Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 2002 A ÐDÁENDUR fagurrar og nytsamlegrar hönnunar eiga von á góðum glaðn- ingi því sýning á munum Arne Jacobsen, eins merkasta arkitekts 20. aldarinnar, verður opnuð í í dag í Listasafni Reykja- víkur á Kjarvalsstöðum. Í ár er aldarafmælis Arne Jacobsen minnst og af því tilefni hefur verið efnt til stórsýninga á hönnun hans víða um heim og nú síðast nýlega í Louisiana- safninu í Danmörku. Þetta er fyrsta yf- irgripsmikla sýningin sem haldin er á hönn- unarverkum Arne á Íslandi. Þá verða sýndar áður óbirtar myndir og skissur eftir hann og einnig ljósmyndir af tveimur frægum Íslend- ingum í stólum eftir hann. Á sýningartíma- bilinu mun Carsten Thau, prófessor við Kon- unglegu dönsku listaakademíuna, koma hingað til lands og halda fyrirlestur um Arne. Carsten Thau skrifaði ásamt Kjeld Vindum yfirgripsmestu bók sem gefin hefur verið úr um Arne. Bókin var gefin út á síð- asta ári og er rúmar 500 síður af fróðleik og myndum um ævi og störf meistarans. Tinna Gunnarsdóttir hönnuður hefur haft veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar fyrir Listasafn Reykjavíkur. „Það sem við sýnum hér eru húsgögnin hans, borðbúnaður, ljós, áklæði og textíl og ýmsir minni hlutir eins og blöndunartæki. Þetta eru meira og minna allt hlutir sem eru enn í framleiðslu. Stólar Arne Jacobsens, eins og Sjöan, Maurinn, Eggið og Svanurinn, eru þekkt tákn í vestrænum menningarheimi og eru mjög víða, til dæmis á söfnum og í fyrirlestrasölum. Sýningin okkar á að varpa ljósi á þessa hluti. Arne Jacobsen var líka mjög virtur arkitekt, en við sýnum ekkert frá þeirri hlið hans. Við verðum með stóru bókina um hann, sem gefin var út á síðasta ári og fólk getur flett henni og skoðað og séð þá líka myndir af byggingunum hans, auk allra hönnunarmunanna.“ Tinna telur að áhrifa Arne Jacobsen og samtímamanna hans hafi áreiðanlega gætt hér á landi. „Áhrifa þeirra hlýtur að hafa gætt hér, því margir þekkja til dæmis hús- gögn hans og hafa alist upp með þeim. Með- an við höfum verið að setja upp sýninguna hefur fólk komið og sagt: Já, amma átti ein- mitt svona stól, eða eitthvað álíka, þannig að óhjákvæmilega hljóta áhrifin að hafa smogið inn. Ég veit hins vegar ekki hvort Arne Jac- obsen hefur beinlínis átt einhverja lærisveina hér í íslenskri hönnun, en hann hefur auðvit- að átt þátt í að skapa módernísk hugtök sem hafa haft mikil áhrif um alla Evrópu. Hús- gögn hans hafa þekkst lengi, en það kom tímabil þar sem þeim var ekki hampað neitt sérstaklega, en fyrir tíu árum eða svo komu þau mjög sterkt inn aftur. Ég var í námi í Bretlandi þegar Sjöan fór að koma á markað í skærum og poppuðum litum; maður sá stól- inn í búðum, og annað hvert Bo Bedre blað var fullt af þessum stól.“ Listasafn Reykjavíkur, danska sendiráðið á Íslandi, Epal og erlendir framleiðendur á hönnun Arne Jacobsen hafa unnið saman að sýningunni. Í tilefni af aldarafmæli arkitekts- ins munu listasafnið og hönnunarframleið- endur Arne Jacobsoe muna bjóða gestum Kjarvalsstaða að taka þátt í spurningaleik þar sem til mikils er að vinna, en þeir sem dregnir verða út hreppa listmun eftir Arne. Dregið verður úr réttum svörum á sýning- artímabilinu. SÝNING Á HÖNNUN ARNE JACOBSENS OPNUÐ Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR „AMMA ÁTTI EINMITT SVONA STÓL“ Eggið og Svanurinn frá 1958. Herbergi 606 í Konunglega hótelinu í Kaup- mannahöfn hefur verið haldið nákvæmlega eins og Arne Jacobsen hannaði það og í þeim litum sem hann valdi. Stólarnir lengst til hægri, sem fengu nafnið Dropinn, voru aldrei fjöldaframleiddir og eru því mjög fágætir. Borðbúnaður úr stáli, 1957. Sjöan frá 1955. Framleidd fyrst í birki, tekki, svörtu og hvítu, en seinna í ótal skærum litum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.