Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.2002, Blaðsíða 15
Frá sýningu Elíasar B. Halldórssonar í Hafnarborg. höndum í olíu og grafík og myndskreytt bækur. Elías hefur áður sýnt í Hafnarborg og árið 1993 gaf hann listasafni Hafnarborgar listaverkagjöf, en þar var um að ræða eintak af öllum grafík- Í SVERRISSAL og Apóteki Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, verður opnuð sýning á málverkum Elíasar B. Halldórssonar í dag, laugardag. Um er að ræða verk frá sl. tveimur árum og eru þau flest óhlut- bundin. Fyrstu einkasýningu sína hélt Elías í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1960, en síðan hefur hann haldið fjölda sýninga. Hann hefur unnið jöfnum verkum sem hann hafði unnið fram til þess tíma. Elías hefur enn bætt við það safn síðar. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17 og henni lýkur 3. júní. Óhlutbundin málverk í Hafnarborg LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. MAÍ 2002 15 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrita. Opin þri.–fös. 14–16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Björk Guðna- dóttir. Til 26.5. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Olivur við Neyst og Anker Mortensen. Rauða stofan: Vigdís Kristjánsdóttir. Til 20.5. Gallerí i8, Klapparstíg 33: Magnus Þór Andrésson. Til 2.6. Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu: Helgi Þorgils. Til 2.6. Gallerí Skuggi: „My name is Þorri...“ Sýning um listina í lífinu. Til 12.6. Gallerí Sævars Karls: Tígurinn og ís- björninn. Til 24.6. Gerðarsafn: Minningarsýning um Ástu Guðrúnu Eyvindardóttur. Til 12.5. Hafnarborg: Elías B. Halldórsson. Til 3.6. Hallgrímskirkja: Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Til 20.5. Handverk og hönnun: Handgerð hljóðfæri. Til 20.5. Hús málaranna, Eiðistorgi: 10 mynd- listarmenn. Til 31.5. Hönnunarsafn Ísl., Garðatorgi: Ólaf- ur Þórðarson. Til 12.5. i8, Klapparstíg 33: Ólafur Elíasson. Til 22.6. Íslensk grafík: Mark Norman Bross- eau. Til 19.5. Listasafn Akureyrar: Rússnesk myndlist 1914–1956. Til 26.5. Listasafn ASÍ: Svava Björnsdóttir. Jón Sigurpálsson. Til 12.5. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Rússnesk mynd- list. Til 16.6. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Kín- versk samtímalist. Til 2.6. Kjarvalsstaðir: Jóhannes S. Kjarval. Til 31.5. Listhús Ófeigs: Hadda Fjóla Reyk- dal. Til 15.5. Mokkakaffi: Aaron Mitchell. Til 9.7. Norræna húsið: Siri Derkert. Til 11.8. Nýlistasafnið: Allir í bátana. Sex listamenn. Til 12.5. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verkum Halldórs Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið. Kristni í 1000 ár. Til 12.5. Landafundir og ragna- rök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Langholtskirkja: Karlakórinn Fóst- bræður. Einsöngvari Sigrún Hjálm- týsdóttir. Kl. 16. Listasafn Einars Jónssonar: Schola cantorum. Kl. 17:30. Neskirkja: Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna o.fl. Einsöngvari: Kristín R. Sigurðardóttir. Kl. 17. Salurinn, Kópavogi: Kór Snælands- skóla. Kl. 17. Tónleikahúsið Ýmir: Léttsveit Reykjavíkur. Kl. 15 og kl. 17. Sunnudagur Hjallakirkja, Kópavogi: Árni Arin- bjarnarson. Kl. 17. Langholtskirkja: Gradualekór Lang- holtskirkju. Kl. 20. Salurinn, Kópavogi: Kammerhópur Salarins. Kl. 20. Miðvikudagur Norræna húsið: Una Sveinbjarnar- dóttir, fiðla, Tinna Þorsteinsdóttir, píanó. Kl. 12.30. Fimmtudagur Hjallakirkja: Kór Hjallakirkju. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Hollendingurinn fljúg- andi, frums. lau. Mán. Jón Oddur og Jón Bjarni, sun. Strompleikurinn, fim., fös. Veislan, sun., mið., fim., fös. Borgarleikhúsið: Kryddlegin hjörtu, sun. Með vífið í lúkunum, lau. Salka Valka, fim., fös. And Björk of Course, sun. Píkusögur, sun. Sumargestir, lau., fim., fös. Gesturinn, lau. Hafnarfjarðarleikhúsið: Rauðhetta, sun. Skáld leitar harms, mið. Selló- fon, lau., fim., fös. Leikfélag Akureyrar: Gullbrúðkaup, lau. Saga um pandabirni, frums. fim. fös. