Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 2002 H ÖFUÐIÐ á mér er eins og fáránleg hlaða full af alls konar dóti sem mig langar til að skrifa um,“ segir per- sóna í Spútnik-kærustunni, nýjustu skáldsögu japanska rithöfundarins Harukis Murakamis, „myndir, sen- ur, bútar úr orðum … í huga mér er þetta allt glóandi, allt lifandi. Skrifaðu! hrópa þau að mér. Frábær ný saga er við það að fæðast, ég finn það á mér. Hún mun fara með mig á ein- hvern flúnkunýjan stað.“ Sumire dreymir um að vera rithöfundur, en þrátt fyrir að hún skrifi og skrifi vantar alltaf eitthvað: „Þetta kristall- ast ekki – engir kristallar, bara steinvölur. Og ég er ekki færð neitt.“ Og hún hendir 250-ug- asta steininum í tjörnina. Vinur hennar, sögu- maðurinn K (nei, engin verðlaun veitt fyrir að hugsa með sér, hm … K, minnir það ekki á eitt- hvað?) reynir að hjálpa henni. Hann trúir á hana og hann er ástfanginn af henni. Hún er hins vegar ástfangin af konu, sem hún kallar einmitt Spútnik-kærustuna (því konan ruglaði saman orðunum „beatnik“ og „sputnik“), en sú kona er dularfull mjög, eins og margar konur í bókum Murakamis. Núnú, svo sögumaður seg- ir Sumire sögu. Sagan fjallar um kínversk hlið. Kínverjar trúðu því að sál borgarinnar byggi í hliðunum á borgarmúrunum og mörg þessara dásamlegu hliða standa enn. „Veistu hvernig Kínverjarnir byggðu þessi hlið? Þeir fóru út og söfnuðu mannabeinum á gömlum orrustuvöll- um og múruðu þau inni í hliðinu í von um að andar hermannanna myndu halda áfram að verja borgina. Og til að lífga uppþornuð beinin tóku þeir hunda, skáru þá á háls og skvettu blóðinu á hliðið.“ Skáldsagnaskrif eru svipuð þessu segir K. Þú safnar saman beinunum og byggir hliðið en svo þarftu eitthvað meira, einhvers konar mag- íska skírn sem tengir heiminn hérna megin við heiminn hinum megin. „Svo það sem þú ert að segja mér er að ég eigi að fara og finna mér minn eigin hund?“ K kinkar kolli. Sumire hugs- ar um þetta, hendir enn einum lánlausum steininum í tjörnina og segist helst ekki vilja drepa dýr. „Þetta er myndhverfing“ segir K. „Þú þarft ekki að drepa neitt í raun og veru.“ Hálfu ári síðar hittir Sumire Miu og verður brjálæðislega ástfangin og einn af þessum furðulegu ástarþríhyrningum Murakamis fer í gang og endar á því að Sumire hverfur – en hvarf er algengt háttalag (dularfullra) kvenna Murakamis. Hún er á grískri eyju með Miu en eftir misheppnaða ástanótt hverfur hún eins og reykur. Sögumaður les það síðasta sem hún hafði skrifað, eins konar dagbókarbrot, eitt sem fjallar um undarlegan draum sem hana dreymir stöðugt og annað sem segir sögu hinn- ar dularfullu Miu og „skýrir“ hvers vegna hún er svona dularfull. Á einum stað segir Sumire að hún verði að úthella blóði, „Ég ætla að brýna hnífinn, reiðubúin að skera á hundsháls ein- hvers staðar.“ Og svo hverfur hún inn um kín- verskt hlið frásagnar sinnar, færð yfir á ein- hvern flúnkunýjan stað. Draumar eru lykillinn að mati sögumanns, en í sögunni er oft ekki mikill munur á draumi og vöku. Sumire hringir til dæmis iðulega í hann um miðjar nætur og ræðir við hann um skáldskap, ást og ástríður í samtölum sem gætu allt eins átt sér stað í draumi. Og þegar hann, nývaknaður, gengur út í gríska nóttina er hann næstum hrifinn yfir í annan heim. Flakk milli tveggja eða fleiri heima eru al- gengt viðfangsefni í verkum Murakamis, allt frá fyrstu skáldsögunni sem vakti athygli á honum vestanhafs, en enskan titil hennar mætti þýða sem Að eltast við kindur (1982, A Wild Sheep Chase 1990), til Spútnik-kærust- unnar (1999, Sputnik Sweetheart 2001). Fyrir Murakami er ekkert yfirnáttúrulegt við þessa heima, ekkert nýaldarlegt eða mystískt, þeir einfaldlega eru þarna og taka á sig ýmsar myndir, allt frá því að vera tiltölulega hefð- bundnir eins og í Norskur skógur (1987, Nor- wegian Wood 2000, eftir samnefndu lagi Bítl- anna) þar sem hinn heimurinn er tengdur geðveiki og tekur form einangraðs heilsuhælis, yfir