Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 2002 Ö NNUR helgi Sumartón- leika í Skálholtskirkju er gengin í garð. Þor- kell Sigurbjörnsson er staðartónskáld þar, og verður stór hluti tón- listarflutnings helgar- innar tileinkaður hon- um. Kammerkórinn Hljómeyki undir stjórn Bernharðs Wilkinson mun meðal annars frum- flytja verk sem Þorkell hefur samið sérstak- lega fyrir tilefnið, sem ber heitið Ég vil veg- sama þig, ó, Guð. Danski blokkflautu- kvintettinn Sirena mun frumflytja annað íslenskt verk, Fyrir líknar kraptinn þinn, eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, ásamt því að leika barokk- og nútímaverk fyrir blokkflautur. Textinn sóttur í 145. Davíðssálm Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorkell Sig- urbjörnsson er staðartónskáld Sumartón- leikanna, en árið 1991 var hann einnig stað- artónskáld. Í ár flytur Hljómeyki undir stjórn Bernharðs Wilkinson þrjú trúarleg kórverk eftir Þorkel. Hið fyrsta er Koma frá 1988, sem hann samdi fyrir Hljómeyki og kórinn hefur hlotið afar lofsamlega dóma í erlendum tón- listartímaritum fyrir flutning sinn á. Annað verk er Missa Brevis sem Þorkell samdi árið 1993 fyrir Hamrahlíðarkórinn og Þorgerði Ingólfsdóttur, og hið þriðja er nýtt verk sem hann hefur samið sérstaklega í tilefni sum- artónleikanna nú, er ber heitið Ég vil vegsama þig, ó, Guð. „Það var óskað eftir einhverju verki frá minni hendi af þessu tilefni, fyrir Hljómeyki. Ég leitaði textans í Davíðssálmi nr. 145, sem ég hafði ekki komið nálægt áður, og heiti verksins, Ég vil vegsama þig, ó, Guð, er fyrsta lína sálmsins,“ segir Þorkell. Hann segist ekki byggja verk sitt á sérstöku stefi sem komi annars staðar frá. „Undanfarin ár hefur verið algengt að tónskáld sæki í hinn gamla íslenska söngarf, jafnvel útsetji gömul lög eða byggi verk eingöngu á gömlum stefj- um úr íslenskum handritum. Sú hugmynd kom upp hjá mér í upphafi vinnslu þessa verks, en að athuguðu máli fannst mér að slík aðferð myndi ekki passa þarna,“ segir Þorkell. „Hljómeyki er afskaplega fær kór, sem getur tekist á við ýmislegt sem er kannski ekki alveg venjulegt. Þetta verk er að mörgu leyti ólíkt því sem ég hef gert áður, og ég vona bara að þetta takist allt saman vel.“ Leitaði fanga í sálmi úr Hymnodiu Danski blokkflautukvartettinn Sirena, sem fram kemur í Skálholti var stofnaður árið 1993 í því blómlega blokkflautuandrúmslofti sem myndaðist kringum Dan Laurin-tónlistarhá- skólann á Fjóni, en þá voru allir meðlimir hans þar við nám. Síðan þá hefur kvartettinn hlotið margar viðurkenningar fyrir túlkun sína á bæði nýrri og gamalli tónlist. Á tónleikunum um helgina flytur Sirena jöfnum höndum barokk- og nútímaverk eftir innlenda sem erlenda höfunda. Meðal verk- anna sem kvartettinn flytur er nýtt verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur tónskáld, sem ber heitið Fyrir líknar kraptinn þinn. „Ég leitaði fanga í sálmi sem heitir Heilagur Guð, þig hrópa eg á, sem er úr Hymnodiu,“ segir Elín. „Ég búta lagið við þennan sálm niður í ein- ingar og nota þær í verkið, þannig að lagið heyrist aldrei í heild sinni í verkinu.“ Elín segir tilurð verksins þannig að blokk- flautukvartettinn Sirena hafi komið að máli við hana fyrir tveimur árum og beðið hana um að semja fyrir sig verk, sem nú verður frumflutt. „Ég hef skrifað heilmikið fyrir blásturshljóð- færi. Til dæmis skrifaði ég mikið fyrir blokk- flautu þegar ég var í námi í tónfræðadeildinni. Sirena fékk á sínum tíma einleiksverk sem ég skrifaði þá, svo ég held að það hafi verið upp- haf þess að þær báðu mig að skrifa fyrir sig núna,“ segir hún. „Síðan hef ég skrifað þó nokkuð fyrir klarinett, og einnig skrifaði ég verk fyrir Eydísi Franzdóttur óbóleikara, sem var flutt á hádegistónleikum Listahátíðar í Hafnarhúsinu fyrr í sumar. Það hefur þróast þannig að ég virðist skrifa meira fyrir blást- urshljóðfæri en til dæmis strengjahljóðfæri.