Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.2002, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.2002, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. OKTÓBER 2002 3 H VER ráðstefnan rekur nú aðra þar sem alþjóðavæð- ingu ber á góma með ýms- um hætti. Fyrir um það bil hálfum mánuði var hér á ferð fræðikonan Rosi Braidotti sem heillaði troðfullan hátíðarsal Há- skóla Íslands með fljúgandi mælsku sinni. Hún fjallaði um alþjóðavæðinguna (og margt fleira) út frá sjónarhorni femínismans og spurði margra spurninga sem vert er að velta fyrir sér. Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með fréttum að mikil mótmæli hafa einkennt nánast alla alþjóðafundi opinberra samtaka og stofnana um efnahagsmál að undanförnu. Skoðanir eru ákaflega skiptar, einkum á þeirri hlið alþjóðavæðingarinnar sem snýr að efnahagsmálum, áhrifum henn- ar og inntaki, enda kemur hún afar misjafn- lega við íbúa heimsins. Innan kvenna- og kynjafræða er mikið deilt um áhrif al- þjóðavæðingar á líf kvenna. Þar takast á sjónarmið þeirra sem segja að konur eigi að nýta sér þau tækifæri sem alþjóðavæðingin býður upp á til aukinnar menntunar og áhrifa, hins vegar þeirra sem benda á hve illa sé farið með fátæka íbúa heimsins í nafni frjáls flæðis fjármagns og vinnuafls, ekki síst konur og börn. Það er kannski dæmigert að þær konur sem líta alþjóðavæðinguna hvað björtustum augum eru flestar Vestur- landabúar með langa reynslu af kostum al- þjóðasamstarfs innan kvennahreyfing- arinnar. Gagnrýnin kemur hins vegar einkum frá þeim sem tilheyra fátækum lönd- um þar sem örfáir hafa aðgang að stórkost- legum heimi upplýsinganna og komast hvorki lönd né strönd til að nýta sér kosti al- þjóðavæðingar í „frjálsum heimi“, vegna skorts á lífsgæðum. Rosi Braidotti spurði þeirrar grundvall- arspurningar í upphafi máls síns hvort við búum öll í sama heimi. Óneitanlega gerum við það og framtíð jarðarinnar er á ábyrgð okkar allra, þótt sumir taki sér meira vald til að stjórna heimsmálum en aðrir. Sannleik- urinn er sá að heimurinn lítur afar misjafn- lega út eftir því hvaðan er horft. Viðkomandi menning gerir menn misjafnlega móttæki- lega fyrir breytingum og hvati til breytinga er afar mismunandi. Það eru þó einkum gjör- ólíkar aðstæður íbúa heimsins sem valda því að svo er spurt. Hvernig greinum við þær breytingar sem við sjáum og hvernig eigum við að bregðast við því að tæknin hefur áhrif á allt okkar líf frá vöggu til grafar. Rosi Braidotti ræddi um það sem mætti kalla vald yfir lífinu eða líffræði okkar (bio-power), þ.e. það vald sem felst í stjórnun á líkömum okk- ar, allt frá getnaðarvörnum til rannsókna á erfðaeiginleikum mannsins, með það að markmiði að nýta þá með einhverjum hætti. Hver fer með þetta vald og hvernig er því beitt? Hvernig þýtur það um heiminn á ráð- stefnum, í framleiðslu lyfja og tilraunum sem enginn veit til hvers muni leiða? Rosi Braid- otti dró upp mynd af þeim andstæðum sem einkenna heim okkar og ég sá fyrir mér glæsileika tækniheimsins þar sem vel- klæddir alþjóðaborgarar sveifla sér á milli flugvalla með farsíma og tölvur en á bak við blasa við andlit og líkamar útpískaðra kvenna sem birtast okkur á skjánum, ráða- og