Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ 2002
FRÆÐIMAÐURINN og rabb-
íninn Chaim Potok lést á þriðju-
dag 73 ára að aldri í Merion,
Pennsilvaníu.
Potok er hvað
best þekktur fyr-
ir að uppfræða
og kynna hasid-
íska gyðingstrú
fyrir almenningi.
Fyrsta skáldsaga
hans The Chosen
(Hinir útvöldu),
sem kom út 1967,
náði miklum vinsældum, en ólíkt
höfundum á borð við Philip Roth
og Saul Bellow sem einblíndu á
hugsýki gagnvart þeim gyð-
ingum sem ekki iðkuðu trú sína
og samlöguðust þjóðfélaginu, þá
leitaðist Potok við að kynna ein-
angraða veröld gyðingstrú-
arinnar fyrir almenningi. Hinir
útvöldu hlaut mikið lof gagnrýn-
enda er hún kom út, var á met-
sölulistum mánuðum saman og
var m.a. tilnefnd til National
Book Awards í Bandaríkjunum,
auk þess sem hún rataði á hvíta
tjaldið með Rod Steiger í aðal-
hlutverki árið 1981. Önnur
skáldverk Potoks nutu einnig
umtalsverðra vinsælda s.s. verk
á borð við My Name is Asher Lev
og In the beginning.
Draumaherbergið erfitt
skilgreiningar
SKÁLDSAGA hollenska rithöf-
undarins Marcel Möring The
Dream Room (Drauma-
herbergið), eða
Modelvliegen
eins og hún hét á
frummálinu, hlýt-
ur góða dóma hjá
bókmennta-
gagnrýnanda
breska dagblaðs-
ins Daily Tele-
graph, sem segir
höfundinn hafa
sett saman skáldverk er fljúgi
áfram af miklum glæsileik, en
erfitt reynist að skilgreina jafn-
vel eftir annan eða þriðja lestur.
Sögumaður The Dream Room er
drengur sem býr yfir brúðu-
verslun í Hollandi. Drengurinn
uppgötvar ágætis markaðstæki-
færi og hefst handa, ásamt at-
vinnulausum foreldrum sínum,
við að búa til módelflugvélar fyr-
ir verslunareigandann.
Að sögn gagnrýnanda blaðsins
nær þessi sérstaka saga óvænt-
um tökum á lesandanum og ekki
hvað síst vegna þess að lesand-
inn reiðir sig nær alfarið á frá-
sögn Mörings, án þess nokkurn
tímann að fá tilfinningu fyrir því
sem á eftir fylgi. „Sagan er allt
að því bútakennd og utan sögu-
persónanna og sérlega glæsilegs
ritstíls er fátt sem augljóslega
bindur þessa ólíku sögukafla
saman, sem engu að síður ná að
verða að því hægláta, áleitna og
dularfulla verki sem skáldsagan
er,“ segir í dómi Telegraph.
Svikráð Widdecombe
BRESKA skáldkonan Ann
Widdecombe sendi frá sér á dög-
unum nýja skáldsögu An Act of
Treachery, en fyrsta skáldsaga
Widdecombe The Clematis Tree
vakti töluverða athygli á sínum
tíma. Að þessu sinni er sögusvið-
ið hersetið Frakkland á tímum
síðari heimsstyrjaldarinnar og
sögumaður er hin 17 ára Cather-
ine Dessin sem heillast af þýsk-
um herforingja, fjölskyldu henn-
ar og vinum til mikillar
skelfingar. Mikil togstreita
fylgir í kjölfarið bæði hjá Cath-
erine og eins herforingjanum
sem er ekki á eitt sáttur við
stríðsrekstur þjóðar sinnar.
