Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.2002, Blaðsíða 3
Múmínálfarnir
hafa verið eitt vinsælasta lesefni barna í
meira en hálfa öld og ekki fer hjá því að
fullorðnir hafi hrifist líka. Bára Magn-
úsdóttir skoðar heim Múmínálfanna sem
Tove Jansson skrifaði um þrettán bækur.
Borg á Mýrum
hefur verið kirkjustaður í þúsund ár. Hjalti
Hugason rekur sögu staðarins sem á sögu-
frægð sína ekki síst því að þakka að jörðin
var þungamiðja í landnámi Skalla-Gríms
Kveldúlfssonar, fæðingarstaður og höf-
uðból Egils sonar hans og því mikilvægur
þáttur í sögusviði Egils sögu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ 2002 3
S
JALDAN hefur önnur eins
veislu- og hátíðargleði ríkt á
Íslandi og um þessar mund-
ir. Hátíðarárið mikla 2000
náði ekki að ofmetta lyst
landsmanna á listviðburðum,
menningarhátíðum, héraðs-
mótum og söguveislum, eins
og bölsýnismenn spáðu. Þvert á móti virðist
það hafa kveikt með þjóðinni óslökkvandi
þorsta í fögnuð og hátíðahöld af öllu tagi.
Nú er varla nokkurt íslenskt byggðarlag,
sem rís undir nafni, sem ekki hefur komið
sér upp einhvers konar hátíð til að kæta
heimamenn og laða til sín veisluglaða ferða-
langa.
Og fjölbreytnin er mikil; Reykvíkingar
hafa þegar haldið glæsilega Listahátíð og
Hátíð hafsins, Reyknesingar tendra sína
Ljósanótt og Hvergerðingar njóta
Blómstrandi daga. Kraftaverkafólk á Sögu-
setrinu á Hvolsvelli hefur gert söguveislu í
anda Njálu að ómissandi viðburði á meðan
Hornfirðingar halda Humarhátíð og Hér-
aðsbúar syngja sig inn í bjartar nætur á óp-
eruhátíð. Dalvíkingar bjóða landsmönnum
að veisluborði á Fiskideginum mikla og
Skagfirðingar slá ekki feilnótu þegar kem-
ur að viðburðum tengdum hestamennsku.
Strandamenn rifja upp æsilegra galdra-
sögu héraðsins, Dalamenn heiðra minningu
Eiríks rauða og aðalpersóna Laxdælu, en
frændsemin er Breiðfirðingum ofarlega í
huga á færeyskum dögum líkt og afkom-
endum Egils á Borg, sem nú undirbúa mik-
inn fögnuð gömlu kempunni til heiðurs.
Þetta er allnokkur upptalning – en ekki
nema brot af því sem hátíðahaldarar bar-
dúsa á þessum stuttu sumarmánuðum.
Landsfræg þjóðhátíð í Eyjum og útihátíðir
um land allt eru svo enn annar kapítuli.
Í gegnum þessar hátíðir uppgötva menn
áður gleymt stolt af heimahéraði og sögu,
náttúruundrum og kynlegum kvistum. Við
speglum okkur hvert í öðru, uppdubbuð og
meyr í hjarta og finnum að þrátt fyrir allt
erum við ágæt og uppfull af kærleika í garð
náungans. Sérstakir viðburðir af þessu tagi
eru því í eðli sínu talsvert tilfinninga-
þrungnir og löngun okkar til að taka þátt í
þeim er angi af þeirri grundvallarþörf að
tilheyra stærri hópi s.s. byggðarlagi, borg-
arsamfélagi eða þjóð. Hátíðir og viðburðir
geta þannig verið mjög mögnuð upplifun,
eflt samstöðu og almenna vellíðan hátíð-
argesta. Um þetta þarf væntanlega ekki að
fara fleiri orðum nú í kjölfar heimsmeist-
aramótsins í knattspyrnu; hið fullkomna
dæmi um ofurviðburð sem hefur mikil áhrif
um allan heim.
