Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Page 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 2002 SUMARIÐ 1979 VAR MJÖG VOTVIÐRASAMT: Ég var stödd á Hellu til að kanna hell- ana rétt fyrir utan bæinn. Upprunalega voru þeir grafnir sem hluti af klaustri, en nú voru þeir notaðir sem kartöflugeymslur. Þessi neðanjarðarherbergi vöktu athygli mína vegna þess hve inngangarnir að þeim voru óvenjulegir. Að utanverðu var sjálf grasigró- in hæðin. Í hana voru skorin moldarþrep sem lágu að trédyrum er opnuðust inn í jörðina. Sumir voru jafnvel einfaldari, ekkert nema hurð sniðin beint í brekkuna. Umskiptin voru mikil, maður stóð ýmist úti í rigningunni eða í djúpu, svölu myrkri jarðarinnar, og jafn- framt í takmarkalausu myrkri hnattarins. Ég kom við á bensínstöðinni og ákvað að fá mér kaffibolla. Settist niður nálægt stórum glugga sem sneri að forugum vegi er skildi á milli mín og hæðanna með kartöflu- geymslunum. Konan sem afgreiddi mig hvarf inn í bakherbergi. Þokan sem ráðið hafði ríkjum mestallan daginn vék fyrir hellirigningu. Ég sat og hlustaði á regndropana lemja rúðuna með dauflegum dynkjum. Eftir stundarkorn kom gamall maður inn, hristi af sér bleytuna og batt þannig enda á nánast algjöra þögnina. Hann keypti sígarettupakka og kaffibolla og settist niður andspænis mér við næsta borð. Augu okkar mættust þegar hann var að veiða kveikjara upp úr skyrtuvasa sínum. Hann bauð mér að reykja og er ég afþakkaði hófust samræður okkar. Fyrst á veðrinu, síðan talaði hann um uppvöxt sinn á þessu svæði, en umræðuefnið tók óvænta stefnu að tónlist, þegar skyndilega var hækkað í útvarpi og dægurlag fyllti loftið. Hann lifnaði allur við er hann heyrði lagið og hóf að lof- syngja dægurtónlist almennt – hann byrjaði: „Í rauninni hafa aðeins verið til þrjár mik- ilvægar hljómsveitir. Það er að segja á seinni hluta aldarinnar. Sú fyrsta,“ benti hann á, „voru Bítlarnir.“ Hver gæti fært rök gegn því, hugsaði ég, jafnvel þó hann væri ekki aðdáandi þeirra. „Og þó persónulega,“ hélt hann áfram, „sé ég hrifnari af Bítlunum, þá finnst mér Rolling Stones líka mikilvæg.“ Ég hafði enga skoðun á þessu, á hvorn veginn sem var. Þá, um leið og hann kveikti í enn einni sígarettu í órofinni keðju, sagði hann, „en sú hljómsveit sem er þó augljóslega langmikilvægust,“ og hér skaut hann inn hugrenn- ingum um hversu eðlislæg tónlist er Íslendingum og vísaði til langrar hefðar í kórsöng sem nýtur sérstakra vinsælda í sveitunum. „En,“ hann hvarf aftur til upprunalegu hugs- unar sinnar, „langmikilvægasta hljómsveitin er,“ og hér hikaði hann, eins og til að leggja áherslu á vægi afstöðu sinnar, „Abba“. *Úr „Dancing Queen“, © 1976 Polar Music International AB. Texti eftir B. Andersson, S. Anderson, B. Ulvaeus. Þetta er átjándi hluti flokks sem í heild ber heitið: Iceland’s Difference (Sérkenni Íslands). © fyrir hönnun og texta, 2002, Roni Horn. Fríða Björk Ingvarsdóttir þýddi. You are the dancing queen Young and sweet Only seventeen Dancing queen Feel the beat from the tambourine You can dance You can jive Having the time of your life See that girl Watch that scene Dig in the dancing queen*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.