Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 2002 9 myndum frá Þýskalandi á 4. áratug 20. aldar til bandaríska tryllisins Vertical Limit með Chris O’Donnell og fleirum. Á Íslandi eru til nokkrar bækur og örfáar sjónvarpsmyndir sem flokka má til þessa efnis. Sem dæmi má nefna að Guð- mundur Einarsson frá Miðdal ritaði bókina Fjallamenn (1946) og gerði kvikmynd um Tind- fjöll (1945–1954). Greinarhöfundur samdi leið- beininga- og myndabók um fjallamennsku með Magnúsi Tuma Guðmundssyni (Fjallamennska, 1983), bók um fjallaferðir með Hreini Magnús- syni (Hin hlið Íslands, 1990) og bjó með öðrum til sjónvarpsmynd um klifurferð á Þumal í Skaftafellsfjöllum 1984. Hann hefur búið til fleiri stutta sjónvarpsþætti um fjallamennsku og það hafa líka íslenskir fjallamenn gert sem farið hafa á McKinley-fjall (Denali) sem og á Everest og Cho Oyu (Hallgrímur Magnússon o.fl.). Þeir þremenningar af Everest gáfu einnig út stóra myndabók en aðrir hafa samið bækur, t.d. um ferðir sínar yfir Grænlandsjökul, þ. á m. Har- aldur Örn sem einnig hefur gengist fyrir sjón- varpsþáttum um ferðir á fjöll í sjötindaleiðangr- inum. Stór mynda- og textabók er til um Öræfajökul eftir Snævar Guðmundsson (1999). Einnig eru til nokkrar leiðsögubækur um fjöll, t.d. eftir Einar Þ. Guðjohnsen (Gönguleiðir á Ís- landi), og eftir greinarhöfund ásamt Pétri Þor- leifssyni (Fólk á fjöllum, gönguleiðir á 101 tind, 1999). Eru þá ótalin ársrit Ferðafélags Íslands og Útivistar en þar er mikið fjallað um fjöll landsins á ýmsa vegu. En hvað þá um skáldin íslensku? Hvað hafa þau ritað um fjöll og fjallaferðir? Í raun lítið en finna má glefsur hjá ýmsum af þekktari skáldum þjóðarinnar, t.d. Halldóri Laxness. Ljóðskáld hafa fjallað um fjall eða fjöll í verkum sínum, en ekki þó oft. Sem augljós dæmi má nefna ljóð Jónasar Hallgrímssonar um Skjaldbreið, Jó- hannesar úr Kötlum um Eyjafjallajökul og ljóð Hannesar Sigfússonar um Heklu. Mun digrari sjóður listar felst í málverkum og myndverkum íslenska myndlistarmanna. Fjöll og fjallamótíf voru mjög algeng í verkum málara rómantísku stefnunnar. Hér á Íslandi var sterk- ur samhljómur milli fjalla í myndverkum og sjálfstæðishugsjóna og þjóðernisrómantíkur frá því um aldamótin 1900 og fram yfir lok heims- styrjaldarinnar síðari (1945). Þeir Jón Stefáns- son, Ásgrímur Jónsson og Jóhannes Kjarval máluðu margar myndir af fjöllum, hver með sínu lagi. Einn eða tveir tugir annarra málara á svip- uðu tímaskeiði máluðu einnig fjöll og annað landslag og einn þeirra, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, tengdi saman málun mynda, könn- unarferðir um hálendið og fjallaferðir í af- skekktustu kimum sem aðrir gerðu minni eða engin skil. Ekki er ósennilegt að íslensk fjalla- mynd hangi uppi á meirihluta íslenskra heimila. Svo afbökuðust fjöllin á listrænan hátt í af- straktmálverkinu eða hurfu með öllu uns þau sáust endurreist í myndverkum á síðustu tveim- ur áratugum 20. aldar. Vissulega héldu nokkrir myndlistarmenn áfram að mála landslag eða fjöll en landslag myndaði ekki meginfarveg myndlistar eins og á fyrri hluta aldarinnar. End- urreisn