Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 2002
F
LESTIR hafa líklega orðið fyrir
því að fá gæsahúð, kökk í hálsinn,
eða tár í augun, við lestur skáld-
skapar. Þá hafa margir væntan-
lega fellt tár yfir leikritum eða
kvikmyndum. Slík viðbrögð
þykja ekki á neinn hátt undarleg
eða óeðlileg, þvert á móti er talið
sjálfsagt að tárast yfir átakanlegum og sorg-
legum skáldskap. Eins er talið ósköp eðlilegt
að fá hroll og sting í magann yfir spennusögum
og hrollvekjum. Enda þótt við vitum mætavel
að hið skáldaða efni er ekki raunverulegt, virð-
ist það við fyrstu sýn hafa lítil sem engin áhrif á
tilfinningaleg viðbrögð okkar við því og þannig
blasir við sú þversögn sem birtist í því að við
skulum tárast yfir einhverju sem við vitum að
er ekki satt.
Árið 1975 hófst áhugaverð umræða meðal
heimspekinga um þann vanda sem hér er til-
greindur; það er að segja að skáldskapur skuli
hræra við tilfinningum fólks. Málshefjandi var
breski heimspekingurinn Colin Radford en
grein hans ,,How Can We Be Moved by the
Fate of Anna Karenina? I“ vakti mikil við-
brögð. Það er ætlun mín hér að rekja nokkra
þætti þessarar umræðu, auk þess sem ég mun
gera tilraun til að færa rök fyrir eigin tillögu að
lausn á vandanum.
Tárin sem falla vegna
Önnu Karenínu eru ráðgáta
Meginfullyrðing Radfords er að sú stað-
reynd að menn verði tilfinningalega hrærðir
fyrir tilstuðlan skáldskapar eða annarra list-
greina bendi til skynsemisbrests, þar sem slíkt
felur í sér að menn rata í mótsögn við sjálfa sig.
Hann tekur sem dæmi fregnir af hræðilegum
þjáningum fólks og segir víst að slík frétt hræri
við tilfinningum þess sem les hana. Líklegt er
að hún veki upp eða endurveki tilfinningar á
borð við reiði, hrylling og hneykslan og sé les-
andinn mjög tilfinninganæmur er ekki ólíklegt
að hann tárist við lesturinn og syrgi jafnvel í
raun og veru. Komist hann hins vegar að því að
innihald fréttarinnar sé hreinn uppspuni hætt-
ir hann að að syrgja og verður jafnvel reiður yf-
ir því að hafa verið blekktur og hafður að fífli.
Samkvæmt þessu þykir sjálfsagt að maður
verði sorgmæddur vegna þjáninga annarra
þegar hann trúir því að þeir hafi þolað þær í
raun og veru. Því er skiljanlegt, segir Radford,
að verk sem byggjast á sannsögulegum atburð-
um hræri við tilfinningum fólks. Það er hins
vegar öllu óskiljanlegra að fólk skuli bregðast á
sama hátt við örlögum skáldsagnapersóna.
Radford bendir á að lesendur Önnu Karen-
ínu felli gjarnan tár og harmi grimmileg örlög
söguhetjunnar. En syrgja þeir í raun og veru?
Radford segir freistandi að svara því til að
fyrst við getum ekki hrærst af örlögum Önnu
Karenínu í raun og veru, þá gerum við það
ekki. Þá sé ljóst að viðbrögð okkar við dauða
persónunnar Merkútíó í leikritinu Rómeó og
Júlíu eru allt önnur en viðbrögð okkar við raun-
verulegu ótímabæru dauðsfalli, því um leið og
tárin renna niður kinnarnar kunnum við að
hugsa: ,,en magnað, en áhrifamikið.“ Að við-
brögðin sjálf séu ofar í huga áhorfandans en
það sem veldur þeim gæti bent til þess að við-
komandi sé ekki í raunverulegu tilfinningalegu
uppnámi. Þetta vill Radford þó ekki samþykkja
og segir vandann enn til staðar ,,því tárin sem
falla vegna Merkútíós eru raunveruleg tár,“
segir hann og eftir stendur sú staðreynd að
dauði Merkútíós hrærir við okkur tilfinninga-
lega, þrátt fyrir að við vitum að enginn dó í
raun og veru. Af því leiðir sú fullyrðing Rad-
fords að slík viðbrögð feli í sér skynsemisbrest
hjá manninum og nefnir hann til sögunnar
nokkrar mögulegar lausnir á umræddum
vanda ásamt rökum gegn þeim.
