Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Síða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. ÁGÚST 2002
V
ORIÐ 1901 byrjuðu ung ný-
gift hjón búskap á hálfu
góðbýlinu Dagverðareyri í
Glæsibæjarhreppi. Þau hétu
Katrín Jóhannsdóttir, ættuð
þaðan af bæ, og Haraldur
Pálsson frá Brekku í Kaup-
angssveit. Haraldur hafði
numið orgelleik hjá Magnúsi Einarssyni org-
anista á Akureyri og keypt af honum orgel.
Hann kenndi svo allmörgum að leika á þetta
hljóðfæri og organisti varð hann síðar við
þrjár kirkjur í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Þá
var Haraldur prýðissöngmaður og hafði mikla
tenórrödd, enda var hann einn stofnenda
söngfélagsins Heklu haustið 1899 – og raunar
hinn eini utan Akureyrar. Katrín var einnig
söngvin og tóku þau hjónin stundum lagið
saman.
Haraldur og Katrín bjuggu ellefu ár á Dag-
verðareyri; á þeim árum fæddust þeim þrjú
börn: Jóhann Ólafur, 19. ágúst 1902, Elísabet
Pálína, 11. maí 1904, og Laufey Sigrún, 27.
júlí 1907. Oft lék Haraldur á orgelið ef stundir
gáfust frá bústörfum og einatt sungu hjónin
bæði með, svo sem fyrr er getið. Ekki var Jó-
hann sonur þeirra margra ára er foreldrar
hans veittu því athygli að hann fylgdist
grannt með hljóðfæraslættinum og söngnum.
Í minningabrotum, dagsettum 17. febrúar
1951, segir hann svo:
„Heyrði ég daglega föður minn syngja lögin
og spila er voru í æfingu. Meðal þeirra var
Bí,bí og blaka, úts. Sigfúsar Einarssonar í B-
dúr. En þá skeði það einn daginn að ég spila
það, án fyrirhafnar, í E-dúr með hljóðfærinu
(harmonium); útsetningu sem var í engu lík
karlakórsútsetningunni. Er þetta fyrsta sjálf-
stæða raddsetning mín – frá sjö ára aldri.
Eigi hef ég skrifað raddsetningu þessa en
leikið hana oft, allt til þessa dags.“
Í orðum þessum er fólginn órækur vitn-
isburður um tóneyra drengsins, næmi hans –
og stálminni sem fylgdi honum ævina á enda.
Og óðum lengdist svo efnisskrá hans. Þegar
faðirinn skynjaði athygli og áhuga sonar síns
fór hann að leiðbeina honum og ekki liðu
mörg ár þar til drengurinn var farinn að spila
eftir nótum. Vorið 1912 fluttist fjölskyldan að
Ytri-Skjaldarvík þar sem hjónunum fæddist
fjórða barnið, Árni Júlíus, 5. október 1915.
Á Skjaldarvíkurárunum gekk Jóhann í
barnaskóla og sóttist honum námið með ágæt-
um. Sérstaka athygli vakti hversu fagra hönd
hann skrifaði, enda varð hann listaskrifari er
stundir liðu fram.
Vorið 1917 flutti fjölskyldan síðan búferlum
frá Skjaldarvík að Efri-Rauðalæk á Þela-
mörk. Jóhann vann að búi foreldra sinna, eins
og venja var unglinga í sveit á þeim tíma.
Þegar hér var komið var hann búinn að ná all-
mikilli leikni í nótnalestri þeirra orgelverka
sem tiltæk voru, auk þess sem hann hafði til-
einkað sér tónfræði með aðstoð föður síns. Og
nú fóru að gerast undur og ævintýr: Fyrsta
lagið sem varðveist hefur samdi Jóhann árið
1918. Það er frágengið á 18. degi aprílmán-
aðar, einsöngslag við ljóð Stephans G. Steph-
anssonar, Hver er alltof uppgefinn? Lagið það
mátti bíða lengi síns vitjunartíma: Einar
Sturluson frumflutti það loks í Ríkisútvarpinu
1959. Á næsta ári, 1919, samdi Jóhann svo 9
einsöngslög með píanóundirleik. Má þó nærri
geta hversu örðugt honum hefur orðið að
sinna tónsmíðum í strjálum strithléum hins
daglega starfa. Er til þess tekið að hann hafi á
tíðum skundað frá verkunum til bæjar til að
skrifa niður þær laglínur sem þá voru að
brjótast í höfði hans.
