Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. MAÍ 2002
eftir Richard Wagner, við eigin texta
byggðan á sögu eftir Heinrich Heine.
Hollendingurinn: Matthew Best/Esa
Ruuttunen
Senta: Magnea Tómasdóttir/Antje Jan-
sen
Daland: Viðar Gunnarsson
Erik: Kolbeinn Jón Ketilsson
Mary: Anna Sigríður Helgadóttir
Stýrimaður: Snorri Wium
Kór Íslensku óperunnar
Kórstjóri: Garðar Cortes
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sviðsmynd: Heinz Hauser
Búningar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir
Lýsing: Björg Bergsteinn Guðmundsson
og Páll Ragnarsson
Leikstjóri: Saskia Kuhlmann
Hljómsveitarstjóri: Gregor Bühl
Hollending-
urinn fljúgandi
D
RAUGASKIP hrekst um
norðurhöf. Um borð, Hol-
lendingur sem enginn veit
deili á og áhöfn hans. Hol-
lendingurinn er sæfari í
álögum; fyrir hundrað og
fimmtíu árum samdi hann
við kölska um líf sitt til að
komast hólpinn með skip sitt fyrir hættu-
legan höfða. Skilmálarnir: Fyrir hjálpsemi
djöfulsins við að greiða leið hans, þarf hann
að sigla um heimsins höf til eilífðar. Smáa
letrið: Samningurinn er laus ef Hollending-
urinn finnur konu sem elskar hann takmarka-
laust. Til að reyni á þetta atriði samningsins
fær Hollendingurinn að stíga í land á sjö ára
fresti til að freista þess að finna réttu konuna.
Við Noregsstrendur virðist sem lánið ætli
honum loks að verða hliðhollt, er hann kynn-
ist Daland skipstjóra og Sentu dóttur hans,
sem hefur heitið því að verða sú sem bjargar
Hollendingnum með ást sinni og trúfesti.
Þannig er sagan um Hollendinginn fljúg-
andi í grófum dráttum, en þeim sem vilja
kynna sér söguna frekar er bent á grein Árna
Tómasar Ragnarssonar í síðustu Lesbók.
Uppfærsla Listahátíðar í Reykjavík á Hol-
lendingnum fljúgandi á sér langan aðdrag-
anda. Uppfærslan er samstarfsverkefni
Listahátíðar, Íslensku óperunnar, Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands og Þjóðleikhússins. Í
fyrravetur var hafist handa við undirbúning
samstarfs þessara menningarstofnana á
Listahátíð í ár og var markmiðið strax að
setja upp óperu. Niðurstaðan varð sú, að
þessi ópera Wagners var valin umfram önnur
verkefni. Hollendingurinn fljúgandi er ein
stysta ópera Wagners, tónlistin er létt og að-
gengileg, með þekktum söngatriðum og kór-
um, og sögusviðið er ekki ókunnugt Íslend-
ingum; hafið og sjómennskan, draugar og
ævintýri.
Sinfóníuhljómsveit Íslands, Óperukórinn og
hópur íslenskra og erlendra óperusöngvara
tekur þátt í sýningunni í Þjóðleikhúsinu.
Menningarstofnanirnar fjórar unnu saman
að verkefni á Listahátíð 1994, með sýningu á
styttri útgáfu Niflungahringsins eftir Wagn-
er. Hollendingurinn fljúgandi er hins vegar
fyrsta ópera Wagners sem flutt er á Íslandi í
heild sinni, og því má segja að sýningin marki
talsverð tímamót í tiltölulega stuttri sögu óp-
eruflutnings í landinu.
Erlendir listamenn sjá um listræna stjórn;
leikstjóri er Saskia Kuhlmann leikmynda-
teiknari er Heinz Hauser og hljómsveitar-
stjóri er Gregor Bühl, öll margreynd og við-
urkennd á sínu sviði. Þórunn S.
Þorgrímsdóttir hannaði búninga en Björn
Bergsteinn Guðmundsson og Páll Ragnarsson
sjá um lýsingu.
