Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.2002, Blaðsíða 15
og málaralist með því að sækja í fornar hefðir sínar og tengja þær alþjóðlegum straumum í myndlist. Um miðja 20. öld hafði rutt sér til rúms nútímaleg arabísk myndlist, byggð á vestrænni fagurfræði og viðmiðunum og í lok 20. aldar voru í öllum arabaríkjunum þróaðar nútímalegar myndlistarhreyfingar, en menn- ingarleg og listræn gróska þeirra endurspegl- aðist í liststofnunum, listrænni starfsemi, sífellt fleiri listamönnum og hinum nýju straumum í myndlistinni sem voru í skapandi tengslum við aðrar myndlistarhreyfingar víða um heim. Sýningin „Milli goðsagnar og veruleika – nú- tímalist frá arabaheiminum“ gefur hvorki tæm- andi yfirlit né spannar hún allar listastefnur á okkar svæði. Á þessari sýningu er að finna þrjá flokka sem skapa arabískri nútímalist mikla sérstöðu. Þeir eru: viðfangsefni sem snerta stjórnmál, stöðu kynjanna og mannúðarmál og virðast hafa áhrif á daglegt líf okkar í araba- heiminum; skrautritunarskóli nútímans sem á sér rætur í íslamskri menningu en beitir sam- tímalegum stíltegundum og miðlum; og loks óhlutbundin myndlist sem arabískir myndlist- armenn hafa iðkað frá fornu fari og er einn vin- sælasti framsetningarmátinn í þessum heims- hluta. Pólitísk viðfangsefni Það er athyglisvert í sambandi við arabíska nútímalist að allir arabískir listamenn hafa kynnst álaginu og áhyggjunum vegna pólitísks ástands á sínum heimaslóðum, einkum her- náms Palestínu, hvort sem það er með beinum eða óbeinum hætti. Margir þeirra deila með sér sameiginlegum viðfangsefnum sem tengjast þeim pólitísku og félagslegu vandamálum sem stafa af því að þeir hafa glatað hluta af landi sínu. Jafnvel hjá þeim sem fæddir eru utan Pal- estínu og tilheyra myndlistarhreyfingum í sín- um eigin löndum eða þeim löndum þar sem þeir hafa sest að hafa komið fram mjög sterk þjóð- leg tengsl. Þetta sameiginlega þema er vissu- lega einstakt í sögu arabískrar listar og hefur haft áhrif á aðra listamenn frá þróunarríkjun- um, sem og hófsama gyðinglega og ísraelska listamenn sem hafa raunar sumir hverjir haldið sýningar með arabískum Ísraelsmönnum og palestínskum listamönnum. Í augum Palestínumanna sérstaklega hefur myndlistin orðið að tilfinningalegum og hug- lægum miðli sem þeir nota til að standa vörð um sjálfsmynd sína og vekja athygli á málstað sínum um allan heim. Aðrir atburðir, eins og seinna Persaflóastríðið, viðskiptabann Samein- uðu þjóðanna gagnvart Írak, tvöfeldnin sem stórveldin beita í viðskiptum sínum við múslima og araba, borgarastríð, bókstafstrú, umhverf- isspjöll, málefni á borð við réttindi kvenna, fá- tækt, mannréttindi, offjölgun og andúð á íslam svo eitthvað sé nefnt, eru allt þættir sem hafa haft áhrif á viðfangsefni fjölmargra arabískra myndlistarmanna. Listamennirnir á sýning- unni sem eiga verk sem fjalla um slík viðfangs- efni eru: Nasr Abdul Aziz (Palestínu), Abed Abidi (Palestínu), Abdul Jabbar Ghadban (Bar- ein), Nabil Anani (Palestínu), Hachemi Azza (Marokkó), Karima Ben Othaman (Jórdaníu), Paul Guiragossian (Líbanon), Nazir Nabaa (Sýrlandi), Rachid Koraichi (Alsír), Suleiman Mansour (Palestínu), Hamid Nada (Egypta- landi), Mounira Nusseibeh (Palestínu), Leila Shawa (Palestínu) and Samia Zaru (Palestínu). Skrautritunarskólinn Skrautritun (kalligrafía) tengist ekki aðeins