Pressan - 09.09.1988, Page 15

Pressan - 09.09.1988, Page 15
Föstudagur 9. september 1988 15 spáin vikuna 10. — 16. september (21. rnars — 20. apríl) Þú munt fá margvisleg tilboö á næst- unni og sumum þeirra ættiróu aö taka opnum örmum. Ef þér finnst þú stundum bíða lægri hlut í samskiptum viö aðra er þetta kjörið tímabil til aö efna til kynna viö fleira fólk. Með þvi móti styrkistu og liflegra félagslif mun gera þér gott. rt"i 1 (21. apríl — 20. rnai) Nú er rétti tíminn til að horfa gagnrýn- um augum til baka og meta stöðuna. Þú munt nefnilega finna til meira frelsis og gleði en þú hefur lengi gert, þegar slíkri ígrundun er lokið. Persóna, sem þér finnst afar áhugaverð, laðast að þér á þessu tímabili. Gættu þess hins vegar að láta léttúðina ekki ná tökum á þér. (21. maí — 21. jiiní) Fjármálin hafa smám saman verið að þróast i rétta átt að undanförnu. Þetta hefur haft þær afleiðingar, að þú hefur ekki sýnt jafnmikla aðhaldssemi og oft áður. Núna eru aðstæður hins vegar að breytast dálitið og þú verður að draga úr kröfunum. (22. júni — 22. jtilí) Þú ert fremur léttur í lund þessa dag- anaog til í ýmislegt. Fréttir, sem þú færð um miðjavikuna, verðatil þess að brúnin lyftist enn hærra. Gerðu þó ekki of lítið úr alvöru málsins, því lífið er sjaldan ein- tómur dans á rósum. Þú verður að vera á varðbergi. teo '0' (23. jiili — 22. dgúsl) Láttu ekki neikvæðar hugsanir kaf- færa sálartetrið gjörsamlega. Það er mun gáfulegraaö leyfa þeim jákvæöu að lýsa upp hversdagsleikann, því annars verður samband þitt við annað fólk alltof erfitt. Einhverjir árekstrar eru óumflýjan- legiráþessu tímabili, en vertu bara bjart- sýnn. j&Q (23. dgiisl — 23. sepl.) Þú ert uppfullur af algjörlega óþarfri minnimáttarkennd þessa dagana, þó þú ættir að vita mætavel hvað þér er margt til lista lagt. Reyndu nú að láta einhverja af þínum fjölmörgu hæfileikum njóta sín og hættu að hleypa neikvæðum hugsun- um aö — þá eykst sjálfstraustið sjálf- krafa. lófalestur í þessari viku „Gunnarsnes“ Þelta er barnslófi og þess vegna sýnir hann ekki síður framtíðina en hvernig persónuleiki barnið er í dag. Barnið verður praktískt, raun- sætt og með báða fætur á jörð- inni. Það gœti búið yfir góðu verksviti. Þetta verður hins vegar einnig tUfinningaríkur einstakl- ingur með ríkt ímyndunarafl. Svolítill draumóramaður. Eigin- lega sérkennileg blanda af raun- sæi og draumórum. Barnið verður sjálfstœður og óháður persónuleiki, án þess að það fari út í neinar öfgar. Það verður líka dagfarsprútt, dipl- ómatískt og sveigjanlegt í sam- skiptum við annað fólk. En það verður samt sem áður viljasterkt og stefnufast. Barnið á ennfremur gott með að einbeita sér — þ.e.a.s. ef það nennir því! Heilsufarið verður frekar gott, fyrir utan einhverja erfiðleika tengda lungunum á fyrstu árum œvinnar. Þessi einstaklingur veit snemma hvað hann œtlar sér. Hann ætti endilega að mennta sig og þá kœmi helst tilgreina einhver starfsgrein, þar sem bœði er not fyrir praktík og sköpunargáfu. T.d. vísindi, rannsóknir, verk- fræði. Velgengniþessararpersónu