fjallsins í málverkum kemur t.d. fram í myndum Georgs Guðna, en þar eru fjöllin oft sem einsleitar ógnandi þústir, eða t.d. í litaglöð- um myndum Tolla. Óhefðbundnari listamenn tóku líka að sér að túlka fjöll, t.d. í skúlptúrum eða með innsetningum. Greinarhöfundi er sér- staklega minnisstætt að hafa flutt myndverk fyrir bræðurna Sigurð og Kristján Guðmunds- syni frá Amsterdam til sýningar í Rotterdam 1970. Þá var nýgengið frá blaðaviðtali um SÚM og myndlist við þá bræður og samþykkt að ferja m.a. steinsteyptan skúlptúr af strýtulöguðu fjalli í glerkassa með eftirmynd af spældu eggi þar sem jökulskallinn átti að vera; hafi menn Snæ- fellsjökul í huga. Þannig hefur myndlist síðari tíma rekið horn í raunsæjar eða þrungnar mynd- ir af fjöllum í verkum eldri málaranna og afhelg- að þær svolítið. Erlendis kemur svipað mynstur fram í listum og hér á landi. Lítið fer fyrir fjöllum í skáldskap, ef frá eru taldar lítt þekktar bækur um ímynd- aðar klifurferðir. Þeim mun meira er um mál- verk eða önnur myndverk. Á árabilinu 1850– 1950 komu fram ótal málverk með sveita- og fjallalandslagi í Evrópu og Bandaríkjunum. Jap- anir hafa lengi málað sín helgu fjöll og fjalla- mótíf eru þekkt öldum saman í Kína. Nú sést töluvert af myndum máluðum með gamalli tækni og í mjög raunsönnum stíl af þekktum fjöllum um allan heim; hugsuð handa kaupend- um úr stórum hópi útvistarfólks. Reyndar er einnig framleitt mikið af ljósmyndaplakötum og dagatölum með fjallamyndum. Erfiðara er að spyrða saman tónlist og fjöll en myndlist og fjöll. Hér á landi hafa tónskáld þó tekið mið af fjöllum í verkum sínum. Má nefna t.d. Jón Leifs og verkið Heklu og Sigvalda Kaldalóns sem samdi vel þekkt lag við Fjallið eina eftir Grétar Fells. Í erlendri tónlist er helst að finna söngva um fjöll sem teljast helg eða sem hafa haft mikil áhrif á umhverfið, sbr. trúar- kyrjur um Kailas í Tíbet eða söngva á ketsjúa- máli um eldfjallið Cotopaxi í Ekvador og tinda Illimani í Bólivíu. Á ári fjallsins er við hæfi að spyrja hvað við getum sótt til fjalla jarðar. Hugmyndir í hönnun og listum? Það sanna dæmin vissulega. Viðföng í ferðaþjónustu og tilefni til útvistar og endurnæringar? Alveg örugglega. Jarðefni? Auðvitað. Anda- gift? Líklega. En öll bein nýting náttúrunnar til fjalla krefst sömu natni, sams konar vandaðrar skipulagningar og jafnsjálfbærrar nýtingar og aðrar auðlindir, t.d. fiskimið. Ár fjallsins er því áminning um sjálfsagða virðingu fyrir fjöllum og fólkinu þar. ÐUR OG LISTIR Klifinn Illimani, tæplega 6.400 m hár Andestindur í Bólivíu, skammt frá höfuðborginni La Paz. burði og margendurteknum ferðum sömu leið, upp a. dægradvöl og náin kynni af óbeislaðri náttúru. Dæmigerður tírólskur fjalladalur með stóru seli: Arhntal á landamærum Ítalíu og Austurríkis. Morgunblaðið/Ari Trausti Lambatindur (854 m) á Ströndum. Fjallamenn nota nú orðið sérbúna jeppa til þess að nálgast við- fangsefni sín ekki síður en vélsleða, skíði eða einfaldlega postulahestana. úar, áður en lagt er til atlögu við tindinn. Höfundur er jarðfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.