Hátíðarhöld eru í grundvallaratriðum
sprottin af þríþættum meiði; nátt-
úrutengdum, þjóðernislegum og trúar-
legum. Iðulega má rekja upprunann til
náttúrunnar eins og sjá má í viðburðum
sem marka árstíðaskipti, tímamót í ræktun
eða uppskeru og oftar en ekki hafa slíkar
hátíðir verið með tímanum færðar í trúar-
legan búning. Ljósasta dæmið um þetta eru
jólin, sem að uppruna eru hátíð vaxandi
dagsbirtu og væntanlegrar vorkomu. Eitt
skemmtilegasta dæmið um slíka hátíð, sem
einnig er sprelllifandi eftir meira en tvö
þúsund ára sögu, er karnivalið – eða kjöt-
kveðjan. Til að byrja með var karnivalið
sennilega vorblót sem, haldið var til heiðurs
lífskrafti og endurnýjun, en ýmsir siðir
tengdir þessum uppruna hafa haldist.
Nafnið er dregið af latnesku orðunum
Carne vale, sem þýða kjötið kvatt og kom
til þegar kaþólska kirkjan sló eign sinni á
hin heiðnu vorblót og tengdi lönguföstunni í
aðdraganda páska.
Á kjötkveðjuhátíðinni var allt leyfilegt. Á
miðöldum var hátíðin strax mikilvægur
ventill fyrir alþýðuna, því þá var öllu snúið
á hvolf; höfðingjar urðu um stund að rétt-
lausum betlurum, prestar og prelátar að
skotspæni háðs og galgopaskapar þeirra
sem að öllu jöfnu titruðu af guðsótta í ná-
vist kirkjunnar manna. Siðferðisboðorð og
lögmál samfélagsins voru ekki lengur al-
gild. Kjötkveðjendur klæddu sig upp í lit-
skrúðuga og kostulega búninga – eða af-
klæddust meira en siðsamt þótti, léku
tónlist og leikþætti á götum úti og slepptu
fram af sér beislinu í mat og drykk. En
gríman var þó mikilvægasti hluti hátíð-
arinnar. Hún jók á leikrænt gildi og varð
skjól fyrir taumleysi og óhóf. Kjöt-
kveðjugrímur hafa þróast út í að verða
hrein listaverk eins og sjá má í Feneyjum,
þar sem ströng viðurlög voru við því að af-
hjúpa þann sem undir grímunni leyndist.
Kjötkveðjuhátíðirnar hafa þróast í ólíkar
áttir en eru enn haldnar við mikinn fögnuð
víða um heim. Þekktustu kjötkveðjuhátíð-
irnar eru haldnar í Ríó de Janero, Fen-
eyjum og New Orleans, þar sem menn kalla
hátíðina Mardi Gras. Við Íslendingar höf-
um hins vegar ekki verið neitt sérstaklega
gjarnir á að sleppa fram af okkur beislinu í
kjötkveðjustíl. Til skamms tíma höfum við
komist næst þessari ævafornu uppreist-
arsemi með tiltölulega sakleysislegri út-
færslu í formi öskudagsins, sem helst hefur
verið haldinn af einhverri alvöru á Ak-
ureyri, í mínum gamla heimabæ. En þrátt
fyrir barnslegt yfirbragð hefur öskudag-
urinn öll sömu elementin og fyrirmyndin.
Bernskuminningin er í það minnsta tengd
mikilli tilhlökkun og óljósri tilfinningu fyrir
háska og stjórnleysi. Í þreifandi myrkri
morgunsársins fengu kornung börn að
leggja í leiðangur langt út fyrir heimaslóð-
ir, gjarnan klædd eins karlar og kerlingar,
óvættir eða ævintýraverur. Við höfðum
tímabundið leyfi til að troða upp hvar sem
okkur sýndist og heimta fyrir það eins mik-
ið sælgæti og hægt var að rogast með heim
í stærsta koddaverinu hennar mömmu.