Á því skeiði stóð hugur hans til að afla sér
einhverrar menntunar – og horfði hann þá
helst til Gagnfræðaskólans á Akureyri. Á
þeirri tíð var ekki auðhlaupið að því fyrir
efnalausa unglinga að afla sér tekna. Honum
varð það þó happ í hendi að á árunum eftir
1920 var lagður þjóðvegur fram Þelamörkina
og stóð vinna við hann vor og haust. Jóhann
fékk vinnu við vegagerðina, auk þess sem
hann var í kaupavinnu um sláttinn. Alltaf var
hann þó eitthvað heima og lagði hönd að verki
við heyskapinn.
Veturinn 1919–20 sótti Jóhann 8 vikna und-
irbúningsnámskeið hjá Kristjáni Sigurðssyni
kennara á Dagverðareyri ásamt nokkrum
öðrum ungmennum. Námskeið þetta var eink-
um ætlað þeim er hugðu á nám við gagn-
fræðaskóla. Eftir áramótin 1921-22 settist
hann síðan í annan bekk Gagnfræðaskólans á
Akureyri sem óreglulegur nemandi. Um vorið
náði hann sæmilegu prófi og lauk svo gagn-
fræðanámi með góðri einkunn vorið 1923.
Næstu árin stundaði Jóhann ýmiss konar
störf er til féllu; vegavinnu vor og haust og
kaupavinnu yfir heyskapartíma sumarsins. Á
veturna sinnti hann kennslu.
Árið 1924 samdi Jóhann Ó. Haraldsson tvö
einsöngslög með undirleik. Síðan virðist svo
sem tónsmíðar hafi legið niðri næstu árin, eða
allt fram til 1930. Katrín húsfreyja á Efri-
Rauðalæk lést 24. júní 1927 eftir langvinn og
erfið veikindi. Ári síðar hætti Haraldur bóndi
hennar búskap, flutti að Ytri-Skjaldarvík og
ól þar síðan aldur sinn til dánardægurs. Jó-
hann sonur þeirra stundaði hins vegar vega-
vinnu um vorið 1928, þá kaupavinnu yfir slátt-
inn en flutti síðan til Akureyrar um haustið og
byggði ekki sveitir lands eftir það.
Í fyrrnefndum skrifum árið 1951 segir Jó-
hann á þessa leið:
„Faðir minn lék oft og söng fyrir gesti sína
– en þess var oft óskað að ég syngi með, eða
helst einn. En um 6-7 ára aldurinn tók ég að
kenna verulegrar feimni í þessum efnum.
Kom þar fljótlega að mér var mjög óljúft að
syngja í áheyrn ókunnugra. Fór ég þá gjarn-
an í felur ef svo bar undir. Heimafólkinu líkaði
þetta miður, skildi eigi hverju þetta sætti og
fékk ég jafnvel ávítur fyrir. En ég bar raunir
mínar einn og gat eigi -eða vildi- opinberað
tilfinningar mínar. Þá tók ég það ráð að hætta
að syngja laglínuna, en söng alla jafna eftir
7-8 ára aldur einhverja aðra rödd með org-
elinu, jafnvel oftast bassa. Gat þó eigi stillt
mig um að grípa stundum í tenór í blönduðum
kórlögum þar sem mér þótti sú rödd í mörg-
um tilfellum fegurst. Var þetta að sumu leyti
aðeins til að styrkja tónskynjun mína.“
Feimnin rjátlaðist þó af drengnum eftir því
sem árin liðu – en hvorki söngröddin eft-
irsótta né ást hans á raddsviði tenórsins. Jó-
hann hafði mikla og góða tenórrödd og gekk
til liðs við karlakórinn Geysi árið 1926. Vet-
urinn 1927–28 var hann að mestu á Akureyri
og söng þá fyrsta tenór í Geysi. Þá var Bene-
dikt Elfar á Akureyri, kenndi þar söng og
raddþjálfun. Jóhann var í tímum hjá Benedikt
og kom svo fram sem einsöngvari á nemenda-
tónleikum þar í bænum í apríllok ársins 1928.
