Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Side 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 2002 Þ AÐ mætti halda að J.M. Coetzee hefði skrifað nýju bókina sína, Youth, í skini rússaperu, svo hráar og miskunnarlausar eru lýsingarnar í henni. Fátt ef nokkuð er til marks um að látið sé undan tilhneigingu ævisagna- ritarans til að fegra fortíðina og á stundum er manni næst að halda að höfund- urinn fyrirlíti sjálfan sig. Hann grípur meira að segja til ráðstafana til að firra sig þessum forvera sínum, skrifar um hann í þriðju per- sónu og lætur eins og hann sé að semja skáld- sögu. Gagnrýnendur eru þó sammála um að hér sé Coetzee sjálfur undir smásjánni og að Youth sé framhald hinnar vel heppnuðu Boyhood: A Memoir, eins og titlarnir benda reyndar til. En mikið er stundum erfitt að ímynda sér að sú innhverfa, uppburðarlitla og allt að því fráhrindandi persóna sem læðist um síður þessarar bókar skuli hafa orðið að þeim virta rithöfundi sem Coetzee er óneitanlega orðinn eftir að hafa hreppt hin virtu Booker- verðlaun tvisvar. John Micahel Coetzee (frb. Kútsíe) er fædd- ur í Suður-Afríku árið 1940 og hefur því lifað tímana tvenna í heimalandi sínu. Hann nam málvísindi og stílfræði við University of Texas og skrifaði þar doktorsritgerð um Samuel Beckett. Eftir það kenndi hann við University of New York í Buffalo en sneri heim til Suður- Afríku 1971 og kenndi til skamms tíma við University of Cape Town þar sem menn á borð við André Brink og Breyten Breytenbach voru meðal samkennara hans. Fyrsta skáld- verk hans, Dusklands, kom út árið 1974, en síðan hefur hann skrifað einar sjö skáldsögur, auk endurminningabóka og ritgerðasafna. Hann býr nú í Adelaide í Ástralíu eftir að hafa dvalið til skiptis í Chicago og Höfðaborg und- anfarin ár. Coetzee vakti fyrst verulega athygli um- heimsins árið 1983 en þá hreppti hann Book- erverðlaunin fyrir Life & Times of Michael K, martraðarkennda allegoríu um ástandið í Suð- ur-Afríku aðskilnaðarstefnunnar. Þar er þel- dökkur fátæklingur með skarð í vör á ferð um landið, hyggst forða aldraðri og sjúkri móður sinni frá stríðshrjáðum borgum með því að fara með hana upp í sveit. Hremmingarnar sem hann lendir í afhjúpa síðan heldur óhugn- anlegt þjóðfélagsástand. Þetta er saga af manni sem dregst inn í stríð sem hann skilur ekki og eins og nafn hans bendir til svífur andi Kafkas hér yfir vötnunum með tilheyrandi firringu. Árið 1999 varð Coetzee síðan fyrstur manna til að hljóta Bookerverðlaunin öðru sinni, í það skipti fyrir mun aðgengilegri bók, Disgrace, en hún kom út í íslenskri þýðingu árið eftir undir heitinu Vansæmd. Á yfirborðinu er Van- sæmd saga af háskólaprófessor sem gerður er brottrækur fyrir að nýta aðstöðu sína til að hafa kynmök við nemanda. Eins og Michael K. flýr hann borgina og heldur upp í sveit til dótt- ur sinnar sem rekur lítinn búgarð ásamt svert- ingja nokkrum. Þar kynnist hann nýjum valdahlutföllum og hlýtur sársaukafulla end- urhæfingu í Suður-Afríku eftir aðskilnaðar- stefnu. Þetta er snjöll bók sem býður upp á marga túlkunarmöguleika. Ljós ástar og listar Í Boyhood, sem kom út árið 1997, fjallar Coetzee um árin frá 10 til 13 ára, uppvaxtarár sín í Worcester og Höfðaborg. Eins og Youth er þessi bók skrifuð í þriðju persónu og óhætt að segja að höfundurinn strammi sig af hvað tilfinningasemi varðar; þykir sumum nóg um. Útkoman er samt stílhrein og á stundum afar átakanleg frásögn. Einna minnisstæðastar eru myndirnar sem Coetzee dregur upp af veiklyndum föður sínum, lögmanni sem verð- ur fórnarlamb þjóðfélagsaðstæðna, fellur síð- an fyrir Bakkusi og leiðir að lokum hörmungar yfir fjölskylduna með því að misnota sjóði sem honum hafði verið treyst fyrir. Faðirinn hlýtur að launum megna fyrirlitningu sonarins sem kallar hann „that man“ til að firra sig föð- urómyndinni. Í Youth tekur Coetzee aftur upp þráðinn þegar hann er 19 ára og fjallar um árin fram að 24 ára aldri. Hinn 19 ára Coetzee er fluttur að heiman, til að sleppa frá því þrúgandi ástandi sem ríkir á heimilinu, stundar háskóla- nám í stærðfræði og vinnur fyrir sér með kennslu og yfirsetu á bókasafni. Hann minnist ekki á föður sinn, sem kemur ekki á óvart, en virðist vera