Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 2002 F IMMTA hvert ár flykkjast list- unnendur hvaðanæva úr heimin- um til borgarinnar Kassel í Þýskalandi til að skoða og upplifa viðamestu úttekt á samtímalist sem gerð er í heiminum í dag. Sýningin hlaut strax titilinn Dokumenta þegar hún var haldin í fyrsta skipti árið 1955 en það var myndlista- maðurinn og kennarinn Arnolde Bode sem fékk þessa frábæru hugmynd og lét draum verða að veruleika. Hann var einnig fram- kvæmdastjóri fyrstu sýningarinnar og ákvað að nýta sér velgengni hinnar gríðarstóru garð- yrkjusýningar (Bundesgartenschau) sem fór fram í Kassel á þessum tíma til að ná athygli. Sýningin fór fram í Fridericianum safninu sem hafði verið endurgert eftir loftárásirnar í seinni heimsstyrjöldinni og sem hýsir enn þann dag í dag stóran hluta Dokumentu. Með þessari sýn- ingu sem spannaði helstu strauma og stefnur evrópskrar listar á 20. öld vildu Arnold Bode og listfræðingurinn Werner Haftmann stuðla að endurreisn þýsku listarinnar, setja hana í al- þjóðlegt samhengi og vinna upp í hið mikla menningargap sem hafði myndast með upp- gangi nasismans. Þarna sýndu m.a. Picasso, Calder, Chagall, Braque, de Chirico, Kirchner, Mondrian og Schwitters svo nokkur dæmi séu nefnd, listamenn sem nasistar höfðu flokkað undir „Úrkynjaða list“ á sýningu árið 1937. Áherslan á fyrstu sýningunum var að mestu lögð á evrópska list, en þó mátti sjá á annarri og þriðju sýningunni nöfn eins og Pollock og Rauchenberg. Á fjórðu sýningunni 1968 bætt- ust við fleiri amerísk nöfn, enda var poplistin þá í hávegum. Með Dokumentu 5 verða kafla- skil í söguferli sýningarinnar því þá er ákveðið að framvegis skuli einn listrænn stjórnandi bera ábyrgð á allri framkvæmd og vali lista- mannanna. Harald Szemann, sem gegndi þá störfum sem safnstjóri Kunsthalle í Berne var fyrstur valinn í hlutverkið. Síðan hefur hver nýr sýningarstjóri komið með eigin hugmynd- ir, ný sjónarhorn, lagt línurnar og sett sinn persónulega svip á sýninguna og á vissan hátt reynt að ögra sýningunni á undan. Þetta fyr- irkomulag gerir kleift að bregðast á mjög sveigjanlegan hátt við öllum breytingum í lista- heiminum og tryggja sýningunni örugga fram- tíð. Manfred Schneckenburger sá um Doku- mentu 6 og 8, en á Dokumentu 6 var áherslan lögð á að endurskoða stöðu listarinnar í fjöl- miðlasamfélaginu og voru þá mjög áberandi ljósmyndaverk, myndbandainnsetningar og kvikmyndir. Rudi Fucks, sýningarstjóri Doku- mentu 7, hélt því aftur á móti til streitu að verkin ættu að standa fyrir sínu og styðjast sem minnst við fræðilegan bakgrunn. Hann vildi frelsa listina úr böndum þjóðfélagslegra þvingana. Verkin áttu að skapa spennu sín á milli og mynda nýjar samræður. Verkið sem vakti mesta athygli á Dokumentu 7 var án nokkurs vafa eikarskúlptúr Beuys á Friedrich- torgi. Á Dokumentu 8 gekk Schneckenburger enn lengra í því að rannsaka tengslin á milli hinna ýmsu listgreina og var sýningin nú í fyrsta skipti út um alla Kassel-borg og hefur það verið þannig síðan. Jan Hoet sýningar- stjóri Dokumentu 9 ákvað síðan að brjóta upp þemakerfið sem Szemann hafði komið á og vinna meira út frá tilrauna- og tilfinningafor- sendum. Hann stækkaði sýninguna sem dreifð- ist um 7 byggingar og varð hún þannig yfir- gripsmeiri en nokkru sinni fyrr. Þegar Catherine David var valin til að stjórna Doku- mentu 10 var hún fyrsta konan sem var ráðin í þessa ábyrgðarstöðu og urðu mjög skiptar skoðanir um þessa síðustu Dokumentu aldar- innar. Hún bjó til orðið „retroperspective“ og tók þann pól í hæðina að jafnframt því að horfa fram á við skyldi sýningin koma með gagnrýna sýn á listaheim síðustu 50 ára. Hún setti á fót umræðustofnun sem skipulagði fyrirlestra í þessa 100 daga sem sýningin stóð yfir, þar sem m.a. var gerð tilraun til að kanna tengsl hinna ýmsu fræða við listina, heimspeki, þjóðfélags- fræði o.s.frv. Áherslur sýningarinnar voru mjög pólitískar og var það eflaust þessi