Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 2002 5 vissu leyti til hins skáldaða heims, segir Walt- on. Þetta telur hann gagnlega nálgun, það er að segja að færa Kalla (okkur) nær skáldaða heiminum í stað þess að færa skáldaða heiminn nær okkur (eins og yfirleitt sé gert þegar leit- ast er við að skýra tilfinningaleg viðbrögð okk- ar við skáldskap). Þegar við ,,þykjumst“ verða hrædd og ,,þykjumst“ finna til erum við í raun að skálda og þar með eru þessi viðbrögð okkar orðin hluti af hinum skáldaða heimi. Tilfinn- ingaleg viðbrögð okkar við skáldskap eru skálduð. Þau eru ,,þykjustu“ viðbrögð og að því leyti verðum við sjálf ,,ekki raunveruleg“ þegar þau eru annars vegar. Þetta gerir það að verk- um, segir Walton, að okkur tekst að upplifa ná- in tengsl við skáldskap án þess að hægt sé að segja að um sjálfsblekkingu sé að ræða. Málflutningur Waltons er að ýmsu leyti sannfærandi. Ef samþykkt er að tilfinningaleg viðbrögð okkar við skáldskap séu ,,þykjustu“ viðbrögð er auðvelt að hrekja þá staðhæfingu Radfords að tilfinningaleg viðbrögð við skáld- skap bendi til skynsemisbrests, þar sem við- brögðin eru orðin sama eðlis og viðfang þeirra – það er að segja ,,skálduð“. Hins vegar hafa ýmsir átt erfitt með að kyngja þeirri skoðun Walton að umrædd viðbrögð séu ,,þykjustu“ viðbrögð. Þeirra á meðal er Alex Neill sem seg- ir rök Walton ósannfærandi. Neill færir rök fyrir því að Kalli sé ekki haldinn ,,þykjustu“ ótta, heldur sé hann í einskonar uppnámi eða sjokki. Neill tortryggir samlíkingu Waltons um hugarheim Kalla sem horfir á hryllingsmynd annars vegar og hugarheim þeirra sem leika leiki hins vegar. Hann bendir á að börnin með drullumallið og barnið og föðurinn í skrímsla- leiknum, séu innviklaðir í leikinn og upplifi þann heim sem býr í leiknum ,,innanfrá“. Kalli sé hins vegar ekki innviklaður í hryllingsmynd- ina á sama hátt og þannig geti hann ekki annað en upplifað þann heim sem býr í myndinni ,,ut- anfrá“. Auk þess efast Neill um að hægt sé að alhæfa út frá dæmi Weston og yfirfæra hug- myndir hans á aðrar tilfinningar. Umræðan um ,,skáldskaparþversögnina“ hefur orðið nokkuð heit á köflum, en margir virðast nokkuð hvekktir yfir því að Radford skuli halda því fram að jafn ,,eðlilegur“ hlutur og það að tárast yfir bók eða kvikmynd bendi til skynsemisbrests. Til dæmis segir Don Mann- ison að Radford ,,móðgi“ okkur þegar hann haldi því fram að menn séu ekki sjálfir sér sam- kvæmir þegar þeir upplifa tilfinnningar vegna skáldskapar og spyr hvort Radford haldi virki- lega að sérhvert tilfinningalegt viðbragð við listum sé óskynsamlegt. Mannison kemur fram með eigin lausn og segir að til viðbótar þeim hugrenningatengslum sem skáldskapur hrindi gjarnan af stað þá komi til sögunnar innlifun. Við setjum okkur í spor Önnu Karenínu og þannig er það að vorkenna henni ákveðin mynd af sjálfsvorkunn. Tilfinningar sem kvikna og tilfinningar sem vakna Eftir að hafa skoðað þá umræðu sem átt hef- ur sér stað vil ég gera tilraun til að koma fram með eigin lausn á vandanum. Mín tillaga er sú að lausnin felist í tveimur góðum og algengum sagnorðum: að kvikna og að vakna. Þannig vil ég halda því fram að þær tilfinningar sem við upplifum við raunverulegar aðstæður kvikni í brjóstum okkar, en að þær tilfinningar sem við upplifum við lestur skáldskapar vakni þar. Munurinn felst í því að tilfinningarnar sem kvikna eru nýjar og verða til vegna einhvers raunverulegs sem við upplifum, en tilfinning- arnar sem vakna eru tilfinningar sem við höf- um upplifað áður og koma aftur til okkar fyrir tilstilli einhvers hvata, í þessu tilfelli skáld- skapar. Þær ólíku tilfinningar sem við upplifum vegna skáldskapar eru ekki nýjar og ókunnar tilfinningar. Við höfum fundið þær áður, við hinar og þessar raunverulegu aðstæður, og efni skáldskaparins