Meðal lausnanna sem Radford nefnir er sú
að lesandi bókar eða áhorfandi að leikriti
,,gleymi“ því að um skáldskap sé að ræða og að
umfram allt gleymi hann því að sögupersón-
urnar séu ekki raunverulegar persónur. Að
hans mati er þetta þó ófullnægjandi lausn. Hún
gæti ef til vill átt við um börn, en þau verði
gjarnan raunverulegri skelfingu lostin í leik-
húsi og eigi til að hrópa upp yfir sig til að að-
vara leikarana. Fullorðnir stökkvi hins vegar
ekki upp á svið til að koma í veg fyrir að
Merkútíó verði drepinn, en myndu að sjálf-
sögðu reyna að skerast í leikinn ef þeir héldu að
það ætti að drepa einhvern í alvörunni. Þannig
er ljóst, segir hann, að fólk er allan tímann að
fullu meðvitað um að það sé ,,aðeins að horfa á
leikrit með skáldsagnarpersónum“.
Önnur lausn sem hann nefnir er sú að þegar
við grátum vegna Önnu Karenínu, þá grátum
við vegna þeirra þjáninga og þess sársauka
sem raunveruleg manneskja hefur eða kynni
að finna fyrir. Ef aðstæður Önnu Karenínu
væru ekki þess eðlis að þær minntu á þjáningar
raunverulegs fólks, myndum við ekki hrærast.
Radford viðurkennir að sannleikskorn kunni
að leynast þarna en það nægi hins vegar ekki til
að þetta geti talist lausn. Við grátum ekki
vegna þeirra sem kynnu að þjást eða hafa
þjáðst þegar við grátum vegna Önnu Karenínu.
Við grátum vegna hennar. Við erum hrærð
vegna þess sem hendir hana, vegna aðstæðna
hennar, ekki vegna annarra í svipuðum spor-
um.
Ekki láta hann deyja!
Radford veltir talsvert fyrir sér þeirri ráð-
gátu að dauði í skáldskap skuli vekja sorg.
Hann tekur aftur dæmi af Merkútíó og bendir
á að sumir áhorfendur kunni að hugsa með sér,
þegar komið er að dauða hans í leikritinu,
,,Ekki láta hann deyja!“ Það sé einlæg von
þeirra, á vissu augnabliki, að Merkútíó deyi
ekki, þrátt fyrir að þeir þekki verkið mæta vel
og viti að dauði hans er óhjákvæmilegur hluti
þess (en um leið og þeir ,,vona“ að Merkútíó
verði ekki drepinn, vilja þeir samt að hann
verði það, annars væri búið að breyta leikritinu
og það væri óviðunandi). Þegar hann deyr
kreista þeir aftur augun og taka andköf, en
væri um raunverulegt dauðsfall ungs manns að
ræða yrði hegðun þeirra önnur. Ef lífi leikar-
ans sem leikur Merkútíó væri ógnað, myndi
áhorfandinn reyna að koma í veg fyrir að hann
yrði drepinn. Væri staðan hins vegar sú að
hann væri fullviss um að geta ekkert gert til að
stöðva atburðarásina (og myndi ekki skamm-
ast sín fyrir að fylgjast með), myndi hann upp-
lifa sömu tilfinningar og áður var lýst í
tengslum við skáldskap. Þær yrðu að vísu öfl-
ugri og meira langvarandi en þegar um var að
ræða viðbrögð við skáldskap, en að mati Rad-
ford yrðu samt sem áður samskonar tilfinn-
ingar á ferð. Hins vegar yrðu viðbrögð áhorf-
andans eftir ,,dauða“ Merkútíós, ólík þegar um
skáldskap annars vegar og raunveruleika hins
vegar væri að ræða. Áhorfandinn yrði miður
sín nokkuð lengi eftir að hafa orðið vitni að
raunverulegu dauðsfalli, en dauðsfall persón-
unnar Merkútíó myndi líklega fyrst og fremst
skilja eftir sig þá minningu að hafa orðið
hrærður á meðan það átti sér stað. Áhorfand-
inn veit að Merkútíó er sögupersóna og að sem
slík muni hann ,,fæðast“ aftur til að geta dáið
aftur í næstu sýningu.
Viðbrögð manna við skáldskap eru
viðbrögð við listaverki
Sú fullyrðing Radfords, að tilfinningaleg við-
brögð við skáldskap feli í sér skynsemisbrest,
vakti upp hörð viðbrögð annarra heimspek-
inga. Þeirra á meðal er Michael Weston, en
svargrein hans ,,How Can We Be Moved by the
Fate of Anna Karenina? II“, birtist í sama riti
og grein Radfords. Einnig má nefna grein
Kendalls Walton ,,Fearing Fictions“ sem birt-
ist nokkrum árum síðar, en svör Westons og
Waltons vöktu athygli og eru gjarnan stór þátt-
ur í máli annarra þátttakenda í umræðunni.
