Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.2002, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. NÓVEMBER 2002 15 MYNDLIST Gallerí Skuggi: Efri hæð: Rósa Sigrún Jónsdóttir. Kjall- ari: Stella Sigurgeirsdóttir. Til 16. nóv. Gallerí Sævars Karls: Hildur Ásgeirsdóttir. Til 16. nóv. Hafnarborg: Norræni skartgripaþríæringurinn. Handverk og hönnun - Samsýningin Spor. Til 9. nóv. Hönnunarsafn Íslands: Óli Jóhann Ásmundsson. Til 12. okt. i8, Klapparstíg 33: Sigurður Guðmundsson. Undir stigan- um: Þuríður Sigurðardóttir. Til 17. okt. Listasafn Akureyrar: Hraun-ís-skógur. Til 2. nóv. Listasafn ASÍ: Anna Þóra Karlsdóttir. Til 26. okt. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1980-2000. Til 16. nóv. Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn: Listin meðal fólksins. Til 20.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: And- litsmyndir og afstraksjónir. Til 5. okt. Listasalurinn Man: Endurminninga- myndir Jóhannes Geirs. Til 26. okt. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Gunnsteinn Gíslason. Til 19. okt. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: August Sander. Til 26. okt. Mokkakaffi: Jóhanna Ólafsdóttir og Spi- ros Misokilis. Til 19. okt. Norræna húsið: Veiðimenn í útnorðri. Til 2. nóv. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B : Samsýning: Magnús Pálsson, Eric And- ersen & Wolfgang Müller. Til 12. okt. Skaftfell, menningarmiðstöð: Samsýningin Hringsjá. Til 26. okt. Undirheimar, Álafosskvos: Sjö listakonur. Til 2. nóv. Þjóðarbókhlaða: Halldór Laxness. Til 23.3. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Landafundir. Skáld mánað- arins: Einar í Eydölum. Íslandsmynd í mótun - áfangar í kortagerð. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Borgarleikhúsið: Slagverkshópurinn Benda. Kl. 15:15. Háteigskirkja: Tónleikar til styrktar orgeli. Kl. 14- 17.30. Sunnudagur Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur - Mozart að mestu. Kl. 20. Salurinn: Camerarctica. Kl. 20. Hjallakirkja: Douglas A. Brotchie. Kl. 17. Kammer- kórinn Vox Gaudiae og Kammerkór Nýja tónlistarskólans. Kl. 20. Mánudagur Salurinn: Útgáfutónleikar - Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. Kl. 20. Miðvikudagur Norræna húsið: Lín Wei, fiðla og Anna Guðný Guð- mundsdóttir, píanó. Kl. 12.30. Salurinn: Þorsteinn Gauti Sigurðsson. Kl. 20. Íslenska óperan: Halla Margrét Árnadóttir og Napólí- sveitin. Kl. 20. Föstudagur Háskólabíó: SÍ. Sálin hans Jóns míns. Einl. Una Sveinbjarnardóttir. Stj. Bern- harður Wilkinson. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Með fulla vasa af grjóti, lau., mið. Jón Oddur og Jón Bjarni, sun. Halti Billi. sun., fim., fös. Viktoría og Georg, lau. Karíus og Baktus, sun. Veislan. fös. Borgarleikhúsið: Sölumaður deyr, sun., fös. Honk! sun. Með vífið í lúkunum, lau., fim. Jón og Hólmfríður, lau., fim., fös. Muggur - Kómedíuleikhúsið, sun. Róm- eó og Júlía, frums. mið. Herpingur og Hinn fullkomni maður, lau. Íslenska óperan: Rakarinn í Sevilla, lau., sun. Loftkastalinn: Benedikt búálfur, sun. Iðnó: Hin smyrjandi jómfrú, mið. Beygl- ur, lau., fim., fös. Vesturport: Kvetch, lau., sun., fös. Hafnarfjarðarleikhúsið: Grettissaga, lau. Sellófon, sun., þrið., mið., fös. Nemendaleikhúsið: Skýfall, lau. Leikfélag Mosfellssveitar: Beðið eftir Go.com air, lau., fös. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U listasögu eins og safnið metur hana. Í tengslum við sýninguna hafa öll verkin í eigu safnsins frá þessum tíma verið skráð í stafrænan gagnagrunn safnsins. Unnið er að skráningu allrar safneignar Listasafns Íslands á stafrænt form, en skráning á þessu tímabili er eiginlega næsta stóra skrefið á eftir gagnagrunninum um það mikla safn af verkum eftir Gunnlaug Schev- ing sem safnið á,“ segir Ólafur og bendir á að uppbygging gagnagrunns um safneignina hafi það að markmiði að virkja gesti safns- ins og gera þá að upplýstum áhorfendum listarinnar. „Hugmyndin er sú að sýning- argesturinn geti nálgast í gagnagrunninum ítarefni um verkið sem hann er að skoða og listamanninn á bak við það. Í framtíðinni verður þar hægt að fletta upp öllum verkum safnsins, ásamt skýringum og greiningum á verkunum, auk upplýsinga um listamennina. Þetta er upphafið að því sem koma skal, en í framtíðinni er stefnan að koma þessum upp- lýsingum í aðgengilegra form.