Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 2002 11 Hvað er jarðhiti? SVAR: Jarðhiti er eftir bókstaflegri merkingu orðsins sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Menn hafa lengi vitað að hiti fer vaxandi eftir því sem dýpra kemur undir yfirborðið. Fyrirbæri eins og eld- gos og heitar lindir hafa alla tíð verið óræk sönnun fyrir þessu. Með aukinni nýtingu jarð- hitans á tuttugustu öldinni hefur merking orðs- ins þrengst nokkuð og er það nú fyrst og fremst notað um það fyrirbæri er heitt vatn og gufa kemur upp úr jörðinni á svokölluðum jarð- hitasvæðum. Í ritmálsskrá Orðabókar Háskól- ans eru fjölmörg dæmi um notkun orðsins á síð- astliðnum tvö hundruð árum og er elsta dæmið frá lokum 18. aldar. Forsendur þess að jarðhiti í þessum þrengri skilningi verði til eru að jarð- skorpan sé nægilega heit og í henni séu nægar sprungur og vatnsgeng jarðlög til að vatn geti runnið þar um og flutt með sér hitaorku eða varma neðan úr dýpri og heitari jarðlögum til yfirborðs. Þessar aðstæður eru fyrir hendi í eld- fjallalöndum eins og á Íslandi þar sem jarð- skorpuflekar snertast og myndast, en síður annars staðar. Jarðskjálftar eru og óræk merki þess að jarðskorpan sé að brotna og hreyfast. Í jarðskjálftunum í júní 2000 ýmist víkkuðu eða þrengdust vatnsæðar í jarðskorpunni á Suður- landi og komu þau áhrif skýrt fram í fjölmörg- um borholum á því svæði. Það er því ekki til- viljun að jarðhiti er mikill á helstu jarðskjálftasvæðum landsins. Jarðskorpan á Ís- landi er tiltölulega heit vegna þess að neðri hluti hennar er að talsverðu leyti myndaður úr kvikuinnskotum sem ekki hafa náð til yfirborðs heldur storknað á leiðinni upp. Heitust er hún undir gos- og gliðnunarbeltunum en kólnar þeg- ar fjær dregur og jarðskorpan verður eldri. Tal- ið er að undir flestum háhitasvæðum landsins, sem öll eru í gosbeltinu, séu kvikuinnskot í tengslum við eldvirkni og þau séu aðalvarma- gjafi þessara jarðhitasvæða. Lághitasvæðin sem svo eru kölluð eru þar sem jarðskorpan er kaldari, en þó nægilega heit til að hita vatn upp í 50 til 150°C. Í dag er stundum talað um köld svæði þar sem jarðhiti hefur ekki fundist en réttara væri að tala um þurr svæði því að alltaf er nokkur hiti í jarðskorpunni þótt lítið sem ekkert vatn sé til staðar til að flytja varmann til yfirborðs. Þegar greina þarf á milli fyrirbær- isins jarðhita og þeirrar orku sem berst með vatni og gufu upp til yfirborðs er orðið jarð- varmi notað um orkuna. Þannig er talað um jarðvarmavirkjanir (eða jarðgufuvirkjanir) fremur en um jarðhitavirkjanir. Jarðvarmi er mældur í orkueiningum, til dæmis júlum eða megavattstundum. Orðið hitaveita fremur en varmaveita hefur þó unnið sér sess í málinu frá því snemma á tuttugustu öldinni er það var fyrst notað. Í dag er viss tilhneiging til að út- rýma þessu orði með því að búa til orkuveitur sem dreifa bæði varma og rafmagni (sbr. Orku- veitu Reykjavíkur). Er að þessu nokkur eftirsjá því að (jarð)hitaveitur voru lengi vel séríslenskt fyrirbæri og orðið hitaveita á góðri leið með að verða að alþjóðlegu orði um þess konar fyr- irbæri, svipað og geysir hefur orðið í fjölmörg- um tungumálum. Til könnunar á hita í jarð- skorpunni eru mikið notaðar svokallaðar hitastigulsmælingar. Hitastigull er hitaaukn- ingin með dýpi og er hann mældur í °C á hvern metra eða kílómetra í jarðskorpunni. Boraðar eru grunnar holur, 50–100 m djúpar, og hiti mældur á mismunandi dýpi í þeim. Algeng gildi á hitastigli hér á landi þar sem jarðhita gætir ekki eru á bilinu 50 til 100 °C/km. Sé hitastigull- inn verulega hærri er það venjulega merki um að heitar vatnsæðar sé að finna í berginu undir. Þessi aðferð til könnunar á jarðhita hefur verið notuð með góðum árangri víða um land þar sem lítil merki hafa verið um jarðhita á yfirborði. Fleiri aðferðir hafa einnig verið notaðar til könnunar á jarðhitalíkum, til dæmis mælingar á rafleiðni í jörðinni, en hitastigulsmælingarnar gefa þó beinustu vísbendinguna um jarðhita neðanjarðar. Jarðhitasvæði eru mjög mismun- andi að útliti frá náttúrunnar hendi. Volgrur, laugar, vatnshverir, gufuhverir, leirhverir, út- fellingar af kalki, kísli og brennisteini og marg- litt umhverfi, einkum háhitasvæða, er meðal þess sem einkennir jarðhitann sem náttúrufyr- irbæri. Þetta eru hin ytri ummerki orkuflutn- inga sem