Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Síða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 2002 Þ AÐ mun hafa verið ítalski hljóm- sveitarstjórinn Claudio Abbado, sem var aðalhvatamaður að stofnun Gustav Mahler Jug- endorchester, – unglingahljóm- sveitinni frábæru sem heillað hefur tónlistarunnendur á und- anförnum þremur Edinborg- arhátíðum. Ef ég ætti að velja úr hljómsveit sem mest heillaði á hátíðinni yrði Mahler Jugendorch- ester fyrir valinu. Það er alltaf gleðiefni að hlusta á ungmenni leika vel á hljóðfæri, leikur þeirra, þegar best gerist, er laus við þá and- legu þreytu sem æði oft verður fylgifiskur at- vinnumanna af ýmsum ástæðum, og ég hef sjálfur reynslu af. Fyrir þessu unga fólki er hljómsveitarleikur enn nýstárlegur, og starf þess í ætt við göfuga hugsjón. G. Mahler Jugendorchester gefur stórum hópi ungmenna frá Mið-Evrópusvæðinu tæki- færi til að koma saman nokkrum sinnum á ári, til að taka þátt í flutningi á mörgum þeim meistaraverkum sem samin hafa verið fyrir stórar hljómsveitir. Sinfóníur Gustavs Mahl- ers skipa auðvitað heiðurssess á tónleikum hljómsveitarinnar. Ég heyrði fyrst í þessari frábæru hljómsveit fyrir þremur árum hér á Edinborgarhátíðinni, undir stjórn Claudios Abbados, í ógleyman- legum flutningi á Gurrelieder eftir Schönberg. Tónleikar hljómsveitarinnar í Usher Hall nýlega hófust á meistaraverkinu Músík fyrir strengi, ásláttarhljóðfæri og selestu, eftir Bela Bartok. Ég þekki ekki mörg tónverk sem hefj- ast á jafn dularfullri tónlist og þetta tónverk. Stemningin sem skapast er í senn friðsæl en á vissan hátt ógnandi, og kallar ósjálfrátt fram djúpa þögn á meðal hlustenda, sem er í ætt við ókönnuð djúp þar sem mannleg vera hefur aldrei stigið fæti. Áhrifamikil sýn Kontrabössunum tólf sem í hljómsveitinni eru er raðað upp í beina línu á upphækkuðum pöllum, þar sem venjulega sitja tréblásturs- hljóðfæraleikarar. Þessi áhrifamikla sýn gaf loforð um óvænta atburði. Aldrei hef ég séð jafn stóra strengjasveit á sviði, og aldrei hefur strengjasveit leikið jafn veikt. Samstilling áttatíu strengjaleikara í þessu töfrandi tónverki, undir stjórn hljóm- sveitarstjóra sem virðist lifa fyrir tónlistina, er reynsla sem er ekkert daglegt brauð. Hægt og hvíslandi lagði þessi stóri strengja- hópur á djúpið, skapandi kanónískan vef sem þéttist smátt og smátt, líkt og yfirnáttúrulegar verur væru að spinna margslunginn vef. Það er ekki heiglum hennt að ná þessum töfrandi hljómi. En leiki allir strengjaleikar- arnir með boganum í vissri fjarlægð frá stóln- um sem ber uppi strengina, með örfínu við- námi við strenginn sjálfan, skapast gegnsæ lína frá hverjum og einum, þar sem fer saman sambland af grunntóni og yfirtónum, sem sameiginlega skapa þennan óveraldlega „hljómhjúp“. Þetta verk Bela Bartok heldur áfram að heilla þótt árin líði. Það er ekki aðeins meist- aralega vel samið, heldur opinberar það ein- hver dularfull sannindi, sem við könnumst við í okkur sjálfum, en getum ekki opinberað. Það þarf ekki að fjölyrða um, að flutningur þessa verks getur vart orðið betri, og má segja að þessi flutningur skapi fyrirmynd, sem hljómsveitir framtíðarinnar verði að taka mið af. Það liggur við að hálfgerð goðsögn hafi myndast í kringum argentínska píanistann Mörtu Argerich, sem var einleikari á þessum tónleikum. Of langt mál væri að rekja feril hennar hér, en meðal þeirra sem unna píanó- leik og góðri tónlist yfirleitt er hún þekkt fyrir óvenju lifandi og hálf „hættulegan“ píanóleik, og heldur duttlungafulla framkomu, bæði á tónlistarsviðinu og í einkalífi. Einn af eigin- mönnum hennar, sem gafst upp á sambúð við hana eftir nokkur ár en kom svo aftur