hverju sinni verður til þess að endurkalla þær. Þetta getur stafað af því að efnið minnir okkur á eitthvað sem við eða ein- hver sem við þekkjum hefur upplifað, eða af því að efnið kallar fram hugrenningatengsl og þar koma til sögunnar hugmyndir okkar um lífið og tilveruna, eða svokallaður ,,skilningur“ á tilver- unni, samanber Weston. Börn hafa til dæmis ekki sama skilning á dramatískum kvikmynd- um og fullorðnir. Barn grætur ekki yfir flókn- um tilfinningaátökum sögupersóna, þó svo að foreldrar þess geri það. Það er ekki fyrr en fólk hefur lífsreynslu til að samsama sig efninu og lifa sig inn í aðstæður að efnið snertir við því. Það er ekki hægt að vekja tilfinningar sem hafa aldrei kviknað í brjósti viðkomandi. Hægt væri að andmæla þessari fullyrðingu minni með því að benda á að stundum upplifir lesandi eða áhorfandi nýjar tilfinningar við lestur skáldskapar eða þegar horft er á leikrit eða kvikmynd. Augljóst dæmi um slíkt er barn sem aldrei hefur upplifað sorg vegna andláts einhvers nákomins, en grætur við lestur sögu þar sem barn missir ömmu sína eða sögu þar sem barn deyr af slysförum. Þar finnur barnið nýjar tilfinningar sem eiga sér enga samsvörun í reynsluheimi þess. Hins vegar má benda á að barnið hlýtur að hafa forsendur fyrir því að upplifa umræddar tilfinningar. Barnið þarf að hafa náð ákveðnum þroska til að saga þar sem andlát kemur við sögu hræri við tilfinningum þess. Barnið þarf að vita af tilvist dauðans og hvað það merkir þegar einhver deyr. Þegar barn heyrir sögu eða horfir á leikrit þar sem einhver deyr, getur barnið fyrir tilstilli ímynd- unarafls síns sett sig í þau spor að einhver ná- kominn sé horfinn úr lífi þess fyrir fullt og allt. Slík innlifun er á færi barns sem náð hefur ákveðnum þroska og skilningi á þeim hugtök- um sem um ræðir (hér dauða). Eins er ljóst að þær ólíku tilfinningar sem skáldskapur vekur kunna að lúta ólíkum lög- málum, en sú staðreynd hefur ekki verið fyr- irferðarmikil í þeirri umræðu sem hér var lögð til grundvallar. Þannig mætti jafnvel segja að þeir heimspekingar sem tóku til máls, hafi klæðskerasaumað dæmin sem þeir taka að hugmyndum sínum. Eins og Alex Neill bendir á er oft á tíðum erfitt að alhæfa út frá þeim dæmum af einstökum tilfinningum sem tekin eru í umræðunni. Dæmi Waltons af ótta (Kalla við slímið) er til að mynda tilvalið til styðja kenningu hans um þykjustu tilfinningar sem hann færir rök fyrir með samlíkingunni við leiki. Kalli setur sig í stellingar þegar hann Höfundur er BA í heimspeki „Hins vegar er ólíklegra að lesandi Önnu Karenínu sé miður sín yfir örlögum hennar í marga daga eða vikur eftir lestur bókarinnar.“ Þannig vil ég halda því fram að þær tilfinningar sem við upplifum við raun- verulegar aðstæður kvikni í brjóstum okkar, en að þær tilfinningar sem við upplifum við lestur skáldskapar vakni þar. horfir á hryllingsmyndina, hann veit að hann er að fara að horfa á ógnvekjandi mynd og er tilbúinn til að láta hárin rísa. Hins vegar er afar ólíklegt að hann myndi setja sig í sérstakar ,,grátstellingar“ áður en hann tæki Önnu Kar- enínu sér í hönd, einkum og sér í lagi ef hann veit ekki að sagan er dramatísk og harmþrung- in. Þá má einnig huga að eftirköstum þeirra til- finninga sem skáldskapur vekur og hversu ólík þau eru eftir því hvaða tilfinningar eiga í hlut. Margir kannast líklega við að hafa orðið myrk- fælnir eftir að hafa lesið draugasögu eða horft á draugamynd og getur slík myrkfælni jafnvel varað lengi. Hins vegar er ólíklegra að lesandi Önnu Karenínu sé miður sín yfir örlögum hennar í marga daga eða vikur eftir lestur bók- arinnar. Samúðin með Önnu Karenínu er bund- in við lestur bókarinnar. Þá má benda á að um- ræddur munur á eftirköstum ótta og samúðar við lestur skáldskapar er ekki til staðar við raunverulegar