Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.2002, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.2002, Blaðsíða 14
HVAÐ er nútímalist og til hvers vísarhún? Svörin við þessum spurningumeru afstæð og fara eftir heimshlutum,tímaramma og menningarlegum bak- grunni viðkomandi lands. Til að tengja nútíma- list arabískri myndlist verður því að fara nokkrar aldir aftur í tímann. Arabaheiminum tilheyra Alsír, Barein, Egyptaland, Írak, Jórdanía, Kúveit, Líbanon, Líbýa, Marokkó, Óman, Palestína, Katar, Sádi- Arabía, Súdan, Sýrland, Túnis, Sameinuðu ar- abísku furstadæmin og Jemen og hann nær yfir Miðausturlönd (eða svæðið við austanvert Mið- jarðarhaf), Arabíuskaga og Norður-Afríku. Frá því um miðja 16. öld tilheyrðu öll þessi lönd Tyrkjaveldi að frátöldu Marokkó, eina land- svæði araba sem yfirráð Tyrkja náðu ekki til. Þess vegna gætir ekki tyrkneskra áhrifa í mar- okkóskri menningu og myndlist sem eiga sér langa og óslitna hefð sem nær aftur til ríkis Mára á Spáni. Fyrstu arabaríkin í Miðausturlöndum sem tileinkuðu sér vestræna myndlist voru Líbanon og Egyptaland. Fyrstu straumarnir frá Vest- urlöndum bárust til Líbanon með evrópskum trúboðum sem stofnuðu klaustur og trúboðs- skóla í fjöllunum og innleiddu prentvélina. Á 18. öld lögðu trúboðarnir í Líbanon grunninn að menningarlífi, félagskerfi og stjórnmálastarfi sem studdist við kristna trú og leiddi til menn- ingarlegrar og listrænnar vakningar. Fyrir til- stuðlan kirkjunnar ávann gotneskur stíll sér vinsældir í Líbanon á 18. öld svo þar varð meira að segja til gotneskur skóli í trúarlegri mynd- list. Með innrás herja Napóleons í Egyptaland árið 1798 komst landið undir evrópsk yfirráð sem ollu því að það varð fyrsta arabalandið á 19. öld sem komst í verulega snertingu við mynd- list Vesturlanda. Þetta var í fyrsta sinn frá því í krossferðunum sem vestrænt ríki réðst inn í arabaland, ekki aðeins fyrir tilstyrk herafla síns heldur líka menntamanna sinna, lista- manna, sagnfræðinga og rithöfunda. Þegar Napóleon stofnaði Akademíu í Austurlanda- fræðum hófst bylgja Austurlandaáhuga á Vest- urlöndum og meðal Evrópubúa kviknaði áhugi á vísinda- og bókmenntaafrekum araba sem og á því sem framtíðin bæri í skauti sér í hern- aðarlegu, félagslegu, pólitísku og efnahagslegu tilliti. Á hinn bóginn komust íbúar Mið-Austur- landa í nána snertingu við vestræna siðmenn- ingu. Málverk, máluð á trönum, eru tiltölulega ný- legt fyrirbæri í myndlist araba. Eftir því sem hinn fagurfræðilegi og skapandi þráður hefð- bundinnar íslamskrar myndlistar trosnaði á 19. öld varð arabísk menning móttækilegri fyrir vestrænum listformum og stíltegundum sem höfðu rutt sér til rúms í arabaheiminum vegna pólitískra, efnahagslegra, vísindalegra og hern- aðarlegra yfirburða og yfirráða Vesturlanda. Um miðja 19. öld hafði vestræn Austurland- ahyggja (Orientalism)* náð hámarki í Evrópu og fjölmargir erlendir listamenn, þeirra á með- al David Roberts og Eugène Fromentin, komu til Egyptalands og máluðu þjóðhætti, söguleg mannvirki og landslag á mjög ýktan og róm- antískan hátt. Aðrir, eins og Jean-Léon Gé- rôme sem dvaldist í Kaíró ýmist í nokkra mán- uði eða nokkur ár í senn, kynnti landsmönnum vestræna málaralist. Vestræn fagurfræði lætur að sér kveða Bættar samgöngur milli Evrópu og araba- landanna urðu til þess að evrópskra áhrifa tók að gæta í arabaheiminum í síauknum mæli og þegar fram í sótti tók vestræn nýlendustefna að breiðast út og um leið vestræn myndlist og menning. Frá lokum 19. aldar átti sér stað list- ræn endurfæðing í Norður-Afríku og Miðaust- urlöndum sem að lokum leiddi til þess að rót- tækar breytingar urðu í fagurfræði og ný listræn þróun átti sér stað innan myndlistar- innar. Yusuf Kamal prins, meðlimur í egypsku kon- ungsfjölskyldunni og áhugasamur velunnari hinna fögru lista, opnaði Myndlistarskólann í Kaíró árið 1908. Hann réð erlenda listamenn sem kennara og kom þannig á fót fyrstu stofn- un í arabaheiminum sem kenndi vestræna myndlist. Fyrstu nemendurnir urðu kjarninn í frumkvöðlakynslóð arabískra nútímalista- manna. Í öðrum arabalöndum, svo sem Írak og Sýrlandi, einskorðaðist myndlistin á sama tíma við hefðir frá dögum Tyrkjaveldisins. Súdan varð pólitísk eining eftir að Tyrkir og Egyptar lögðu svæðið undir sig árið 1821 og Bretar hernámu það í lok 19. aldar þar til það varð sjálfstætt árið 1951. Þetta er land með far- aóskan, afrískan, koptískan og íslamskan menningarbakgrunn. Nútímalist, sérstaklega málaralist, er ungt fyrirbæri í súdanskri menn- ingu því að