Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 2002 BRESKI rithöfundurinn Iain Banks hefur sent frá sér nýja skáldsögu þar sem m.a. er fjallað um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Nefnist hún Dead Air (Stilla) og er tíunda skáldsaga höfundarins. Iain Banks er fæddur í Skot- landi árið 1954. Eftir útkomu skáldsögunnar The Wasp Fact- ory árið 1984 varð Banks í senn umdeildur og umræddur höf- undur. Síðan hefur hann skipað sér í röð athyglisverðustu sam- tímarithöfunda Bretlands með skáldsögum á borð við Complic- itiy, The Bridge og The Crow Road sem vinsæl sjónvarps- þáttaröð var gerð eftir. Banks hefur einnig sent frá sér vís- indaskáldsögur undir höfund- arnafninu Iain M. Banks. Í ritstjórnarumsögn á breska Amazon segir að Dead Air sé besta bók Iain Banks enda vaxi honum ásmegin sem rithöfundur með hverju verki. „Dead Air er bókmenntaviðburður,“ segir á bókmenntavefnum. Í skáldsögum sínum skapar Banks myrka en fagra textaheima, skrifaða á listi- legu tungumáli, er fjalla oft um persónur sem eru vægast sagt upp á kant við samfélagið. Ken Nott, aðalpersóna nýjustu skáld- sögunnar mun vera af því tagi, er róttækur tónlistaráhugamaður sem býr í yfirgefinni verksmiðju í London. Dag einn hringir síminn og er Nott sagt að kveikja á sjón- varpinu, því flugvél hafi rétt í þessu verið að fljúga inn í World Trade Center. Eftir það breytist tilvist persónunnar algerlega. Ný skáldsaga frá Margaret Drabble ÚT ER komin ný skáldsaga eftir breska rithöfundinn Margaret Drabble. Nefnist hún Seven Sist- ers (Sjö syst- ur) og fjallar um miðaldra konu sem er nýfráskilin og stendur á erf- iðum tímamót- um í lífi sínu. Skrifar per- sónan tölvu- dagbók en af- sakar þó „þann vonleysislega og bitra vælutón sem hún virðist hafa tileinkað sér.“ Skáldsagan Seven Sisters er samkvæmt um- sögnum snjöll og hnyttin. Margaret Drabble er einn þekktasti kvenrithöfundur Breta. Hún er fædd í Sheffield í Englandi árið 1939 og nam bók- menntir við Oxford-háskóla. Hið hefðbundna breska líf er við- fangsefni skáldsagna hennar, meðal þeirra má nefna The Peppered Moth, The Witch of Exmoor og The Millstone. Drabble er ritstjóri bókmennta- vísins The Oxford Companion to English Literature. Margaret Drabble er systir skáldkonunnar A.S. Byatt. Dorian Gray endurunninn RITHÖFUNDURINN Will Self hefur skrifað skáldsögu sem er nokkurs konar úrvinnsla á einu af lykilverkum breskra nútíma- bókmennta, þ.e. The Picture of Dorian Gray eftir Oscar Wilde. Nefnist skáldsagan Dorian: An Imitation (Dorian: Eftirherma) og þar fléttar höfundurinn um- fjöllun um upphaf eyðnifarald- ursins inn í söguefnið. Sagan hefst árið 1981 og lýsir kreppum níunda og tíunda áratugarins, og á þeim tíma eldist ein aðal- persónan Dorian nokkur Gray ekki um dag að því er virðist. ERLENDAR BÆKUR Banks fjallar um 11. september Margaret Drabble Í MORGUNBLAÐINU birtist eftirfarandi smáfrétt um daginn: „Gluggalist. Óvenju- leg listsýning er nú haldin í glugga Blink gallerísins í Soho í Lundúnum. Innan við gluggann hefur verið komið fyrir hjóna- rúmi í rauðbleiku umhverfi, á vegg er smokkasjálfsali og í rúminu liggja Max Whatley og Meg Zakreta. Þar munu þau dvelja í viku og borða, sofa og njóta ásta. Lista- verkið, sem er eftir Liam Yaetes, er hluti af sýn- ingu sem nefnist Engar hindranir. Á myndinni sjást skötuhjúin í rúmi sínu í sýningargluggan- um.“ Þessi frétt er merkileg fyrir margra hluta sak- ir. Í fyrsta lagi er talað um að hér sé óvenjuleg listsýning á ferð. Sú er ekki raunin því hugmynd- in að verkinu er ekki einu sinni frumleg. Lista- menn hafa áður stillt sér upp í afmörkuðu rými / rúmi og nægir að nefna Lennon-jónin í því sam- bandi. Þau höfðu yfirlýstan og stjórnmálalegan tilgang með rúmlegu sinni forðum og var litið á gjörninginn sem framlag í þágu heimsfriðar og er enn í minnum haft. Annað sem vekur athygli í fréttinni er sviðsetningin, hið „rauðbleika um- hverfi“ og smokkasjálfsalinn í herberginu. Ýmsar spurningar vakna: Af hverju er parið ekki