Það sama vor söng Jóhann tvísöng með Elfari
á Akureyri. Um sumarið, nánar tiltekið 10.
júní 1928, héldu þeir félagar síðan tónleika í
Möðruvallakirkju og fluttu þar ein- og tví-
söngslög. Annarrar tilsagnar naut Jóhann
ekki í tónlist, að frátöldu 6 vikna námskeiði
hjá Sigurði Birkis á árunum 1929-1930. En
þrátt fyrir takmarkað nám þótti Jóhann prýð-
is söngvaraefni – að ekki sé minnst á önnur
afrek hans á tónlistarsviðinu þar sem einstök
náttúrugáfa hans hefur fyllt í skólunarskörð-
in.
Árið 1929 kvæntist Jóhann svo unnustu
sinni, Þorbjörgu Stefánsdóttur frá Skógum á
Þelamörk. Bú reistu þau á Akureyri; fyrstu
mánuði hjúskaparins innarlega í Hafnar-
strætinu en síðan á Gilsbakkavegi 1. Þar
fæddist þeim hjónum sonur 1. janúar 1930,
Ingvi Rafn, sem verið hefur kunnugt nafn í
akureyrsku sönglífi um áratuga skeið. En
hjónabandssælan reyndist skammvinn. Konu
sína missti Jóhann í árslok 1931. Hné hún fyr-
ir ljá berklanna illræmdu sem á þessum árum
felldu fjölmarga, einkum af yngri kynslóðinni.
Jóhann fór ekki varhluta af hvíta dauða og
bar menjar veikinnar ævilangt, þótt hann
slyppi við aldurtila af völdum hennar. Í árs-
byrjun 1933 vistaðist hann á Kristneshælið og
dvaldi þar um eins og hálfs árs skeið. Veikin
skerti líkamskrafta hans að ýmsu leyti; t.a.m.
missti hann annað lungað og varð ekki samur
söngmaður eftir. Þrátt fyrir það söng hann
með karlakórnum Geysi og þótti hafa háa
rödd og bjarta. Fyllti hann flokk Geysissöngv-
ara allt til ársins 1941, á köflum sem ein-
söngvari. En svo var berklunum um að kenna
að söngferill hans varð risminni en vonir
stóðu til. Og eftir söngför til Reykjavíkur 1941
lét Jóhann af söngferli sínum en einbeitti sér
þess í stað að raddkennslu og þjálfun kór-
félaga, að því ógleymdu að hann samdi lög
fyrir þessa félaga sína. Er í lagasafni hans að
finna ein tuttugu karlakórslög, í þeirra hópi
nokkur hans kunnustu verka. Hvað fleygast
hefur orðið litla lagið Sumar í sveitum við
texta Friðgeirs H. Bergs. Það lag frumflutti
karlakór Sauðárkróks á söngmóti Sambands
norðlenskra karlakóra á Akureyri í maí-
mánuði 1938 undir stjórn svila Jóhanns, tón-
skáldsins Eyþórs Stefánssonar. Það lag, þótt
stutt sé, sameinar margt það sem helst
einkennir í fari tónskáldsins; „ljóð-
rænu, formfegurð og ást til feðra-
foldar og íslenskra sveita“.
Næstu áratugina varð nafn
Jóhanns Ó. Haraldssonar
landskunnugt fyrir laga-
smíðar – en í heima-
byggðum ekki síður fyr-
ir orgelleik við hinar
ýmsu kirkjur í Eyja-
firði og nærsveitum,
hljóðfæraleik við
leiksýningar og
söngstjórn. Hann
þótti með afbrigð-
um lipur stjórnandi
og náði ríkulegri
uppskeru hjá söng-
fólki sínu á
skömmum tíma. Þá
var hann einn
stofnenda Tónlist-
arfélags Akureyrar
og ritari þess frá
1947 til dauðadags
1966.
Árið 1934 var af-
kastamikið í lífi Jó-
hanns, en þá var hann
nýlega kominn af Krist-
neshælinu og hélt til hjá
Kristínu móðursystur
sinni í Ytri-Skjaldarvík.