ERLENDAR
BÆKUR
Chaim Potok
látinn
Chaim Potok
Marcel Möring
IFranski heimspekingurinn Michel Foucault skrif-aði merkilega bók um aga, eftirlit og refsingar og
það hvernig fangelsið varð til en hún heitir á frum-
málinu Surveiller et punir: Naissance de la prison
(1975) og mætti útleggja það með eftirfarandi
hætti á íslensku: Eftirlit og refsingar: Tilurð fangels-
isins. Í þessari bók er ákaflega margt forvitnilegt,
svo sem umfjöllun um samband valds og þekkingar
og svokallaða valdatækni þar sem líkaminn er við-
fangið. Þar er einnig fjallað um það hvernig valdið
var staðfest eða sýnt með því að refsa fólki op-
inberlega. Þetta kallaði Foucault leikhús hryllings-
ins og voru margir þættir þess skráðir á íslenska lík-
ama fyrr á tíð.
IIÞar er einnig sagt frá því að menn fóru að beitanýjum aðferðum við refsingar á átjándu öld þeg-
ar andlegar hirtingar, sem áttu að vera siðbætandi,
komu að miklu leyti í stað líkamlegra refsinga.
Hugsunin á bak við hina nýju aðferðafræði var ekki
að refsa minna heldur „betur“. Markmiðið var að
allur samfélagslíkaminn fyndi fyrir refsingunni en
bitnaði ekki aðeins á líkama hins ógæfusama ein-
staklings. Hugurinn var blaðið sem valdið var
þrykkt á og inntakið var táknfræðilegt. Refsingin
þurfti til dæmis helst að tákna eða lýsa brotinu sem
framið var svo að skilaboðin kæmust skilmerkilega
til skila.
III Í bók sinni bendir Foucault meðal annars á aðrefsingar yfirvalda hafa ekki aðeins haft það að
markmiði að halda afbrotamönnum í skefjum held-
ur samfélagsþegnunum öllum. Þegnarnir eru sér
hins vegar ekki endilega meðvitandi um þetta.
Þannig hélt Foucault því fram að fangelsi leyndu
okkur þeirri staðreynd að við erum sjálf innilokuð í
samfélagi. Við trúum því að við séum frjáls vegna
þess að við setjum glæpamenn á bak við lás og slá og
gerum okkur ekki grein fyrir að við erum lítið betur
sett en hinir innilokuðu. Foucault sagði að nútíma-
samfélög væru eftirlitssamfélög og innri gerð þeirra
mætti líkja við fangelsi enska átjándu aldar heim-
spekingsins Jeremys Benthams, „panopticon“, sem er
hringlaga bygging með eftirlitsturni í miðjunni og
gerir það mögulegt að einstaklingarnir sem lokaðir
eru inni í klefum sínum hafa stöðugt eftirlit með
hver öðrum. Raunverulegur ávinningur af slíku
kerfi er ekki að yfirvaldið hafi fullkomið eftirlit með
þegnunum heldur að einstaklingurinn sjálfur verði
svo upptekinn af því að vera undir eftirliti að hann
beiti sig sjálfur hörðum samfélagslegum aga.
IVSamtímamenningin geymir margar sögur afþví hvernig einstaklingar reyna að finna sjálfa
sig í margvíslegri flóru ímynda og textabrota, boða
og banna sem tungumálið, menningin, sagan og
samfélagið hafa þrykkt á sál þeirra. Sjálfsskoð-
uninni og sjálfsleitinni er iðulega lýst sem sárs-
aukafullri afhjúpun og endar oftar en ekki með rót-
tæku uppgjöri við nánasta umhverfi. Þessi
margtuggða klisja um að finna sig, sem lengi hefur
gengið í Hollywood-framleiðslunni, á sér þannig
dýpri rætur en margur hyggur.
NEÐANMÁLS
F
YRIR skömmu birtist sjónvarps-
frétt um fjölgun fæðinga með að-
stoð keisaraskurðar. Þegar leitað
var skýringa kom fram í máli
hjúkrunarforstjóra sem rætt var
við, að aukningin væri umtalsverð
en að vísu ekki svo mikil enn sem
komið væri að jafnaðist á við keis-
aragleði Bandaríkjamanna, þar sem hlutfall
þessara aðgerða þykir hátt.
