Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 2002 15 MYNDLIST Galleri@hlemmur.is: Magnús Sig- urðsson. Til 20.7. Gallerí Reykjavík: Stuttsýning Katr- ínar S. Ágústsdóttur. Til 17.7. Gerðarsafn: Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur. Til 28.7. Hafnarborg: Aðalsalur: David Alex- ander. Sverrissalur: Distill, sjö lista- menn. Til 22.7. Hallgrímskirkja: Húbert Nói. Til 29.8. i8, Klapparstíg 33: Sabine Funke, Ragna Róbertsdóttir og Beate Ter- floth. Undir stiganum: Frosti Frið- riksson. Til 17.8. Listasafn Akureyrar: Akureyri í myndlist II. Samsýning 23 lista- manna frá Akureyri. Til 21.7. Listasafn ASÍ: Valgerður Hauksdótt- ir og Kate Leonard. Til 28.7. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Listin meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Íslensk samtímalist. Til 11.8. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hin hreinu form. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófar- húsi: Blaðaljósmyndir. Til 1.9. Mokkakaffi: Aaron Mitchell. Til 9.7. Norræna húsið: Siri Derkert. Til 11.8. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B: Mynd- listar-, gjörninga- og tónlistarverk- efninu Converter Project II. Til 7.7. Skaftfell, Seyðisfirði: Peter Frie og Georg Guðni. Til 10.8. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verkum Halldórs Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið við Hverfis- götu: Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Hallgrímskirkja: Litháíski organist- inn Jurate Bundszaite. Kl. 12. Norræna húsið: Kammerkór Ála- borgarháskóla, sænski saxófónleikar- inn Anders Paulsson og Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Kl. 15. Reykjahlíðarkirkja, Mývatnssveit: Danski kórinn Tritonus. Kl. 21. Sunnudagur Akureyrarkirkja: Tritonuskórinn frá Danmörku. Kl. 17. Grafarvogskirkja: Kammerkór Ála- borgarháskóla og sænski saxófónleik- arinn Anders Paulsson. Kl. 21. Hallgrímskirkja: Litháíski orgelleik- arinn Jurate Bundszaite. Kl. 20. Upplýsingar berist: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 569 1222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U RAY Brown hefur verið hluti af lífi mínuallt frá því ég, tólf ára gamall, eign-aðist HMV 78 snúninga plötu meðDizzy Gillespie þarsem hann var bassaleikari. Lögin voru 52nd Street Theme og A Night In Tunisa og í því fyrrnefnda lék hann sóló með boga. Brown er einn helsti áhrifavaldur nútíma bassaleiks og nú er trommarinn Marx Roach sá eini sem lifir af fé- lögunum úr mögnuðustu bíboppsveit sögunn- ar. Ray Brown hefur safnast til feðra sinna einsog Charlie Parker, Bud Powell og Dizzy Gillespie. Ég efast um að nokkur bassaleikari hafi hljóðritað jafn margar hljómplötur um ævina og Ray Brown; í það minnsta ekki með helstu djasssnillingum veraldar. Hann var bassaleik- ari í kvartetti Milt Jackson sem Módern djass kvartettinn spratt uppaf og í nokkur ár var hann giftur Ellu Fitzgerald og með henni eign- aðist hann soninn Ray Brown jr. Það var dálít- ið spælandi að í fyrra skiptið sem Ray Brown kom til Íslands var það sem framkvæmda- stjóri MJQ á Listahátíð 1984 og hann snerti ekki bassann í ferðinni en barðist í staðinn við að glæða tóninn í Laugardalshöll lífi. Aftur á móti kom hann með tríó sitt á Jazzhátíð Reykjavíkur 1998 og hélt þrusutónleika í Óp- erunni. Ég sat með honum á Hótel Sögu kvöld- ið áður og sagði honum frá bangsa yngri syst- ur minnar sem hún eignaðist fyrir margt löngu og hét Ray Brown. Eldri systir mín hafði eign- ast dúkku sem við bræður fengum hana til að skíra Ellu og því var sjálfgefið að bangsatetur yngri systurinnar bæri nafn Ray Browns. Ég hafði mikinn hug á að eignast mynd af þeim nöfnum og þar sem Ray fannst sagan skemmtileg var hann til í að stilla sér upp með bangsann á hljóðprufu. Því miður fannst bangsinn ekki þegar til kom þótt nú sé hann kominn í leitirnar og það var kannski eins gott því Ray Brown varð fyrir miklu áfalli á hljóð- prufunni. Er hann opnaði bassakassa sinn kom í ljós að bassinn hafði brotnað í flutningnum til Íslands. Margur