Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.2002, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.2002, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. OKTÓBER 2002 13 BANDARÍSKA leikritaskáldið og textahöfundurinn Adolph Green lést á fimmtudag 87 ára að aldri. Green var höfundur Broadway-söngleikja á borð við „On the Town“, „Wonderful Town“ og „Bells Are Ringing“, en verkin eru meðal afraksturs af tæplega sextíu ára samvinnu hans og Betty Comden. Þau voru einnig höfundar kvikmynda- handrita á borð við „Singin’ in the Rain“ og „The Band Wag- on“. Samstarf þeirra Green og Comden fól þó ekki eingöngu í sér leikritaskrif því þau gátu sér einnig gott orð fyrir textagerð og sömdu m.a. texta fyrir mikið af tónlistinni í söngleikjum Leonard Bernstein, Cy Coleman, André Previn og Morton Gould. Mörg þessara laga eru svo sam- ofin söngleikjunum að þau hafa ekki átt sér sjálfstætt líf utan þeirra en önnur lög hafa orðið þekktir slagarar og má meðal þeirra nefna „Make Someone Happy“, „Just in Time“ og „New York, New York“. Nýr tónlistarstjóri hjá Konunglegu óperunni KONUNGLEGA breska óperan í Covent Garden hefur fengið nýj- an tónlistarstjórnanda og er það Bandaríkjamaðurinn Antonio Pappano sem tekur við af Hol- lendingnum Bernard Haitink. Pappano var aðeins 27 ára gam- all er hann stjórnaði sinni fyrstu óperu og sú uppfærsla var hjá Norsku óperunni í Ósló. Fimm árum síðar, 1992, var hann ráð- inn tónlistarstjóri Konunglegu óperunnar í Belgíu og þykir stjórnunartíð hans þar hafa ver- ið einstaklega farsæl. Haft hefur verið eftir spænskum tónlistar- gagnrýnanda um ráðningu Pappano til konunglegu óp- erunnar í Covent Garden að „ef Belgarnir vita hverju þeir eru að tapa, hafa Englendingarnir að- eins óljósa hugmynd um hvað er að falla þeim í skaut“. Pappano er lítt þekktur í Bretlandi, en fyrsta uppfærsla hans í nýja starfinu á La Bohème fyrir stuttu vakti hrifn- ingu jafnt meðal gagnrýnenda sem áhorfenda. Skógarganga í Tate DUVEEN-sýningarsalirnir í Tate safninu í London geyma þessa dagana allsérkennilega innsetningu, en í stað hinna venjulegu abstrakt- eða fígúra- tífu skúlptúra sem rýmið yf- irleitt geymir má finna þar sjö stóra eikardrumba. Það er lista- konan Anya Gallaccio sem á heiðurinn að þessari innsetn- ingu, sem gagnrýnandi breska dagblaðsins Daily Telegraph tel- ur eina áhrifamestu innsetningu sem hann hafi séð í rýminu til þessa. Segir hann sýningar- rýmið nú minna einna mest á skógarrjóður og ásamt arkitekt- úr byggingarinnar nái verkið að kalla fram einfaldar en vel grundvallaðar athugasemdir. Adolph Green látinn ERLENT Betty Comden og Adolph Green. Á EFRI hæð Gerð-arsafns verðuropnuð í dag kl. 15samsýning sex myndlistarmanna, þeirra Daníels Þ. Magnússonar, Haraldar Jónssonar, Hrafn- kels Sigurðssonar, Ívars Brynjólfssonar, Spessa/Sig- urþórs Hallbjörnssonar og Þorvaldar Þorsteinssonar. Allir eru þeir vel þekktir fyr- ir ljósmyndaverk og inn- setningar og hafa haldið fjöl- margar sýningar hér heima og erlendis. Yfirskrift sýningarinnar er Sjá – myndalýsing og benda sýnendur á hinar ýmsu túlkunarleiðir þegar blaðamaður spyr út í merk- ingu titilsins. Daníel segir hér um vísun í biblíustíl að ræða (Og sjá!), á meðan Hrafnkell segir um að ræða vísun í bókfræði (sjá mynda- lýsingu). Spessi segir að um sé að ræða tilraun til að vekja athygli á sýningunni. „Textinn gæti verið á skilti fyrir utan safnið. Ljósmyndin í ólíkum birt- ingar myndum er þáttur sem bindur sýninguna sam- an en þar er bæði um að ræða listamenn sem almennt eru skilgreindir annars vegar sem myndlistarmenn og hins vegar sem ljósmyndarar. Hrafnkell segir hæpið að nota skilgreiningar á þenn an hátt, á þessari samsýningu sé miðillinn ljósmynd einfaldlega notaður til myndlistarsköpunar og því ekki hægt að draga línu milli myndlistar og ljósmyndunar. Spessi bendir jafnframt á að þótt ljósmyndin geti verið ýmist myndlist eða iðnaður sé jafnvel erfitt að draga mörkin þar, þ.e. á milli auglýsinga- myndar af t.d. bensínstöð og listrænnar myndar af bensínstöð. „Það er í raun samhengið sem skiptir öllu máli,“ segja þeir Haraldur og Hrafn- kell og botna rökfærslu Spessa. „Þar erum við komin að kjarna málsins.