“ Ólafur segir að lokum að viðamikl fræðsludagskrá hafi verið skipulögð í kring- um sýninguna. „Safnið mun bjóða upp á vikulega leiðsögn á þriðjudögum og á laug- ardögum verður sérstök barnadagskrá. Þá verður á sunnudögum efnt til leiðsagnar undir heitinu „samtal við listaverk“, en þar munu listamennirnir sjálfir fjalla um verk sín á sýningunni. Auk fyrirlestrar Auðar Ólafsdóttur 21. nóvember um ævidag nýja málverksins verður efnt til málþings laug- ardaginn 23. nóvember með þátttöku ís- lenskra listamanna. Þar verður fjallað um þætti á borð við alþjóðavæðingu og stöðu ís- lenskrar myndlistar í því samhengi. Lagt verður út af sýningunni að nokkru leyti í þeim umræðum,“ segir Ólafur Kvaran. Sýn- ingin Íslensk myndist 1980–2000 verður opnuð í dag og stendur til 15. janúar 2003. Halldór Ásgeirsson, Norðurljósabarinn, 2001: Vatnið, hin afar mikilvæga náttúruauðlind er ræður lífi og vexti á jörðinni er frumverkfærið í verki Halldórs Norðurljósabarnum. Nafn verks- ins vísar beint til náttúrufyrirbærisins, en verk- ið er einnig bein skírskotun í félagslegan þátt í lífi mannsins, barinn og diskótekið. Sara Björnsdóttir, hluti innsetningarinnar Fljúgandi diska I, II og III, 2001: Verkið er þrí- þætt. Fyrstu tveir hlutarnir samanstanda af myndbandi og hljóði þar sem marglitum disk- um er þeytt einum af öðrum á hvítan vegg, og þriðji hlutinn er djúpur hægindastóll, en á hann hafa brotin sem sjást á myndbandinu verið límd. Ofbeldi og sársauki, en um leið ómótstæðilegt og lokkandi yfirborð skraut- legra lita hægindastólsins eru hrópandi and- stæður sem áhorfandinn finnur. heida@mbl.is RJÓÐUR/Clear-cut eru titlar sýningar Önnu Þóru Karlsdóttur sem nú stendur yfir í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Anna Þóra hefur um árabil unnið með íslenska ull sam- kvæmt hefðbundnum aðferðum og sýnt verk sín hérlendis og erlendis. Einhverntíma var reynt að þýða enska orðið installation sem rjóður, tilraun sem ekki festi rætur og hér er án efa átt við hefð- bundna merkingu orðsins rjóður. Merking enska orðsins clear-cut er aftur önnur, eða eitthvað sem er ótvírætt, hreint og beint og þar er kannski átt við niðurskurðarmeðferð mannanna á rjóðrum náttúrunnar, auk þess að orðið minnir á enska orðið clearing, rjóð- ur. Á efri hæð sýnir Anna Þóra voðir sem má líkja við værðarvoðir. Þær eru bæði í sauða- litum, þykkar með sterkri áferð og stafar af þeim mikil hlýja og aðrar eru litsterkar. Þrjár voðir eru í skærum litum þar sem plastþræðir eins og þeir sem notaðir eru í kartöflupoka hafa verið ofnir saman við hvíta ull. Í efnisnotkun Önnu Þóru og texta sem Guðlaugur Valgarðsson hefur ritað í litla en fallega sýningarskrá kemur fram að listakon- an er náttúruverndarsinnuð, kannski má hér lesa það úr að leitin að jafnvægi sé ein leiðin í átt að því að virða náttúruna, jafnólík efni og ull og plast vinna hér saman og skapa nýja heild, plastið er endurnýtt á frumlegan hátt. Heildaryfirbragð verkanna er létt og svífandi og það má skynja leik og leit lista- konunnar við sköpun þeirra, leikur sem kem- ur fram í mismunandi áferð og efnistökum. Formleysi þeirra gerir þau laus við stífni eða afturhaldssemi, þau búa yfir hlýleika og kímni. Í Gryfju hanga svo níu holir ullarsívaln- ingar í lausu lofti og eru nefndir bolir. Einnig hér er gefið í skyn skjól, vernd sú sem nátt- úran hefur upp á að bjóða. Sumir minna á mannhæðarháa vettlinga eða ullarpúpur í mannsstærð, ennfremur skapa sívalningarnir sjálfstæð fyrirbæri, boli í merkingunni búkar. Hráefnið sem listakonan vinnur með býður