stórbassaleikarinn hefði af- lýst tónleikunum, en ekki Ray Brown. Hann fékk bassa Gunnars Hrafnssonar lánaðan og lék á tónleikunum einsog ekkert hefði í skorist. Þegar bassa Niels-Hennings var stolið aflýsti hann tónleikaför sem hann var að fara í, ég býst þó við að hann hefði bjargað sér á láns- bassa hefði hann orðið fyrir áfallinu á tónleika- degi en leikmáti hans er svo samofinn hljóðfærinu að hann hefði trúlega breytt efnisskránni. Það er til mjög skemmtilegur diskur með þeim Ray og Niels með Oskari Peter- syni: Oscar Peterson And The Bassists, þarsem þeir leika með honum á Montreux djasshátíðinni 1977. Niels hafði pakkað bassa sínum niður er Osc- ar ákvað aukalag, Soft Wind, og þeir félagar skiptust á að leika á bassa Rays. Það er gaman að heyra hversu Niels nálg- ast þá stíl Rays, en hann var að sjálfsögðu ein aðal- fyrirmynd hans í gamla daga einsog allra annarra bassaleikara. Ray Brown gaf ekki út margar hljómplötur und- ir eigin nafni fyrr en á síðari árum. Fyrst hjá Concord og síðan Telarc, en sextándi diskur hans fyrir það fyrirtæki kom út á dögunum. Some Of My Best Friends Are...Guitarists nefnist hann og eru í þeim hópi gítarleikarar á borð við Kenny Burrell, Ulf Wakenius og Herb Ellis sem lengi lék með Ray í tríói Oscars Petersons, en þar var Ray innan- borðs í fimmtán ár. 12 tónar flytja inn Telanc skífurnar og þar má alltaf fá Ray Brown. Ein besta hljóðritun Ray með Peterson er met- söluskífan Night Train, en af öðrum snilld- arhljóðritunum hans má nefna bassakonsert- inn er Dizzy og John Lewis skrifuðu fyrir hann og stórsveit Gillespie; One Bass Hit, dúóskífu hans með Duke Ellington; This One’s For Blanton og öllum Jazz At The Philharmonic upptökunum. Svo má ekki gleyma því að Ray sló bassann meðan Árni Egils lék með boga á skífu Árna; Fascinating Voyage. Hljómmesti bassaleikari allra tíma er fallinn að foldu, en hann var meira en bassaleikari og því ekki undarlegt að í fréttaskeytum er ber- ast nú um veröldina er hann ekki titlaður bassaleikari heldur djassrisi. BASSALEIKARI BASSALEIKARANNA Bassaleikarinn Ray Brown ætlaði að leggja sig í smástund fyrir tón- leika sl. miðvikudags- kvöld. Hann vaknaði ekki aftur. Ray hefði orðið 76 ára 13. október nk. VERNHARÐUR LINNET minnist hér djassrisans. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bassaleikarinn Ray Brown. STARFSEMI safnverslunar ListasafnsÍslands hefur tekið nokkrum breyt-ingum í vor, en hún fluttist í nýtt ogrýmra húsnæði í apríl síðastliðnum. Nýskipaður safnbúðarstjóri er Margrét Sveinbergsdóttir, sem hefur starfað sem verslunarstjóri listasafnsins Mackenzie Gall- ery í Regina-borg í Saskatchewan-fylki í Kanada undanfarinn áratug. Margrét segir aðaláhersluna í starfsemi safnverslunarinnar vera lagða sem fyrr á út- gáfur á vegum safnsins, bækur, kort og veggspjöld. „Auk þess hefur verið ákveðið að vera með íslenska listmuni til sölu þar, eins og glervörur, keramik og silfurskartgripi,“ segir hún. „Svo erum við að kanna mögu- leikana á því að selja þar gjafavörur sem unnar eru útfrá verkum frægra listamanna og eru hannaðar af stórum listasöfnum víðs- vegar um heim. Ég hef góða reynslu af sölu slíkra vara, og tel að hún myndi gefa búðinni ákveðna sérstöðu heima. Ég veit ekki til þess að slíkar vörur séu seldar á íslenskum listasöfnum. Einnig hefur komið upp sú hug- mynd að hanna vörur sem einkenna Lista- safn Íslands og verk í eigu þess.“ Að sögn Margrétar eru safnverslanir tal- inn mikilvægur þáttur í starfsemi safna í Norður-Ameríku. „Ég held að ákvörðunin um stækkunina hafi verið tekin hér heima með það fyrir augum að verslunin gæti orðið fjáröflunarleið fyrir safnið og eins kynnt út- gáfustarfsemi þess enn frekar í fallegra og bjartara rými,“ segir hún. SAFNVERSLUN LISTASAFNS ÍSLANDS FLUTT Í NÝTT RÝMI INNAN SAFNSINS Margrét Sveinbergsdóttir er verslunarstjóri safnverslunar Listasafns Íslands. MIKILVÆGUR ÞÁTTUR Í STARFSEMI SAFNA Safnverslun Listasafns Íslands hefur verið flutt í stærra rými innan safnsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.