Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ 2002
FJÓRÐA helgi Sumartónleika í Skálholtihefst í dag. Dagskráin hefst kl. 14 íSkálholtsskóla þegar sr. BernharðurGuðmundsson, rektor skólans, leiðir
umræðu um viðhorf nokkurra tónskálda til
tónlistararfsins.
Kl. 15 hefjast fyrri tónleikar dagsins í
Skálholtskirkju en þeir tónleikar verða ein-
mitt helgaðir íslenskum tónlistararfi. Þar
verða flutt verk eftir fimm tónskáld, Elínu
Gunnlaugsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur,
Misti Þorkelsdóttur, Jón Guðmundsson og
Steingrím Rohloff, en öll byggjast verkin á
sálmalögum sem nýlega hafa fundist í ís-
lenskum handritum. Sönghópurinn Gríma
syngur; Guðmundur Pétursson og Jón Guð-
mundsson leika á gítar, Hrafnkell Orri Eg-
ilsson leikur á selló, Sigurlaug Eðvaldsdóttir
og Ólöf Þorvarðsdóttir á fiðlu, Guðrún Þór-
arinsdóttir á víólu, Helga Ingólfsdóttir á
sembal og Douglas Brotchie á orgel. Stjórn-
andi í einu verki Steingríms er Gunnsteinn
Ólafsson. Sönghópurinn Gríma er skipaður
Ernu Blöndal, Jónínu Kristinsdóttur sópr-
ansöngkonum, Gísla Magnasyni tenór, Bene-
dikt Ingólfssyni bassa og Guðrúnu Eddu
Gunnarsdóttur altsöngkonu, en hún hefur
jafnframt haft umsjón með skipulagningu
tónleikanna og er talsmaður hópsins. „Tón-
verkin eftir þessi fimm tónskáld eru mjög
ólík og fyrir ólíka radd- og hljóðfæraskipan.
Við frumflytjum nokkur verk; tvö eftir Jón
Guðmundsson, tvö eftir Steingrím Rohloff og
strengjakvartett eftir Misti Þorkelsdóttur, en
annað eftir Misti og verk Hildigunnar og El-
ínar hafa aðeins heyrst einu sinni áður.“
Verkin bæði
einföld og flókin
Guðrún Edda segir að tónskáldin fari ólík-
ar leiðir að íslensku sálmalögunum sem þau
nota í verk sín. „Elín og Hildigunnur fara
báðar einfaldari leiðir; Hildigunnur semur til
dæmis á frekar hefðbundinn hátt fyrir söng-
kvartett og söngtríó og hennar tónmál nýtur
sín mjög vel með þessum gömlu stefjum. Elín
notar líka einfaldan stíl, – nánast hugleiðslu-
stíl, en er líka með einn strengjakvartett.
Verk Jóns eru bæði fyrir tvo gítara, og hans
stíll er líka einhvers konar hugleiðsla, en
samt öðru vísi en hjá Elínu; mikið gítarflæði
og yndislega falleg tónlist. Mist fer líka frem-
ur hefðbundnar leiðir, er bæði með tríó og
kvartett, en hún bætir þó talsverðu við og
semur á flóknari hátt. Annars er hún líka
með tvær einfaldari útsetningar, fyrir altrödd
og selló og aðra fyrir tenór og sembal. Verk
Steingríms er kannski umfangsmest og með
persónulegum stíl og nútímalegum brag.“
Guðrún Edda segir tónskáldin fimm hafa ver-
ið að gera mjög góða hluti í verkum sínum og
að gaman sé að heyra svo ólíka úrvinnslu á
gömlu íslensku sálmalögunum.
„Þessi lög geta notið sín mjög vel á einfald-
an hátt, en það er líka hægt að nota þau vel á
flóknari hátt eins og við höfum kynnst í þess-
ari viku sem við höfum verið að undirbúa tón-
leikana. Flóknari verkin vinna mjög vel á
þegar maður fer að lifa svona með þeim, þótt
það taki lengri tíma fyrir þau að síast inn.
