Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Side 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 2002 E ITT af því sem vekur athygli þeirra sem skoða sig um í list- heiminum um þessar mundir er útbreiðsla málaralistarinn- ar í beinum tengslum við sýn- ingarýmið. Benda má á fjöl- marga listamenn í þessu sambandi, en fæstir hafa þó leikið það eftir Lúxemborgaranum Michel Majerus að skauta á eigin málverki. Það gerði hann þó í Kölnischer Kunstverein fyr- ir um tveim árum, þegar hann hafði lokið við að smíða risastóran, fjörutíu og tveggja metra langan hjólabrettavöll, nálega tíu metra breiðan, sem lá eins og dalverpi eftir aðalsal stofnunarinnar. Í þessari manngerðu dæld, sem líktist einna helst gríðarlegri rennu, málaði Maj- erus slitur af því sem einkennir verk hans, svo sem krumpaðar umbúðir utan af varn- ingi frá heimsþekktum framleiðendum, heimatilbúin logo, yfirlýsingar í formi aug- lýsingaklisja, litfjörugar myndir, myndbrot, línuspil og hvers kyns grafískar formteikn- ingar. Meðal þess sem sýningargestir gátu lesið í hjólabrettarennunni voru yfirlýsingar á borð við: „til fjandans með fyrirætlun listamannsins“, „táknin sem ég notfæri mér skírskota ekki til stöðu minnar“ og „að hætta sér inn á svið stærðfræðinnar getur orðið til þess að sjálfið gufi upp“. Málað gegn þrúgandi hefð Michel Majerus er fæddur í Esch-sur-Alzette, um þrjátíu þúsund manna smáborg syðst í Lúxemborg, við landamæri Frakklands, árið 1967. Hann stundaði nám við Listakadem- íuna í Stuttgart frá 1986 til 1992. Árið 1993 hlaut hann styrk frá sömu akademíu, en ári síðar hélt hann fyrstu einkasýningu sína í Galerie neugerriemschneider í Berlín, einu af þeim ungu og spræku galleríum sem sprottið hafa upp í Mitte, hinu litla en þrótt- mikla menningarhverfi, sem eitt sinn lá austanmegin múrs- ins alræmda. Skömmu síðar settist hann að í borginni en sýnir hvarvetna í Evrópu og tekur reglulega þátt í stór- viðburðum út um allan heim. Það er dæmigert fyrir af- stöðu Majerus, eins og svo fjölmargra annarra málara af sömu kynslóð, að líta á mál- aralistina sem tímatengt fyr- irbæri. Hann hafnar að miklu leyti sögulegum tengslum mál- aralistarinnar, en reynir þess í stað að losa hana sem best hann getur undan þrúgandi hefðinni. Þó svo hann eigi sér sína eftirlætismálara, einkum bandarísku risastærðameistar- ana Frank Stella, Ellsworth Kelly, Andy Warhol og Jean- Michel Basquiat, reynir hann að umgangast áhrif þeirra með sögulausum hætti. Hann neitar með öllu að fást við iðju sína út frá fortíðarhyggju eða söknuði. Til að halda sér frá öllum slíkum hættum beitir hann einnig tækni sem rekja má til naumhyggju og hugmyndalist- ar áttunda áratugarins. Meðal þeirra sem vísa honum óhikað veginn gegn söguhyggjunni eru Donald heitinn Judd, Ro- bert Morris og Lawrence Weiner. Jafnframt sækir Maj- erus aðföng í hvers konar prentmiðla, skiltamálun og auglýsingagerð. Hann stað- hæfir að nú á tímum hafi allir sjónrænir miðlar áþekka stöðu og gildi. Því þurfi lista- menn ekki endilega að leita til málaralistarinnar um áhrif eða tæknibrögð. Allt umleikis nútímamanninn er verðugt að athuga sem mögulegt mynd- efni. Í þeim efnum sé ekkert eitt öðru göfugra heldur fari það eftir notagildi áreitisins hverju sinni hvort það hafnar undir pensli listmálarans eða er hafnað af honum. Í takt við umhverfið Af þessu má ráða hve óralangt málaralist Majerus er frá forsendum nýja málverksins svokallaða sem ríkti á fyrri hluta níunda áratugarins. Jafnvel þótt drjúgur hluti þeirrar stefnu væri helgaður sannkölluðu skyndimálverki, og reyndi þannig að brjóta sér braut gegn sögulegri hefð, var nýja myndmálið oftast uppfullt af tilvísunum í listasöguna. Það þótti heldur enginn stór- glæpur á blómaskeiði postmódernismans að nota sér undangengna list sem fyrirmynd. Þá er ýmislegt í aðferðarfræði Majerus sem forðar verkum hans frá því að líta út sem fortíðarlist. Með því að mála til dæmis hluta verka sinna beint á veggi sýningasal- arins vinnur hann gegn þrúgandi áhrifum listasafnsins. Hann vill nefnilega forðast öll tengsl við það andrúmsloft sem ríkir á hefð- SKAUTAÐ Á MÁLVERKINU Í Galerie neugerriemschneider í Berlín sýndi Majerus raðir af málverkum sem mynduðu eina heild þótt um sjálfstæð verk væri að ræða. E F T I R H A L L D Ó R B J Ö R N R U N Ó L F S S O N Lúxemborgarinn Michel Majerus hefur vakið ómælda athygli fyrir líflega málara- list sína. Hann neitar með öllu að fást við iðju sína út frá fortíðarhyggju eða sökn- uði. Til að halda sér frá öllum slíkum hættum beitir hann einnig tækni sem rekja má til naumhyggju og hugmyndalistar áttunda áratugarins. Framan við Hamburger Kunstverein, árið 1996, skein risa- málverk Majerus, „Aquarell“, eins og tungl í fyllingu. Í Kunsthalle Basel, 1996, sýndi Michel Majerus málverk frá 1993 og 1994 af köttum. Þessi verk þóttu ganga í berhögg við sýningarrýmið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.