Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. MAÍ 2002 11 EITT af opnunaratriðum Listahátíðar í Borgarleikhúsinu í dag er hljóðverk sem Finnbogi Pétursson myndlistarmaður hefur sett upp í ganginum milli Stóra sviðsins og Nýja sviðsins í Borgarleikhúsinu. Verkið er tileinkað 100 ára fæðingarafmæli Halldórs Laxness. „Mér þótti þetta rými spennandi og óvenju- legt þar sem það er 1,25 metrar á breidd en lofthæðin er 8 metrar. Ég hef unnið hljóðrás með upptökum af upplestri Halldórs þar sem ég klippi út öll orð en læt þagnir og önnur hljóð milli orðanna halda sér. Þannig fannst mér ég ná fram sérkennum persónunnar, þeirrar persónu sem ég man best eftir sem krakki þegar maður hlustaði á einstakan upplestur Halldórs í útvarpinu. Hljóðið mun heyrast úr hátalara sem bundinn er í loftið á ganginum og sveiflast fram og til baka yfir höfði áheyrenda eins og pendúll. Á ákveðnum punkti í sveiflunni fer hátalarinn framhjá hljóðnema og kveikir merki sem er svo aftur sent með hringtengingu í hátal- arann. Ég hef gert þetta áður í öðrum verk- um mínum og er mín aðferð til að gefa áheyr- endum tilfinningu fyrir augnablikinu, líðandi stund. Merkið sem hljóðneminn sendir frá sér er frá stjörnukerfi sem er 100 ljósár í burtu. Hljóðið lagði því af stað þaðan um svipað leyti og Halldór Laxness fæddist.“ ANDI HALLDÓRS LAXNESS UMLYK- UR ÁHEYRENDUR Morgunblaðið/Sverrir Finnbogi Pétursson í ganginum í Borgarleikhúsinu. mundi Elíasi Knudsen, og Steinþór, dansaður af Bandaríkjamanninum Trey Gillen. Fundu loks enska útgáfu Sölku Völku á Netinu Katrín og Auður segja að þeir dansarar sem dansi burðarhlutverkin hafi sett sig vel inn í söguna, m.a. lesið bókina. Þær hafi þó þurft að leggja töluvert á sig til að komast yfir enska útgáfu af Sölku Völku fyrir dansarann banda- ríska Trey Gillen. Ensk útgáfa hafi hvergi ver- ið fáanleg og þær hafi á endanum neyðst til að bjóða í eintak sem var til sölu á uppboði á Net- inu. Auður segir að vinnuferlið hafi verið mjög krefjandi: „Ég reyndi að vinna á eins skapandi hátt og mögulegt var með dönsurunum, að láta þau vera þátttakendur í ferlinu. Það sem var krefjandi fyrir okkur öll var aðferðin sem ég kaus að nota. Ég kaus að fylgja sögunni, að það væri sagan en ekki sporin sem leiddu okkur í gegnum verkið. Það er mjög krefjandi fyrir dansara að hafa engin spor til að halda sér í, bara tilfinningu fyrir einhverri tjáningu sem þarf að komast til skila. Við urðum að treysta sögunni, án þess að við færum nákvæmlega eftir henni. Við urðum að láta þá sögu sem við vildum segja, leiða okkur áfram og það gekk upp,“ segir Auður. Auður hefur áður sett upp stórt dansverk byggt á gamallri íslenskri sögu. Jörfagleði var sett upp í samvinnu Svöluleikhússins og Ís- lenska dansflokksins í nóvember 1994, en þá hafði Auður jafnt leikara sem dansara til að vinna með. Nú eru öll hlutverk í höndum dansara, texti Laxness er notaður mjög fínlega og aðeins örfáar setningar úr bókinni koma fyrir í verk- inu. Auður segir að hún hafi átt erfitt með að standast freistinguna að nota textann meira. „Fyrst í stað kallaði textinn mjög á mig. Síðan var ég að hugsa um að nota nokkur ljóð en svo komu þessar línur til mín, þær læddust eig- inlega inn. Þegar textinn hljómar hættir dans- arinn að dansa og textinn fær sjálfur að dansa í smástund,“ segir hún. Náttúran nýtur sín á sviðinu Tónlistin og dansgerðin eru unnar í mjög ná- inni samvinnu Auðar og Úlfars Inga Haralds- sonar, höfundur tónlistar. Auður gaf honum ákveðna forskrift til þess að fara eftir í upp- hafi. Hann samdi innan þess ramma og þegar tónlistin lá fyrir fékk hún innblástur úr frum- legri tónlistinni. „Þegar ég fékk tónlistina frá Úlfari fékk ég ávallt nýjar hugmyndir,“ segir Auður. Sviðsmynd uppsetningarinnar undirstrikar jafnframt á áberandi hátt umgjörð verksins, en lifandi stemningsmyndum er varpað á stór tjöld. „Það er mjög mikil náttúra í bókinni og við notum lifandi myndir til að ná fram þeirri stemningu sem Laxness lýsir í þorpinu. Sjór- inn, fuglarnir og veðráttan koma öll við sögu í sviðsverkinu,“ segir Auður. Salka Valka verður frumsýnd á stóra sviði Borgarleikhússins í dag, laugardaginn 11. maí, klukkan 16, strax að lokinni opnun Listahátíð- ar. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar og nýt- ur auk þess stuðnings Menningarborgarsjóðs. Aðeins þrjár sýningar eru fyrirhugaðar á verk- inu að þessu sinni, hinar tvær verða 16. og 17. maí klukkan 20. Katrín segist þó vera opin fyr- ir því að sýna það erlendis ef tækifæri gefist. Auk fyrrnefndra dansarar taka Hildur Ótt- arsdóttir, Jesus De Vega, Katrín Ingvadóttir, Katrín Ágústa Johnson, Peter Anderson og Valgerður Rúnarsdóttir þátt í sýningunni. Lára Stefánsdóttir í hlutverki Sigurlínu, móður Sölku. „Ég ákvað að leggja áherslu á persónurnar: Sölku og fólkið sem hefur mest áhrif á hana,“ segir Auður um dansverkið. „Einnig finnst mér gaman, og við erum stolt af, að bera á borð alíslenskt verk þar sem allir að- standendur eru ís- lenskir. Dans, búningar, leikmynd, tónlist og ljós, er allt hannað af íslenskum listamönnum. Þetta verk er algerlega íslensk frumsköpun.“ Katrín rsj@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.