Sálmalögin sjálf eru misjöfn, sum bara í dúr
eða moll, meðan önnur eru í kirkjutónteg-
unudum og með sérstakar laglínur. Það er
erfitt að svara því hvort þessi tónlist sé eitt-
hvað sérstaklega íslensk; – það eru helst lög-
in í kirkjutóntegundunum sem eru meira forn
sem hljóma íslensk, – eða hraunleg, meðan
hin sem hljóma frekar eins og hefðbundin
sálmalög gætu kannski allt eins átt uppruna
erlendis, ég skal ekki segja um það.“
Bach leikinn af
verðlaunaspilurum
Kl. 17 í dag verða flutt verk eftir Jóhann
Sebastian Bach. Flytjendur eru Bretarnir
James Johnstone orgelleikari og Carole Cer-
asi semballeikari. Bæði hafa getið sér gott
orð fyrir frábæran leik og unnið til verðlauna
fyrir leik sinn og upptökur. Tónleikar þeirra
verða endurteknir á morgun kl. 15.
Tónlistarstund fyrir messu á morgun hefst
kl. 16.40, en þar syngur kvartett Grímu út-
setningar Hildigunnar Rúnarsdóttur á sálm-
um úr gömlum handritum og Gríma syngur
einnig í messunni kl. 17 útsetningar á sálm-
um úr handritum frá 17. og 18. öld og leiðir
safnaðarsöng.
Íslensku tónskáldin sem eiga verk í Skálholti um helgina: Elín Gunnlaugsdóttir, Jón Guðmunds-
son, Hildigunnur Rúnarsdóttir og Steingrímur Rohloff. Á myndina vantar Mist Þorkelsdóttur.
Carole Cerasi
semballeikari
James Johnstone
orgelleikari
FIMM ÍSLENSK
TÓNSKÁLD
OG BACH
Sumartónleikar í Skálholti um helgina
NAFN sýningar minnar Að lesa mynd-ir, en á þýsku heitir hún Bilderlesen,vísar til þess að ég tel að það sé hægtað lesa í verkin mín. Bæði hvert við-
fangsefnið er og eins hvaðan innblásturinn
kemur,“ segir austurríska listakonan Maria El-
isabeth Prigge og bendir á að áferð og form-
myndun í svarthvítu málverki sem hangir á
vegg sýningarsalar Hafnarborgar sé klárlegt
dæmi um vetrarlandslag. „Nú og svo er þetta
líka svolítið skot á þá sem telja að landslagsverk
þurfi endilega að vera fígúratíf,“ bætir hún við
og brosir.
Prigge opnar í dag sýningu á verkum sínum í
Hafnarborg, en sýningin hékk áður uppi í Borg-
arlistasafninu í Albstadt í Suður-Þýskalandi
þar sem hún hlaut góðar viðtökur gagnrýn-
enda. Verkin á sýningunni eru öll unnin á sl.
tveimur árum og eiga viðfangsefnin eingöngu
uppruna sinn í náttúru Íslands og Lapplands og
er bæði um málverk og grafíkverk að ræða.
Prigge kom fyrst til Íslands í vikuheimsókn árið
1996, sneri aftur ári síðar og vann sex vikur sem
gestalistamaður í Straumi og hélt svo síðast
sýningu hér á landi í Listasafni ASÍ árið 2000.
Sú sýning er enn ljóslifandi í huga hennar enda
reið fyrri Suðurlandsskjálftinn yfir einungis 10
mínútum fyrir opnunina og landið sjálft hefur
augljóslega haft sterk áhrif á listakonuna.
Les í
landslagið
„Ég hef mikinn áhuga á að lesa í landslagið
og það er þess vegna sem ég nota svo marg-
víslega og mismunandi áferð í myndum mínum.
Flestar hugmyndir minna fæ ég síðan frá nátt-
úrunni og á Íslandi finn ég ekki fyrir sömu hefð-
bundnu fegurð trjáa og blóma og í Evrópu,
heldur frekar fyrir hreinleika, rótum og hrika-
leik landsins.“
Íslenska hraunið og náttúra landsins hafa
veitt listakonunni ýmsar hugmyndir, en Prigge
á það jafnt til að einblína á afmarkaðan blett
sem hún stækkar upp margfalt, stílfærir og ein-
faldar, sem og að veita loftsýn yfir ár og fjöll.
„Það var til dæmis á flugi milli Suðurlands og
Vestmannaeyja að ég sá ár blasa við úr lofti og
sá línuleikur sem þar sást var gott myndefni.
Ég mála ekki fígúratíf form trjáa og fjalla, en
þeir sem þekkja til verka minna geta skynjað
náttúruna í þeim,“ útskýrir Prigge og segist ab-
straktgera landslagið.
Prigge hefur einnig unnið nokkuð á Lapp-
landi og Írlandi auk þess sem hún á vinnustofu
á Kanaríeyjum, en líkt og listakonan bendir á
þá eru eyjarnar eldfjallaeyjar líkt og Ísland.