í eld- húsinu, vinnunni, við barnauppeldi eða fé- lagsstörf? Er það vonin um að sjá parið í ástarleik sem dregur að sér sýningargesti? Er meiningin að svala gægjufýsninni? Er verið að veita aðgang að kynlífi undir merkjum fagurfræði og listar? Loks er það eftirtektarvert að parið er nafngreint kirfilega – ætli einhver þekki þau Max og Meg sem kúra í glugga í Soho? En aðalbrandarinn er sá að „verkið“ skuli vera hluti af sýningunni Eng- ar hindranir um leið og sýningargripirnir lifa ein- hvers konar sýndarlífi, ósnertanlegir, á bak við gler. Sýningin í Soho minnir á veruleikasjónvarp þar sem hægt er að fylgjast með daglegum athöfnum þekktra sem óþekktra einstaklinga. Allir vilja fylgjast með Ann Nicole Smith bursta í sér tenn- urnar og grípa í bók fyrir svefninn, allir vilja sjá hvernig venjulegum pörum reiðir af á Freistinga- eyju þar sem bolabrögðum er beitt til að leysa upp ástarsambönd þátttakenda og farið með þá út á ystu nöf tilfinninganna. Í Soho er hægt að horfa á parið „live“ í einhvers konar sýndarveruleika. Sýningarglugginn er í engu frábrugðinn tölvu- skjánum. Allt er svo raunverulegt að það rennur saman; sýnd og reynd; list og veruleiki. Í um- ræddri gluggalist felst það sama og í list aldanna yfirleitt; að leggja fram einhvers konar endur- speglun á raunveruleikanum sem allir vita að er fals en gangast samt inn á vegna hinnar listrænu upplifunar. En það sem maður saknar í Soho er dulúðin, tvíræðnin, túlkunin og fegurðin í listinni. Á meðan Bretarnir öðlast augnabliksfrægð fyr- ir tiltæki sitt í Blink-galleríinu óttast Danir að þúsunda eiginhandarrita H.C. Andersen bíði þau örlög að verða að dufti, eins og segir í annarri smáfrétt í Fréttablaðinu. Skáldið góða notaði ódýrt blek sem étur upp pappírinn og handrit meistarans morkna æ meir á degi hverjum. Það er forgangsverkefni hjá danska ríkinu að bjarga handritunum og er nefnd á vegum menntamála- ráðuneytisins að störfum til finna út hvernig forða megi orðum meistarans á 8.000 blaðsíðum frá glötun. En þótt síðurnar sáldrist í vindinn lifir list H.C. Anderens í sjálfsmynd þjóðar og menning- arsögunni allri um aldir meðan gínurnar í Soho er gleymdar um leið og gengið er hjá glugganum. FJÖLMIÐLAR GLUGGAGÆGJUR Í SOHO Í umræddri gluggalist felst það sama og í list aldanna yfirleitt; að leggja fram einhvers konar endurspeglun á raunveruleik- anum sem allir vita að er fals en gangast samt inn á vegna hinnar listrænu upplifunar. S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R I„Þungt er mér stundum að verða að hata Dani,“sagði Gísli Brynjúlfsson í Dagbók í Höfn. Í sam- nefndri grein í Lesbók í dag eru dregnar fram lítt þekktar heimildir um samskipti íslenskra Hafn- arstúdenta og Dana á nítjándu öldinni. Þar kem- ur vel fram hversu viðkvæmt en jafnframt flókið þetta samband var. Danir þoldu ekki Íslendingana sem fengu ótakmarkaðan aðgang að Garði sam- kvæmt konungsskipun og Íslendingar höfðu til- einkað sér Danahatur í sjálfstæðisbaráttunni, það var þáttur í hugmyndalegri innprentun samtím- ans, þjóðir urðu að bíta af sér „kúgara“ sína hvað sem það kostaði. IILífið á Garði er raunar ákaflega áhugaverðurkafli í sögu nítjándu aldarinnar en þar gistu margir af fremstu andans mönnum þjóðarinnar á þeim tíma, skáld, sjálfstæðishetjur og embættis- menn. Garðslífið var þó ekki til neinnar fyrir- myndar, svo sem kunnugt er, þar var „kjaftað. Et- ið. Slórt“, eins og Gísli segir í dagbók sinni. Margir þeirra ungu manna sem héldu utan til að mennt- ast týndu sér í drykkju og öðrum ólifnaði og náðu aldrei að klára eitt eða neitt við skólann. Sumir héldu aftur heim hálfónýtir af drykkju og skuldum vafðir. Sumir dóu drottni sínum í sollinum eða drekktu sér vonstola í síkinu. IIIDanir á Garði voru ekki alls kostar ánægðirmeð félagsskapinn af Íslendingunum og þóttu þeir heldur slarksamir og lítt siðprúðir. Dönum þótti líka erfitt að kyngja því að Íslendingar skyldu hljóta Garðvist burt séð frá því hvort þeir stóðu sig í námi eða ekki. Danir voru hins