trúarlegri, bókmenntalegri og listrænni fortíð myndlistarmannanna, hún er jafnframt lifandi þáttur í nútíðinni sem gegnir ennþá mikilvægu hlutverki í lífi þeirra. Þannig fóru arabískir myndlistarmenn að gera sér ljóst að hægt væri að tengja nútímalistastefnur þeirra eigin menningararfleifð. Hreyfingu sem hvatti til endurvakningar arabískrar arfleifðar óx fiskur um hrygg og hún náði hámarki þegar skrautrit- unarskólinn í myndlist tók að láta að sér kveða. Þar fundu myndlistarmenn fagurfræði sem þeir gátu samsamað sig við og um leið beitt vestrænni þjálfun sinni með íslamska menn- ingu að bakhjarli og haslað sér þannig nýjan völl í menningarlífinu. Sennilegasta skýringin á hinni einstæðu þró- un skrautritunar í íslam var að skriftin var álit- in heilög og útheimti að gætt væri vandvirkni og nákvæmni þegar gengið var frá trúarlegum skjölum. Hún varð til þess að múslimar fengu útrás fyrir trúarkenndir sínar og uppgötvuðu fyrir milligöngu hennar fegurð hins guðdóm- lega sköpunarverks. Frá þessum sjónarhóli ávann skrift sér stöðu listræns miðils á öllum sviðum íslamskrar siðmenningar. Arabísk skrautritun mótaðist, þróaðist og efldist svo snemma og breiddist svo hratt út að þar áttu raunar hlut að máli fyrstu kynslóðir múslima. Rúmlega hundrað skriftarstíltegundir hafa þróast í hinum íslamska heimi. Fjölmörg til- brigði í skrift áttu rætur að rekja til þeirra mörgu rita sem skrifuð voru um skrautskrift. Hver stíll fylgir sínum eigin reglum og hlut- föllum sem ráða notkun hans og markmiðum og fylgja þarf tilteknum mælikvörðum. Þannig blönduðust trú og list í íslamskri skrautskrift og mikilvægi hennar er sambærilegt við trúar- leg málverk á Vesturlöndum. Þegar fram liðu stundir gat skrautskriftarlistin af sér önnur listform svo sem lýsingu í handritum, bókband, myndskreytingu handrita, munsturgerð, letur- gröft og blek- og pappírsgerð. Hún var líka not- uð sem skreytingaþáttur í byggingarlist og á alls kyns færanlegum hlutum. Sá helgiblær sem er yfir skriftinni er í hæsta máta íslamskur vegna þess að mikilvægi hans stafar frá hinni helgu bók sem er nátengd hinni íslömsku umræðu í öndverðu um hugtakið „Orð Guðs“. Í íslam er lögð meiri áhersla á Bókina en í nokkrum öðrum trúarbrögðum. Skriftin gegn- ir þó ekki aðeins því hlutverki að varðveita „Orð Guðs“ með því að færa manninum Kóraninn. Hún þjónar einnig bókmenntalegum og vís- indalegum markmiðum af göfugasta tagi sem og nytsamlegum minnisgreinum kaupmanna og veggjakroti hinna lægra settu. Í augum múslima er hið skrifaða orð eiginleiki sem tak- markast við mannkynið; það greinir menn frá öðrum dýrum, felur í sér „mál handarinnar, tjáningarmáta hugans, fulltrúa vitsmunanna, vörslumann hugsunarinnar, vopn þekkingar- innar og félaga bræðra á tíma aðskilnaðar“. Skriftin var í þriðja sæti á eftir hugmyndum og vitsmunum; hægt var að tjá hugmyndina með hinu talaða orði sem öðlaðist fyrst varanleika og alnánd við skráningu. Þannig var skriftin mynd af mynd af mynd og lokaáfanginn í allri menningarviðleitni. Hún léði afrekum manns- andans ódauðlegt yfirbragð og varðveitti þau fyrir framtíðina. Vegna þess hve arabísk skrautritun hefur yf- ir sér mikinn helgiblæ og hve hún hefur mikla þýðingu í hugarheimi múslima er hún eina form klassískrar listar, fyrir utan tónlist og bygging- arlist, sem hnignun og stöðnun hafa ekki