Með hlutverk Hollendingsins fara Finninn
Esa Ruuttunen og Bretinn Matthew Best;
Magnea Tómasdóttir og Antje Jansen skipta
með sér hlutverki Sentu. Með hlutverk
Dalands, föður Sentu, fer Viðar Gunnarsson,
Erik er sunginn af Kolbeini Jóni Ketilssyni,
Anna Sigríður Helgadóttir syngur hlutverk
Mary, fóstru Sentu, og Snorri Wium fer með
hlutverk stýrimannsins á skipi Dalands. Kór
Íslensku óperunnar syngur, en kórstjóri er
Garðar Cortes. Sýningar verða fimm, auk
frumsýningarinnar í kvöld verður óperan
sýnd mánudagskvöldin 13. og 20. maí,
fimmtudagskvöldið 23. maí og sunnudags-
kvöldið 26. maí.
„Einhvers staðar á mörkunum“
Senta er örlagavaldur sögunnar. Senta
þekkir söguna af sæfarandanum týnda, Hol-
lendingnum, og hún er stúlkan sem festir ást
á honum og heitir því að frelsa hann úr álög-
um sínum. Er hún galin? Er hún hetja?
„Hún hendir sér fyrir björg fyrir mann
sem er draugur. Það er náttúrlega svolítið
sérstakt!“ segir Magnea Tómasdóttir „En
Senta er fyrst og fremst ung stelpa, skip-
stjóradóttir, og svolítið öðru vísi en stelp-
urnar í kringum hana. Hún fellur ekki alveg
inn í stúlknahópinn. Þær gera grín að henni,
vegna þess að kærastinn hennar, Erik, er
veiðimaður, og það er ekkert sérstaklega töff
í sjómannasamfélaginu sem þær búa í. Hún
er svolítið utangarðs, og meðan vinkonur
hennar sitja og spinna, situr hún og horfir
hugfangin á veggmyndina heima hjá sér af
Hollendingnum fljúgandi, og veltir sér upp úr
sögunni um hann. En ég sé hana sem nátt-
úrubarn, og hún verður heilluð af sögunni af
Hollendingnum fljúgandi. Það eru fyrst og
fremst örlög hans sem heilla hana og það sem
hann hefur lent í. Þegar hann birtist ljóslif-
andi fyrir henni verður hún ástfangin af hon-
um, en sér sig líka sem fórnarlamb og talar
mikið um það. Hún talar um örlögin sem bíða
hans sem sín örlög líka. Fyrst er þetta
ímyndun og draumur, en hún á eftir að lifa
þennan draum, og gengur alla leið. Mér finnst
hún alls ekki geggjuð, en auðvitað er hún ein-
hvers staðar á mörkunum. Með lífi sínu hefur
hún það á valdi sínu að bjarga Hollend-
ingnum, þannig að hann losni úr álögunum og
geti loks dáið.“
Magnea segir hlutverk Sentu henta sér vel.
Þegar hún var beðin að taka það að sér var
hún þó ekki viss.
„Ég sagði nei, nei. En viku síðar sagði ég
já, og er fegin núna. Ég hefði heldur betur
nagað mig í handarbökin hefði ég ekki gert
þetta. Hlutverkið hentar mér vel bæði radd-
lega og tilfinningalega. Þetta er fyrsta aðal-
hlutverkið mitt, og sumir segja mjög stórt
skref, en ég er mjög fegin að fyrsta stóra
hlutverkið mitt skuli vera akkúrat þetta.
Hlutverkið er dramatískt, en af því að þetta
er ung stelpa, þá verður maður að beita rödd-
ini eins og um unga manneskju sé að ræða.
Þótt músíkin sé stór og breið, sérstaklega í
lok óperunnar, þá reyni ég að syngja hana
eins lýrískt og ég get, og finnst það hæfa
hlutverkinu. Það er auðvitað fullt af fólki sem
fær hálfgert áfall yfir því að ég sé að syngja
Wagner svona ung, og sér bara fyrir sér há-
vaða, – trompeta og horn og læti, en þetta er
alls ekki þannig. Það sem gerir útslagið með
þetta hlutverk er það hve ung Senta er.“
Magnea lærði hlutverkið úti í Köln þar sem
hennar annað starf og heimili eru, og þar
hafði hún gott fólk til að hjálpa sér. Hún var
því vel undirbúin þegar að æfingum kom hér
heima.