Weston heldur því fram að Radford yfirsjá-
ist þýðingarmikið atriði í greiningu sinni, það
er að segja að viðbrögð manna við örlögum
skáldskaparpersónu séu viðbrögð þeirra við
listaverki. Weston hafnar alfarið þeirri fullyrð-
ingu Radfords að viðbrögð okkar við örlögum
skáldsagnapersóna séu þau sömu og við raun-
verulegar aðstæður og vísar í dæmi hans af
leiksýningu þar sem leikurinn breytist skyndi-
lega í alvöru og í stað persónunnar Merkútíós
er það leikarinn sjálfur sem er í dauðateygj-
unum. Væri áhorfandinn, fullviss um að hann
gæti ekkert gert til að stöðva atburðarásina, og
myndi ekki skammast sín fyrir að fylgjast með,
myndi hann upplifa sömu tilfinningar og áður,
segir Radford, en þessu hafnar Weston alfarið.
Að sjálfsögðu myndi sá sem horfði ráðalaus
upp á mann í dauðateygjunum engjast sundur
og saman af kvöl yfir því að geta ekki gripið inn
í atburðarásina. Slíkar tilfinningar koma hins
vegar ekki við sögu þegar um leiksýningu er að
ræða, segir Weston. Áhorfandinn veit að hann
getur ekki á nokkurn hátt hjálpað Merkútíó og
þannig skammast hann sín hvorki fyrir það né
verður reiður yfir því. Tengist þetta ,,veru-
leika“ Merkútíós, en þarna hefur Radford, að
mati Weston, yfirsést afar mikilvægt atriði,
það er að segja að taka með í reikninginn að
Merkútíó er hluti af listaverki.
Weston bendir á að stutt frásögn af raun-
verulegum atburðum getur orðið til þess að við
verðum hrærð, en annað gildi um stutta frá-
sögn af því sem hendir skáldsagnapersónu. Ef
maður segði öðrum manni að sonur sinn hefði
látist í bílslysi í gærkvöldi, yrði hann óhjá-
kvæmilega hrærður og atburðarásin sem leiddi
til slyssins yrði aukaatriði. En til að verða
hrærður vegna dauða Merkútíós, þarf viðkom-
andi að sjá leikritið. Sonurinn í ofangreindu
dæmi, hefði geta látist á annan hátt en í bílslysi,
án þess að það hefði nokkur áhrif á viðbrögð
þess sem fær fregnina, segir Weston. Merkútíó
,,neyðist hins vegar til að deyja á þann hátt sem
hann gerir í leikritinu. Þegar við verðum hrærð
vegna dauða Merkútíós,“ segir Weston, „þá er
það vegna ákveðins samhengis innan leikrits-
ins.“
Þá bendir hann á að þegar við heyrum af at-
burðum eru það ekki einungis þeir sjálfir sem
hræra við okkur heldur líka þau hugrenninga-
tengsl og þær hugmyndir sem við öðlumst út
frá þeim. Slíkar hugsanir tjá og endurspegla
vissan skilning á tilverunni, segir hann, en
krefjast jafnframt ákveðinnar fjarlægðar frá
daglegu lífi. Bæði tíminn og listaverk veita
mönnum þetta, segir Weston, og bætir við að
umræddur ,,skilningur á tilverunni sé gjarnan
forsenda þeirra tilfinninga sem tilteknir at-
burðir hrinda af stað“. Skilningur manna á til-
verunni, sem fær þá til að mynda hugsana-
tengsl milli atburða og hugmynda, er að mati
Westons mikilvægt skref í átt til skilnings á því
hvernig skáldskapur getur verið viðfang til-
finninga. Gildi lista er að hluta til fólgið í því að
þær varpa ljósi á lífið og tilveruna og það að við
látum hrærast fyrir tilstilli listaverka verður að
skoðast í því samhengi. Ef ákveðið atriði í leik-
riti hrærir við okkur, er ástæða þess að við lát-
um hrærast ekki endilega falin í verkinu sjálfu,
segir Weston, því taka verði með í reikninginn
að skáldskapur varpar ljósi á tilveru okkar.
Þykjustu tilfinningar?
