Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 2002 NORÐMAÐURINN Robert Ferguson hefur skrifað skáld- sögu sem fjallar um Hallfreð vandræðaskáld. Ferguson er þekktur rithöfundur í Noregi en þó einkum fyrir ævisagnaritun sína, enda hefur hann sent frá sér lykilverk m.a. um skáldin Henrik Ibesen, Knut Hamsun og Henry Miller. Í ofangreindri skáldsögu sem heitir Siste kjærlighet (Hinsta ástin) notar Ferguson sögulegan bakgrunn sem efnivið í sögu sem fjallar ekki síst um átök kristni og heiðni á Íslandi á 14. öld. Í viðtali í dagblaðinu Dagsavisen segir Ferguson að sá Hallfreður sem birtist í bókinni sé um margt ólíkur hinum raun- verulega Hallfreði sem mun hafa verið munkur og sagnaritari í Þingeyrarklaustri á fjórtándu öld. „Miðpunktur sögunnar er ástarsaga og í henni endurspegl- ast átökin milli kristin og heiðni,“ segir Ferguson í viðtalinu. Auk skáldsögunnar Siste kjær- lighet er að koma út ný ævisaga eftir Ferguson. Sú er skrifuð á ensku og fjallar um heimspeking- inn og fagurfræðinginn E.T. Hulme. Robert Ferguson er fæddur í Englandi en hefur verið búsettur í Noregi í fjölda ára. Um kúgun kvenna Í bandaríska dagblaðinu Wash- ington Post er fjallað um minn- ingabók Taslima Nasrin, þar sem hún fjallar um reynslu sína af því að alast upp sem kona undir reglu islams í Bangladesh. Bókin er þýdd á ensku af Gopa Maj- umdar og nefnist My Bengali Girlhood: A Memoir of Growing Up Female in a Muslim World (Mín bengalska æska: Minningar frá uppvaxtarárum konu í is- lamska heiminum). Taslima Nasrin hefur barist fyrir rétt- indum kvenna í heimalandi sínu, Bangladesh, og reytti hún m.a. klerkaráðið til reiði er hún gagn- rýndi Kóraninn og fjallaði um kynlíf í skrifum sínum. Nú hefur Nasrin sent frá sér opinskáa minningabók um uppvaxtarár sín. Þar lýsir Nasrin á bersöglan hátt því grimma ofbeldi sem hún og kynsystur hennar máttu þola allt frá barnæsku vegna kynferð- is síns. Gagnrýnandi Washington Post fer lofsamlegum orðum um bókina, segir þar um mjög áhrifaríka frásögn að ræða. Banvænn fagurgali frá Chuck Palahniuk Rithöfundurinn Chuck Pala- hniuk sendir á næstu dögum frá sér nýja skáldsögu. Nefnist hún Lullaby (Barnagæla) og er myrk spennusaga með dul- arfullu ívafi. Segir þar frá miðaldra blaðamanni, Carl Streator, er kemst á snoðir um að börn sem létust úr ókennilegum sjúkdómi áttu það öll sameig- inlegt að hafa lesið sama kvæðið, þ.e. afríska þulu fyrir veik dýr. Tekur blaðamaðurinn þuluna í sína þjónustu og byrjar að mis- nota hana illilega. Hefur hann þar fundið hið fullkomna morð- vopn í hinum banvæna fagurgala sem þulan er. Chuck Palahniuk er e.t.v. þekktastur sem höfundur skáld- sögunnar Fight Club, sem kvik- myndaleikstjórinn David Fincher byggði samnefnda kvikmynd sína á. Þá vakti skáldsagan Choke sem út kom á síðasta ári mikla athygli en Lullaby er sjötta skáldsaga höfundarins. ERLENDAR BÆKUR Saga vand- ræðaskálds Chuck Palahniuk R YKFALLNAR dagbækur eru ómetanleg heimild okkar nútíma- manna um þjóðlíf forðum tíðar. Heimaalinn almúgi jafnt sem sigldir prestar og embættismenn hafa haldið dagbók öldum saman, lýst árferði og aflabrögðum og sagt frá helstu tíðindum í héraði. Sagnfræðingar 21. aldarinnar sem aðhyllast ein- sögulegar rannsóknir hafa gruflað í gömlum dag- bókum í leit að sögunni bak við sjálfsmynd rit- aranna. Ekki var til siðs að tileinka dagbókinni hugleiðingar um sjálfan sig, eigin tilfinningar og vandamál fyrr en á nýliðinni öld. Nú hefur dag- bókarritun tekið nýja og óvænta stefnu. Dagbæk- ur hinar nýju kallast „blogg“ og eru iðkaðar á ver- aldarvefnum, víðfeðmasta fjölmiðli heims. „Blogg“ er stytting á enska orðinu „WebLog“ og er rafræn dagbók sem allir geta haft aðgang að. Hver sem er getur stofnað eigin „bloggsíðu“ og þarf ekki mikla tölvukunnáttu til. En ef blogg- síðurnar eiga að lifa og þjóna tilgangi sínum verð- ur „bloggarinn“ að hripa dagbókarfærslur sínar jafnóðum. Á síðurnar eru skráðar ýmsar hugdett- ur; m.a. um