Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 2002 13
Í NÝLIÐINNI viku birtist í Fin-
ancial Times grein þar sem
fjallað er um áhrif hryðjuverka-
árásanna á
World Trade
Center í New
York á listalíf
borgarinnar.
Þar kemur
fram að áætlað
er að listaverk
að virði 200
milljónir
Bandaríkjadala
hafi glatast í
hörmungunum sem urðu við
árásirnar. Huggun harmi gegn
er þó björgun risavaxins brons-
skúlptúrs eftir Kritz Koenig sem
stóð á Trade Center Plaza, torgi í
miðju byggingarsvæðis Tvíbura-
turnanna. Það að höggmyndin
skyldi hafa staðið af sér hrun
turnanna þykir að mörgu leyti
táknrænt þar sem listaverkið var
unnið á sjöunda áratunum sem
nokkurs konar tákn friðar á jörð.
Verkinu hefur nú verið komið
fyrir í Battery Park á Manhattan,
þar sem það stendur sem tákn
fyrir þolgæði andans og frið-
arvon, að því er segir í Financial
Times.
Nú ári eftir árásina á New
York hefur verið hrint af stað
ýmsum átökum til þess að end-
urvekja hið iðandi alþjóðlega
listalíf sem var einkenni borgar-
innar. Wall Street Rising er yfir-
skrift sýningar á verkum 100
heimsfrægra listamanna, sem
haldin verður í nokkrum húsum í
fjármálahverfi borgarinnar. Þá
hafa tekið til starfa samtökin Art
for a Better New York (ABNY)
(List fyrir betri New York) sem
leggja til listaverk á opinbera
staði í borginni.
List eða prakkarastrik?
SÝNINGARGESTUM spænska
myndlistarmannsins Santiago
Sierra brá heldur betur í brún
þegar þeir voru óafvitandi gerðir
að hluta af sýningu listamanns-
ins. Atvikuðust málin svo að væn-
um hópi listunnenda var boðið á
opnun sýningar Sierra í nýju
útibúi Lisson-gallerísins í Lond-
on. Þegar á sýninguna var komið
var húsið lokað og læst. Sýning-
argestir brugðust margir hverjir
ókvæða við enda margir mikils-
metnir aðilar í hinum alþjóðlega
myndlistar- og viðskiptaheimi.
Hugmynd listamannsins var
engu að síður sú að gera sýning-
argesti að hluta af gjörningi sem
tjáði reiði og ergi í garð þess að
koma að lokuðum dyrum. Mun
verkið ekki síst búa yfir skírskot-
unum til þjóðfélaga sem búa við
minni stöðugleika en flest vest-
ræn samfélög. Áhrif gjörningsins
munu hafa orðið mikil, en skv.
Nicholas Logdail, stjórnanda Lis-
son-gallerísins, hafa honum bor-
ist kvartanir og skammir en einn-
ig forvitnislegar fyrirspurnir og
hrós í kjölfar opnunar eða öllu
heldur lokunar sýningarinnar.
Santiago Sierra er umdeildur
listamaður og hefur oft valdið
fjaðrafoki með listsköpun sinni,
nú síðast með sýningu í Birming-
ham þar sem eitt verkanna sýndi
karlmenn í kynferðislegum at-
höfnum. Þá hneykslaði Sierra
marga með verki er sýndi lista-
manninn brenna húðflúr á bak
vændiskvenna og eiturlyfjafíkla
gegn loforði um að launa greið-
ann með eiturlyfjum.
Sýningin í Lisson sem ber tit-
ilinn „Space Closed By Corrug-
ated Metal“ (Lokað rými með
bárujárni) mun standa lokuð og
læst fram til 10. október. Að sögn
aðstandanda mun hið nýja útbú
Lisson-gallerísins þó opna dyr
sínar hinn 16. október, og verður
Santiago Sierra þá með sýningu
innandyra.