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U C ENIZAS de Tango kemur frá Argentínu og byggir Roxana Grinstein, danshöf- undur hópsins verk sín á argentínskri menningu þar sem tangó spilar stórt hlut- verk. Hópurinn er skipaður tólf dönsurum sem ýmist eru þjálfaðir í nútímadansi eða tangó. Hann hefur ferðast víða og sýnt verk sín meðal ann- ars í Þýskalandi, Sviss, Austurríki, Spáni, Bras- ilíu, Mexíkó, Costa Rica, Ísrael og víðar. Á sýningunni er boðið upp á tvö dansverk, bæði eftir Roxönu Grinstein – El Escote og Cenizas de Tango. Fyrra verkið, El Escote, er nútímadansverk sem hlaut fyrstu verðlaun í al- þjóðlegri danskeppni í Ísrael, en það var valið úr 800 dansverkum. Grinstein hefur frá því hún kom frá námi í Bandaríkjunum verið leiðandi danshöfundur í Argentínu. Hún stofnaði sinn fyrsta danshóp árið 1985 eftir nám við skóla Mörthu Graham, Merce Cunningham, Alvin Ailey og fleiri. Gerir grín að hefðunum Aðalverk kvöldsins er Cenizas de Tango og segir Grinstein það vera nútímasýn á þjóðhætti Argentínu, þar sem tangó sé í aðalhlutverki. „Bæði dansinn og tónlistin eru undir sterkum argentínskum áhrifum. Cenizas de tango þýðir „aska tangósins“ og er mín sýn á menningu tangósins. Tónlistin er upprunnin á svæðinu við De La Plata-ána sem er sameiginlegt menning- arsvæði Argentínu og Úrúgvæ. Dansinn er ekki týpískur tangó sem sjá má á tangóklúbbum í Buenos Aires. Ég nota hins vegar tungumál tangósins, en stílfæri að vild. Stundum er verk- ið jafnmikill nútímadans og tangó, en rætur þess liggja í menningu tangósins. Um leið og ég byggi á tungumáli tangósins hef ég endaskipti á dansinum, oftúlka klisjurnar – hvernig karl- maðurinn með snöggri höfuðhreyfingu býður konu upp í dans sem beðið hefur þolinmóð eftir því að einhver bjóði henni upp. Ég geri góðlát- legt grín að hefðunum, brúðartertunni, ein- semdinni, biðinni og hinu vakandi auga sem fylgist með að allt sé eins og það á að vera,“ seg- ir Grinstein. Grinstein segir að tangó lifi góðu lífi á klúbb- um og kaffihúsum Buenos Aires. Sumir staðir séu aðallega fyrir ferðamenn en á öðrum ráði heimamenn ríkjum. Hún segir að vegna efna- hagskreppunnar sem verið hefur í Argentínu síðastliðna mánuði eigi bæði ferðamennska og önnur starfsemi undir högg að sækja: „Bæði listamenn og aðrir eiga mjög erfitt með að fóta sig í þessu umhverfi. Reglurnar breytast á hverjum degi og það er erfitt að skipuleggja framtíðina. Kreppan hefur áhrif á alla, listamenn sem aðra. Sem betur fer höfum við listamenn listina til að skýla okkur og það hjálpar okkur þrátt fyrir að ekki hafi verið vel stutt við bakið á listum og menningu í Argent- ínu til þessa. Það er samt sem áður merkilegt að fylgjast með því að í kreppunni spretta upp hugmyndir meðal listamanna og þeir bjartsýn- ustu eru að setja af stað ný verkefni,“ segir Grinstein. Spennt yfir Íslandsheimsókn Grinstein segist sérlega spennt yfir heim- sókninni til Íslands og hefur ferðalag hópsins hingað þegar vakið mikla athygli í Argentínu. Grinstein segist hlakka til að kynnast íslenskri menningu og hópurinn ætli að eyða töluvert löngum tíma á Íslandi. Þau ráðgeri að skoða sig um á Íslandi og kynnast landinu, menningunni, sögunni og tungumálinu. Sumir úr hópnum verða þó uppteknir við að kenna tangó og halda fyrirlestra, auk sýninganna. Hvernig heldur Grinstein að suðrænn þjóðardans argentínubúa – tangóinn – leggist í norræna Frónbúa? „Tangó hefur sínar eigin reglur sem þarf að læra en uppruni hans er meðal fólksins og því er hann mjög alþýðlegur og elskaður af fólkinu. Það sem er mikilvægast að hafa í huga þegar maður lærir tangó er að hann er dans tveggja einstaklinga þar sem öllum reitum er ruglað saman, allt frá fótahreyfingum til rökhugsunar. Tangó er díalektískt samband þar sem allt get- ur gerst á aðeins tveimur til þremur mínútum og það er galdurinn við hann,“ segir Roxana Grinstein danshöfundur að lokum. STÍLFÆRÐUR TANGÓ Danshópurinn Cenizas de Tango kemur frá Argentínu og sýnir blöndu af tangó og nútímadansi í Íslensku óperunni komandi sunnudagskvöld. Danshópurinn Cenizas de Tango sýnir íslenskum áhorfendum tangóskotinn nútímadans á Listahátíð í Íslensku óperunni næstkomandi sunnudag. RAGNA SARA JÓNSDÓTTIR ræddi við Roxönu Grinstein, danshöfund hópsins. rsj@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.