Að mati hjúkrunarforstjórans var ástæðan
einkum ótti fæðingarlækna við að fá kæru vegna
hugsanlegra mistaka, þar sem keisaraskurður
væri með aukinni tækni jafnvel orðinn áhættu-
minni fyrir móður og barn en náttúrleg fæðing.
Hjúkrunarforstjórinn bætti við, að íslenskt
samfélag væri ekki enn orðið jafn kærugjarnt og
það bandaríska, en það væri að breytast.
Þetta er ugglaust rétt mat, því stundum er
eins og nú sé gósentíð að bandarískum hætti fyr-
ir íslenska lögfræðinga og nægir að nefna átökin
í viðskiptalífinu sem dæmi, en þar ganga kær-
urnar þétt á víxl eins og geislaspjótalögin í Star
Wars.
En meira af kærum. Þegar langt var liðið á
gúrkutíð spratt kynleg gorkúla í fréttabeðinu.
Nú hefur það sumsé gerst þriðja sinni að ráðning
í starf leikhússtjóra er kærð til Jafnréttisráðs og
hafa orðið hvöss skoðanaskipti vegna þess. María
Kristjánsdóttir og Viðar Eggertsson, tveir ágæt-
ir leikstjórar hafa t.a.m. tjáð sig eftirminnilega,
hvort á sinn hátt, um þann atburð að kvenkyns
umsækjandi um stöðu leikhússtjóra hlaut ekki
náð fyrir augum leikhúsráðsins og kærði til Jafn-
réttisráðs.
Kærunefnd jafnréttismála er skipuð þremur
lögfræðingum og áreiðanlega vel hæf til að skera
úr um lögfræðileg álitamál, en hlýtur að teljast
illa til þess fallin að skera úr um ágæti listrænna
ákvarðana. Vissulega getur það hent að listræn-
ar ákvarðanir varði við lög, t.a.m. lög um dýra-
vernd eins og gerst hefur, en slíkt er þó fátítt og
verður að telja að hið listræna sé allajafna ekki á
sviði lögfræðinnar.
Það er vitaskuld listræn ákvörðun að ráða í
embætti listræns leikhússtjóra og ætti ekki að
koma kynferði umsækjenda á nokkurn hátt við.
Leikhússtjórnir sem ákveða hver fái hið listræna
starf hljóta að íhuga margvíslegar spurningar
sem eru af listrænum toga en ekki lögfræðileg-
um. Hvaða kostum þarf leikhússtjóri að vera bú-
in(n)? Hvaða listræna sýn hefur umsækjandinn,
hverjar eru líkurnar á að henni eða honum auðn-
ist að gera sýnina að veruleika? Hver er listræn
geta viðkomandi? Spurningarnar eru margfalt
fleiri en hér er tíundað.
Leikhússtjórnir eru naumast að leita eftir
„penum manni sem myndast vel“, eða huggulegri
innanhússpersónu sem er ólíkleg til að rugga
bátnum um of, heldur einstaklingi sem hefur fag-
mennsku að leiðarljósi og er vís til að gera leik-
húsið að trúverðugri listrænni stofnun. Góð
menntun verður seint talin óprýði á einum leik-
hússtjóra og víst mætti íslenskt leikhús meta
menntun til fleiri fiska en það gerir, en próf-
gráður til eða frá ráða naumast úrslitum um list-
fengi.