“ Titill verksins er sóttur í síðustu línu annars erindis sálmsins Heilagur guð, þig hrópa eg á. „Versið endar einhvern veginn þannig, Leystu mig öllum löstum frá, fyrir líknar kraptinn þinn. Mér fannst línan falleg og í henni felast ákveðið þakklæti til sköpunarinnar,“ segir El- ín. Tónleikar Sumartónleika í Skálholti standa yfir í u.þ.b. klukkustund og er boðið upp á barnagæslu í Skálholtsskóla á meðan á þeim stendur. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Morgunblaðið/Jim Smart Hljómeyki undir stjórn Bernharðs Wilkinson frumflytur verkið Ég vil vegsama þig, ó, Guð, eftir Þorkel Sigurbjörnsson í Skálholtskirkju í dag. VEGSÖMUN GUÐS Í SÖNG OG FLAUTULEIK Frumflutt verða verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson staðartónskáld og Elínu Gunnlaugsdóttur á Sum- artónleikum í Skálholts- kirkju í dag. INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR spjallaði við tónskáldin. ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Þau hlýða á frumflutning verka sinna í Skál- holti um helgina, staðartónskáldið Þorkell Sigurbjörnsson og Elín Gunnlaugsdóttir. Laugardagur Kl. 14: Þorkell Sigurbjörnsson, staðar- tónskáld Sumartónleikanna að þessu sinni, flytur erindi um verk sín í Skálholtsskóla. Kl. 15: Hljómeyki undir stjórn Bern- harðar Wilkinson, flytur þrjú trúarleg kór- verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Koma, Missa Brevis og Ég vil vegsama þig, ó, Guð, sem verður frumflutt. Kl. 17: Danski blokkflautukvartettinn Sirena flytur barokk- og nútímaverk, ís- lensk sem erlend. Meðal verkanna á efnis- skránni er frumflutningur á Fyrir líknar kraptinn þinn eftir Elínu Gunnlaugsdótt- ur. Sunnudagur Kl. 15: Sirena endurtekur efnisskrá tón- leika sinna á laugardag. Kl. 16.40: Orgelstund. Hljómeyki flytur Ég vil vegsama þig, ó, Guð. Kl. 17: Messa með þátttöku Hljómeykis. Eingöngu verða flutt sálmalög eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Dagskrá Sumartónleika í Skálholti um helgina SUMARSÝNING Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar nefnist Hin hreinu form verður opnuð í dag, laugardag, kl. 14 og þar verða til sýnis höggmyndir eftir Sigurjón Ólafsson frá 45 ára tímabili. „Elsta verkið, Fótboltamenn, frá 1936, er dæmi um hvernig listamaðurinn vann hin stóru, plastísku form af ótrúlegri nákvæmni og leikni, enda vakti verkið gífurlega athygli á sínum tíma. Þetta lykilverk var gefið safninu fyrir nokkru, en það hafði verið í einkaeigu í Dan- mörku í 55 ár og kom í leitirnar sumarið 1991, þegar haldin var farandsýning í Danmörku á verkum Sigurjóns,“ segir Birgitta Spur for- stöðumaður. „Flest önnur verk á sýningunni eru abstrakt og unnin í stein, tré og málm. Þau bera höf- uðeinkenni Sigurjóns; frjótt ímyndunarafl, djúpan skilning á efniviðnum og snilldarlegar aðferðir listamannsins við að yfirfæra hug- myndir í efni. Í verkunum er áhrifamikið sam- spil milli forms og efnis, milli hins stórbrotna og hins smágerða, en heildaráhrifin eru borin af stórum, hreinum formum.“ Safnið er opið alla daga nema mánudaga milli kl. 14 og 17. Kaffistofan er opin á sama tíma. SUMARSÝNING LISTASAFNS SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Sigurjón Ólafsson við verk sitt Samstæða. SPANNAR 45 ÁRA TÍMABIL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.