Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.2002, Blaðsíða 8
LJÓSMYNDARIN Þ egar horft er aftur til ársins 2001 og frétt- næmra viðburða í heiminum koma hryðjuverk- in í Bandaríkjunum 11. september strax upp í huga manna. En fréttnæmir viðburðir eru sí- fellt að eiga sér stað, í öllum löndum; frétta- mat fólks er mismunandi eftir því hvað at- burðir hreyfa sterkt við því. Frétta- og blaðaljósmyndarar eru á vettvangi að skrá- setja atburði í vísindum, listum, íþróttum, og lífið eins og mennirnir lifa því á hverjum stað. Fréttir eru ekki bara stríð og harmleikur. Enn einu sinni eru verðlaunamyndir hinnar árlegu blaða- ljósmyndasamkeppni World Press Photo komnar til Íslands, og eru sýndar á göngum Kringlunnar. Dómnefnd valdi að þessu sinni úr tæplega 50.000 ljósmyndum eftir 4.171 ljós- myndara í 123 löndum. Meira en helmingur þessara mynda var tekinn á stafrænar vélar, en vitaskuld er það bara for- vitnileg staðreynd; þegar rætt er um gæði ljósmynda skipta tæki engu máli, heldur eingöngu myndramminn sjálfur og augað sem býr hann til. Góða ljósmynd má taka á hvaða myndavél sem er. Fréttaljósmyndarinn verður sífellt vitni að hinum ólík- ustu atburðum; myndin verður ekki til nema hann sé á staðnum. Og myndin verður ekki góð nema hann sé nálægt myndefninu og viti hvað hann er að gera. Breski ljósmynd- arinn Roger Hutchings, formaður dómnefndarinnar, segir að þegar hann skoði eldri árbækur World Press Photo þá fyllist hann skelfingu vegna þess hve mörg vandamál sem þar sé fjallað um séu enn óleyst. „Það er eftirtektarvert hve Mið-Austurlönd eru þar áberandi, en einnig Afganistan sem í 24 ár hefur varla horfið úr fréttum: fáfrótt, skekið af stríði og innrásum, leiksoppur erlendra krafta. Ein og hálf milljón manna látin – land í rúst. Slíkar aðstæður leiða til komu talibana og skapa heimili fyrir al-Qaeda. Í júní síð- astliðnum voru 3,6 milljónir Afgana á flótta undan tveggja ára þurrki og öfgafullri íslamskri stjórn,“ segir Hutchings. „Einn dag þennan júnímánuð dó barn úr ofþornun – eins dapurlegt og það er þá eru það algeng örlög í flótta- mannabúðum. En í þetta sinn var ljósmyndari viðstaddur til að skrásetja augnablikin þegar barnið var undirbúið fyrir greftrun. Hann tók mynd sem náði til okkar. Hún er ein- föld, táknræn; minnir á helgimynd. Hún kemur úr mynda- röð sem sýnir skelfilegt ástandið meðal Afgana. Hún sýnir veröld þeirra sem eiga ekkert og mynda andstæðu við þá sem eiga, sem er svo aftur fyrirlitið af sumum og þráð af öðrum. Þessi myndaröð bendir á hluti sem þarf að takast á við og álasar okkur fyrir að hafa snúið baki við Afganistan frá því kalda stríðinu lauk. Hún minnir okkur einnig á hvað ljósmyndari er. Ljósmyndarinn er njósnari. Hann er í framlínu þeirra sem afla upplýsinga en er svo iðulega örvæntingarfullur vegna skorts á áhuga á mikilvægum málefnum meðan miðl- arnir verða sífellt heimskari. Almennt séð eru ljósmynd- arar alls ekki metnir sem skyldi, ólíkt íþróttamönnum eða annars flokks kvikmyndastjörnum. Við höfum ruglað for- gangsröðinni. Ljósmyndarar ættu að vera metnir að verð- leikum.“ Ljósmynd/Carlos Barria Moraga Mótmæli á Plaza de Mayo í Buenos Aires nefnist þessi mynd eftir Carlos Barrio Moraga sem hlaut fyrstu verðlaun almennra fréttamynda. Tískan í Senegal er sýnd í myndum Shobha Ljósmynd/Jodi Bieber, Network Jodi Bieber, frá Suður-Afríku, hlaut fyrstu verðlaun í Portrettflokki fyrir þessa mynd af pakistanskri stúlku. Ljósmynd/Jozsef L. Szentpetri Froskur gæðir sér á vorflugum. Ungverski ljósmyndarinn Jozsef L. Szentpetri hlaut fyrstu verðlaun fyrir myndröð í flokknum Náttúra og umhverfi. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ 2002

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.