Hvers kyns misrétti er ömurlegt og brýnt að
reyna að sporna gegn slíku hvar og hvenær sem
er. Körlum væri það líka hollast ef fullt jafnrétti
ríkti milli kynjanna. En það er sorglegt þegar
jafnréttisákvæðum er beitt þar sem þau eiga
ekki við, að ekki sé talað um ef kúrsinn er
skekktur til að knýja jafnréttið fram og gripið til
„jákvæðrar mismununar“. Afleiðing slíks er nýtt
misrétti, eða á að kalla það „dólgajafnrétti“? Að
fenginni niðurstöðu kærunefndar jafnréttisráðs
vegna ráðningar í stöðu leikhússtjóra á Akureyri
er öll hætta á því að leikhússtjórnir framtíðarinn-
ar láti óttann við hugsanlegar kærur trufla sínar
mikilvægu listrænu ákvarðanir, ekki síst í ljósi
þess hversu kostnaðarsamt slíkt getur reynst
fyrir févana leikhús. Eigum við ekki að vona að
leikhússtjórar framtíðarinnar fæðist náttúrlega í
stað þess að vera teknir með keisaraskurði.
FJÖLMIÐLAR
AF KÆRUM OG KEISURUM
Á R N I I B S E N
E i g u m v i ð e k k i a ð
v o n a a ð l e i k h ú s s t j ó r a r
f r a m t í ð a r i n n a r f æ ð i s t
n á t t ú r l e g a í s t a ð þ e s s
a ð v e r a t e k n i r m e ð
k e i s a r a s k u r ð i .
EINN af fyrstu ljósmyndurum sög-
unnar (og ef til vill sá fyrsti) var
Hippolyte Bayard. Heimildir eru
fyrir því að Bayard hafi tekist að
framleiða ljósmyndanegatívur í
byrjun febrúar árið 1839, aðeins
tæpum mánuði eftir að franska vís-
indaakademían krýndi Jean-Louis
Daguerre föður ljósmynda-
tækninnar. [i] Þrátt fyrir að Bayard
hafi haldið áfram að taka myndir
og þróa ljósmyndatækninna var
hann ætíð í skugga Daguerre (og
Nicéphore Niépce) og í október ár-
ið 1840 tjáði hann hlutskipti sitt á
táknrænan hátt í myndaröðinni Le
Noyé (Sjálfsmynd af drukknuðum
manni). Um er að ræða þrjár
myndir sem allar sýna Bayard, nak-
inn (með ábreiðu yfir sér sem skýlir
neðri hluta líkamans), með lokuð
augu. Hann situr á stól og við hið
hans er stráhattur (sem kemur fyrir
sem viðfang á mörgum mynda
hans), lítið borð, grískur vasi og lítil
myndastytta. Bayard sjálfur birtist
sem hlutur á meðal hluta, viðfang
fremur en vitund – um leið og þessi
sjálfsmynd minnir okkur á hversu
sér meðvitandi Bayard var um hlut-
skipti sitt. Eins og ástralski ljós-
myndafræðingurinn Geoffrey
Batchen hefur bent á felur myndin í
sér fjölda tilvísana og skilaboða en
það sem einkum vekur athygli mína
er hvernig ljósmyndin fjallar jöfnum
höndum um vanda þess sem fæst
við ljósmyndir, hvort sem það er
vandi ljósmyndarans, vandi þess
sem er viðfang ljósmyndarans eða
vandi viðtakandans. Hippolyte
Bayard birtist okkur bæði sem virk-
ur framleiðandi og sem fórnarlamb
eigin framleiðslu. Hann stillir sér
upp sem viðfangi. Hann er hlutur
meðal hluta. Um leið verður þessi
framsetning til þess að við leiðum
hugann að hlutskipti hans, hins
drukknandi manns, hins deyjandi
manns, sem naut ekki viðurkenn-
ingar í lifanda lífi fyrir ævistarf sitt
og framlag til ljósmyndatækninnar.
Taldi Bayard að með dauða sínum
myndi hann hverfa burt úr sögunni
eða bar hann þá von í brjósti að
ljósmyndin (og sér í lagi þessi til-
tekna ljósmynd) myndi gera honum
kleift að öðlast líf sem næði út fyrir
mörk dauðans?
Sigrún Sigurðardóttir
Kistan.is
www.visir.is/kistanMorgunblaðið/Ómar„Augliti til auglitis.“
VIÐFANG
OG VITUND