í það að vera allt annar veruleiki sem lýtur eigin lögmálum eins og í Harðsoðið undraland og heimsendir (1985, Hard-boiled Wonderland and the End of the World 1991). Stundum er þessi heimur önnur möguleg tilvera, eins og í Sunnan við mærin, vestur af sól (1992, South of the Border, West of the Sun, 1998), þar sem sögumaður lifir að hluta til í hugmynd sinni að heimi sem hefði getað orðið. Sunnan við mærin er eina skáldsaga Murakamis sem hefur verið þýdd á íslensku og kom út nú rétt fyrir jólin. Þessi saga er tiltölulega stutt og aðgengileg miðað við önnur verk Murakamis og kom í kjöl- farið á viðamestu skáldsögu hans, Frásögnin af upptrekkta fuglinum (1994–5, The Wind-Up Bird Chronicle, 1997), sem vakti á honum mun meiri athygli vestanhafs, en fram að því höfðu verk Murakamis ekki hlotið almenna út- breiðslu. Samspil ólíkra heima er klassískt skáldskap- arstef en tök Murakamis og úrvinnsla á þess- um hugmyndum um marglaga veruleika eru einstök. Að einhverju leyti kemur þetta til af þeim stöðuga núningi ólíkra menningarheima sem liggja til grundvallar skáldskap Murak- amis, en hann er japanskur höfundur sem er undir miklum áhrifum frá vestrænni menningu og fyllir verk sín vísunum í hana – allt frá Kafka og Fitzgerald til Star Wars og Duran Duran. En að stærstum hluta til er þetta hinn einstaki frásagnarstíll Murakamis, einfaldur – stundum svo að gagnrýnendur ásaka hann fyr- ir að vera einfeldningslegur – og agaður, af- slappaður og fágaður, kómískur en alltaf stunginn tragískum tónum örvæntingar. (Þess ber að geta að Murakami er sjálfur þýðandi úr ensku og yfirfer allar enskar þýðingar á eigin verkum og „leyfir“ þær.) Hinum margvíslegu furðuatburðum sagnanna er lýst af undrunar- leysi sem er gersamlega laust við tilgerð, hann er svalur án þess að reyna það, barnslegur án þess að vilja það og tekur hlutunum eins og þeir koma, með einhverju svona viðhorfi sem ég get best lýst með orðasambandinu nújá, ein- mitt. Murakami er einn helsti höfundur Japana um þessar mundir og er einn af þeim sem taldir eru „líklegir“ viðtakendur Nóbelsins, fyrr eða síðar. Hann hafði vakið nokkra athygli í heima- landi sínu fyrir óvenjulegar og skringilegar skáldsögur, en það var ekki fyrr en með Að elt- ast við kindur sem verulega fór að bera á hon- um, en sú saga hlaut japönsku Noma-bók- menntaverðlaunin. Norskur skógur (sem hefur verið kölluð japanski Bjargvætturinn í gras- inu) sló svo glæsilega í gegn, seldist í milljónum eintaka í Japan og höfundurinn varð frægur á einni nóttu og allt það. Í viðtölum segir hann dálítið barnslega að hann sé afskaplega raunsær maður sem lifi mjög reglubundnu og hefðbundnu lífi og sé eins ólíkur einhverjum listamannslegum rit- höfundi og hugsast getur. Og því komi það hon- um sjálfum alltaf dálítið á óvart hvað sögur hans eru undarlegar, en við því sé bara ekkert að gera: hann er nefnilega einn af þeim höf- undum sem halda því fram að hann byggi ekki sögur sínar fyrirfram heldur bara setjist niður og skrifi, sögupersónur og atburðir hlaðist síð- an upp og fari sínar eigin leiðir. Hann sé jafn- spenntur og lesandinn að vita hvert þetta fer og hvað gerist og því finnist honum gaman að skrifa. Brunnurinn Í Spútnik-kærustunni er sögumaður hrædd- astur við að Sumire hafi dottið ofan í gamlan brunn sem leynist á eyjunni, að hún liggi þar, slösuð og hrædd, og enginn heyri til hennar. En lögregla staðarins fullyrðir að engir brunn- ar séu á eyjunni. Brunnar koma oft við sögu í verkum Murakamis; í Norskum skógi segir Naoko sögumanninum Toru frá brunni sem á að leynast í skóginum umhverfis heilsuhælið. Að þar hafi margir týnst og tapað lífinu. Áður hefur brunnur birst í Harðsoðið undraland, en þó leikur hann hvergi eins mikið hlutverk og í Frásögninni af upprekkta fuglinum. Þar eyðir sögumaður þónokkrum hluta sögunnar sitj- andi ofan í þurrum brunni og – mikið rétt – ferðast í gegnum brunninn inn í annan heim. Þannig birtist enn