Nú horfir enn til betri vegar fyrir gleði-
menn og konur, sem vilja kætast af nokkr-
um krafti. Höfuðborgin hefur iðað af litlum
götuhátíðum og skemmtilegum uppá-
komum í sumar en ágúst færir okkur
stærstu einstöku hátíð ársins og jafnframt
þá djörfustu og gáskafyllstu. Menning-
arnótt er orðin jafn órjúfanlega tengd
Reykjavík og Tjörnin eða Hallgrímskirkja.
Það eru þó Hinsegin dagar – hátíð samkyn-
hneigðra – sem án efa komast næst því að
vera okkar eigið íslenska karnival með
skrúðgöngu, litríkum búningum og grímu-
klæddum furðuverum, taumlausri lífsgleði
og ögrun viðtekinna gilda.
Hátíðir eru orðnar miklu margslungnari
fyrirbæri en svo að hægt sé að afgreiða þær
sem einfalt birtingarform tiltekinnar
menningar. Sérstakir viðburðir eru jafn-
framt lykillinn að þeirri upplifunarneyslu
sem er hreyfiaflið í ferðamennsku um allan
heim. Ofurviðburðir, eins og Ólympíuleikar
eða heimsmeistarakeppnir búa til nýtt
landslag í vitund okkar um heiminn. Hátíð-
ir eru sjálfar orðnar að miðlinum; upp-
spretta reynslu af nýjum stöðum – und-
ursamlegt sjónarspil og skemmtun í bland
við innilegar tilfinningar og sterkari sam-
hygð meðal þess samfélags sem tekur þátt í
þeim.
Þótt hvorki fasta né yfirbót fylgi í kjöl-
farið má svo einu gilda.
IÐRUNARLAUS
KJÖTKVEÐJA
RABB
S V A N H I L D U R
K O N R Á Ð S D Ó T T I R
s k o n n @ r h u s . r v k . i s
EGILL SKALLAGRÍMSSON
SONATORREK
Mjök erum tregt
tungu at hræra
eða loptvætt
ljóðpundara;
esa nú vænligt
of Viðurs þýfi
né hógdrægt
ór hugar fylgsni.
Esa auðþeystr
þvít ekki veldr
höfugligr,
ór hyggju stað
fagnafundr
Friggjar niðja,
ár borinn
ór Jötunheimum,
lastalauss
es lifnaði
á Nökkvers
nökkva bragi.
Jötuns hals
undir þjóta
Náins niðr
fyr naustdyrum
Egill orti kvæðið Sonatorrek eftir syni sína Gunnar og Böðvar.
UPPHAF
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
2 7 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R
EFNI
Heim-
spekingar
deildu um uppbyggingu veruleikans á 18.
öld, ekki síst um mónöðufræði Leibniz.
Ungur íslenskur stúdent í Kaupmannahöfn,
Þorleifur Þorleifsson, átti óvænt innlegg í
þessa umræðu eins og fram kemur í grein
eftir Henry Alexander Henrysson.
Fangelsi
sem arðbær iðnaður
nefnist þekkt bók eftir
norska afbrotafræð-
inginn Nils Christie en
hann mun halda erindi
á þingi norrænna fé-
lagsfræðinga hérlendis
í ágúst. Álfgeir L.
Kristjánsson og Helgi
Gunnlaugsson fjalla
um bókina sem valdið
hefur miklum deilum á
undanförnum árum.
FORSÍÐUMYNDIN
er af verki eftir palestínsku listakonuna Lailu Shawa (f. 1940) en hún er með-
al þátttakenda í sýningu Listasafns Akureyrar, Milli goðsagnar og veruleika,
sem opnuð verður í dag. Heiti verksins er Fjarlægur draumur (Olía á striga,
1988,100 x 75 sm).