“ Sýningin Sjá – myndalýsing er í austur- og vestursölum Gerð- arsafns og samanstendur hún af ljósmyndum og innsetningum. „Verkin eru ekki unnin út frá ein- hverju sérstöku þema, hver og einn sýnir ein- faldlega sín verk. Það var í raun Spessi sem átti hugmyndina að sýningunni, ásamt Ívari og köll- uð þeir saman hóp með það í huga að búa til heildstæða sýningu,“ segir Daníel Magnússon en hann sýnir verk sem hann kallar Portrettmynd- ir. Um er að ræða fimm andlitsmyndir af starfs- mönnum Ikea-verslunarinnar. Daníel hefur ver- ið af fást við spurningar um innihald og landslag heimilisins í sinni myndlist. „Ég hef verið að skoða mig um í verslunum fyrir notuð húsgögn. Stundum skynja ég húsgögnin þar eins og gælu- dýr sem enginn hefur not fyrir lengur. En í Ikea er allt annar heimur, þar eru hin fullkomnu heimili, og myndi enginn kasta frá sér húsgögn- unum sem eru þar.“ Daníel segist hafa fengið leyfi til að taka ljósmyndir inni í Ikea-verslun- inni, en þegar á hólminn var komið fannst honum viðfangsefnið of óhöndlanlegt. Ég ákvað því að mynda starfsmennina, sem búa til uppstilling- arnar, eða heimilislíkin inni í búðinni.“ Daníel lýsir verkunum sem svo að þau séu á mörkum þess að vera listaverk, svo ofurvenjuleg séu við- fangsefni myndanna, hann hafi þó rammað myndirnar inn í sérsmíðaða ramma úr evrópskri eik, og prentað í mestu gæðum. Myndasyrpa Spessa/Sigþórs Hallbjörnssonar heitir Tjaldstæði og sýnir auð tjaldstæði að vetr- arlagi á Íslandi. Tjöld og menn eru horfin á þess- um fyrrverandi svefnstað ferðalanga en eftir standa fáein ummerki um starfsemi sumarsins. „Þessir staðir eru allir mjög vinsælir meðal ferðalanga og eru venjulega yfirfullir af fólki og tjöldum á sumrin, en myndirnar eru teknar í jan- úar þar sem allt annar veruleiki blasir við. Þá eru staðirnir eiginlega í eyði og myndirnar af svæð- unum verða landslagsmyndir. Ég fann fyrir ákveðnum forréttindum og frelsistilfinningu við að standa þarna,“ segir Spessi. Myndaröðina sýndi hann í New York síðastliðið sumar, en myndirnar eru teknar í janúar á þessu ári. Þjóðarvitund á uppboði Þorvaldur Þorsteinsson sýnir ljósmyndaröð sem hann nefnir Íslandsmyndir. Í syrpunni eru margvíslegar myndir af munum og ljósmyndum frá Íslandi. „Myndirnar eru af gripum sem voru til sölu á alþjóðlega uppboðsvefnum eBay hinn 29. september síðastliðinn. Þarna fann ég svarið við leitinni að réttu myndinni af Íslandi, mynd sem maður leitar statt og stöðugt að þegar mað- ur býr í útlöndum. Þegar ég fletti upp Íslandi á eBay, áttaði ég mig á að ég væri að nálgast þarna landið á raunsannari hátt en þegar leitað er í ferðamannabækur og bæklinga,“ segir Þorvald- ur en hann er búsettur í Los Angeles. Meðal gripanna sem Þorvaldur sýnir myndir af eru eskimóastytta, jólasveinn með víkingahjálm og ísbjörn með danska fánann. „Þarna er líka kókó- puffspakki með íslenskum stöfum. Það kemur manni virkilega á óvart hvaða mynd af Íslandi verður eftirsóknarverð í augum annarra, og í raun er þessi mynd mun fjölbreyttari en ég hef haft sjálfur af landinu mínu. Ég lærði heilmikið af þessu og sá mitt þjóðerni í skýru ljósi.