„Ég er mjög fegin því og vissi að ég þyrfti
á því að halda að vera sérlega vel undirbúin,
vegna þess að þetta er mitt fyrsta stóra hlut-
verk. Þannig gat ég einbeitt mér að því þegar
hingað kom að sleppa mér inn í karakterinn
og ég náði því fljótt. Ég er líka mjög ánægð
með leikstjórann Saskiu Kuhlmann; hún hef-
ur hjálpað mér mikið; er afar klár og mikil
fagmanneskja; hljómsveitarstjórinn, Gregor
Bühl, er líka mjög góður. Ég hef bara unnið í
þýsku leikhúsi og þekki því vel þau vinnu-
brögð sem þetta fólk notar. En það er mjög
gaman að vinna hér og geta loksins sýnt mínu
fólki hvað í mér býr. Úti þekkir maður sjaldn-
ast nokkurn í salnum, en þetta er öðru vísi og
frábært að fá tækifæri til að syngja fyrir fólk
sem maður þekkir. Það er líka ánægjulegt að
syngja með Íslendingum sem hafa sumir ver-
ið að vinna í útlöndum. Við Kolbeinn erum til
dæmis nágrannar, búum í sama hverfi úti í
Köln. Við höfum sungið saman úti, þar sem
hann var í aðalhlutverki, en ég í algjöru auka-
hlutverki, þannig að þetta er í fyrsta skipti
sem við vinnum svona mikið saman. Það er
afskaplega gaman; hann er mjög góður og
hlutverk Eriks hentar honum vel, þannig að
það er heiður að því fyrir mig að fá að vinna
með honum. Við Anna Sigríður Helgadóttir
sungum saman í Bústaðakórnum á sínum
tíma, þannig að við þekkjumst, og við Snorri
Wium höfum þekkst frá því við vorum börn
og það er gaman að fá loks tækifæri til að
syngja með honum.“
„Það er ekki skrýtið að Erik sé æstur“
Kolbeinn Jón Ketilsson syngur hlutverk
veiðimannsins Eriks, en þau Senta eru trúlof-
uð þegar sagan hefst. Kolbeinn hefur sungið
þetta hlutverk oft, og er ekkert á því að Erik
sé eitthvað minnimáttar í samskiptum sínum
við Sentu og Hollendinginn.
„Hann er auðvitað að berjast fyrir tilveru
sinni, og berjast fyrir því að missa ekki Sentu
í hendur þessa voðalega manns; Hollendings-
ins. Erik er einfari í sér eins og Senta, og
þess vegna hafa þau náð vel saman alveg frá
æsku, en draumar hennar um Hollendinginn
ágerast og hann sér að það stefnir í óefni. Það
bætir svo ekki úr skák þegar hann mætir inn
á stofugólfið hjá henni. Það er því ekki skrýt-
ið að Erik sé æstur og áhyggjufullur.“ Kol-
beinn segist hafa sungið hlutverk Eriks meir
en þrjátíu sinnum, í þremur uppfærslum.
Þessi hér er sú fjórða.
„Þetta hafa verið mjög ólíkar sýningar og
þessi hér, í Þjóðleikhúsinu er líka ólík þeim
fyrri sem ég hef sungið í. Þetta er nú eitt af
því sem gerir óperuna svo skemmtilega, það
er hægt að takast á við verkin á svo fjöl-
breytilegan hátt. Uppfærslan hér er þó sú fal-
legasta sem ég hef sungið í, einföld og stíl-
hrein en kemur stemningunni samt vel til
skila, þannig að manni er gefið svigrúm til að
ímynda sér það sem er að gerast og maður á
ekki í neinum vandræðum með það. Ég ef
hvorki unnið áður með leikstjóranum né
hljómsveitarstjóranum, en þau eru fín. Við
Magnea erum þó ekki alveg ný saman á svið-
inu; sungum saman í óperettu í Köln.“
Tilfinningin þarf að skila
sér til áheyrenda
Söngvararnir eru sammála um að upp-
færsla óperunnar hér sé einstaklega falleg og
að leikmyndin sé mjög sérstök. Blaðamaður
Hollendingurinn fljúgandi frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í kvöld á fyrsta degi Listahátíðar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stýrimaður og skipverjar á skipi Dalands: Snorri Wium og félagar í Kór Íslensku óperunnar.
ÞRÍR EINSTÆÐING-
AR Í LEIT AÐ ÁST
Hollendingurinn fljúgandi
er fyrsta ópera Richards
Wagners sem sýnd er í
fullri lengd á Íslandi. Sýn-
ingin er samstarfsverkefni
Listahátíðar, Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands,
Þjóðleikhússins og Ís-
lensku óperunnar. BERG-
ÞÓRA JÓNSDÓTTIR
ræddi við nokkra að-
standenda sýningarinnar
um verkið og uppfærsl-
una, sem hlýtur að marka
tímamót í sögu óperu-
flutnings á Íslandi.