hrjáð. Þar sem hún hefur ævinlega verið nátengd uppskriftum Kóransins hefur hún ekki aðeins haldið sínum upphaflega virðuleika heldur hef- ur einnig tekist að tryggja samfellu hennar sem listforms í fimmtán aldir. Þótt öðrum listgrein- um bókarinnar, svo sem myndskreytingu hand- rita, bókbandi og lýsingu handrita, hafi hnignað og þær nánast dáið út er haldið áfram að iðka list skrautritunarinnar í öllum íslömskum ríkj- um. Þannig er skrautritun eina hefðbundna ísl- amska listformið sem hefur lifað af og er eina klassíska myndlistin sem hefur haft áhrif á verk nútímalistamanna í hinum íslamska heimi. Skrautritunarverk á þessari sýningu eru m.a. eftir: Yussef Ahmad (Katar), Aziz Amoura (Jórdaníu), Kamal Boullata (Palestínu), Taha Boustani (Írak), Raad Dulaimi (Írak), Issam El-Said (Írak), Ali Omar Ermes (Líbýu), Mou- stafa Fathi (Sýrlandi), Muhammad al-Jouqi, (Jórdaníu), Nja Mahdaoui (Túnis), Nassar Mansour (Jórdaníu), Hassan Massoud (Írak), Ahmad Moustafa (Egyptalandi), Maisoon Saqr Qasimi (Sameinuðu arabísku furstadæmun- um), Khairat Saleh (Sýrlandi), Samir Salameh (Palestínu), Muna Saudi (Jórdaníu) og Wijdan (Jórdaníu). Afstraktlist Hneigðar í átt til alþjóðahyggju og nútíma- væðingar hefur einnig gætt í listalífinu í araba- heiminum. Hún náði hámarki í stefnu sem tók upp alþjóðlegan stíl án nokkurra staðbundinna einkenna eins og afstraktlist, vinsælustu stefn- unni meðal arabískra listamanna. Óhlutbundin verk á sýningunni eru eftir: Nawal Abdallah (Jórdaníu), Farid Balkahia (Marokkó), Ali Ghaddaf (Jemen), Haidar Khalid (Írak), Mohamed Omer Khalil (Súdan), Khaled Khreis (Jórdaníu), Abdel Latif Mufiz (Barein), Ayad Nimmer (Egyptalandi), Faisal Samra (Sádi- Arabíu), Nabil Shehadeh (Jórdaníu), Dodi Tabaa (Jórdaníu), Mahmoud Ubeidi (Írak) og Fahrelnissa Zeid (Jórdaníu). Samt sem áður er ekki hægt að draga öll verk í dilka. Til dæmis tengja Rachid Koraichi, Maysoon Qasimi og Samir Salameh skrautrit- unarverk sín viðfangsefnum sem snerta þjóð- ernishyggju og mannúðarmál, en Laila Shawa beitir skrautritunarveggmálun í verkum sínum og stílfærð verk Hamids Nada eru mitt á milli þess að vera óhlutbundin og symbólísk. Á sýningunni „Milli goðsagnar og veruleika – nútímalist frá arabaheiminum“ eru verk eftir 46 myndlistarmenn frá sextán löndum og spanna þeir nokkrar kynslóðir listamanna frá þeim elsta, Fahrelnissa Zeid (1901–1991) til hins yngsta, Karima Bin Athman (f. 1972). Meðal verkanna sem valin voru eru málverk, ætimyndir, höggmyndir og innsetningar frá Konunglega fagurlistasafninu í Jórdaníu. Frá 1980 þegar Listasafnið var stofnað með 77 verkum hefur það stækkað mjög svo nú eru þar 1.800 verk eftir listamenn frá 45 þróunarlönd- um. Þetta er langstærsta safn sinnar tegundar sem til er undir einu þaki. „Milli goðsagnar og veruleika – nútímalist frá arabaheiminum“ ber íslensku þjóðinni boð fegurðar og sannleika og veitir henni örlitla innsýn í arabíska nútímalist sem vonandi stuðl- ar að því að opna gluggann í átt að menningu okkar og mannlífi. *Austurlandahyggja (Orientalism) er hreyfing í mynd- list og bókmenntum sem hófst á 19. öld sem andsvar við drunganum í tengslum við iðnbyltinguna í Evrópu. Mynd- listarmenn og rithöfundar sneru sér til arabíska og ísl- amska austursins til að tjá það sem þeir töldu vera róm- antískan andblæ þess, dulúð og ástríðu í afar ýktum fígúratífum stíl. Hennar konunglega hátign Wijdan Ali prinsessa er doktor í íslamskri myndlist frá Lundúnaháskóla og formaður Konunglega listfélags Jórdaníu í Amman jafnframt því sem hún stundar eigin listsköpun. S. Mansour (f. 1947), Palestína. Móðirin. Olía á striga, 1986. I. El-Said (1939-1988), Írak. Hann er almáttugur. Akrýllitir á striga, 1983. