Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 2002 S TUNDUM er talað heldur óvirðulega um formúlu- og af- þreyingarmyndir. Egill Helgason sagði til dæmis í pistli sínum „Dautt listform?“ á strik.is að kvikmyndir nú- tímans væru lítið annað en af- þreying, „varla annað en veggfóður í grámyglulegan hversdagsleik- ann“. Hann harmar uppgang þeirra á kostn- að listrænna kvikmynda og kannski er það rétt hjá Agli að afþreyingarmyndir skili kvikmyndalistinni ekki langt áleiðis. Ekki hafa framhaldsmyndir verið hærra skrifaðar í gegnum tíðina, því þá hefur viðkvæðið oftar en ekki verið: „ef þú hefur séð eina, hefurðu séð þær allar“. Að sumu leyti er þetta sjón- armið alveg rétt, ef maður hefur til dæmis séð eina James Bond-mynd þekkir maður formúluna og veit nokkurn veginn hvað ger- ist í þeirri næstu. Í stuttu máli sagt er formúlan, með viss- um tilbrigðum, eftirfarandi. Illmenni ógnar Bretlandi eða/og heiminum öllum með áætl- un sinni. M, yfirmaður Bonds, kallar hann til starfa og þegar kallið kemur er njósnarinn í rúmi með fallegri konu. M skipar honum að hindra áætlanir illmennisins. Í leit sinni að illmenninu hittir Bond Bond-stelpur, eina eða fleiri (oft eina góða og aðra illa). Þegar Bond hefur komist á slóð illmennisins kló- festir það hann og aðal-Bond-stelpuna. Bond sleppur, drepur illmennið, bjargar Bond- stelpunni og heiminum. Bond og Bond-stelp- an enda svo í faðmlögum í lokaatriðinu, hvort þau eru saman í rúminu eða annars staðar er svo hluti af tilbrigðunum. Einhvers staðar á leiðinni mun aðalpersónan kynna sig sem Bond...James Bond og panta vodka martíní, hristan en ekki hrærðan. Þetta er mikil einföldun, til dæmis er illmennið Blo- feld í sex myndum: í From Russia With Love (1963), Thunderball (1965) og For Your Eyes Only (1981) kemur hann aðeins fyrir, en í You Only Live Twice (1967), On Her Majesty’s Secret Service (1969) og Diamonds Are Forever (1971) er hann aðal- illmennið. Illmennið Goldfinger (Gert Frobe) í samnefndri mynd frá 1964 klófestir aldrei Pussy Galore (Honor Blackman) því hún er að vinna fyrir hann, allt er þetta samt til- brigði við sama stefið. Eftir greiningu Um- berto Eco á Bond-sögum Ian Flemings er hér um að ræða stef við ævintýri. Eco sagði að Bond væri riddarinn sem réðst gegn drekanum (illmenninu) fyrir konunginn (M eða varnarmálaráðherra Breta) til þess að bjarga ríkinu (Bretlandi eða heiminum) og fengi prinsessuna (Bondstelpuna) að laun- um. Þó svo áhorfandinn þekki söguþráðinn, bæði úr fyrri Bond-myndum og ævintýrum, er samt ánægja í því fólgin að horfa á mynd- irnar. Ánægjan er ekki aðallega fólgin í því að komast að hvað gerist næst, ánægjan er fólgin í framhaldinu eða formúlunni. Það verða þó alltaf að vera einhverjar breytingar til þess að þær staðni ekki og þess vegna fáum við endalaus tilbrigði við kvennafar hans og formúlunni er lítillega breytt. Bond í túlkun Sean Connerys er harðjaxl og túlk- un George Lazenby byggist á því að hann er góður bardagamaður. Roger Moore er ekki eins trúverðugur sem harðjaxl svo húmorinn fékk meira vægi. Sama persónan, en túlk- unin er tilbrigði við stef. Áhorfandinn þekkir persónurnar, söguþráðinn og formúluna, en kemur aftur og aftur meðal annars vegna þessarar þekkingar, eða að minnsta kosti svo lengi sem myndirnar staðna ekki alveg, vegna tilbrigðanna. Bondmyndirnar eru þær framhaldsmyndir sem hafa enst lengst og laðað að sér flesta áhorfendur. Aðalsyrpan sem er gerð af Eon Productions telur núna nítján myndir um hetjuna og sú tuttugasta kemur líklega á þessu ári. Formúlan sem ég til tók hér að framan er byggð á myndum Eon Product- ions og ætla ég að fjalla um þær. Fyrir utan aðalsyrpuna hafa svo verið gerðar þrjár myndir, tvær þeirra falla ekki alveg að form- úlunni, báðar útgáfur Casino Royale (1954 og 1967), Never Say Never Again (1983) fell- ur hins vegar alveg að henni. Eins og sjá mátti af formúlunni hér að framan byggist hún í kringum nokkrar aðalpersónur. Fyrst- an skal nefna James Bond, en Bond- stelpurnar og illmennin eru alveg jafn- mikilvæg. Það koma fleiri persónur að form- úlunni, eins og til dæmis M, yfirmaður Bonds, Q sem útvegar hetjunni brjálæðis- legar græjur til að berjast með, ungfrú Mon- eypenny sem hann daðrar við, fórnarlambið sem deyr fyrir að hjálpa Bond, leigu- morðingjar illmennanna og svo framvegis. Allar þessar persónur gegna nokkuð svipuðu hlutverki frá einni Bond-mynd til annarrar. Ég ætla að taka fyrir aðalpersónurnar