Prigge safnar gjarnan að sér hugmyndum í
þessum vinnuferðum, en bíður gjarnan þar til
hún er komin aftur til Austurríkis með að koma
þeim í endanlegt form. Sum verkanna krefjast
þess þó að vera unnin í sínu upprunalega um-
hverfi, s.s. birkiinnsetning sem Prigge vann í
Lapplandi, auk þess sem hún vill gjarnan skila
einhverju til baka til umhverfisins.
„Geri það sem ég þarf“
Prigge hefur heldur ekki viljað festa sig við
neinn einn listmiðil, né efnivið, og velur sér
gjarnan þá hluti úr umhverfinu sem heilla hana.
„Í Lapplandi heillaði til dæmis bæði birkið og
hreindýraskinnið mig mjög. Í fyrstu var ég ekki
viss hvernig ég ætti að vinna skinnið – hélt að
ég yrði að mála eða þrykkja á það – en gat þó
ekki fengið mig til þess. Ári síðar áttaði ég mig
síðan á því að skinnið var í raun fullunnið eins
og það var. Það eina sem var eftir fyrir mig var
að strekkja það á ramma og vinna viðarplöt-
urnar sem því fylgja og að mínu mati er verkið
fullunnið svona.“ Hún bætir við varðandi inn-
setningar sínar að stundum líði sér eins og
teiknara og þá teikni hún jafnvel í náttúruna
sjálfa. „Ég geri það sem ég þarf að gera, vinn í
alla miðla og með öll þau hráefni sem hugurinn
girnist.“
Það sker Prigge óneitanlega nokkuð frá
flestum öðrum listamönnum að hún á litla, sem
enga, listaskólamenntun að baki.
„Ég var 28 ára gömul þegar ég byrjaði að
sinna myndlistinni að einhverju ráði. Fyrst í
stað taldi ég að ég yrði að byrja á því að fara í
myndlistarnám, en áður en af því varð dvaldi ég
um tíma við sumarskóla listakademíunnar í
Salzburg. Kennarar mínir þar, margir hverjir
mjög góðir listamenn, sögðu mér hins vegar að
fara ekki í listaháskóla. Þeir sögðu: „Þinni
menntun er lokið, það eina sem þú þarft að gera
er að vinna og vinna.“ Á þeim tíma skildi ég ekki
hvað þeir voru að fara – þó að ég hlýddi ráðum
þeirra – en nú þegar ég lít til baka yfir verk mín
og það sem ég var að gera á þeim tíma, þá átta
ég mig á því við hvað þeir áttu,“ segir Prigge
sem hefur sinnt myndlistinni meira og minna
daglega frá þeim tíma.
Prigge er enda afkastamikil listakona og sýn-
ir oft, gjarnan í Þýskalandi, og hefur til að
mynda átt þrjár einkasýningar þar það sem af
er árinu. Sjálf segir hún slíka afkastagleði nauð-
synlega. „Maður verður að gera þetta. Það eru
svo margir listamenn að reyna að koma sér á
framfæri þannig að maður verður einfaldlega
að vera duglegur til að verða ekki undir.“
Hún hefur líka margar fleiri hugmyndir á
prjónunum og segir verk frá Íslandi eiga eftir
að vera í fyrirrúmi á næstu sýningum sínum í
Austurríki og Þýskalandi. „Ég þarf einfaldlega
á Íslandi að halda og vil helst koma hingað ár-
lega. Þetta er ótrúlegt land og@ hér líður mér
vel. Ég fannst líka fyrir þessu í fyrra. Kannski
ég hafi bara verið Íslendingur í fyrra lífi?“ segir
Prigge og hlær.
AÐ LESA Í
MYNDIR
Morgunblaðið/Arnaldur
Maria Elisabeth Prigge fær flestar hugmynda sinna frá náttúrunni. Í bak-
grunni má sjá eitt Lapplandsverkanna.
Ísland. Carborundum-æting, en sú grafíktækni er algengari í verkum
suður-evrópskra listamanna en þeirra í norðri.
Íslensk náttúra kemur
víða fyrir í verkum aust-
urrísku listakonunnar
Maria Elisabeth Prigge.
ANNA SIGRÍÐUR EIN-
ARSDÓTTIR ræddi við
listakonuna, sem tekur
landslagið allt annað en
hefðbundnum tökum.
annaei@mbl.is