Kendall Walton er á þeirri skoðun að þær til-
finningar sem fólk upplifir þegar það horfir á
kvikmyndir eða les skáldverk séu ,,þykjustu
tilfinningar“. Walton tekur dæmi af Kalla, sem
horfir á hryllingsmynd þar sem risastór ógn-
vekjandi græn slímklessa vellur yfir jörðina og
tortímir öllu sem verður á vegi hennar. Kalli
öskrar, grípur um stólinn sem hann situr í og
þegar kvikmyndinni lýkur viðurkennir hann að
hann hafi verið skíthræddur við slímið. En var
hann það? spyr Walton og bendir á að umrædd
spurning sé hluti af stærri spurningu: Hvert er
sambandið milli heims skáldskaparins og hins
raunverulega heims? Hann segir augljóst að
líkamleg samskipti milli þessara heima komi
ekki til greina, til dæmis sé óhugsandi að Kalli
geti stöðvað framrás slímsins eða tekið sýni af
því og farið með á tilraunastofu. Kalli veit vel
að slímið er ekki raunverulegt og að hann er
ekki í raunverulegri hættu. Samt segist hann
óttasleginn og eins er hann í ástandi sem er
óneitanlega um margt líkt ástandi manneskju
sem er hrædd við eitthvað raunverulegt. Vöðv-
arnir eru spenntir, hjartslátturinn verður örari
og adrenalínið flæðir. Walton kýs að kalla þetta
,,lífeðlis-/sálfræðilega ástand“ ,,hálfgildings-
ótta“ (quasi-fear) og segir spurningu hvort um
sé að ræða raunverulegan ótta eða ekki.
Ímyndunarafl, skrímsli
og drullumall
Walton bendir á að allur skáldskapur,
,,skáldaður sannleikur“, sé á einn hátt eða ann-
an búinn til af mönnum. Ein leið til þess er að
,,þykjast“ og tekur hann leiki barna sem dæmi.
Börn sem drullumalla ímynda sér gjarnan að
drullukökurnar sem þau búa til séu alvöru kök-
ur. Með þessum einfalda leik hafa börnin búið
til heilan ,,heim“ þar sem ákveðin lögmál gilda
sem þau þekkja og skilja. Stærð og lögun
drulluklessana gefur til kynna stærð og lögun
kakanna, og ef Jón kastar drulluklessu í Maríu
er hann í raun að kasta köku í hana. Walton
tekur einnig dæmi af leik föður og barns þar
sem faðirinn þykist vera skrímsli. Barnið öskr-
ar þegar faðir þess stekkur að því og hleypur
burt, en brosir samt um leið, kemur aftur og
vill leika meira. Barnið veit vel að þetta er
,,bara leikur“ og er ekki hrætt í alvörunni.
Leikurinn er eins og leiksýning þar sem fað-
irinn er leikari sem leikur skrímsli og barnið
leikari sem leikur sjálft sig. Walton vill meina
að dæmið af Kalla sé sambærilegt. Hann veit
að kvikmyndin er ,,bara plat“ og er ekki
hræddur í alvörunni. Kalli sé þannig líka eins
og leikari sem er að leika sjálfan sig.
Walton segir að einkenni ,,hálfgildingsótta“
Kalla (sviti, hjartsláttur, adrenalín), séu nauð-
synleg forsenda þess að hann ,,þykist“ ótta-
sleginn. Hann heldur því fram að Kalli viti að
hann sé bara í þykjustunni hræddur við slímið.
Annars myndi hann sjálfsagt hlaupa út úr kvik-
myndahúsinu ,,á flótta undan slíminu“. Og jafn-
vel þótt hann kunni að öskra upp yfir sig í miðri
mynd ,,ó nei! Þarna kemur slímið“, en ekki ,,ó
nei! Þarna kemur þykjustu slímið“, bendi það
ekki til þess að hann haldi að hann sé hræddur
við raunverulegt slím, ekki frekar en það að
leikari á sviði skuli segja ,,þarna kemur draug-
urinn“, en ekki ,,þarna kemur skáldaði draug-
urinn“, bendi til þess að leikarinn haldi að um
raunverulegan draug sé að ræða. Walton finnst
þetta afar sanngjarn samanburður enda sé
Kalli að gera það sama og leikarar, að þykjast.
Þannig ,,tekur hann þátt“ í hinum skáldaða
heimi kvikmyndarinnar og blandar honum inn í
sinn eigin ,,leik“.
Lesandinn/áhorfandinn
verður hluti af skáldaða heiminum
Að Kalli skuli upplifa ótta í ,,þykjustunni“
veldur því að hann – eða réttara sagt tilfinn-
ingar hans við umræddar aðstæður – teljast að
AÐ
KVIKNA
OG
VAKNA
E F T I R B I R N U Ö N N U B J Ö R N S D Ó T T U R
Tengsl skáldskapar og tilfinninga geta oft á tíðum virst
undarleg. Þrátt fyrir að fólk viti að skáldskapur er
hreinasti ,,skáldskapur“ upplifir það gjarnan sterkar
tilfinningar þegar það les bækur, horfir á leikrit
eða kvikmyndir. Í þessari grein er fjallað um þann
,,vanda“ sem felst í því að fólk skuli upplifa tilfinn-
ingar fyrir tilstilli einhvers sem það veit að er ekki satt.
UM SAMBAND SKÁLDSKAPAR
OG TILFINNINGA