í þeirri von að bæta mætti sambúðina, vitnaði til þess- ara tímabila sem „fyrstu lotu“, og „annarrar lotu“, líkt og um hnefaleikakeppni væri að ræða. Það er rangt að ræða einkalíf fólks á op- inberum vettvangi, en skapgerð hennar, eins og hún opinberast á tónleikum, ber vitni um afar óvenjulega manneskju, sem skapar um leið og hún gengur inn á sviðið einhverja nag- andi óvissu líkt og allra veðra sé von, hún ljóstrar óafvitandi upp vissum staðreyndum um sitt eigið líf, og skapar forvitni, sem fólk vill svala. Gagnstætt hinni virðulegu og eleg- ant Angelu Hewitt, sem lék Goldberg-tilbrigð- in svo glæsilega hér á hátíðinni nýlega, virkar Argerich eins og lífsreynd norn í dökkum og heldur snjáðum fötum, með dökkgrátt hárið sem hylur andlitið hálft. Hún vafrar inn á svið- ið eins og hún ætli sér frekar að þurrka af pí- anóinu en leika á það. Ég minnist hennar frá fyrstu tónleikaferð- inni sem ég fór með Ensku kammersveitinni til Þýskalands í kringum 1970, en þá lék hún kvöld eftir kvöld með hljómsveitinni, og gafst þá einstakt tækifæri til að fylgj- ast með henni bæði sem píanó- leikara og manneskju. Hafði galdra í frammi Mikil eftirvænting er í salnum þegar Argerich gengur inn á sviðið til að leika píanókonsertinn í G eftir Maurice Ravel, en hún er þekkt fyrir leik sinn á þessu skenmmtilega verki. Það er til- gangslaust að ætla sér að finna orð yfir leik hennar, því orð eru vart til yfir þá galdra sem hún hafði í frammi. Abbado kunni verkið svo vel að hann mætti nótnalaus til leiks til að vera við öllu búinn, enda Arerich þekkt fyrir óvænt uppátæki þegar sá gállinn er á henni, eins og al- ræmdri norn sæmir. Á tónleikum í London ekki alls fyrir löngu kom hún hinum fræga ameríska hljómsveitarstjóra og tónahöfundi Michael Tilson Thomas svo á óvart með óvænt- um uppátækjum, að hann fór að stjórna eins og fjárhirðir, sem misst hafði valdið á fjárhópnum. Abbado og Argerich eru gamlir vinir, og þekkja hvort annað vel, enda þurfti hann ekki annað en að veifa töfrasprotanum af því látleysi og öryggi sem honum er tamt, og allt var með aga og sóma frá túbu upp í piccoloflautu. Sagt er að Ravel hafi lagt óvenjulega mikið á sig við sköpun hinnar gullfallegu laglínu, sem einleikarinn syngur í upphafi annars þátt- ar, og sumum smekkmönnum þykir í ætt við vandaðan slagara, og mörgum píanistum sér varla samboðin. En ég er þess fullviss að allir sannmúsíkalskir menn eiga sína þögulu sælu- stund með þessari laglínu, þótt þeir eftir á hafni henni. Argerich söng þessa laglínu eins og best verður á kosið, en öðru hverju var eins og hún ætlaðist til of mikils af sönggetu píanósins, og þvingaði tóninn, píanó er jú bara píanó. Hlutur hljómsveitarinnar var oft á tíðum töfrandi í samleik sínum við einleikshljóðfærið, og frá upphafi til enda var þetta divertimento fyrir einleikspíanó og hljómsveit sú skemmtun, sem Ravel ætlaðist til. Það vakti athygli mína, að Argerich lék sem aukalag örstutta sónötu eftir Scarlatti, þá sömu og hún lék eftir hvern flutning á Beet- hoven-píanókonsert nr. 2 í Þýskalandsferðinni forðum daga. Sónatan minnti á hvíta perlu, sem árum saman hafði verið slípuð af grófum sandi í lokaðri skel. Eftir hlé flutti hljómsveitin Hafið eftir Claude Debussy. Það er ekkert vafamál, að betri flutning á þessu verki hef ég aldrei heyrt. Það fyrsta var, að skírleiki og trúverðug endurspeglun tónskrárinnar sat í fyrirrúmi. Abbado með sína miklu reynslu, bæði sem maður og hljómsveitarstjóri, virtist hafa brennandi áhuga á því að þetta stórkostlega tónverk nyti sín sem allra best. Það er sjaldgæft að heyra hljóm- sveit af þessari stærð og hljóm- gæðum, sem þar að auki virðist hafa nægilegan tíma