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ 2002 15 MYNDLIST Galleri@hlemmur.is: Elin Wikstrom gjörningalistamaður. Til 18.8. Gallerí Reykjavík: Loes Muller. Til 31.7. Gallerí Skuggi: Tinna Kvaran, Magn- ús Helgason, Þuríður Helga Krist- jánsdóttir, Ditta (Arnþrúður Dags- dóttir) og Steinþór Carl Karlsson. Til 18.8. Gallerí Sævars Karls: Hulda Vil- hjálmsdóttir. Til 17.8. Gerðarsafn: Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur. Til 28.7. Grafarvogskirkja: Björg Þorsteins- dóttir. Til 18.8. Hafnarborg: Sverrissalur: Samsýn- ing grafíklistamanna. Aðalsalur: Maria Elisabeth Prigge. Til 12.8. Hallgrímskirkja: Húbert Nói. Til 29.8. Hús málaranna, Eiðistorgi: Einar Hákonarson. Til 1.9. i8, Klapparstíg 33: Sabine Funke, Ragna Róbertsdóttir og Beate Ter- floth. Til 17.8. Undir stiganum: Birta Guðjónsdóttir. Til 10.8. Listasafn Akureyrar: Nútímalist frá arabaheiminum. Til 8.9. Listasafn ASÍ: Valgerður Hauksdótt- ir og Kate Leonard. Til 28.7. Listasafn Borgarness: Sigríður Val- dís Finnbogadóttir. Til 14.8. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga kl. 14–18, nema mánudaga. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Listin meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Íslensk samtímalist. Til 11.8. Japönsk listasýning – Bonseki. Til 27.7. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hin hreinu form. Til 1.9. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Kíkó Korriró. Til 7.8. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Blaða- ljósmyndir. Til 1.9. Mokkakaffi: Marý. Til 14.8. Norræna húsið: Siri Derkert. Til 11.8. Safnahús Borgarfjarðar, Borgar- nesi: Skógasýning, myndlist og hand- verk. Til 1.9. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Átta sýningar á alþýðulist. Til 15.9. Sjóminjasafn Íslands: Smíðisgripir eftir íslenska handverksmenn. Til 12.8. Skaftfell, Seyðisfirði: Peter Frie og Georg Guðni. Til 10.8. Skálholtsskóli: Benedikt Gunnarsson. Til 1.9. Slunkaríki, Ísafirði: Samsýning sjö listamanna. Til 25.8. Vesturport, Vesturgötu 18.: c3 – sýning þriggja listakvenna frá þrem- ur löndum. Til 28.7. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verkum Halldórs Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið: Landnám og Vínlandsferðir. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Árbæjarsafn: Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Kl. 14. Hallgrímskirkja: Aivars Kalejs, org- anisti frá Lettlandi. Kl. 12. Reykjahlíðarkirkja, Mývatnssveit: Bryndís Jónsdóttir, Sigurlaug Jóna Hannesdóttir, Nanna María Cortes, og Helga Laufey Finnbogadóttir. Kl. 21. Sunnudagur Háteigskirkja: Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Kl. 17. Hallgrímskirkja: Aivars Kalejs org- anisti. Kl. 20. LEIKLIST Kaffileikhúsið: Ferðaleikhúsið Light Nights. Flutt á ensku, lau., sun., mán., fös. Árbæjarsafn: Spekúlerað á stórum skala. sun. Loftkastalinn: Títus, lau. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.