Pressan - 09.09.1988, Page 19

Pressan - 09.09.1988, Page 19
Föstudagur 9. september 1988 19 Leiðrétting Heimildir Pressunnar um eignar- hald á húsi Flughótelsins í Keflavík reyndust ekki kórréttar. Húsið sjálft er ekki í eigu íslenskra aðal- verktaka, heidur Byggingarverk- taka Keflavíkur, eins aðilans úr verktakasamsteypunni Keflavíkur- verktökum hf. Ástæðan fyrir þessum misskilningi er sjálfsagt fólgin í þeirri tilhneigingu margra að líta á íslenska aðalverktaka og Keflavíkurverktaka sem tvær hliðar á sama peningnum, sem ekki er fyllilega réttmætt, þótt samgangur- inn sé mikill. Rétt er síðan að ítreka það sem fram kom í greininni að rekstraraðili hótelsins er sjálf- stæður, St. Júl. og co. Loks er ekki rétt að Halldór Jónsson lögfræð- ingur sé hluthafi í Sameinuðum verktökum, heldur Halldór Jóns- son byggingameistari. Er beðist vel- virðingar á þessum mistökum. Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar framúr þarf að gefa ótvirætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan ekur þarf að hægja ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt að nota. Minnumst þess að mikil inngjöt leiðir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt er farið ökum við á þá í loftinu. OVANALEG SPURNINGAKEPPNI Það er nokkurs konar sex- strið í gangi hjá sjónvarps- stöðvum í Evrópu, samkvæmt frétt í bkaðinu Screen Inter- national. ítalska stöðin Tele 5 byrjaði á því að tileinka fimmtu- dagskvöldin „bláum“ myndum. Þá tók stöðin RTL Plus í Lúxem- borg sig til og hóf líka að senda út djarft efni. Einn þátturinn heitir Sexy Follies og er það spurningakeppni, þar sem þátt- takendur verða að afklæðast einni flík fyrir hvert svar, sem þeirvitaekki. Áhorfendum fjölg- aði víst um 10% við þettatiltæki Stöðvarinnar. FÖRDUÐ TÍMARIT Konur, sem kaupa erlend tímarit, kannast eflaust við ilm- vatnsprufurnar sem stundum fylgja þeim. Eitt svæði i blaðinu er þá gætt þeirri náttúru að ef maður nuddar það gýs upp þessi líka Ijúfa angan. Nú hefur tækninni fleygt svo fram að brátt geta fyrirtæki einnig sent lesendum tímarita ókeypis sýn- ishorn af fljótandi andlitsfarða, sem festur er á síðurnar á ein- hvern óskiljanlegan hátt. DYNASTY-LEIKKONA í STRÍÐI VID ARARA Joan Collins, sem m.a. leikur Alexis í Dynasty, á í miklum úti- stöðum við nágranna sína. Hún á ibúð í gífurlega fínu húsi í London, en stór og rík arabafjöl- skylda býr í sömu byggingu. Og þegar arabarnir byrja að elda fer allt í steik. Leikkonan segist bókstaflega ekki þola lyktina af hinum framandi réttum og verða að brenna reykelsi lon og don til að hafast við í eigin íbúð. Arab- arnir kvarta aftur á móti yfir glaumi og drykkjuskap, sem þeir segjast verða varir við frá vistarverum Joan Collins langt fram á nætur. Sem sagt dæmi- gerðar nágrannaerjur. Því er annars við að bæta að Joan fetar brátt í fótspor Jackie systur sinnar og gefur út bók. Fjallar ritsmíðin um fimm leik- konur í Hollywood, sem berjast um sama kvikmyndahlutverkió. Bókin kemur út þann 8. október og heitir á frummálinu Prime Time, sem útleggst t.d. sem Besti tími. JÓHANNA Á FJALIRNAR Þegar kvennaráðstefnan stóð yfir í Osló voru m.a. haldnir tveir fundir þar sem jafnréttisráð- herrar Norðurlanda sátu fyrir svörum. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra vakti mikla athygli á þessum fundum og var töluvert vitnað í hana í skandi- navísku pressunni á eftir. Danskur blaðamaöur f rá Inform- ation lét útlit Jóhönnu greini- lega plata sig svolítið í upphafi, því hann skrifaði m.a.: „Með þetta mjallhvíta hár gæti hún leikið frænku í hvaða klassíska leikriti sem er. Boöskapur hennar — sem hún flytur hátt og skýrt — er hins vegar alls ekkert gamaldags. Hún talar um byltingu." STÖDIN SEM HLUSTAD ER 'AI / Páll Þorsteinsson VIRKIR DAGAR 8-10 Útvarpsstjórinn er fyrstur á fætur á morgnana. Páll hefur starfað á Bylgjunni frá upphafi, fyrst sem dagskrárstjóri og síðan útvarpsstjóri. Páll spilar vinsæl lög sem gott er að vakna við, lítur í morgunblöðin og hjálpar fólki réttum megin fram úr. BYL GJAN, Anna Þorláks Virklr dagar 10-14 Anna er „nýjasta" röddin á Bylgjunni. Hún hefur þó starfað á Bylgj- unni frá upphafi og eignaðist strax stóran aðdáendahóp sem hlustaði á Ijúfmeti hennar á laugardagskvöldum. Dægurtónlistin ræður ríkjum. ^MEMD BYLGJAN Hallgrímur Thorsteinsson REYKJAVÍK SÍÐDEGIS - HVAD FINNST ÞÉR? Hallgrímur á nýjum brautum í Reykjavík síðdegis. sem nú er vettvang- ur fyrir hlustendur sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. Hall- grímur svarar í síma 61 11 11 frá kl. 18.10—19.05 og spjallar við hlust- endur um hvað sem er. tEDDEDMtDDDDDDDD^D^DMEMEDEDEKDM BYLGJAN

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.