til að æfa, leika þetta óviðjafnanlega tón- verk. Þetta er lengsta og sérstæð- asta hljómsveitarverk sem Deb- ussy samdi, og það eina sem nálgast það að geta kallast „sin- fónískt“. Þáttaskil gera það m.a. að verkum, að hlustandinn er minntur á þáttaskil sinfóníu, en þótt Debussy hafi um þessar mundir sýnt hinum klassísku formum meiri áhuga en oft áður er ólíklegt að hann hafi haft form sinfóníunnar í huga, þegar hann samdi þetta mikla tónverk. Óhugsandi væri að leika aðeins einn þátt úr þessu verki, það væri jafn fáránlegt og að sýna aðeins einn hluta af altaris- þrennu í kirkju. Nöfn þáttanna eru sem hér segir: I De l ’aube á midi sur la mer (Á hafi frá dögun til nóns), II Jeux de vagues (Öld- ur að leik), III Dialogue du vent et de la mer (Samtal vinda og hafs). Þessi nöfn þáttanna gáfu Eric Satie – sem var góður vinur Deb- ussy – tækifæri til að vitna í gamni í efni og titil fyrsta þátt- arins, þegar hann var spurður hvað honum þætti um verkið. Satie á að hafa sagt: „Mér fannst tónlistin sem kom rétt fyrir hádegi best.“ Á sér enga hliðstæðu Fyrir þá sem ætla sér að kryfja til grunna þetta óvenjulega tónverk er vandinn meðal annars sá, að verkið á sér enga hliðstæðu í tón- listarsögunni. Það hefur sitt óviðjafnanlega og frumlega form, sem er engu líkt. Þetta er hvorki sinfónía né tónaljóð. Að benda ótvírætt á tóntegundir er ekki auðvelt heldur, því sífelld tónhvörf eiga sér stað. Þessi síbreyting er auðvitað táknræn fyr- ir hafið sjálft, sem aldrei er kyrrt og er stöð- ugt að taka breytingum. Að vísa á aðalþemu eða afgerandi sérkenni er ekki svo auðvelt, þar sem Debussy, með sinni óviðjafnanlegu tækni, lætur allt grunnefni tónverksins ganga í gegnum stöðugar breytingar. Er þá La mer formlaust verk? Síður en svo. Debussy heldur um þetta síbreytilega form og innihald þess eins og snillingur einn getur gert, þetta er hans sköpun, frumleg og fögur, og engu lík. Sumir sérfræðingar kvörtuðu jafnvel um of mikla formfestu í þessu verki, vildu frekar hafa Debussy sveimandi um í „efnisformi“ sem virtist vera í þann veginn að taka á sig formfestu, en breyttist þá óvænt í eitthvað annað. Debussy átti þann draum þegar hann var ungur, að verða sæfari þegar hann yrði eldri. Þegar litið er yfir æviferil hans kemur það á óvart – þegar mið er tekið af þessum draum – hve lítil samskipti hans urðu við hafið. Hann sá Ermarsundið nokkrum sinnum á leið sinni til Englands, og trúi ég tæplega að sú reynsla hafi orðið kveikjan að meistaraverkinu mikla, La mer. Frægt er að Debussy setti tónverkið í hljómsveitarbúning á hóteli einu í Eastbourne í Englandi, og varla er hægt að hugsa sér venjulegri stað. Öll þekkjum við muninn á draumi og veru- leika, á innri sýnum og því sem opin augu sjá. Sú innri draumsýn um hafið sem Debussy skapaði hefur, eins og draumsýnum er vant, smátt og smátt orðið hluti af „hugrænni gerj- un“ sem samræmdist tónsköpun hans, og varð honum líklega hin eina sanna hvatning og upp- örvun til sköpunar þessa verks, frekar en hin raunverulega sýn, sem mannleg augu njóta, og er auðvitað heillandi út af fyrir sig. Þegar Debussy hefur vinnu við þetta mikla tónverk verður hin stöðuga formbreyting hafsins sjálfs hin eiginlega draumsýn. Tak- mark hans hefur verið miklu stórkostlegra en það að mála hafrænar tónmyndir, sem vekja áttu í huga hlustandans hvítfextar öldur og alls lags minningar um hið raunverulega haf. Sjálfum dettur mér varla hafið í hug þegar ég hlusta á þetta meistaraverk, enda hætta á að hugmyndaríkum hlustanda gæti orðið flökurt, og salurinn smátt og smátt farið að fyllast af söltum sjó. Dularfullt tónverk Eins og áður segir var flutningurinn á La mer hinn fullkomnasti sem