kemur íIjós á aldrinum 34—37ára. Þetta er trygglyndpersóna, sem líkur benda til að bindi sig einung- is einu sinni í lífinu. (Þ.e. ein sam- búð eða hjónaband.) Það gerist þó kannski ekki fyrr en um 35 ára aldur. (24. sept. — 23. okl.) Þú geturverið mikill diplómat og þeim hæfileika þarftu á að halda í vikunni, ef þú átt að sleppa sæmilega frá öllum þeim viðræðum, sem eiga sér stað á þessum dögum. Best er auðvitað að ihugamálin vandlegaáður en þú stendur frammi fyrir viðmælendunum. (24. okl. — 22. nóv.) Það gerist eitthvert sérkennilegt atvik i byrjun vikunnar, sem veldur þvi aðþú átt erfitt með að einbeita þér að fyrirliggj- andi verkefnum nokkurn tíma á eftir. Þú verðursamt semáðurað reynaað standa þig, svo fólk hafi ekki ástæðu til að gagn- rýna þig. (23. nóv. — 21. des.) Einhver vandamál skjóta upp kollin- um, án þess að þér finnist þau ýkja mikil- væg eða alvarleg. Gættu þó að þér, þvi þetta leiðir ef til vill til árekstrar á milli þín og annarrar manneskju. Hugsaðu líkaskýrt, ef þú viltekki lendai neikvæðri þróun, sem erfitt getur orðiö að stöðva. (22. des. — 20. janúar) Þú munt finna til leiðinda og þung- lyndis í skamman tíma. Þá er um að gera að takast á við þau mál, sem upp koma, og reyna að sjá broslegu hliðarnar. Þetta er auðveldasta leiðin til þess að leysa þann vanda, sem um er að ræða. Það eina, sem gildir á næstu dögum, er bjart- sýni og aftur bjartsýni. (21. janúar — 19. febriiar) Þærstundir komaaf og til að þú verður að gefa imyndunaraflinu lausan taum- inn. Þannig verður tilveran mun meira spennandi og ólíkt ánægjulegri. Ef ein- hver býður aðstoð sína yiö ákveðið verk- efni skaltu endilega ekki afþakka hana — þó þig langi mest til þess. mfeL, (20. febrdar — 20. mars) Þú verður að taka þér tak. Samstarfs- vilji þinn er ekki'eins og best veróur á kosiö og þar að auki áttu erfitt með að ákveða hvað þú vilt. Aðili, sem skipti þig áður miklu máli, mun hafa samband, en þú skalt ekki rasa um ráð fram. pressupennar Ef Stefán íslandi héti Garðarshólmi... Þá er sumarið komið á loka- sprettinn. Enn eitt sumarið sem ekkert varð úr, að minnsta kosti ekki ef marka má væntingarnar í vor. Drykklangir vordagarnir milli ver.ka og ráðabrugg um sólbakað sumar, vinnusamt og iðið, eru langt að baki og framundan litskrú.ðugir haustdagar og svo veturinn. Fífla- vínið var ekki bruggað, aldrei farið í sund, aldrei í sólbað og langferð- irnar um landið komust ekki nema rétt á umrieðustigið. Að vísu nokkr- ir „skreppitúrar“, svona rétt til að minna mann á að Hvalfjörðurinn er nafli íslands, ekki síst þegar tekið er að húma og hugurinn kominn hálfa leið í bæinn. Þá bregst ekki að þar er að finna ótrúlega langar lest- ir af bílum með biluð ljós — ein- hvern tímann taldi ég þrjátíu og sex eineygða á móti okkur, af eitthvað um fleirihundruðogfimmtíu sem virtust þrá heitast að komast á Skagann eða þaðan af lengra. Helst auðvitað þaðan af lengra, því ein- hverstaðar hefur sólin falið sig lungann úr sumrinu og reynandi að elta