Pressan - 09.09.1988, Qupperneq 14
14
Föstudagur 9. september 1988
Betri
heilsa
mad góóum yftamínum
og hollofnum
Jtfi TÓfíÓ
ÍTóró25eru 15 vítamín og 10
steinefni í réttum hlutföllum.
Eitt hylki gefur fullan dag-
skammt allra helstu vítamína
og steinefna. Tóró 25 er e.t.v.
besta fáanlega fjölvítamíniö,
hvaö varðar verö og gæði.
Hollar fjölómettaðar fitusýrur
fyrir hjarta og æðakerfi. Ekkert
annað lýsisþykkni á íslandi er
jafn rfkt af omega-3 fitusýrum,
þ.e. 50% innihald af EPA og
DHA. Hylkin innihalda ekki A
og D vftamfn.
Gerið verðsamanburð.
Ginseng (panax ginseng C.A.
Meyer) af hæsta gæðaffokki frá
Kóreu. Ginseng er m.a. notað til
að styrkja mótstöðuafl líkam-
ans gegn streitu og sjúkdóm-
um.
Gerið verðsamanburð.
J/JÍ TÓRÓ HF
Siöumúla 32. 108 Reykjavik. o 686964
UPPAHELGI
Stööutákn ársins meðal uppa
í Bretaveldi eru nýjustu BMW-
bflarnir. Bílasali nokkur geröi
bílakaupin enn meira spenn-
andi fyrir átta ung hjónakorn
meö því að afhenda bílana „meö
stæl“. Fólkiö dvaldi eina helgi á
lúxushóteli uppi í sveit og var
haft ofan af fyrir því meö ýmsu
móti — t.d. meö því að leyfa því
að horfa á Karl prins leika póló,
og ekki vantaði heldur mat og
drykk af bestu gerð. Hápunktur
helgarinnar var hins vegar af-
hending bílanna ásamt kampa-
vínsflösku á mann, en fyrir her-
legheitin borgaði hvert par allt
að 4,3 milljónum króna.
SEXf
GLERAUGHAGLÁMAR
Þeir taka upp á ýmsu f henni
Amerfku. Bandarfskir gler-
augnasalar hafa t.d. kosið
Sophiu Loren kynþokkafyllstu
konu, sem notar gleraugu. Og
hvað með kynþokkafyllsta
manninn? Jú, þann titil hlaut
enginn annar en hinn eini sanni
Michael Caine.
DEILT UM JAFNRÉTTISMÁL í KIRKJUNNI
Það hefur mikið verið rifist
um það í Bretlandi að undan-
förnu hvort konur fái prests-
vígslu. Þetta er óskaplega við-
kvæmt mál fyrir marga og varð
andvígi hópurinn t.d. alveg æfur,
þegar Margrét Thatcher lét þau
orð falla I fjölmiðlum að þessi
starfsstétt ætti ekki að vera
lokuð konum. Ekki minnkuðu
heldur deilurnar um jafnréttis-
málin, þegar stelpum var hleypt
f kirkjukórinn í Sánkti Maríu-
dómkirkjunni í Edinborg. Það
þykir íhaldssömum öflum innan
kirkjunnar fyrir neðan allar
hellur, þar sem hingað til hefur
einungis ungum drengjum
hlotnast sá heiður að syngja við
messur. Kórstjórinn í Edinborg
segist hins vegar ákveðinn í að
hafa stúlkurnar alltaf í minni-
hluta og þær verði að hætta í
kórnum um 13 ára aldur, eins og
strákarnir, þó svo raddir þeirra
breytist ekkert á þvi aldurs-
skeiði.
RAÐFÖT ÚR ÚÐABRÚSA
Haldið ykkur fast! Vísinda-
menn úti I hinum stóra heimi
segja að um aldamótin muni
konur nota sokka og baðföt,
sem þær úða á sig úr brúsa.
Einnig má búast við því að hægt
verði að fá máltíðir, sem úðað er
á diskinn, og skyrtuþvottur
heyrir þá væntanlega sögunni
til. Karlmenn geta þá nefnilega
úðað skyrtunni á sig að morgni
og þvegið hanaaf sérí sturtunni
um kvöldið. Já, alltaf heyrir
maður eitthvað nýtt.
KÓNGAFÓLKIÐ FER HINA
LEIDINA
Meðlimirbresku konungsfjöl-
skyldunnar dvelja mikið í Bal-
moral-kastala, þegar þeir eru
ekki að sinna skylduverkum.
Þangað fór t.d. Sara Ferguson,
eiginkona Andrews Bretaprins,
eftir að hún varð léttari um
daginn. Sérstakur læknir hefur
það starf með höndum að fylgj-
ast með heilsufari kóngafólks-
ins á meðan það dvelst í kastal-
anum og mætir daglega á stað-
inn í þeim erindum. Það er 130
ára löng hefð fyrir þessu fyrir-
komulagi, en samt þótti ensk-
um fjölmiðlum ástæða til að
fjalla dálítið um þennan lækni
um daginn. Hann stundar nefni-
lega svokallaðar óhefðbundnar
lækningar og það fannst mönn-
um afarmerkilegt þar sem þessi
ákveöna fjölskylda átti í hlut.
Það munu aðallega vera þau
Ellasabet drottning og Karl
prins, sem aðhyllast þess konar
lækningar.
KYNÓÐ KONA
LÆKNAÐIST í BANKA
Kona nokkur á Englandi var
orðin svo vergjörn að hún
neyddist til að leita læknis í von
um aðstoð. Doktorinn komst að
því, að konan hoppaði upp í rúm
hjá hverjum rlkisbubbanum á
fætur öðrum vegna þess að hún
hræddist að verða blönk. Af
þessum sökum var sú kynóða
send I viðtal við bankastjóra,
sem kenndi henni að halda rétt
á spöðunum I fjármálum. Þegar
konan sá, að hún gat séð fyrir
sér sjálf, hætti hún að sofa hjá
ríkum köllum og varð m.a.s.
skotin I einum bláfá'tækum.
Þeir sem þegar hafa fengið sér ELDHUS eru ekkert hissa
að ELDHÚS hafi orðið fyrir valinu á Heimilissýningum í
Laugardalshöll TVÖ ÁR í RÖÐ. Hófí valdi ELDHÚS í sína
draumaíbúð ’87. Og nú völdu hljómlistarmennirnir Ragnhildur
Gísladóttir og Jakob Magnússon ELDHÚS í Dvalarheimili
sitt á Heimilissýningunni ’88. Sú eldhúsinnrétting er til sölu og
má raða henni upp eftir smekk og aðstæðum. Viðmunum hafa
opinn sýningarbás i verslun okkar að Grensásvegi um helgina.
Opið laugardag frá 10-16 og sunnudag 14-18. Verið velkomin.
ELDHÚS Grensásvegi 8 - Símar 84448 og 84414