hvernig heimaflakkið er allt- af einnig að einhverju leyti spurning um innri klofning, innra líf sem er ótengt hinu daglega ytra lífi. Þetta kemur kannski best fram í Sunnan við mærin, en þó er aldrei hægt að af- greiða fantastískt myndmál Murakamis á þennan „einfalda“ hátt. Brunnurinn er lýsandi tákn einsemdar þeirrar sem situr að öllum persónum bóka Murakamis. K í Spútnik-kærustunni virðist ekki eiga neinn að utan Sumire, hann á jú í reglulegum samböndum við eldri konur, en þau sambönd byggjast eingöngu á kynlífi og snerta hann lítið. Svipaða sögu er að segja af Toru í Norskum skógi, hann lifir einangruðu lífi og á erfitt með að bindast fólki, og nafni hans í Frásögninni af upptrekkta fuglinum hörfar beinlínis undan samfélagi manna ofan í brunn. Konurnar í lífi þessara manna virðast jafn einangraðar, Miu í Spútnik-kærustunni hefur lokað sjálfa sig af eftir dramatíska reynslu fyrir fjórtán árum, Sumire virðist ekki umgangast aðra en K og kona Toru í Upp- trekkta fuglinum yfirgefur hann, í örvæntingu, til að hverfa á vit algerrar einsemdar. Eins og áður sagði er Frásögnin af upp- trekkta fuglinum það verk Murakamis sem hefur aflað honum mestrar virðingar, en fram að því þótti sumum hann kannski meira svona skemmtilegur, sniðugur og svalur, og hann var álitinn höfundur sem ekki þurfti að taka of al- varlega. Vissulega er hægt að taka undir það að skáldsagan sé eins konar magnum ópus höf- undar, hún er nokkru lengri en fyrri sögur hans, nær yfir 600 síður í minni smáletruðu og spássíunettu útgáfu og var upphaflega gefin út í þremur bindum. Hins vegar er hæpið að sjá þessa skáldsögu sem eitthvert stökk Murak- amis frá sniðugheitum yfir í alvöru. Eins og hér hefur verið lýst á skáldsagan margt skylt með fyrri verkum hans og er í raun rökrétt fram- hald þeirra – samkvæmt múrakamskri lógík að minnsta kosti. Sagan segir frá Toru sem er ekki fyllilega sáttur við tilveru sína, án þess þó að nokkuð sé beint að. Hann hættir í vel launaðri vinnu – ekki til að finna sjálfan sig eða neitt þannig, heldur bara svona. Fyrst týnist kötturinn og svo yfirgefur kona hans hann, án útskýringa. Og þá fer hann að halda til í brunninum, milli þess sem hann spjallar við mjög sérstaka ung- lingsstúlku og aðstoðar hana í aukavinnu henn- ar sem felst í því að standa uppi á brú og telja skalla. Einn daginn vindur ókunn kona sér að honum og ræður hann í óskiljanlega vinnu. Þrátt fyrir sína margvíslegu einangrun hittir Toru ótrúlega mikið af fólki sem segir honum linnulaust sögur. Þannig er frásögnin að stórum hluta sett saman úr ólíkum frásögnum og myndi ég nota myndlíkinguna um kínverska öskju, ef það væri ekki einhvern veginn óþægi- lega nærtækt. Lengstu sögurnar eru úr stríð- um, aðallega þó stríði Japan í Mansjúríu í Kína á fjórða áratugnum (en sumir sagnfræðingar telja þau átök marka upphaf síðari heimsstyrj- aldar). Þetta er frásagnaraðferð sem reyndar einkennir allar skáldsögur Murakamis, en þar er mikið um að sögupersónur segi langar sög- ur, yfirleitt eigin ævisögur eða sögur af sjálfum sér, sögur sem minna í formi mikið til á smá- sögur að því leyti að þær lýsa allar atburðum sem breyttu lífi viðkomandi sögufólks. Þessi sögulegi þungi ræður mestu um áð- urnefnt álit sumra gagnrýnenda að hér sé Murakami loksins orðinn alvöru höfundur. Að hér sé hann að takast á við sögulegan bak- grunn Japans, en ekki bara daglegt líf stráð HARÐSOÐIÐ UNDRALAND OG EINMANA MÁLMSÁLIR E F T I R Ú L F H I L D I D A G S D Ó T T U R Haruki Murakami er einn helsti höfundur Japana um þessar mundir og einn af þeim sem taldir eru „líkleg- ir“ viðtakendur Nóbelsins, fyrr eða síðar. Hann hafði vakið nokkra athygli í heimalandi sínu fyrir óvenju- legar og skringilegar skáldsögur, en það var ekki fyrr en með Að eltast við kindur sem verulega fór að bera á honum, en sú saga hlaut japönsku Noma-bók- menntaverðlaunin. Haruki Murakami

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.