Björgun högg-
myndar Koenig
ERLENT
11. september
2001.F
YRSTA frumsýning Þjóðleikhúss-
ins í vetur verður á Litla sviðinu í
kvöld, þegar sýnt verður nýtt leik-
rit, Viktoría og Georg eftir Ólaf
Hauk Símonarson. Verkið er
dramatísk ástarsaga, byggð á
skammvinnu en ástríðufullu sam-
bandi sænsku skáldkonunnar
Victoriu Benedictsson, og danska bókmenntajöf-
ursins Georgs Brandes. Bæði voru þau vinir
Strindbergs og Ibsens og hrærðust í umræðu
listamanna þess tíma um heimspeki og menningu
og frelsi listamannsins til tjáningar hugmynda
sinna. Viktoría og Georg voru bæði gift, en sam-
band þeirra var þrungið ólgandi tilfinningum,
þar sem tekist var á um listina og ástina, kven-
frelsi og völd. Viktoría hélt dagbók, og er efnivið-
ur leikritsins að mestu sóttur í þær.
Sagan gerist í Kaupmannahöfn, þar sem Vikt-
oría býr á hótelherbergi, fjarri eiginmanni sín-
um. Viktoría berst fyrir lífi sínu sem rithöfundur,
þráir þá viðurkenningu en skrifar undir dulnefni
karlmanns. Fortíð hennar er óljós, en lesa má úr
verkinu, að hún hafi verið bæði erfið og sársauka-
full, og sjálf hefur hún þurft að ganga í gegnum
erfið veikindi, sem hafa gert hana líkamlega fatl-
aða. Í Georg sér hún mikilmenni sem nýtur allrar
þeirrar viðurkenningar sem hún þráir. En ást
hennar á Georg er ekki bara ást á því sem hún
sjálf vildi vera. Viktoría þráir líka líkamlega ást,
og á í hörðu sálarstríði, þar sem takast á þau
gamaldags viðhorf sem hún er sjálf alin upp við,
og hugmyndir Georgs um kvenfrelsi og frjálsar
ástir.
Herbergisþerna Viktoríu, Ingeborg er ung og
falleg, og trúlofuð pilti sem segist elska hana.
Samband hennar og Viktoríu er mjög sérsakt.
Ingeborg lítur upp til Viktoríu og dáist að því að
hún skuli leyfa sér að brjótast út úr viðteknu
kvenhlutverki og skrifa bækur. En Ingeborg vill
ekki bara vera elskuð sem falleg kynvera – hún
þráir frá maka sínum það sem hún sér í andlegu
sambandi Viktoríu og Georgs. En grunur áhorf-
andans er auðvitað sá að innst inni öfundi Vikt-
oría Ingeborg af því að vera elskuð fyrst og
fremst sem kona. Georg gefur Viktoríu bókina
Kvenfrelsi og hvetur hana til dáða á ritvellinum,
en viðbrögð hans við skrifum hennar verða henni
mikil vonbrigði. Sagan er séð fyrst og fremst frá
sjónarhóli Viktoríu, en persóna Georgs Brandes
er engu að síður mjög nálæg. Tilfinningarnar eru
miklar og krauma á öllum vígstöðvum.
„Hálfgerð blóðsuga“
Með hlutverk Viktoríu og Georgs fara þau
Guðrún S. Gísladóttir og Þröstur Leó Gunnars-
son, en Nanna Kristín Magnúsdóttir er í hlut-
verki Ingeborgar.
