til með að staldra við þar sem hann er staddur í því verki til fram- búðar, en það er augljóst að þar er hann farinn að vinna í miklu stærra samhengi en fyrstu verk hans gáfu nokkru sinni til kynna. Ég veit þó ekki hvort þetta er endurspeglun á því sem er að gerast í skáldsagnaheiminum almennt – þetta gæti auðvitað byggst einvörðungu á hans eigin persónulegu þróun. Mér finnst þó að þeir sem tilheyra yngri kyn- slóðum en minni, hafi ekki eins ítarlega tilfinn- ingu fyrir sögunni. Enda er mín kynslóð alin upp alveg í kjölfar stríðsins sem var að sjálf- sögðu svo yfirþyrmandi í sögulegu samhengi. Foreldrar okkar tóku þátt í þessum mikla hild- arleik – og komust af – svo það er ekki nema eðlilegt að þetta sé máttug mynd í okkar bak- grunni. Þeir sem fæddust á sjöunda áratugnum fundu minna fyrir þessari sögu og seinni kyn- slóðir enn minna. Í mínu tilfelli má segja að heimsstyrjaldirnar hafi verið einskonar sagna- safn sem ég ólst upp með. Þau voru svo veiga- mikill þáttur í bakgrunni lífs míns að óhjá- kvæmilegt var að takast á við þær. Ég veit varla hvaða viðburðir af hinu stóra sögusviði gætu verið sambærilegir fyrir yngri kynslóðir. Það má þó ekki gleyma því að yngri kynslóðir rithöfunda, sérstaklega þeirra sem rísa úr fjöl- menningarlegum bakgrunni, eru í vaxandi mæli að skoða hinn sögulega bakgrunn frá nýju sjón- arhorni. Gott dæmi um slíkan höfund er Caryl Phillips [breskur rithöfundur sem fæddur er á St. Kitts í Karíbahafi] en uppruni hans, land- fræðilegur og menningarlegur, er einmitt eitt helsta viðfangsefni hans sem hann notar sem einskonar goðsagnir. Oft eru þetta goðsagnir tengdar mjög sársaukafullri reynslu [á borð við þrælahald], sem hann hefur getað staðsett sig í.“ Graham tekur fram að hann viti ekki hvort Phillips myndi sjálfur nota orðið goðsögn í þessu sambandi eða álíta það óviðeigandi, en í öllu falli sé þessi sögulega reynsla fortíðarinnar sem hann vinnur úr svo stór og afdrífaríkur þáttur í mótun hans sem einstaklings að ekki sé hægt að horfa framhjá henni. Orðið „skapandi“ ekki lengur í tísku Menningarlegar hræringar voru veigamikill þáttur í samfélagsmynd samtímans á uppvaxt- arárum þínum; umræða um jaðarmenningu og frelsi í orði og æði. Getur verið að merkja megi ákveðna höfnun á þessum hugmyndum nú? „Já, ég held það reyndar,“ svarar Graham ákveðinn. „Það er ákveðinn hópur fólks sem finnst eins og allt hafi farið á verri veg á sjöunda áratugnum, þegar tími frjálslyndra tilrauna rann upp. Þessu fólki finnst við vera að súpa seyðið af gjörðum og hugsunum hinna frjáls- lyndu, en sjálfur hef ég aldrei getað skilið þau rök sem notuð eru til að halda þessu fram. Ég var svo heppinn að vaxa upp á þessum tíma og mér hefur aldrei, eitt augnablik, fundist slæmt að tilheyra þessu tímabili sögunnar.“ En finnst þér þá að það sé hægt að merkja þessa gagnrýni í vinnubrögðum þeirra sem sinna skapandi störfum, svo sem meðal rithöf- unda? „Það eru alveg hreinar línur. Meira að segja orðið „skapandi“ er ekki í tísku lengur, en á sjö- unda áratugnum þjónaði það lykilhlutverki. Fyrir mig sjálfan hefur það þó mikla þýðingu, mér finnst eins og meginhlutverk okkar í lífinu hljóti að hverfast um sköpun. Og það er líklega þess vegna sem ég kemst í svo mikið uppnám þegar fólk vill fara að gera skáldskap að ein- hverju öðru en því skapandi ferli sem mér finnst hann vera. Þetta hefur kannski eitthvað með hættur að gera og þessa sterku tilhneig- ingu til að fylgja pólitískum rétttrúnaði sem við höfum í dag . Ég minnist ekki þrýstings af því tagi í mínum uppvexti, þá voru tilraunirnar bara framkvæmdar og ef þær reyndust hættu- legar eða fóru úrskeiðis þá var það hreinlega sú áhætta sem maður var tilbúinn til að taka. Við megum ekki gleyma því að krafan um „rétta hegðun“ er mjög þvingandi. Það er ákveðið ör- yggi í því að vita hvernig maður á ekki að hegða sér og auðvitað er mun meiri áhætta fólgin í því að fylgja innsæinu og láta slag standa.“ Nauðsynlegt að ganga alla leið Talið berst að því hversu langt rithöfundur- inn þarf að ganga til þess að verða trúverðugur í könnun sinni á mannlegum veruleika og Gra- ham segist trúa á nauðsyn þess að ganga alla leið í því könnunarferli. „Listrænt áræði skiptir öllu. Í rauninni má segja að í menningu samtím- ans megi oft finna yfirborðskennda löngun til að sjokkera, en það er ekki oft sem kafað er undir yfirborðið í tilraun til að kanna dýpt hins innri veruleika eða þann veruleika sem er nálægt „brúninni“ ef svo má að orði komast. Menning samtímans er líklega orðin viðráðanlegri en hún var áður,“ segir hann og brosir lítillega. „Við eigum þó sem betur fer mikið af góðri list sem var sköpuð í þessum áræðna anda fyrri tíma – og oft undir mun erfiðari kringumstæðum held- ur en við búum við í dag. Ætli það megi ekki til sannsvegar færa að í dag höfum við mun meira bolmagn en áður, en sköpum þrátt fyrir það minni verðmæti. Minna getur verið meira, eins og við vitum öll,“ segir hann hlæjandi. Hvort þessi ummæli Graham Swift eiga við um nýju skáldsöguna hans er enn á huldu. Aðdáendur hans hafa þegar beðið hennar um nokkurra ára skeið og þar sem nokkuð hefur verið ritað um hana fyrirfram er eftirvæntingin farin að aukast. Á leiðinni út af veitingahúsinu gerir Graham þó lítið úr því, segir alla hluti eiga sinn vitjunartíma. Hvort hans sé á næsta leiti á nýjan leik verði bara að koma í ljós. fbi@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.