veður og tíðindi í héraði eins og áður tíðkaðist; en meira ber á léttúð, skensi og slúðri, farið er í orðaleiki og sagðar hvundagslegar frétt- ir af fjölskyldumeðlimum, búðarferðum eða skemmtanalífi. Bloggarinn er sítengdur og getur brugðist skjótt við færslum frá öðrum bloggurum um menn og málefni. Á einni bloggsíðunni segir hátíðlega: „Markmið bloggsins er ekki að fara með gamanmál og grín, heldur að ýta undir iðkun guðs orðs og góðra siða, taka aðkallandi málefni líðandi stundar til alvar- legrar og skarpskyggnrar umfjöllunar, og veita valdhöfum heimsins nauðsynlegt aðhald.“ (Blogg Kattarins.) Þessum fyrirmælum er sjaldnast fylgt eftir. En safaríkastar eru þær síður þar sem rætt er um pólitík, þjóðmál og heimsmál. Afkasta- mestu þjóðmálabloggararnir skrifa langa pistla um þau málefni sem heitast brenna á þeim hverju sinni, s.s Kárahnjúka og Keikó, aðrir bloggarar og áhugamenn lesa þá og svara síðan fullum hálsi. Greinileg skil má sjá á pistlum hægri- og vinstri- sinnaðra sem er óneitanlega hressandi miðað við endalausa flatneskju, miðjumoð og afstöðuleysi dagblaðanna. Oft eru harðar ritdeilur háðar á blogginu þar sem ekkert er heilagt og fúkyrðin ekki spöruð. Kæruleysislegt yfirbragð og mikil yfirlýsingagleði einkennir orðasennurnar enda má maður segja hvað sem er í sinni eigin dagbók og þarf ekki að standa neinum reikningsskil. En er ekki afstaðan sem tekin er bara marklaust hjal? Hvað er eintal sálarinnar að gera á Netinu? Eru bloggarar nördar, þröngur hópur einmana og athyglissjúks fólks með netþráhyggju? Kald- hæðnislegur húmor felst í kjörorði síðunnar Blogg dauðans: „Betra en að hitta fólk“. Öfugt við hlédræga dagbókarritara fortíðarinnar sem skrifuðu fyrir sjálfa sig troða bloggarar sér upp á aðra netverja og beita öllum brögðum til að ná at- hygli. Mikael Torfason segir á heimasíðu sinni að bloggið sé krepputíska; til marks um að fólk hafni raunveruleikanum og dýrki ofurraunveruleika fjölmiðlanna – að orð í dagbók verði ekki mark- tæk í firrtum huga okkar nema í fjölmiðli. Dagbók á Netinu er ætluð lesendum, fjölmiðill einstak- lingsins, eins konar athyglissjúkur sýndarveru- leiki. Þegar einkaleg dagbókarskrif urðu almenn á síðustu öld þjónuðu þau að vissu leyti hlutverki trúnaðarvinar, dagbókinni var trúað fyrir innstu hugrenningum og leyndarmálum. Fólk heldur þeim áfram fyrir sig en bullar á blogginu. FJÖLMIÐLAR BULLAÐ Á „BLOGGINU“ Kæruleysislegt yfirbragð og mikil yfirlýsingagleði einkennir orðasennurnar enda má maður segja hvað sem er í sinni eigin dagbók og þarf ekki að standa neinum reikningsskil. S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R Í MUNNI margra hefur 11. sept- ember 2001 orðið að deginum „þegar heimurinn breyttist“, en það verður þó að teljast hæpin fullyrð- ing. Heimurinn breyttist ekki fyrir ári. Hins vegar varð sú breyting að margir, að minnsta kosti um stund, áttuðu sig á því hvernig heimurinn er, hefur verið og verður. Margir áttuðu sig á því að það var tómur misskilningur að það væru engar sérstakar ógnir sem steðjuðu að venjulegum vestrænum borgurum. Það er ekki þannig að það séu bara allir vinir, heimurinn bara orðinn að friðsælu þorpi þar sem allir geta gert það sem þeim sýnist, allar áhyggjur eru hlægilegar og öryggisráðstafanir bara furðuleg paranoia. – Afsakið, vænisýki. Vefþjóðviljinn www.andriki.is Mönnum ekki refsað fyrir vondar skoðanir Í lýðræðislegum samfélögum sem virða mannréttindi er mönnum ekki refsað fyrir að hafa vondar skoð- anir eða vera í slæmum fé- lagsskap. Í lýðræðislegum sam- félögum sem virða mannréttindi fá þeir sem bornir eru þungum sökum að svara til saka fyrir óháðum og óvilhöllum dómstólum. Í lýðræð- islegum samfélögum sem virða mannréttindi eru menn ekki látnir dúsa í fangabúðum eða færðir fyr- ir leynilega dómstóla. Sá sem þetta ritar hefur frá upp- hafi stutt þá afstöðu Bandaríkja- manna að ætla að ganga milli bols og höfuðs á þeim sem bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni 11. sept- ember í fyrra. Ég hef í engu hagg- að þeirri skoðun minni. En 11. september breytti hins vegar heldur ekki þeirri lífsskoðun minni að ekk- ert getur réttlætt fórnir á grundvall- armannréttindum. Finnur Birgisson Kreml www.kreml.is Ríkið velur Hið opinbera hefur sem sagt, eins og venjulega, tekið að sér það hlutverk að velja fyrir okkur. Ekki bara hvort við viljum eyða pening- unum í leikhús heldur líka hvaða leikverk á að sýna. Það er af nógu að taka hjá stóru leikhúsunum tveimur. Sum verkin munu vænt- anlega ganga vel en önnur illa. Það er nefnilega dálítið undarlegt að stundum vilja skattgreiðendur alls ekki sjá þau verk sem búið er að velja fyrir þá. Þvílíkt vanþakk- læti! Ragnar Jónasson Frelsi www.frelsi.isMorgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Í hvíld. HEIMURINN ÓBREYTTUR I Í Lesbók í dag er leitað svara við merkilegrispurningu: Hvernig stendur á því að skáld- skapur hreyfir við tilfinningum fólks þrátt fyrir að það viti að í honum er ekki sagt frá raun- verulegum eða sönnum atburðum og persónum? Á áttunda áratugnum stóð mikil ritdeila um þessa spurningu meðal heimspekinga sem lauk án þess að haldbært svar fengist. En í greininni, sem birtist í blaðinu í dag er vakin athygli á til- tölulega einfaldri skýringu á þessu þverstæðu- kennda sambandi skáldskapar og tilfinninga. IIÞessi spurning leiðir hugann að annarri ogtengdri spurningu: Hvað hefur orðið af grein- armuninum á skáldskap og veruleika? Mikið hefur verið talað um upplausn veruleikans síð- ustu ár. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að tala um að veruleikinn sé horfinn og er þá vísað til þess að flæði upplýsinga, mynda og tákna af ýmiss konar tagi sé orðið svo mikið að fólk grilli ekki lengur í veruleikann sem allur þessi texti á þó að fjalla um með einum eða öðrum hætti. Oft er vísað til þess hvernig ungt fólk sem leikur sér í tölvuleikjum og horfir á sjónvarp og kvik- myndir daginn út og daginn inn sé hætt að gera greinarmun á sýndarheimi skjámyndarinnar og veruleikanum. Vopnaburður og skotárásir ung- linga í skólum séu dæmi um þetta enda virðist sum þessara barna ekki gera sér grein fyrir af- leiðingum gjörða sinna. III Fjallað hefur verið um upplausn veru-leikans í fjölmörgum kvikmyndum en fræg- ust þeirra er sennilega The Truman Show eftir bandaríska kvikmyndaleikstjórann Peter Weir. Þar er sagt frá manni sem alla ævi hefur verið aðalpersónan í sjónvarpsþætti, sem er sendur út allan sólarhringinn, án þess að hafa hugmynd um það. Kominn vel á fertugsaldur uppgötvar Truman að líf hans hefur alltaf verið lygi; fjöl- skylda hans, vinir, samstarfsmenn, karlinn sem selur honum blaðið á hverjum morgni; allt eru þetta leikarar að fara með rulluna sína. Heima- bær hans er bara gríðarstórt leiksvið þar sem skil sýndar og reyndar hafa verið máð burt. Og Truman sjálfur er fjöldaframleidd afurð sjón- varpsins, það er engin frumgerð til þar sem það hefur aldrei verið til neinn Truman í raun og veru, hann er gervimaður í gerviveröld. IV Reynsluheimur Trumans virðist fjarlægurog jafnvel fráleitur en hann er kannski ekki eins fráleitur og halda mætti. Tína má til fjölmörg dæmi sem sýna að fólk upplifir sig oft á mörkum skáldskapar og veruleika. Fyrir skömmu var til að mynda viðtal á einni sjón- varpsstöðvanna við íslenska fjölskyldu sem hafði orðið vitni að því að sjá fjölmennt, vopnað lög- reglulið ráðast inn í hús nágranna síns. Hús- móðirinn sagði að fjölskyldan hefði fylgst grannt með aðgerðunum og bætti við: „Við sáum þetta í beinni útsendingu hér í stofuglugganum.“ Skömmu síðar hafði íslenskur maður, sem var í óða önn að bjarga eignum sínum frá því að fara á kaf í miklum flóðum suður í Evrópu, það á orði í samtali við íslenskan fjölmiðil að sér fyndist eins og hann væri í kvikmynd. Jafnvel á hættu- eða örlagastundum virðist veruleikinn láta undan. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.