mikið í mun að slíta sig frá elsk- andi en kannski full umhyggjusamri móður sem hann hefur ekki sýnt neitt annað en kulda alla tíð. Honum er mikið í mun að öðlast sjálf- stæði en finnst hann samt vera barn ennþá og veltir fyrir sér hvað muni gera hann að manni. Hann er helst á því að ástin muni koma honum til bjargar, er þess fullviss að hin heittelskaða verði ekki lengi að sjá eldinn undir dauflegu fasi hans og leiði hann þannig að „ljósi ást- arinnar, ljósi listarinnar“ (3). Þó að hann stundi nám í stærðfræði hefur hann ákveðið að verða listamaður og fyrir áhrif frá Picasso og ástkvennastandi hans telur hann ástina og listina vera af sama meiði. Þessi meinta sam- fléttun ástar og listar verður síðan að leið- arminni í bókinni, hann bíður stöðugt eftir því að ástin muni drepa ljóðskáldið úr dróma. En þó að pilturinn sé í tygjum við stúlkur lætur ástin á sér standa og þar með sá lýríski funi sem hann vonast til að leysist úr læðingi. Um tíma flytur töluvert eldri stúlka inn á hann, því næst barnar hann unga stúlku og fer með henni í fóstureyðingu sem hún borgar, af- meyjar síðar stúlku eina með allgróteskum af- leiðingum. Samböndin eru að frumkvæði kvennanna og það veit hann, telur það stafa af því að hann hafi ekki enn hitt réttu konuna. Tilraunir hans til að yrkja eru í takt við þetta, útkoman er þurr og vélræn; enn bíður hann skáldgyðjunnar. Á vit herraþjóðarinnar Í upphafsköflum Youth eru voveiflegir at- burðir að gerast í suður-afrísku þjóðlífi. Þetta er í kringum 1960, það eru mótmælaaðgerðir í gangi, fjöldamorð framin í Sharpeville, sam- félagið ólgar allt. En Coetzee eyðir vart meira en tveimur síðum í það sögulega baksvið, vegna þess að John hinn ungi hefur megna óbeit á þessu öllu, finnst bylting vera í aðsigi og óttast að verða kallaður í herinn. Í fram- haldi af því ákveður hann að segja skilið við land og þjóð og í byrjun fimmta kafla, þegar tæpur fjórðungur er af bókinni, vaknar hann í Lundúnum. Coetzee er ekki fyrsti nýlendubúinn sem heldur sig höndla hamingjuna með því að fara á vit herraþjóðarinnar. Þar er hann kominn í hóp manna á borð við Patrick White, V. S. Nai- paul og Salman Rushdie. En John Coetzee endurfæðist ekki sjálfkrafa við komuna til Lundúna. Í Suður-Afríku tilheyrði hann ráð- andi stétt, í Lundúnum er hann „frá nýlend- unum“ sem þykir engin virðingarstaða. Og þó að hann hafi ekki verið mjög pólitískt þenkj- andi í sínu heimalandi – síðar var hann iðulega gagnrýndur fyrir að taka ekki beinan þátt í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni – er hann ofurmeðvitaður um nýlendupólitíkina og í rauninni gott dæmi um þau sjúkdómsein- kenni sem nú er fengist við í eftirlendufræðum eða póst-kólóníalisma og lýsa sér m.a. í minni- máttarkennd og utangarðstilfinningu. Hinn ungi John stendur á því fastar en fót- unum að hér í heimi séu tveir, í mesta lagi þrír, staðir þar sem hægt sé að lifa lífinu til fulln- ustu: Lundúnir, París og kannski Vín. Þetta eru háborgir, miðjur. Æðst sé París, hún sé borg ástar og lista en hann hafi ekki næga frönskukunnáttu til að fara þangað, Vín sé hins vegar fyrir gyðinga og þess vegna verði hann að láta sér Lundúnir nægja, enda þurfi Suður-Afríkumenn ekki að bera skilríki þar. Lundúnir hafi það líka til síns ágætis að hans mati að þar leggja menn stund á skapandi list- ir í hverju horni. Hamingjan lætur samt enn á sér standa, jafnvel þó að hann verði sér úti um ágæta vinnu, gerist forritari hjá IBM á árdög- um tölvanna. Eymdin og angistin sækja hann heim í þessu framandlega þjóðfélagi þar sem honum finnst hann stinga í stúf, meðal annars vegna framburðarins. Ensku stúlkurnar virða hann vart viðlits fyrst í stað, vegna þess að það er eitthvað nýlendulegt við hann. Honum finnst Suður-Afríka annars flokks, það sé eins konar fötlun að vera þaðan, „Suður-Afríka er hjartasár“ (116). Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að eymdin sé honum eðlis- læg: „Ef eymdin yrði afnumin mundi hann ekki vita hvað hann ætti af sér að gera“ (65). Slík eru laun upprunans og jöðrunarinnar. Það er álag að vera utanveltu, eða finnast mað- ur vera það, og þeim mun heitari er þráin eftir að verða tekinn í sátt. Þarna er uppspretta margra stórbrotinna skáldverka. Lendur skáldsins Youth hefst á tilvitnun í Goethe, þess efnis að hver sá sem vilji skilja skáldið verði að leggja leið sína í land þess. Þessi tilvitnun á vel við því bókin fjallar öðru fremur um raunir listamannsins unga, hugmyndirnar sem hann gerir sér um lífið og skáldskapinn, hvað hann les og pælir og fyrstu tilraunir hans til að yrkja. Eftir eins og hálfs árs vist hjá IBM seg- ir hann upp til að gerast skáld, hann er jú kom- inn til Lundúna til að „gera það sem ekki er hægt að gera í Suður-Afríku: að róa á djúp- mið“ (131). Stuttu síðar hefur hann eigi að síður fjar- nám í bókmenntum við Háskólann í Höfða- borg og hyggst skrifa lokaritgerð um bækur Ford Madox Ford. Á þessu tímabili heillast hann líka af Ezra Pound, T.S. Eliot, Conrad, Henry James og síðast en ekki síst af Samuel Beckett. Allt eru þetta höfundar sem glímdu við „öðrun“ á einhvern hátt og sjálfur skrifaði Conrad sögu sem heitir „Youth“ og fjallar um reynslu ungs manns á framandi slóðum. Einn daginn fær hinn ungi John bréf frá leiðbein- anda sínum þar sem hann er beðinn að leita að gögnum á British Museum. Þar rekst hann á gamlar ferðabækur sem Englendingar höfðu skrifað um Suður-Afríku og finnur þá að þetta er landið hans, hans hjartastaður, land sem ekki hefur verið „pakkað inn í orð“ (137) eins og Englandi. Hann einsetur sér að skrifa bók frá sjónarhóli Suður-Afríkumanns, bók sem gerist á 19. öld og taki mið af þekkingu þess tíma án þess að vera menguð af ensku sjón- arhorni. Slík endurritun fortíðarinnar og ný- lenduorðræðunnar átti síðar eftir að verða eitt meginviðfangsefni Coetzees sem höfundar, til dæmis í Dusklands og Foe, og reyndar rær hann líka á þau mið í sjálfsævisögunum sjálf- um. Undir lok bókarinnar, árið 1964, er Coetzee kominn til starfa hjá öðru tölvufyrirtæki og kynnist þar nýlendubúa. Það er Indverji menntaður í Bandaríkjunum og gengur hon- um jafnvel enn verr að fóta sig meðal Breta en Suður-Afríkumanninum. Það virðist vera hin- um unga Coetzee einhver huggun, því þó að hann segist vera „frosinn“ í bókarlok bendir ýmislegt til þess að sú leit að hlýju og ástríðu, ást og list, sem er rauður þráður í þessari bók, fari senn að bera ávöxt í einhverju formi, að raunir Indverjans vísi honum að einhverju leyti veginn að styrk sínum og sjálfstrausti, þó að ekki sé víst að hann þiðni alveg. Fortíðin sem framandi land Eitt það forvitnilegasta við Youth og Boy- hood er að þær skuli vera skrifaðar í þriðju persónu, rétt eins og Coetzee sé ekki að fjalla um sjálfan sig eða álíti sig ekki sama mann lengur. Kannski hefur hann vitað sem var að fyrsta persóna hefði verið dulbúin þriðja per- sóna vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á honum í tímans rás. Í ljósi þeirrar erfiðu æsku sem hann hefur átt og þess að verið er að fjalla um það tímabil ævinnar þegar menn eru einna minnst aðlaðandi, bæði í augum sjálfs sín og annarra, kann líka að vera skiljanlegt að hann vilji horfa á undanfara sinn úr þeirri fjarlægð sem fylgir þriðju persónu frásögn. Svo er auð- veldara að sjá heildarmyndina ef menn eru ekki alveg ofan í hlutunum, auk þess sem fjar- lægðin er kjörlendi íróníunnar. Coetzee vegur þetta hins vegar upp að einhverju leyti með því að skrifa bækurnar í nútíð. Með því að þurrka þannig út bilið milli nútíðar og þátíðar gefur hann ævisagnahefðinni langt nef. Um leið neitar hann hinum þroskaða Coetzee um að láta ljós sitt skína beint og gerir sjálfan sig þar að auki að sögupersónu (enda hefur Youth stundum verið kynnt sem skáldsaga). Þetta býður upp á óvenjulega íroníu, sérstæða spennu milli sakleysingjans unga og þess lífs- reynda manns sem við vitum að skrifar. Við lesandanum blasir ungæðisleg sjálfsmynd LENDUR LISTAMANNS Suður-Afríkumaðurinn J.M. Coetzee hefur sent frá sér nýja bók um uppvaxtarár sín. En mikið er stundum erfitt að ímynda sér að sú innhverfa, uppburðarlitla og allt að því fráhrindandi persóna sem læðist um síður þessarar bókar skuli hafa orðið að þeim virta rithöfundi sem Coetzee er óneitanlega orðinn eftir að hafa hreppt hin virtu Bookerverðlaun tvisvar. J.M. Coetzee E F T I R R Ú N A R H E L G A V I G N I S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.