eiga sér stað í jarðskorpunni. Mörg jarðhitasvæði eru hreinustu gersemar frá nátt- úrunnar hendi. Til að mynda má nefna Torfa- jökulssvæðið, Kverkfjallasvæðið, Námafjall og Þeistareyki sem dæmi um einkar litskrúðug há- hitasvæði. Geysissvæðið í Haukadal er tvímæla- laust það jarðhitasvæði sem þekktast er erlend- is. Guðmundur Pálmason, fyrrverandi forstjóri jarðhitadeildar Orkustofnunar. Hvers vegna springa ljósaperur? SVAR: Í ljósaperu er rafstraumur leiddur um grannan vír með ákveðið rafviðnám sem er hærra en í venjulegum rafmagnsleiðslum. Vegna viðnámsins hitnar vírinn þegar raf- straumur rennur gegnum hann og verður fljótt hvítglóandi. Til að verja glóðarþráðinn gegn tæringu er ljósaperan lofttæmd. Væri ljósaper- an ekki lofttæmd yrði hún einnig mun heitari viðkomu. Glóðarþráðurinn er oftast gerður úr málminum wolfram, sem heitir öðru nafni þung- steinn (e. tungsten), en hann hentar meðal ann- ars vel vegna þess hve bræðslumark hans er hátt (3.422°C). Vegna hitans eyðist vírinn smátt og smátt – örlitlar flögur geta brotnað úr málminum eða þá að hann hreinlega gufar smám saman upp. Á stöðum þar sem glóðarþráðurinn grennist verð- ur viðnámið hærra og þeir staðir hitna þess vegna meir en aðrir. Að lokum nær vírinn að hitna upp að bræðslumarki málmsins og bráðn- ar í sundur. Um leið og vírinn fer í tvennt getur neisti hlaupið frá einum hlutanum yfir í hinn. Þetta veldur lítilli „sprengingu“ inni í ljósaper- unni, sem gefur frá sér smáhljóð og ljósblossa. Það er rafstraumshöggið sem fylgir þessum neista sem verður stundum til þess að næm ör- yggi eða vartappar (fuse) springa um leið og ljósaperan syngur sitt síðasta. Kristján Leósson, doktor í eðlisfræði. HVAÐ ER JARÐHITI? Er til hálf hola, hvaða krabbar eru algengir í fjörum landsins og eru lík smurð á Íslandi? Þess- um spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að und- anförnu á Vísindavefnum. VÍSINDI Morgunblaðið/Brynjar Gauti Geysir í öllu sínu veldi. Hljóðin sem heyrast eru of hvell fyrir eyrað, og líkamsfrumurnar svara með gelti; brátt fyllast innri stræti af geltandi kór. Við sjáum landgönguprammann leggja að, svarta bílinn skrensa og nema staðar, siðavandan morðingjann losa byssurnar. Villihundar rífa burt nef og eyru og sendast með þau niður strætið – líkaminn rífur af sér handleggina og fleygir þeim frá sér. Spæjarinn dregur inní marghleypuna fimmtíuogfimm milljónir manna, sem sofa órólega einsog í loftárás á London; bökin svigna í skáhöllu myrkrinu. Glóvírar sálarinnar greinast sundur hægt og hægt; andinn rofnar, rykbólstri svífur á loft; einsog hús í Nebraska sem alltíeinu splundrast. ÞEIR SEM AMRÍKA ER AÐ ÉTA Öskur þeirra sem Amríka er að éta, aðrir fölir og linir settir í geymslu til seinna borðhalds Og Jefferson sem eygði von í nýjum höfrum Taumlaus heimilin halda áfram með sítt hár sem vex uppámilli tánna fæturnir fara á stjá á næturþeli og hlaupa einsamlir niður löng hvít strætin Stíflurnar umhverfast og vilja standa einar í eyðimörkinni Klerkar sem stingast á hausinn niðrí jörðina og guggið holdið dreifist sakbitið inní nýjar bókmenntir Það er þessvegna sem þessi ljóð eru svo döpur og löngu dautt fólk hleypur yfir akrana Þorri manna er að sökkva og birtan í svip barna dofnar við sex eða sjö ára aldur Brátt leysist veröldin upp í fámenn sambú þeirra frelsuðu ROBERT BLY SIGURÐUR A. MAGNÚSSON ÞÝDDI Robert Bly (f. 1926) er eitt helsta núlifandi ljóðskáld Bandaríkjanna og hefur sent frá sér átta frumsamin ljóðasöfn og sjö söfn ljóðaþýðinga af ýmsum tungum. Meðal ljóðskálda sem hann hefur þýtt á ensku eru Kabír, Rúmí, Rainer Maria Rilke, Antonio Machado, Pablo Neruda, César Vallejo, Federico García Lorca og Juan Jiménez. Bly kom til Íslands í júní síðastliðnum og tók þátt í ritlistarnámskeiðinu á Vest- urfarasetrinu á Hofsósi. Að því loknu dvaldist hann nokkra daga í Reykjavík og kom fram í Norræna húsinu. Við það tækifæri voru þýðingarnar kynntar. HORFT Á SJÓNVARP Ég get ekki tjáð mig eðlilega undir svona kringumstæðum. Óreiðan sem ríkir um allan heim ríkir einnig hér. Hugsanir mínar brotlenda í fallandi turnum öryggis og friðar. KÁRI TULINIUS 11. SEPTEMBER 2001 XCVIII. LJÓÐ Höfundur leggur stund á nám í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. HRUN TVEGGJA TURNA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.