þrjár. Byrjum á aðalpersónunni Bond. Eco kall- aði hann riddara og það er ekki bara vegna þess að hann berst við dreka, heldur er Bond af aðalsættum eins og flestir riddarar. Bond er kannski ekki riddari eins og þeir sem fóru í krossferðir eftir að hafa verið blessaðir í bak og fyrir, því hann kann of vel að meta lystisemdir lífsins, fagrar konur, góðan mat og vín af „réttum“ árgöngum. Hegðun Bonds er í samræmi við að hann sé aðalsmaður og verður sér því ekki til skammar í hástéttarspilavítum, fínum veit- ingahúsum og slíkum stöðum. Bond er efri stéttar hetja, á meðan persóna eins og John McClane (Bruce Willis) úr Die Hard-syrp- unni (1988, 1990 og 1995) er neðri stéttar hetja. Meðan Bond er í smóking, er McClane í gallabuxum og bol. En þegar kemur að því að berjast við illmenni hvíta tjaldsins eru þeir jafnharðir af sér. Þeir eru samt ekki starfsbræður því McClane er lögreglumaður, en Bond er í leyniþjónustu Breta. Samhvæmt Íslensku al- fræði orðabókinni eru njósnir: „Það að afla vitneskju um öryggismál ríkis eða annað sem leynt á að fara og koma því til óviðkom- andi aðila.“ Til þess að komast að leynd- armálum þurfa njósnarar að þykjast vera aðrir en þeir eru. Í myndinni Licence to Kill (1989) þykist Bond (Timothy Dalton) vera leigumorðingi til þess að komast inn á eitur- lyfjasalann Sanchez (Robert Davi) og segir honum að hann „eyði vandamálum“, sem þýðir að hann drepi þá sem yfirboðarar hans óski. Það merkilega er að með þessu tekst honum að lýsa raunverulegu hlutverki sínu fyrir breska ríkið. Hann er atvinnumorðingi sem leysir vandamál fyrir breska ríkið með því að drepa. Þær upplýsingar sem hann kemst yfir og kemur til yfirboðara sinna eru lítill hluti starfs hans. Þess í stað bregst hann við þeim upplýsingum sem hann kemst yfir og drepur þann sem hættan stafar af. Hlutverk Bonds hefur lítið breyst í gegn- um tíðina, en tímarnir breytast. Eitt af því sem Bond hefur mjög lengi verið gagn- rýndur fyrir er karlrembuleg afstaða til kvenna. Í formúlunni hér að framan var sagt að hetjan fengi Bond-stelpuna að launum fyrir vel unnin störf, eins og riddarar æv- intýranna. Þetta getur vart talist mjög fram- sækin afstaða til kvenna á dögum femínisma. Þess vegna var reynt í Bond-myndum Tim- othy Daltons, The Living Daylights (1987) og Licence to Kill að minnka kvensemina í hetjunni. Það átti hins vegar ekkert of vel við áhorfendur, svo Bond í túlkun Pierce Brosnans hefur verið mikið upp á kvenhönd- ina eins og Bond-fyrirrennarar hans, Sean Connery, George Lazenby og Roger Moore. Samt virðast hafa orðið breytingar á hlut- verki Bond-stelpunnar í formúlunni. Fyrstu Bond-stelpurnar virtust eingöngu vera til staðar af því þær voru fallegar á að horfa. Sumar höfðu ekki einu sinni sína eigin rödd í myndunum því hlutverk þeirra voru talsett. Röddin skipti ekki máli, bara líkaminn. Eftir því sem á leið fóru mótmælaraddirnar, sem gagnrýndu þetta hlutskipti Bond-stelpn- anna, að verða háværari. Þannig að þegar Anya Amasova (Barbara Bach) í The Spy Who Loved Me (1977) var kynnt til sög- unnar var miklu auglýsingapúðri eytt í það að fullyrða að hún væri jafnoki Bonds (Rog- er Moore). Svipuð auglýsingaslagorð hafa svo verið uppi um flestar Bond-stelpur síð- an. Pierce Brosnan sagði um Bond-stelpuna í Tomorrow Never Dies (1997), Wai Lin (Michelle Yeoh), að hún væri kvenkyns Bond. Það er nokkuð til í því hjá auglýs- ingadeild Eon Productions að Bond-stelp- urnar hafa fengið meira vægi en áður. Hon- ey Ryder (Ursula Andress) í fyrstu Bondmyndinni í syrpunni, Dr. No (1962), er alveg bjargarlaus á meðan persóna eins og Wai Lin er það ekki. Á heildina litið hafa Bond-stelpurnar orðið aðeins sterkari eftir BARÁTTA RIDDARANS JAMES BOND VIÐ DREKA Sean Connery heillaði alla, konur og karla, í hlutverki njósnara hennar há- tignar. Mynd úr bókinni Encyclopaedia of Movie. Einhvers staðar á leiðinni mun aðal- persónan kynna sig sem Bond … James Bond og panta vodka-martíní, hristan en ekki hrærðan. Bond-mynd- irnar eru sennilega lífseigustu form- úlumyndir fyrr og síðar. En hver er formúlan og hvað býr á bak við hana? E F T I R H Á K O N G U N N A R S S O N Bond í túlkun Pierce Brosn- ans hefur verið mikið upp á kvenhöndina eins og Bond- fyrirrennarar hans, Sean Connery, George Lazen- by og Roger Moore. James Bond-kvik- myndin Heim- urinn er ekki nóg með Pierce Brosn- an, Denise Richards og Sophie Marceau.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.