aðstæður. Samúð í raunveruleg- um aðstæðum varir, á meðan samúð með sögu- persónu gerir það ekki, eins og Radford bendir réttilega á. Þessi munur á áhrifum og eftirköst- um ólíkra tilfinninga (þegar skáldskapur á í hlut annars vegar og raunveruleiki hins vegar) rennir stoðum undir það að ekki sé hægt að leysa vandann með skýringum þar sem alhæft er um allar tilfinningar út frá einstökum dæm- um, sbr. gagnrýni Neills. Að lokum skal vikið að fullyrðingunni sem var kveikjan að þessari umræðu. Er það rétt hjá Radford að sú staðreynd að fólk verði til- finningalega hrært fyrir tilstilli skáldskapar bendi til skynsemisbrests? Samkvæmt Rad- ford felst ósamkvæmni í því að finna raunveru- lega til yfir einhverju sem er ekki raunveru- legt. Walton samþykkir það og reynir að snúa sig út úr vandanum með því að segja að við finnum ekki raunverulega til. En Radford held- ur því ætíð til streitu að við finnum raunveru- lega til og ítrekar jafnframt markvisst að við finnum til vegna sjálfra sögupersónanna, en ekki annarra í þeirra sporum. Ég er sammála Radford, við finnum raunverulega til og við finnum til með sjálfum sögupersónunum. En þó aðeins og eingöngu vegna þeirra tilfinninga sem við höfum áður fundið við raunverulegar aðstæður. Tilfinninga sem skáldskapurinn vek- ur. Þá koma hugrenningatengsl og ímyndunar- afl líka til sögunnar, sem gera það að verkum að ólíkar aðstæður, raunverulegar og óraun- verulegar, geta vakið upp sambærilegar til- finningar. Það er að mínu mati engin ósamkvæmni fólgin í því að upplifa aftur tilfinningar sem við eigum í brjósti okkar þegar við erum minnt á það sem kveikti þær upphaflega. Ég sé heldur ekki að það sé merki um ósamkvæmni að ímyndunaraflið tengi tilfinningar manns við þær myndir sem skáldskapur dregur upp af líf- inu. Því þrátt fyrir að Anna Karenína sé ,,per- sóna“ er hún eftir sem áður mynd sem Tolstoy dregur upp. Mynd sem hefur vísanir og skír- skotanir í allar áttir og mynd sem hver og einn lesandi gæðir ólíkri merkingu þegar hann skoðar hana með eigin augum. Sú reynsla sem litar sýn lesandans er ekki síst tilfinninga- tengd. Tilfinningaleg reynsla skiptir sköpum þegar tilfinningaleg áhrif skáldskapar eru ann- ars vegar, samanber dæmið af barninu sem tárast hvorki né finnur til yfir kvikmyndinni sem foreldrar þess gráta yfir. Fyrir tilstilli ímyndunaraflsins sem tengir áður þekktar tilfinningar okkar við þær mynd- ir sem dregnar eru upp í skáldskap, tel ég óhætt að fullyrða að það feli ekki í sér ósam- kvæmni að upplifa tilfinningar fyrir tilstilli skáldskapar, heldur sé það hinn sjálfsagðasti og eðlilegasti hlutur. Þar er verið að bregðast við fyrri reynslu á nýjan hátt, hið óraunveru- lega vekur það sem hið raunverulega eitt sinn kveikti. Því veldur mér trega tónanna slagur, sem töfrar og dregur og er svo fagur? Ég veit það og finn, hvers sál mín saknar. Söngvanna minning af gleymsku raknar. Ómur af lögum og brot úr brögum, bergmál frá ævinnar liðnu dögum, af hljómgrunni hugans vaknar. Úr Í Dísarhöll eftir Einar Benediktsson. Greinin er skrifuð upp úr lokaritgerð höf- undar við Háskóla Íslands sem unnin var undir leiðsögn Þorsteins Gylfasonar. Heimildir: Mannison, Don. ,,On Being Moved by Fiction“, Philo- sophy 60, 1985, bls. 71–87. Neill, Alex. ,,Fear Fiction and Make-Believe“, Journal of Aesthetics and Art Criticism 49, 1991, bls. 47–56. Radford, Colin. ,,How Can We Be Moved by the Fate of Anna Karenina? I“, Proceedings of the Aristotelian Society, Supplementary Volume 49, 1975, bls. 67–80. Walton, Kendall. ,,Fearing Fictions“, Journal of Philo- sophy 75, 1978, bls. 5-27. Weston, Michael. ,,How Can We Be Moved by the Fate of Anna Karenina? II“, Proceedings of the Aristotelian Society, Supplementary Volume 49, 1975, bls. 81–93.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.