hennar sá ekki stað fyrr en á fimmta áratugnum. Súdönsk nútímalist tók stórstígum framförum milli 1950 og 1960. Við endalok fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 1918 lauk veldi Tyrkja yfir arabaheiminum. Ár- ið 1919 fengu Frakkar umboð til að stjórna Líb- anon og Sýrlandi, en Írak, Jórdan og Palestínu var skipað undir stjórn Breta og Egyptaland varð breskt verndarríki. Ólíkt frönsku nýlendu- herrunum höfðu umboðsstjórnir Breta einkum áhuga á því að þjálfa upp hæfa opinbera starfs- menn og gerðu sér ekki far um að stuðla að menningarlegri grósku landanna sem lutu stjórn þeirra. Í Írak, Jórdaníu og Palestínu voru því myndlistarmenntun og stuðningur við myndlistarmenn neðarlega á forgangslista þeirra. Þess vegna voru jórdanskir og palen- stínskir myndlistarmenn á tímabilinu eftir 1950 allir sjálfmenntaðir áhugamenn sem stunduðu myndlistina í hjáverkum og myndlistarhreyf- ingar í báðum löndum tóku að myndast á sjötta og sjöunda áratugnum í áðurnefndri röð. Í Írak hóf hópur liðsforingja sem hafði fengið þjálfun í tyrkneskum herskólum í Istanbúl að mála með olíu á striga um aldamótin. Þeir urðu frumkvöðlar í þróun íraskrar nútímamyndlist- ar. Þessi listamannahópur varð fyrstur til að kynna Írökum vestræna myndlist með verkum sínum, einkakennslu og kennslu í framhalds- skólum. Á fjórða áratugnum urðu framfarir á menningarsviðinu þegar írösk stjórnvöld tóku að hvetja myndlistarmenn til dáða. Árið 1931 hóf ríkisstjórnin, samkvæmt fyrirmælum Fais- als I konungs, að úthluta námsstyrkjum til myndlistarnáms erlendis og árið 1936 setti menntamálaráðuneytið á laggirnar Tónlistar- stofnunina sem var breytt í Listastofnunina ár- ið 1939. Stjórnmál, skrautskrift og afstraktlist helstu yrkisefnin Það var á sjöunda áratugnum sem vestræn fagurfræði og nútímalist fóru að láta á sér kræla á Arabíuskaganum þar sem nú eru ríkin Barein, Kúveit, Óman, Katar, Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen. Tveir þættir sem stuðluðu mjög að því að kynna vestræna myndlist í löndunum við Persaflóann voru að komið var á fót nútímalegu mennta- kerfi á sjötta áratugnum og stjórnvöld veittu stúdentum styrki til að nema myndlist erlendis. Í Norður-Afríku lagði franski herinn undir sig Alsír árið 1830 og gerði að hluta af Frakk- landi en ekki nýlendu eða verndarríki. Móð- urlandið, Frakkland, leit á það sem skyldu sína að „siðmennta“ hið nýfengna yfirráðasvæði og íbúa þess. Árið 1881 hætti Túnis að tilheyra Tyrkjaveldi og varð franskt verndarríki þar til það fékk sjálfstæði árið 1955. Eugène Dela- croix varð fyrstur franskra málara til að heim- sækja bæði Alsír og Túnis árið 1832. Allmargir franskir Austurlandafræðingar fylgdu síðan í fótspor hans, sumir fluttu jafnvel búferlum og settust að og störfuðu í Norður-Afríku. Centre d’ Art í Túnis var fyrsti listaskólinn sem opn- aður var í Norður-Afríku árið 1923. En fram að sjálfstæði 1955 var þó fjöldi túniskra nemenda óverulegur í samanburði við erlenda stúdenta. Fyrst var farið að mála málverk í Marokkó á tímabilinu eftir að landið varð franskt vernd- arríki árið 1912 og spænskt svæði var stofnað á norðanverðri Miðjarðarhafsströnd þess. Líkt og í Egyptalandi voru það Austurlandafræð- ingarnir sem kynntu evrópska málaralist í Als- ír, Túnis og Marokkó. Flest arabaríki fengu sjálfstæði frá nýlendu- stjórn Breta og Frakka á tímabilinu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar fram á miðjan sjötta áratuginn. Þótt pólitísk, efnahagsleg og félagsleg þróun hafi frá 19. öld stuðlað að hnignun hefðbundinna listgreina í arabaheim- inum hefur hún jafnframt skapað skilyrði fyrir nútímalegar myndlistarhreyfingar sem tóku mið af vestrænni fagurfræði en lánaðist samt að skapa sér sinn sérstaka stíl í höggmyndalist Abed Abidi (f. 1942), Palestína. Kona úr búðunum. Blönduð tækni á pappír, 1992. Laila Shawa (f. 1940), Palestína.Veggir á Gaza. Silkiprent, 1992. Wijdan (f. 1939), Jórdanía. Kallgrafísk afstraktsjón. Blönduð tækni á pappír, 1993. MILLI GOÐ- SAGNAR OG VERULEIKA Í Listasafninu á Akureyri verður í dag opnuð sýning sem kemur frá Konunglega fagurlistasafni Jórdaníu í Amman og nefnist „Milli goðsagnar og veruleika – nútímalist frá arabaheiminum“. Sýningunni er ætlað að varpa nýju ljósi á heim araba sem verið hefur svo mikið í kastljósi vestrænna fjölmiðla að undanförnu. Hér fjallar WIJDAN ALI prinsessa um þróun og helstu einkenni arabískrar nútímalistar. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ 2002

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.