Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 2002
HVERGI, EN MEÐ LOFTBÓLUM: Úti á meðal allra þeirra auðgandi og mestmegnis
tómu hvergja* sem fyrirfinnast á Íslandi, eru heitu laugarnar. Laugarnar verða til þess
að stað er ljáð ending, svo maður gefur honum þann gaum er leyfir hvergjum að þrífast.
Þar sem maður situr í þessari tilteknu laug í Vatnsfirði (sem hér sést á fjöru) er maður
staddur á stað sem er á stöðugri hreyfingu með hafinu og einbeittum vindinum. Hér hef
ég upplifað sjálfa mig eins og ég væri á miðpunkti, kannski ekki heimsins, heldur staðar
sem er í senn afmarkaður og í jafnvægi, opinn og umlykjandi. Kitlandi, mjúk áhrif koltví-
sýringsmettaðs vatnsins leiða til þess að sýn manns á himininn, hafið og veðrið virðist
ótakmörkuð; blautur hiti vatnsins og kaldar hviður vindsins renna saman í líkama mín-
um. Að nóttu til er snúningur jarðar, markaður með breytingum stjörnumerkjanna, sú
hreyfing sem er auðveldast að koma auga á. Að degi til er það blástur vindsins yfir víð-
áttu hafsins, í gegnum loftið, um vallendið og meðal villtra blómanna, sem gerir alla hluti
í kringum mig sjáanlega með ólíkum hætti.
*Sjá t.d. 10. og 11. hluta Iceland’s Difference (Sérkenna Íslands), Lesbók, 15. og 22. júní 2002.
Þetta er sextándi hluti flokks sem í heild ber heitið: Iceland’s Difference (Sérkenni Íslands). © fyrir
ljósmynd, 1991, fyrir hönnun og texta, 2002, Roni Horn. Fríða Björk Ingvarsdóttir þýddi.