Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. MAÍ 2002 Í FYRSTA sinn á Íslandi er verk eftir Halldór Laxness fært í dansgerð en til- efnið er 100 ára afmæli skáldsins. „Okkur datt í hug hvort það gæti ekki verið skemmtileg tilbreyting að leyfa fólki að sjá verk Laxness í nýrri mynd. Verkum Halldórs Laxness hefur aldrei verið sinnt af danslistinni hér- lendis, nú gafst tækifæri og við gripum það,“ segir Katrín Hall til útskýringar. Salka Valka er klukkustundar langt dans- verk eftir danshöfundinn og leikstjórann Auði Bjarnadóttur. Dansgerðin er samin af Auði í samvinnu við Guðrúnu Vilmundardóttur, list- rænan ráðunaut, tónlistin er eftir Úlfar Inga Haraldsson, sviðsmynd eftir Sigurjón Jó- hannsson, búningar eftir Sigrúnu Úlfarsdóttur og lýsing eftir Elfar Bjarnason. Salka nútímans „Salka Valka Íslenska dansflokksins er tímalaus og okkar verkefni er að finna Sölku nútímans. Okkar Salka er ekki „sauðskinns Salka“ og verkið er ekki nákvæm útfærsla af bókinni heldur er það lauslega byggt á sög- unni. Skáldverkið Salka Valka býður upp á stórkostlegar persónur til að skapa dansverk. Þegar ég hugsaði um verk Laxness fannst mér þetta nærtækasta sagan til að byggja dans- verk á, en hún hafði mikil áhrif á mig þegar ég las hana á sínum tíma,“ segir Katrín. Katrín leitaði til Auðar Bjarnadóttur til að sjá um útfærsluna. „Mér fannst kominn tími til að við hjá Dans- flokknum fengjum að njóta starfskrafta Auðar. Hún hefur ekki starfað með flokknum í minni tíð sem listdansstjóri. Hún hefur traustan bak- grunn sem danshöfundur og leikstjóri, sem stenst vel þær kröfur sem gerðar eru til þess sem setur upp þetta verk. Einnig finnst mér gaman, og við erum stolt af, að bera á borð al- íslenskt verk þar sem allir aðstandendur eru íslenskir. Dans, búningar, leikmynd, tónlist og ljós, er allt hannað af íslenskum listamönnum. Þetta verk er algerlega íslensk frumsköpun,“ segir Katrín. Persónur bókarinnar í aðalhlutverki Auður Bjarnadóttir segir að sér hafi strax þótt krefjandi og spennandi verkefni að setja Sölku Völku upp í dansgerð. Krefjandi vegna þess hve sagan er þekkt og hvernig eigi að gera svo stóru verki til hæfis á sviði. „Ég ákvað fljótlega að draga fram persónur verksins og sambönd þeirra, fremur en að leggja áherslu á þjóðfélagsumgjörðina og pólitíska ádeilu sög- unnar. Ef umhverfið hefði verið annað, ég hefði til dæmis haft þrjátíu manna dansflokk til umráða, þá hefði ég eflaust lagt meiri áherslu á það síðarnefnda. En ég ákvað að leggja áherslu á persónurnar: Sölku og fólkið sem hefur mest áhrif á hana. Sambönd þess eru stórkostleg – ást, hatur og dauði – það er endalaus dramatík í þessu verki sem auðvelt er að vinna upp úr. Salka er ótrúlega sterk kona og kvenhetja mikil svo mér fannst spennandi að skoða hvernig hún mótast af fólkinu sem stendur henni næst. Það má segja að verkið byggist að mestu leyti á sambandi hennar við móður sína, Arnald og Steinþór,“ segir Auður. Fjórar persónur bera verkið uppi, þau Salka sem dönsuð er af Hlín Diego Hjálmarsdóttur, Sigurlína móðir Sölku sem dönsuð er af Láru Stefánsdóttur, Arnaldur, dansaður af Guð- KOMINN TÍMI Á LAX- NESS OG DANSLISTINA Morgunblaðið/Ásdís Salka og Arnaldur eru dönsuð af tveimur ungum íslenskum dönsurum; Hlín Diego Hjálmarsdóttur og Guðmundi Elíasi Knudsen. „Salka Valka var ótrúlega sterk kona og mikil kvenhetja,“ segir Auður Bjarnadóttir. Kraftur hennar leynir sér ekki í meðförum Hlínar Diego Hjálmarsdóttur. Auður Bjarnadóttir, danshöfundur Sölku Völku, og Katrín Hall, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, höfðu í nógu að snúast á æfingu í vikunni. „Okkur fannst kominn tími til að danslistin sinnti Halldóri Laxness,“ segir Katrín Hall, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, um tilurð dansverksins Sölku Völku sem frumsýnt verður á stóra sviði Borg- arleikhússins í dag. Katr- ín og Auður Bjarnadóttir, danshöfundur Sölku Völku, sögðu RÖGNU SÖRU JÓNSDÓTTUR frá tilurð verksins. „Ég ákvað fljótlega að draga fram per- sónur verksins og sambönd þeirra, fremur en að leggja áherslu á þjóðfélags- umgjörðina og póli- tíska ádeilu sögunn- ar. Ef umhverfið hefði verið annað, ég hefði til dæmis haft þrjátíu manna dans- flokk til umráða, þá hefði ég eflaust lagt meiri áherslu á það síðarnefnda.“ Auður Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Sölku Völku í Borgarleikhúsinu í dag

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.