valdalausar, innan um skriðdreka, hrunin hús og tætta líkama barna sinna. Hverjir eru það sem ráða för og hvert er stefnt? Það sem mér fannst vera eitt helsta inn- takið í erindi Rosi Braidotti var hve misjafn- lega við stöndum að vígi í alþjóðavæðingunni eftir því hvar við búum á jörðinni og hve „hvíta valdið“, þ.e. vald hvíta mannsins (les miðaldra hvítra karlmanna) og vald pening- anna er yfirþyrmandi. Það má sjá að ægivald og viðmið hinna hvítu eru að kalla á æ sterk- ari viðbrögð þeirra sem eru „öðru vísi“, til- heyra öðrum litarhætti, menningu og ekki síst kvenkyninu. Sífellt fleiri þeirra, sem skynja sig sem „hina“, finna til vanmáttar síns, reyna að nálgast heim hinna hvítu, m.a. með því að aflita og slétta hár sitt, bera á sig krem sem eiga að lýsa húðina og taka gagn- rýnislaust upp þá hvítu menningu sem flæðir um heiminn í gegnum kvikmyndir og sjón- varp. Hins vegar eru þeir sem gerast æ gagnrýnni og jafnvel hatursfyllri vegna þess hvernig vestræn menning er að raska sam- félögum þeirra, menningu og valdi. Þeir ráða ekki för, heldur er eins og óviðráðanleg flóð- bylgja stjórni öllu og öllum. Við þurfum að spyrja hvað alþjóðavæð- ingin felur í sér, hverjir stjórna henni, hverj- ir hafa aðgang að henni, hverjir njóta góðs af henni og hverjar eru skuggahliðarnar. Rosi Braidotti vitnaði til þess að kvennafræðin einkenndust af því að spyrja gagnrýninna spurninga og skoða allt upp á nýtt. Nú ætti að beita þeim aðferðum til að greina al- þjóðavæðinguna, væntanlega til að ná tökum á henni og beina henni frá vaxandi misrétti og arðráni í átt til réttlætis og betri kjara allra jarðar barna. Indverskar fræðikonur segja að al- þjóðavæðingin feli í sér nýja nýlendustefnu. Íbúar þriðja heimsins búi enn og aftur við þá stöðu að það sé vald sem komi utan frá sem öllu stjórni. Meðan hluti Vesturlandabúa á þess kost að nýta sér tækninýjungar og bæta kjör sín m.a. vegna flæðis á ódýrum vörum sem framleiddar eru af bláfátækum konum og börnum fátækra landa, sjá íbúar þriðja heimsins fyrirtæki koma og fara eftir því hvar ódýrast er að framleiða hverju sinni. Tískusveiflur hleypa fjöri í baðmullariðn- aðinn eitt árið, en það næsta verður hrun. Of- fituvandamál Vesturlandabúa hafa komið óorði á súkkulaði og sykur með þeim afleið- ingum að m.a. Ghanabúar og Kúbumenn búa við sult og seyru. Ef það er eitthvað sem nýt- ur frelsis og hreyfanleika er það fjármagnið sem kann sér ekkert hóf, þekkir engin landa- mæri, geysist um heiminn í leit að enn meiri ávöxtun og sættir sig illa við reglur og tak- markanir. Hluti af viðskiptafrelsinu er ákaf- lega skuggalegur því það nær til greina „at- vinnulífsins“ sem velta gífurlegu fjármagni og virða engin landamæri. Þar á ég við eitur- lyfjasmygl og mansal, þar sem konur og stúlkubörn eru flutt um heiminn eins og hvert annað góss, keyptar og seldar. Að lok- um veit enginn hvað verður um stóran hluta þeirra. Hvaðan kemur sú menning sem leyfir slíkum glæpum að þrífast? Fyrir rúmlega ári varð heimurinn vitni að hryðjuverki í Bandaríkjunum sem kostaði þúsundir mannslífa. Þar voru einkum að verki menn frá Saudí-Arabíu sem ekki hafa dregið af sér í gagnrýni á vald og stefnu hinna hvítu Bandaríkja. Fyrir nokkrum dög- um