ég hef orðið vitni að, og væri hægt að skrifa langa lofrullu um hann, en ætlun mín með þessari grein er fyrst og fremst sú, að vekja athygli á þessu stór- kostlega frumlega og dularfulla tónverki, sem er engu líkt. Ég get samt ekki stillt mig um að minnast lítillega á unga piltinn, sem lék á stærsta tam-tam (gong), sem ég hef séð. Það virtist vera meira en mannhæðar hátt. Þessi ungi maður virtist kunna sína „rödd“ utan- bókar, ég sá hann aldrei líta á nótur. Hann danglaði fínlega í gongið, og það muldraði. Hann sló aðeins fastar, og það sendi djúpar flæðandi hljómöldur inn í hljómsveitina, sem sökum stærðar sinnar tók við öldunum eins og víðáttumikil strönd. Svo lamdi hann þéttings- fast, og gongið hvissaði á ógnvekjandi hátt. Í einum af hápunktum verksins, þar sem hljóm- sveitarhljómurinn er ógnvekjandi, sló hann af krafti í gongið, og engu var líkara en að húsið skylfi. Til að stöðva þær hljóðbylgjur í tæka tíð, sem hann hafði sett af stað með einu slagi, lagði þessi ungi slagverksmaður bakhlutann allan, og hendur útréttar, á gongið, til að stöðva risavaxinn hljóminn. Hann var sem krossfestur á hringlaga málmfletinum. Ég reyndi að ímynda mér hvenig þessi reynsla væri, að leggjast upp að stórum titrandi málm- fleti og láta líkamann „þerra upp“ hljómbylgj- urnar. Sú nýbreytni var tekin upp á nýafstaðinni Edinborgarhátíð, að halda tónleika á hverju kvöldi kl. 10:30 í Usher Hall, skömmu eftir að aðaltónleikum kvöldsins var lokið. Öll sæti voru ónúmeruð, og eitt miðaverð gilti fyrir alla, sama hvar setið var í salnum. Miðaverðið var ótrúlega lágt, aðeins fimm pund fyrir mið- ann. Boðið var upp á úrvals tónlistarmenn, ef undanskildir eru fyrstu tónleikarnir, þar sem Joanna MacGregor, sem er vel þekktur pían- isti af yngri kynslóðinni, kom fram. Hún getur svo sannarlega leikið á píanó, og áhugi hennar á nútímatónlist, djassi og svokallaðri uppruna- legri tónlist víða að úr heiminum er svo sann- arlega virðingarverður, en þeir sem kasta neti sínu of vítt fiska ekki endilega best. Sömuleið- is fara þeir sem elda ætla marga rétti sam- tímis að blanda þeim óviljandi saman, svo hætta er á að allt fari að bera keim hvað af öðru. Þetta víðsýni er góðra gjalda vert, en það er segin saga, að samruni ólíkrar tónlistar, svo úr verði eitthvað nýtt, þarf ekki aðeins sinn eðli- lega meðgöngutíma, heldur líka óvenju hæfi- leikaríka tónlistarmenn, sem láta ekki bara eðlisávísunina ráða, heldur staldra við og hugsa. Það var aldrei ætlunin að ræða hér um tón- leika MacGregor, en ég get ekki orða bundist þegar samanburður er gerður á þeim pían- istum sem ég seinna heyrði í þessari sömu tón- leikaröð, það er Angelu Hewitt og Alfred Brendal, sem bæði hugsa sig vandlega um vel og lengi, sérhæfa sig í vissum verkum og skrifa jafnvel bækur um tónlistarflutning. Sér- hæfing þeirra hefur ekkert með þröngsýni að gera, heldur nauðsyn þess að gera tónverk- unum viðunandi skil. Það er því miður æ al- gengara, að þeir, sem vilja ná einhverju fylgi sem skjótast, veki athygli á persónunni sjálfri, með alls konar óvenjulegum og ögrandi klæða- burði – í flestum tilfellum ljótum – svo og alls konar uppátækjum sem hafa ekkert með tón- list að gera. Í poppheiminum er þetta orðið sjúkleg úr- kynjun, og er ástandið orðið þannig að hin svo- kallaða „tónlist“ sem framleidd er gleymist ÓVÆNT MYRKVUN VERÐUR AÐ LISTVIÐBURÐI Alfred Brendel Martha Argerich Margt góðra gesta kom á Edinborgarhátíðina í ár. HAFLIÐI HALLGRÍMSSON segir frá tónleikum Gustav Mahler Jugendorchester, píanistunum Alfred Brendel og Mörtu Argerich og sláandi flutningi á Ödipus Rex eftir Stravinsky.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.