fræði- legi undirtónn hennar sem fór fyrir brjóstið á mörgum sem töluðu um að hún væri of „þung“ og erfið. Okwui Enwesor Sá sem varð fyrir valinu til að stjórna Doku- mentu 11 heitir Okwui Enwesor og aðskilur hann sig frá hinum að því leyti að hann er eini sýningarstjórinn sem er ekki Evrópubúi og hann er yngstur þeirra allra þegar hann er val- inn. Enwesor fæddist í Nígeríu árið 1963, en fluttist 19 ára gamall til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði nám í stjórnmálafræðum og bókmenntum og hefur verið búsettur þar síð- an. Hann hefur skipulagt sýningar víða um heim, m.a. Biennalinn í Jóhannesarborg 1997 og einnig verið duglegur við að kynna afríska list með því að stofna og ritstýra Afríska list- tímaritinu Nka. Fjölskylda hans býr í þremur heimsálfum og segist hann bæði vegna vinnu sinnar og einkalífs þurfa stöðugt að vera á þeytingi á milli Lagos, London og New York. Þess vegna er ekkert undarlegt að hann skuli hafa mikinn áhuga á ólíkum lifnaðarháttum, samskiptum hinna ýmsu heimshluta og því hvernig fólki tekst að endurskapa sér „rými“ og heimili í öðru landi en föðurlandinu og kalla það líka „heima hjá sér“. Þetta eru aðstæður sem eru að verða æ algengari hvort sem ástæð- urnar eru efnahagslegar eða persónulegar. Þess vegna kom það ekki á óvart þegar hann kynnti samstarfsmenn sína sex á blaðamanna- fundi í október 2000; Carlos Basualdo frá Arg- entínu, Uta Meta Bauer frá Þýskalandi, Sus- anne Ghez frá Bandaríkjunum, Sarat Maharaj frá Suður-Afríku, Lundúnabúann Mark Nash og Octavio Zaya fædda á Kanaríeyjum. Það þótti strax augljóst að með slíkt úrvalslið gæti sýningin ekki orðið öðru vísi en fagmannleg og alþjóðleg í hreinni merkingu þessa orðs og er þá auðvitað átt við allan heiminn, en ekki bara þann vestræna. Næsta gleðifrétt kom þegar Enwesor og samstarfsmenn hans lýstu opnun Dokumentu 11 yfir í Vínarborg í mars 2001, þ.e.a.s. rúmu ári áður en átti að opna sýninguna sjálfa í Kassel. Þarna var fólk upplýst um að fram að sýningunni yrðu haldnar 5 pallborðs- umræður (Platforme) á fjórum stöðum í heim- inum um fjögur mismunandi málefni: „Dem- ocracy Unrealized“ í Vínarborg, „Experiments with Truth“ í Nýju Delhí, „Creolité and Crel- ization“ á eyjunni St. Lucie í Karíbahafinu og „Under Siege: Four African Cities, Freetown, Johannesbourg, Kinshasas, Lagos“ í Lagos. Virtir sérfræðingar voru fengnir til að taka þátt í þessum umræðufundum og var markmið sýningarstjóranna að leggja þannig hinn fræði- lega grunn sýningarinnar og gera rannsókn- arstarfið gegnsætt og aðgengilegt. Það er hægt að fá upplýsingar um fyrirlestrana á Net- inu (www.documenta.de) og fljótlega verða gefnar út bækur um alla þessa fyrirlestra. Platforme 5 Sýningin sem var opnuð í Kassel 8. júní síð- astliðinn er „platforme“ nr. 5 sem er einskonar niðurstaða þessara fjögurra pallborðsum- ræðna. 116 listamenn og hópar frá öllum heimshornum, af öllum kynslóðum, með allar tegundir af miðlum, taka þátt. 70% verkanna á sýningunni eru splunkuný, sem er algjört met, og aldrei hafa verið sýnd jafnmörg mynd- bandaverk og kvikmyndir sem gera svo sann- arlega kröfu til að skoðandinn gefi sér góðan tíma, ef hann vill engu sleppa, en tíminn er ein af megináherslum þessarar fyrstu Dokumentu aldarinnar. Dokumentasýningin er nú haldin í Kassel í Þýskalandi í ellefta sinn en þar er gerð viðamikil úttekt á sam- tímalist. Okwui Enwesor frá Nígeríu stýrir sýningunni að þessu sinni og er fyrsti stjórnandinn sem er ekki Evrópumaður. Að hans mati á Dokumenta ekki að spá fram í tímann eða skera úr um hvað sé list heldur á hún að greina einkenni. Hér er saga sýningarinnar rifjuð upp og sagt frá því sem er á boðstólunum að þessu sinni. Mona Hatoum, Homebound (2000). Morgunblaðið/Laufey Helgadóttir Binding Braueri er gamalt iðnaðarhúsnæði sem hýsir nú Dokumentasýninguna í fyrsta skipti. DOKU- MENTA 11 E F T I R L A U F E Y J U H E L G A D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.