voru enn framin hryðjuverk sem bitnuðu fyrst og fremst á hvítum ferðamönnum á eynni Balí. Flestir þeirra voru frá Ástralíu. Það skyldi þó ekki vera að andúðin og and- staðan gegn hinu „hvíta valdi“ sé að taka á sig þessar myndir? Allt er þetta afar umhugsunarvert. Al- þjóðavæðingin verður ekki stöðvuð, en það þarf að koma á hana böndum réttlætis. Kannski fer það að verða upp á líf og dauða fyrir okkur hvíta Vesturlandabúa að nýta okkur þá kosti sem felast í upplýsingaflæði og auknu alþjóðasamstarfi til að tryggja að alþjóðavæðingin verði öllum til góðs. Það er löngu tímabært að breyta ímynd og inntaki „hvíta valdsins“ og hefja til vegs og virðingar þau gildi sem eru mærð á hátíðarstundum en vilja gleymast þess á milli. Þar má taka sem dæmi 1. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Þar segir (reyndar með mjög karllægu orðfæri): Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvisku, og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan. ALÞJÓÐAVÆÐ- INGIN OG „HVÍTA VALDIГ RABB K R I S T Í N Á S T G E I R S D Ó T T I R krast@simnet.is LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 4 2 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI Amiri Baraka er bandarískt blökkuskáld sem hefur gert allt vit- laust í heimalandi sínu eftir að hafa flutt ljóð um at- burðina 11. september. Árni Matthíasson segir frá Baraka, baráttu hans og snarar hinu umdeilda ljóði. Magnús Pálsson myndlistarmaður er einn þátttakenda í sýn- ingunni Flökt í Nýlistasafninu. Í samtali við Fríðu Björk Ingvarsdóttur segir hann að veggirnir milli ólíkra greina og faga séu alls staðar að hrynja nema í myndlistinni. „Mér finnst eins og hann sé alltaf að verða þykkari og þykkari þessi múr. Það er hrein- lega eins og verið sé að hlaða í hann. Ég veit ekki hverjar orsakirnar eru, en finnst þetta undarlegt.“ Zygmunt Bauman er einn þekktasti félagsfræðingur samtímans en hann var einn af fyrirles- urum á hnattvæðingarráðstefnu Háskóla Íslands um síðustu helgi. Þröstur Helgason ræddi við Bauman um ástandið í samfélögum samtímans sem hann hefur lagt sig eftir að skilja. FORSÍÐUMYNDIN er eftir þýska ljósmyndarann August Sander og heitir Nunna/Nun, 1921. Myndin er á sýningu á verkum Sanders í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Gróf- arhúsinu. © Die Photographische Sammlung/SK Stiftung Kultur – August Sander Archiv, Cologne; Bild-Kunst, Bonn 2002. INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR HIN KONAN Þú ert ekki ein eins og í skuggsjá utan hringsins að hurðabaki eða í svefnrofunum bregður henni fyrir hinni konunni sem er líka þú sem á líf sitt undir þér og þínum draumum Ingibjörg Haraldsdóttir (1942) er ljóðskáld og þýðandi. Fyrsta ljóðabók hennar, Þangað vil ég fljúga, kom út árið 1974. Ljóðið Hin konan er úr nýrri ljóðabók Ingibjargar er nefnist Hvar sem ég verð. Raunveruleika- sjónvarp gengur út á að draga fram ákveðnar mann- legar hvatir sem hafa í gegnum tímans rás ekki talist til höfuðdyggða mannskepn- unnar, svo sem eigingirni, undirferli, nautnahyggju, hömluleysi og lygar, segir í grein Unu Bjarkar Kjerúlf um raunveru- leikann á bak við raunveruleikasjónvarpið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.