hana eftir hringveginum. Von- andi að hún hafi ekki alveg gleymt okkar ástkæra íslandi — sem stundum væri nær lagi að kalla Regnland eða Rokland — og glotti yfir dalinn á Iöngu og mildu hausti. Já, nafnið á landinu okkar. Ein- hverju var troðið í mig í barnaskóla um ástæðuna fyrir þeirri nafngift og vafalaust lygi — það segir að minnsta kosti séra Kolbeinn í Mogganum við og við og vill meina að ís sé guðdómur sem ég kann ekki MAGNEA J. MATTHÍASDÓTTIR frekari skil á en hann því meiri. Aftur á móti hef ég velt svolítið vöngum yfir því hvernig lífið og til- veran væru, hefði Garðar Svavars- son fengið að ráða og „Garðars- hólmi“ fest við ástkæru fósturjörð- ina. Þjóðin væri þá væntanlega Garðarshólmarar og tungan garðarshólmska og hefði eflaust gjörbreytt sögu okkar, að ekki sé nefndur skáldskapurinn. Varla hefði nokkur maður kirjað „Garðarshólmi farsælda frón“ á góðum stundum (jafnvel ekki klökkur og fullur námsmaður á Hviids Vinstue, heltekinn af heim- þrá). Og hvernig hefði „Garðars- hólmi ögrum skorinn" gengið í strangtrúaða bragfræðinga fyrri tíma? Hefði „Eldgamli Garðars- hólmi“ lifað á vörum þjóðarinnar, eins og skólaljóð æsku minnar full- yrtu um ísafoldina hans Bjarna? í stuttu máli: hefði nokkuru skáldi þótt brot af bergi Garðarshólma vera blik af draumi hans? Svo farið sé snarlega í aðra sálma, þá hef ég litla trú á að hreyf- ing sem hefði að helstu einkunnar- orðum „Garðarshólma allt“ hefði náð að hræra marga strengi í hjört- um æskulýðsins. Hin þjóðlega vakning hefði þá farið fyrir litið en kannski hefði hún ekki einu sinni verið nauðsynleg. Það má vera meira en lítið valdagráðugur kóng- ur sem ásælist eyju með þessu nafni — Danakóngur hefði ekki einu sinni getað borið nafnið á henni fram og garðarshólmsk menning og ættjarðarást því líkast til lítið blikn- að í aldanna rás. Aftur á móti ætla ég mér ekki þá dul að geta mér til um íbúafjölda skersins — ef satt er sem haldið er fram, að Eiríkur rauði hafi nefnt Grænland svo til að fjölga þar íbúum, hefur „Garðars- hólmi“ naumast verið líklegt til að lokka Iandnema hingað. Og vekur allnókkrar spurningar: Hvernig myndu til dæmis túristafrömuðir nútímans „selja“ Garðarshólma er- lendis? Skyldu erlendir ferðamenn flykkjast hingað til að skoða óspillta náttúru Garðarshólma og „the land of the midnight sun“? Þætti erlendum neytendum freist- andi vara merkt „product of Gardarsholmi“? — En bjartari hliðar að sjálfsögðu hér líka: Það kæmu trúlega hnútar á tungur hvalavina sem ætluðu að æpa slag- orð gegn hvalveiðum við strendur landsins. (Ég reyni ekki einu sinni að snúa „Garðarshólmarar drepa hvali“ yfir á heimstungurnar! Þaó er aftur á móti ágæt helgarþraut fyrir fjölskylduna, ekki síst í sunnu dagsbíltúr í Hvalfirðinum.) Aðeins eitt að lokum, svona varpað fram til umhugsunar: Væri ekki garðars- hólmska krónan traustari gjald- miðill en sú íslenska? Nafnið bendir óneitanlega til þess — gegnheilt nafn, svo snúið sé útúr sjónvarps- auglýsingu.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.