vegar valdir úr mjög stórum hópi. Eins og Björn Th. Björnsson rekur í bók sinni, Á Íslendingaslóðum í Kaup- mannahöfn (1991), voru mörg kvörtunarbréf rit- uð um að ótakmörkuð inntaka Íslendinga á Garð væri ósanngjörn. Bent var á að Íslendingarnir væru hlutfallslega margfalt fleiri en Danir, fjórfalt fleiri en þeir ættu með réttu að vera. Enn fremur er bent á að á hverju ári fari einn eða fleiri Íslend- inga „í hundana“, auk allra hinna sem aldrei ljúki prófi. Áratuginn 1847 til 1857 er til dæmis sagt í einu þessara bréfa að 43 Íslendingar hafi búið á Garði en aðeins 12 tekið próf. Áratuginn 1891 til 1900 var ástandið, að sögn, með þeim hætti að 87 Íslendingar voru á Garði, 32 þeirra luku námi, 17 þurftu að halda áfram, 29 hurfu heim próflausir og 9 dóu frá náminu. Enn fremur fundu bréfrit- arar að því óréttlæti að synir auðmanna á Íslandi gengju fyrir fátækum Dönum um Garðvist. Ekkert tillit var hins vegar tekið til þessara umkvartana, ef þær á annað borð bárust alla leið upp í kans- ellíið, enda var það konungleg ákvörðun að Íslend- ingar skyldu ganga fyrir á Garði, eins og segir í bók Björns Th. IVEins og sannast í frásögn þeirri sem birt er íLesbók í dag af samskiptum Íslendinga og Dana á Garði voru þau ekki öll á þennan veg. Það átti líka eftir að koma enn betur í ljós að fáir áttu sér betri „kúgara“ en Íslendingar í þessum heimi. NEÐANMÁLS STJÓRNARANDSTÆÐINGAR á al- þingi gagnrýna oft mennta- málaráðherra og ríkisstjórnina fyrir meint afskipti af Ríkisútvarpinu. Hitt má heldur ekki gleymast, að rík- isvaldið ætti alls ekki að skipta sér af dagskrá einkarekinna fjölmiðla. Það er hvorki ríkisvaldsins að ákveða hvort SkjárEinn sýnir Judging Amy eða Derrick. Því síður er það hlutverk þingmanna að ákveða hvort Vinir tala á íslenska eða ameríska tungu, þegar þeir birtast áhorfendum Stöðv- ar 2. Íslenskir sjónvarpsáhorfendur geta sjálfir ákveðið hvers kyns sjón- varpsefni þeir kjósa. Ef sjónvarps- stöðvarnar sýna ekki efni sem er neyt- endum boðlegt, þá slökkva þeir einfaldlega á imbanum. Í kjölfarið verða rekstraraðilar af tekjum. Það kemur stjórnvöldum einfaldlega ekki við hvar sjónvarpsþættirnir á Stöð 2 og SkjáEinum eru framleiddir, né á hvaða tungumáli þeir eru. Jón Hákon Halldórsson Frelsi.is www.frelsi.is Opinberunarbók Ruperts Thomson Gætirðu tjáð þig um tilurð verksins? Er það byggt að einhverju leyti á raunverulegum atburðum? Hófstu handa með það fyrir augum að kanna afleiðingar kynferðislegs of- beldis? RT: Vanalega býr bók í kollinum á mér í nokkurn tíma áður en ég byrja að vinna að henni, hún er í hugskoti mínu og eftir því sem mánuðir líða, eða stundum jafnvel ár, tekur hún að breytast, vaxa - þroskast. Þetta ferli er merkilega lífrænt. En með Opinber- unarbókina átti þetta sér ekki stað. Það var engin frjóvgun, að minnsta kosti ekki mér vitanlega. Bókin var bara skyndilega til staðar. Raunar leið ekki meira en sólarhringur frá því að ég vissi að bókin væri til staðar og þangað til ég hófst handa við hana og fyrsta uppkastið kom mjög fljótt. Ég byrjaði að skrifa 1. október 1995 og 29. október hafði ég lokið því. Hundrað fjörutíu og þrjár síður á 29 dögum. Þetta var upplifun í anda William Faulkner (en hann er sagður hafa skrifað As I Lay Dying á sex vik- um - nema hvað hann skrifaði alla bókina á þeim tíma en ég var aftur tvö ár að fullvinna Opinberunarbókina). Kistan.is www.visir.is/kistan Ingvar kallar fram tár Að lokum ber að nefna þann ágæta leikara sem leikur Viktor Gor- elov vélstjóra en það er Ingvar Sig- urðsson. Hann hefur það fram yfir aðra leikara að tala ensku með ís- lenskum hreim sem hljómar mjög rússneskur ef maður ekki veit betur. Hann stóð sig með prýði og fær eitt gott hetjuatriði sem blés áhorfendum í Regnboganum mikilli ættjarðarást í brjóst og ekki er laust við að tár hafi blikað á kinnum hér og þar um salinn. Katrín Jakobsdóttir Múrinn www.murinn.is RÍKI OG FJÖLMIÐLAR Morgunblaðið/Kristinn Land, þjóð og rafmagn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.