Þar var skáldanæði sem Jó-
hann nýtti vel. Á því ári samdi
hann m.a. ein 35 sönglög við
ljóð Guðmundar Guðmundssonar
skólaskálds, þar á meðal lög við
ljóðaflokkana Söngva til Svönu og Vís-
ur Sigrúnar. Og tryggð hélt hann við
skólaskáldið fram eftir aldri: Ári síðar, 1935,
samdi hann „Andante religioso“; 15 sönglög
við ljóð Guðmundar, flest fyrir blandaðan kór
a capella; án undirleiks. Þá samdi Jóhann all-
mörg önnur lög fyrir blandaða kóra, jafnt með
og án undirleiks, þar með talin sálmalög. Ótal-
in eru enn orgelverk sem losa tuginn, auk
nokkura píanóverka. Þá fékkst Jóhann einnig
við útsetningar innlendra og erlendra laga í
nokkrum mæli.
Þrátt fyrir fjölskrúðugt tónlistarstarf
nyrðra og afkastamikla tónsköpun varð þessi
köllun Jóhanns honum ekki burðug tekjulind
og lifibrauð sitt hafði hann jafnan af öðrum
starfa. Er hann hafði jafnað sig að mestu eftir
veikindin réðst hann til verslunarstarfa á Ak-
ureyri, fyrst hjá Steingrími Seyðfjörð, síðar í
bókaverslun Þorsteins Thorlaciusar. Síðar
sinnti hann afgreiðslustörfum hjá dagblaðinu
„Degi“ um tveggja ára skeið en gerðist að því
búnu endurskoðandi hjá Kaupfélagi Eyfirð-
inga og varð það starfsvettvangur hans til
dauðadags. Árið 1946 kvæntist Jóhann öðru
sinni. Síðari kona hans var María Kristjáns-
dóttir og stóð heimili þeirra að Víðivöllum 8 á
Akureyri.
Jóhann Ólafur Haraldsson lést á Akureyri
7. febrúar 1966. Eftir hann látinn orti svili
hans, Grétar Fells, meðal annars:
Þökk fyrir ljúfu lögin,
lifandi hjartaslögin
í þínum svása söng
hringi svo lengi’ yfir landið
þín líkaböng.
Hljóðnuð er hljómþýð tunga,
hrundið er dagsins þunga,
bíður þín heiðið blátt,
fljúgðu nú, söngvasvanur,
í sólarátt.
Þrátt fyrir annasaman starfsferil á öðrum
vettvangi var Jóhann Ó. Haraldsson allaf-
kastamikið tónskáld. Verk hans losa hundr-
aðið, nánar tiltekið er að finna 119 „opusnúm-
er“ í eftirlátnum handritum hans. Af þeim
hafa verið gefin út nokkur karlakórslög, auk
nokkura sönglaga í heftum (1964 og 1965).
Fæst verka Jóhanns Ó. Haraldssonar hafa
ratað fyrir almenningssjónir og er því fagn-
aðarefni að í tilefni stórafmælis hans, skuli
lagaflokkurinn „Vísur Sigrúnar“ koma út í
sérstöku sönglagahefti. En verðung væri það,
nú á aldarafmæli þessa norðlenska söngva-
svans, að opinberir aðilar stuðluðu að heildar-
útgáfu laga hans. Leynist þar mörg skír perl-
an sem vonandi á eftir að ná tóneyrum
landsmanna er stundir líða.
Fremur hljótt hefur verið um nafn Jóhanns Ólafs Haraldssonar í íslensku sönglífi síðari ár en hann hefði orðið
hundrað ára 19. ágúst næstkomandi. Flest rúmlega hundrað laga hans hafa sjaldan eða aldrei heyrst hina
síðari áratugi, eru enda fæst aðgengileg íslensku tónlistarfólki á prenti þótt eftir yrði leitað. Tónleikar verða í
Ketilhúsinu á Akureyri á mánudaginn kl. 20.30 í tilefni af aldarafmæli Jóhanns.
SÖNGVA-
SVANUR Í
SÓLARÁTT
E F T I R Á R N A H A R A L D S S O N
O G J Ó N B . G U Ð L A U G S S O N
Jóhann Ó. Haraldsson
Höfundar eru tónlistarmenn.