Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Page 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 2002 F JÓRTÁN íslenskir listamenn sýna um þessar mundir verk sín Alma Löv-safninu í Värmland í Svíþjóð. Ber hún heitið My body is over the ocean – the sea, sem er útlegging slagarans My Bonnie is over the ocean og vísar að ein- hverju leyti til þess hvernig ís- lenskir listamenn ferðist yfir hafið til þess að sýna verk sín erlendis. Halldór Björn Runólfs- son listfræðingur hefur valið listamennina á sýninguna ásamt því að annast sýningarstjórn og segist telja að hún gefi sýningargestum glögga sýn inn í íslenska samtímamyndlist. „Flestum þeim sem skoðað hafa sýninguna hef- ur orðið ljós hversu mikil breidd er í íslenskri myndlist en það hefur um leið komið þeim að nokkru leyti á óvart,“ segir hann. Á sýningunni gefur að líta margbreytileg listform, málverk, ljósmyndir, innsetningar, skúlptúra og þar fram eftir götum og segir Halldór Björn lista- mennina fjórtán gefa góða mynd af víðtækri flóru íslenskrar samtímamyndlistar. My body is over the ocean Sýningin var opnuð 8. júní. Myndlistarmenn- irnir sem eiga verk á sýningunni eru þau Ás- mundur Ásmundsson, Daníel Magnússon, Egill Sæbjörnsson, Erla S. Haraldsdóttir, Erla Þór- arinsdóttir, Gabriela Friðriksdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hulda Hákon, Ilmur Stef- ánsdóttir, Jón Óskar, Margrét H. Blöndal, Sara Björnsdóttir, Steingrímur Eyfjörð og Svava Björnsdóttir. Halldór Björn segir valið á lista- mönnunum hafa verið nokkuð þunga þraut. „Það réð dálítið valinu að finna góða listamenn sem væru íslenskir, en um leið afslappaðir gagnvart því að vera Íslendingar á vissan hátt,“ segir hann. „Fyrst var hugsunin að finna eitt- hvert þema sem gæti átt við alla. Þá kom upp sú hugmynd hjá staðarhaldararanum Marc Broos að láta orðin My body is over the ocean tengjast sýningunni á einhvern hátt. Mér leist ekkert illa á það, enda eru Íslendingar oft á tíðum með hugann við það sem er að gerast hinum megin við hafið og hvernig þeir geti komist þangað í líkamlegum skilningi. Síðan ákváðum við að nota þessi orð sem nafn sýningarinnar, en ekki hafa þetta sem neina afgerandi hugmynd í verkunum, og jafnvel velja saman mjög ólíka listamenn. Við ákváðum loks að hafa nokkra af kynslóðinni sem er fædd um og eftir 1950, en annars bara unga listamenn. Mér finnst eftir á að hyggja að þetta hafi komið mjög vel út.“ Sýningin tilkomin í Tékklandi Alma Löv-safnið er rekið á heimili hjónanna Karin og Marc Broos og ber heitið The Alma Löv Musuem of Experimental and Unexp. Art, þar sem „Unexp.“ hefur enga ákveðna merk- ingu, heldur getur þýtt hvað sem er frá „unex- pected“ til „unexperimental“. Aðspurður hvernig sýningin hafi orðið til svarar Halldór Björn að hann hafi hitt Broos-hjónin í upprenn- andi listamiðstöð í Tékklandi. „Við hittumst síðasta haust í Terezín í Tékklandi, sem er svo- lítið óhugnanlegur staður,“ segir hann, en Te- rezín er helst þekktur fyrir að þar voru fanga- búðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Bærinn var notaður til að slá ryki í augu Rauða krossins, til að láta líta út fyrir að gyðingar byggju við sómasamlegar aðstæður. „Þegar hjálparstarfsmenn sem þar komu voru farnir, var fólkinu smalað upp í lest sem gekk beina leið til Auschwitz. Svo var staðurinn fylltur af fórnarlömbum á ný. Nú standa vonir til að þarna sé hægt að koma upp evrópskri menn- ingarmiðstöð, undir heitinu MECCA, sem stendur fyrir Mid European Colony for Con- temporary Art. Ég var þarna staddur á nem- endamóti sem ég stóð fyrir ásamt fleirum, og hitti Broos-hjónin fyrir tilviljun, en þeim hafði einnig verið boðið þangað. Þar vorum við mikið með hugann við Tékkland og hvað væri hægt að gera fyrir þennan stað, meðal annars með Norðurlönd í huga. Um jólin fékk ég svo tölvu- póst frá Marc Broos, þar sem hann spyr hvort ekki sé möguleiki að fá mig til að setja upp ís- lenska sýningu í safni þeirra hjóna. Þetta var ansi stuttur fyrirvari, en það hófst með aðstoð góðs fólks. Og þetta var svo gott boð, að því var ekki hægt að neita.“ Erla Þórarinsdóttir mynd- listarmaður var Halldóri að miklu leyti innan handar við skipulagningu sýningarinnar og valsins á listamönnunum, en hún hafði áður sýnt í Alma Löv-safninu ásamt Sigurði Guð- mundssyni. „Hún þekkti staðinn og í samein- ingu ákváðum við að þetta gæti gengið upp,“ segir Halldór Björn. Safnið er staðsett í gömlu sveitasetri í VEIGAMIKIL KYNNING Á ÍSLENSKRI SAMTÍMALIST Sýning fjórtán íslenskra myndlistarmanna fer nú fram í Alma Löv-safninu í Svíþjóð. Halldór Björn Runólfsson sagði INGU MARÍU LEIFSDÓTTUR frá sýningunni, sem hann setti upp og annaðist sýningarstjórn á. Verk Guðrúnar Veru Hjartardóttur hefur að sögn Halldórs Björns vakið mikla athygli. Horft er í gegn um lítinn glugga í andlit þessarar litlu veru. Titill verksins er Waiting for the masterpiece. Verk Erlu Þórarinsdóttur, sem jafnframt var Halldóri Birni innan handar við skipulagninguna, á sýningunni í Alma Löv. Skálinn hennar á sýningunni hefur sex kojur, sem Erla nýtti sér í verkinu. Verk Svövu Björnsdóttur á sýningunni eru rauðir skálarlaga skúlptúrar. Steingrímur Eyfjörð sýnir verk sem fjallar um hermann í SS-sveitum Hitlers. Þegar sýningin fer til Tékklands mun þetta verk eflaust hafa merkilega skírskotun, að sögn Halldórs Björns.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.