upp á marga úrvinnslumöguleika jafnt í handverki sem í myndlist, mörg verka henn- ar á árum áður hafa verið gerð innan ramma handverks og hönnunar. Önnur framsetning verkanna myndi jafnvel geta breytt hlutverki þeirra, breytt þeim í lítil teppi, veggteppi, vagnteppi, klæðnað eða eitthvað enn annað. Þessi eiginleiki gerir þau einmitt lifandi og frjó. Með framsetningu þessara verka hefur Anna Þóra skapað heildstæða sýningu sem ætti að vekja áhuga listunnenda jafnt sem áhugafólks um íslenskt handverk. Hún minn- ir á ríkidæmið umhverfis okkur, íslenska náttúru og afurðir hennar sem er okkur og afkomendum okkar brunnur um ókomin ár, hvað sem öllum virkjunum líður. MYNDLIST Listasafn ASÍ, Ásmundarsalur við Freyjugötu Til 17. nóvember. Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14 - 18. RJÓÐUR, BLÖNDUÐ TÆKNI, ANNA ÞÓRA KARLSDÓTTIR Ragna Sigurðardóttir Bolir, verk Önnu Þóru Karlsdóttur í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Í faðmi náttúr- unnar GRADUALE nobili hefur á þeim tveimur árum sem liðin eru frá stofnun hans skipað sér í fremstu röð íslenskra kóra. Kórinn hefur jafnframt vakið verðskuldaða at- hygli á erlendri grund. Tuttugu og fjórar stúlkur og konur á aldr- inum sautján til tuttugu og fimm ára syngja í þessum eðalkór, en allar eiga þær fortíð í Graduale- kór Langholtskirkju og flestar eru þær einnig í öðru tónlistar- námi. Það þarf ekkert að fjölyrða um gæði þessa kórs. Stelpurnar eru í einu orði sagt stórkostlegar. Söngurinn er agaður og dýna- mískur og umfram allt sérdeilis músíkalskur. Eins og á fyrri tón- leikum þeirra, var það hrein unun að hlusta á þær í Háteigskirkju á sunnudaginn. Jón Stefánsson hef- ur unnið þrekvirki við að ná fram þessum fallega og tæra kórhljómi og aga stúlk- urnar í heilsteyptan flokk; - jafnvægi milli radda er sérstaklega gott; nákvæmni í söngn- um einstök og ; - ja, hvað skal segja: allt með sykri og rjóma. Það sem olli hins vegar vonbrigðum á tón- leikunum á sunnudaginn, var hve stór hluti efnisskrárinnar voru lög sem kórinn hefur sungið oft áður á tónleikum sínum. Vissulega var þar nýtt efni, eins og Zwei beter eftir Arvo Pärt, þar sem maður heyrði ómstríða hlið tón- skáldsins sem helst hefur notið vinsælda fyrir að leiða ómblíðu aftur inni í samtímatónlist. Frábært verk og vel sungið. Ave maria eftir Holst var annað nýtt verk á efnisskránni; - þar sungust stúlkurnar á í tveimur fjögurra radda kórum; - ekkert mál, - mjög vel gert. Unni- bahia eftir kórstjórann kunna Robert Sund var líka nýtt, og líka frísklegt, skemmtilegt og ákaflega vel sungið. Ég held að nánast allt annað á þessum tón- leikum hafi ég heyrt kórinn syngja áður, og sumt oftar en einu sinni. Snjalla lagið hennar Báru Grímsdóttur, Ég vil lofa eina þá, við gamalt ís- lenskt helgikvæði var toppurinn; - kórinn fór listilega vel með þennan rytmíska smell Báru. En nú er kominn tími til að dengja og brýna Graduale nobili til dáða. Svona frábær kór þarf verkefni við hæfi, ný, ögrandi og skapandi verkefni sem sýna kór- inn stöðugt í nýju ljósi. Hæfileik- arnir og getan eru til staðar, og metnaðurinn er örugglega þarna líka. Ekki spillir að kórinn hefur á að skipa framúrskarandi ein- söngsröddum. Þær eru hver ann- arri betri. Þó má ég til með að nefna sérstaklega Dóru Stein- unni Ármannsdóttur, sem er komin með hljómmikla og þétta mezzórödd, - jafnvel kontra-alt. Einstaklega falleg rödd sem á von- andi eftir að hljóma oft og mikið, með kórnum jafnt sem annars staðar. Tónleikar Graduale nobili í Háteigskirkju vor í stuttu máli yndislegir. Gagnrýnandi sakn- aði þó sáran fleiri bitastæðra og nýrra verk- efna á efnisskránni. Sykur og rjómi en kryddið vantar TÓNLIST Háteigskirkja Stúlknakórinn Graduale nobili söng íslensk og er- lend lög; Kjartan Valdemarsson og Gunnar Hrafns- son léku með í nokkrum laganna, en stjórnandi var Jón Stefánsson. KÓRSÖNGUR Bergþóra Jónsdóttir Jón Stefánsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.