“ Verk Hrafnkels Sigurðssonar heitir Nýbygging – inni – úti. Verkið er í tveimur hlutum, ljósmynd af ný- byggingu og veggverk sem endurskapar stemm- ingu úr nýbyggingu. Hrafnkell segir verkið að mörgu leyti unnið í framhaldi af tjaldamyndun- um sem hann sýndi á síðasta ári, þær séu flestar teknar í Grafarholtinu, svæði sem óðum er að breytast í manngerða náttúru. „Verkið er hluti af stærri myndaröð sem ég er að vinna af nýbygg- ingum. Eiginlega varð hugmyndin til þegar ég var að keyra í bæinn eftir að hafa myndað tjöldin á heiðum utan við bæinn. En ólíkt tjöldunum sem eru tímabundin hýbýli eru þetta hús sem eru að festa rætur. En mér finnst það heillandi að frysta byggingarferlið á augnabliki ljósmyndunarinnar og klára þannig bygginguna í verkinu. Þannig verður til annarleg bygging, nýr heimur sem er spennandi að vinna með,“ segir Hrafnkell. Auk ljósmyndarinnar hefur Hrafnkell þakið einn veggja sýningarsalarins með hvítu einangrunar- plasti, þannig leitast hann við að búa til framhald af veröld ljósmyndarinnar og færa áhorfandann nær henni. Ljósmyndin sem lík Ívar Brynjólfsson sýnir tvö verk. Annað þeirra felur í sér fimmtán myndir úr bílskúr lista- mannsins sem kynntar eru sem „þjóðargersem- ar“ með viðhafnarskilti framan við verkin. „Ég hef tekið þá ákvörðun að hlutirnir í bílskúrnum mínum séu þjóðargersemar og reyni hér að sannfæra aðra um það,“ segir Ívar og setur þar með spurningarmerki við það hvað skilgreini hluti sem þjóðargersemar. Hann segist jafn- framt vera að færast nær og nær heimili sínu í leit að viðfangsefnum. Seinna verk Ívars nefnist Lík, er það tvíþætt. Þar er annars vegar um að ræða samsetta myndröð sem sýnir bol af asp- artré úr garði listamannsins. Til hliðar við „ljós- myndina“ liggur „frummyndin“, þ.e. trjábolur- inn. „Þetta er eiginlega líkið af öspinni, og er hvorug framsetningin því í raun frummyndin sjálf. Tréð er dautt og því orðið að einhverju öðru en ösp, þ.e. líki, og sama er að segja um ljós- myndina. Hún sýnir öspina en er einhver annar veruleiki og er því einnig einhvers konar lík eða líki,“ segir Ívar. Myndröð Haraldar Jónssonar sem nefnist Heimskautaávextir er af jólaseríum á trjám í görðum í Reykjavík um jólaleytið í skammdeginu. „Þessi ljós hafa verið mér hug- leikin alveg frá því að ég man eftir mér. Mér hef- ur alltaf fundist þetta ákaflega magnað og mel- ankólískt fyrirbæri. Sjálfur bjó ég til mín fyrstu listaverk þegar ég festi jólaseríuna upp í tré þeg- ar ég var lítill. Þessi skreyttu tré eru í raun myndlist almennings og birta þá mynd sem fólk sýnir af sér út á við. Seríurnar í trjánum eru eig- inlega nokkurs konar portrett hvers og eins heimilis,“ segir Haraldur. Myndirnar eru að sögn Haraldar hluti af stærri röð sem enn er í vinnslu, en hann byrjaði á seríunni fyrir árþús- undamótin árið 1999. „Ég var reyndar í Ameríku um síðustu jól en tók engar slíkar myndir þar,“ segir Haraldur og þvertekur fyrir það að mögu- legt hefði verið að mynda jólaseríur í Kaliforníu. „Þetta eru íslenskir ávextir og í raun þeir einu sem vaxa hér á landi. Þetta er einmitt nokkurs konar fornleifafræði hjá mér, því ég leita uppi jólaseríur sem settar eru upp nokkurn veginn hugsunarlaust. Fyrst þú minntist á amerískar jólaseríur, hefur slík skreyting verið að ryðja sér til rúms hérna, en ég hef áhuga á heimskauts- ávöxtunum en ekki amerískum barokkskreyt- ingum. Ólíkt því sem gerist annars staðar vaxa heimskautsávextirnir aðeins á veturna.“ Sýning- in Sjá – myndalýsing stendur í Gerðarsafni, ásamt einkasýningu Gabríelu Friðriksdóttur á neðri hæðinni, til sunnudagsins 10. nóvember. Gerðarsafn er opið alla daga nema mánudaga frá 11–17. ANNAR VERULEIKI Morgunblaðið/Kristinn Sjá – myndalýsing nefnist sýning þeirra Ívars Brynjólfssonar, Haraldar Jónssonar, Spessa og Hrafnkels Sigurðssonar, sem sjást á myndinni. Pappamaðurinn í miðjunni er ígildi Daníels Magnússonar og Þorvaldar Þorsteinssonar. Sýningin Sjá – myndalýsing er önnur af tveimur myndlistarsýningum sem opnaðar verða í Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni í dag. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR leit inn og spjallaði við myndlistarmennina sem sýna ljósmyndir í ólíku samhengi. heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.