„Við höfum verið að ræða það að Georg Brand-
es sé þarna eins og poppstjarna síns tíma,“ segir
Guðrún Gísladóttir. „Ég held að Viktoría vilji
vera eins og hann. Ég hef ekki komist til botns í
þessu, en tilfinningalega finnst mér hún vera
hálfgerð blóðsuga. Hún vill vera hann, eða vill að
hann geri sig mikla. Ég veit ekki hvort þetta er
ást eða mannát. Viktoría er vægast sagt sér-
kennilega saman sett persóna.“ Þröstur Leó seg-
ir að það sé greinilega margt sem dragi Georg að
Viktoríu. „Á þessum tíma var ekkert algengt að
konur væru að skrifa, og þær sem það gerðu
skrifuðu oft undir dulnefni. Hann sér eitthvað í
henni, einhverja hæfileika, og það sem gerir það
að verkum að hann kemur aftur og aftur til henn-
ar er það að það kviknar í honum einhver for-
vitni. Hann er mjög mikill kvennamaður, en Vikt-
oría er mjög skrýtinn karakter. Hún bregst allt
öðruvísi við honum en allar þessar konur sem
hann er búinn að leggja. Hún er honum bara erf-
itt verkefni; – hár hamar að klífa,“ segir Þröstur
Leó. „En það skapast einhver trúnarður á milli
þeirra og þess vegna sækir hann til hennar aftur
og aftur. Hann á athvarf hjá henni, og eins og
hann segir, þá finnst honum sér mikils virði að
geta talað við hana í trúnaði,“ „enda veitir hún
honum ómælda aðdáun,“ bætir Guðrún við. „Og
það er alls ekki slæmt fyrir mann með svona mik-
ið sjálfsálit og er þessi hrokagikkur.“ Samband
Viktoríu og Ingeborgar er sérstakt, og Viktoría
tekur það upp hjá sjálfri sér að kenna henni að
lesa, og lánar henni kvenréttindabókina. Guðrún
segir að ef til vill sé Viktoría undir niðri að búa
hana undir að verða einhvers konar staðgengill
sinn. „Hún hefur vald yfir Ingeborg, og ímyndar
sér einhvern veginn að hún geti gert það sem hún
getur ekki sjálf. Hún etur henni fram eins og tafl-
manni. En Ingeborg er í raun eina manneskjan
sem Viktoría umgengst að ráði.“
Leikrit Ólafs Hauks hafa verið sýnd víða en
fyrsta leikrit hans sem tekið var til sýninga í
Þjóðleikhúsinu var þríleikurinn Milli skinns og
hörunds sem sýndur var árið 1984. Í kjölfarið
fylgdu Bílaverkstæði Badda, Hafið, Gauragang-
ur, Þrek og tár, Kennarar óskast og Meiri gaura-
gangur. Hafið hlaut Menningarverðlaun DV
1993, var tilnefnt til Norrænu leikskáldaverð-
launanna og valið til sýningar á leiklistarhátíð-
inni í Bonn. Ólafur Haukur hefur skrifað handrit
tveggja kvikmynda, sem báðar eru byggðar á
leikritum eftir hann. Kvikmyndin Ryð er frá 1990
og Hafið var frumsýnt í vikunni.
Leikstjóri Viktoríu og Georgs er Hlín Agnars-
dóttir. Viðtal við höfundinn, Ólaf Hauk Símonar-
son verður í blaðinu á morgun.
„Veit ekki hvort þetta
er ást eða mannát“
EIRÍKUR Smith listmálari opnar sýningu á nýj-
um málverkum í Hafnarborg í dag kl. 15. Verk-
in hefur hann málað á síðustu tveimur árum.
Eiríkur er meðal þekktustu listmálara landsins
og eftir hann liggur mikill fjöldi verka, bæði í
einkaeign og á söfnum og stofnunum innan
lands sem utan.
Árið 1990 gaf Eiríkur til listasafns Hafnar-
borgar hátt á fjórða hundrað verk, olíumál-
verk, vatnslitamyndir og teikningar, en þessi
verk spanna hálfrar aldar feril hans sem list-
málara. Sýning á úrvali verka hans var sett upp
á því ári, en reglulega eru sýnd í Hafnarborg
verk úr gjöfinni, auk þess sem verk hafa verið
lánuð á sýningar til annarra safna hér heima
og til sýningar á söfnum erlendis. Eiríkur sýndi
verk sín í Hafnarborg árið 1995 og 1998. Hann
hefur haldið fjölda sýninga hér heima og einnig
erlendis, t.d. í Þýskalandi, Danmörku og víðar.
Gefin verður út bók í tilefni sýningarinnar.
Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga
frá kl. 11-17 og lýkur 7. október.
Eiríkur Smith sýnir ný málverk
Eiríkur Smith við verk sín í Hafnarborg.
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Leikendur: Guðrún S. Gísladóttir, Þröstur
Leó Gunnarsson og Nanna Kristín Magn-
úsdóttir
Tónlist: Jóhann Jóhannsson
Lýsing: Ásmundur Karlsson
Leikmynd og búningar: Rebekka A. Ingi-
mundardóttir
Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir
Viktoría og Georg
Morgunblaðið/Þorkell
Herbergisþernan Ingeborg; Nanna Kristín Magnúsdóttir, og Georg; Þröstur Leó Gunnarsson.