Pressan - 30.09.1988, Blaðsíða 2
2r
PRESSU
MOLAR
heyrum við að ault og
ónotað atvinnuhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu nemi samanlagt um
200 þúsund fermetrum og að mest-
an part sé hér um að ræða bygging-
ar sem byggðar hafa verið á síðustu
3 árum. Kunnugir telja að fjárfest-
ingin á bak við þetta nemi a.m.k.
30—50 tnilljörðum kr. Ástæðan er
síaukin gjaldþrot og óáran í fyrir-
tækjarekstri. Leiguverð atvinnu-
húsnæðis hefur hríðfallið að und-
anl'örnu og er algengl að boðið sé
húsnæði til leigu á 200 kr. pr. fer-
metra. Hins vegar mun 400 kr. vera
algert lágmark til að standa undir
kostnaði. Áhugamenn um hús-
næðismál benda á að þarna standi
Reykjavikurborg góður kostur til
boða í íbúðamálum, þvi auðveld-
lega megi setja stóran hluta þessa
húsnæðis í íbúðarhæft ástand og
selja sem kaupleiguíbúðir...
l íklega mun Ólufur Kagnar
Grímsson ráða sér aðstoðarmann
eins og fyrirrennarar hans í l'jár-
málaráðuneytinu. Sennilega ræður
Ólafur sér hagfræðing, því þrátt
l'yrir mikla menntun mun hann
ekki hafa próf í þeim f'ræðum. Sá
sem helst hefði komið til greina til
aðstoðar Ólafi, Birgir Árnason
hagfræðingur hjá Jóni Sigurðssyni,
er út úr myndinni eftir formanns-
kosningu hjá ungkrötum á dögun-
um. Þar með er talið að ekki komi
nema tveir hagfræðimenntaðir alla-
ballar til greina, þeir Már Guð-
mundsson, hagfræðingur í Seðla-
bankanum, og Birgir Björn Sigur-
jónsson, framkvæmdastjóri
BHMR...
^DIðalfundur Verndar, félags
áhugafólks um málefni fanga,
leystist upp í deilur striðandi fylk-
inga síðastliðna viku. Hópur fund-
armanna deildi á Jónu Gróu Sig-
uróardóttur formann fyrir hennar
störf og töldu ýmsir samtökin vera
orðin framfærsluvígi einnar fjöl-
skyldu, þar sem sonur Jónu Gróu,
Siguröur Guómundsson, hefði
fengið 260 þúsund krónur i laun
fyrir að að ritstýra fimm tölublöð-
um af Verndar-blaðinu...
It^leðal uppreisnarfólksins í
Vernd munu vera þau Ásgeir Hann-
es Kiríksson, pylsusali og borgara-
flokksmaður, og Björk fangavörð-
ur Bjarkadóttir Elíassonar yfirlög-
regluþjóns'. Aðalfundur Verndar er
talinn hafa töluverðan eftirmála,
því andstæðingar Jónu Gróu segja
að kosning í stjórn hafi átt sér stað
eftir að um 20 manns höfðu yfirgef-
ið fundinn. Þeir munu því líklega
skjóta málinu til fógeta líkt og gert
var í styrjöldinni í Fríkirkjunni...
FoStudagur 3u. september 1988
Á meðfylgjandi mynd sjáum við systkinin Indriða Sigurðsson og Svölu Sigurðardóttur á Seltjarnarnesi. Svala hjálp-
aði mömmu sinni viö að senda PRESSUNNI smellna barnabrandara i siðustu viku. Hún er hér með blómvöndinn.
sem þær mæðgur fengu sendan frá BLÓMAVALI i Sigtúni.
Barna-
brandarinn
Besti barnabrandarinn í þessari
viku fer hér á eftir, en aðalpersónan
í honum er barnabarn sendandans.
Það var Anna L. sem sendi Press-
unni söguna og fær hún því blóm-
vönd frá BLÓMAVALI að launum.
Ingi var þriggja úra gnrti. Hann
hafði verið mikið hjá önunn
sinni, en þegar hann þurfti á
aðstoð hennar að halda við eitt-
hvað var viðkvœðið gjarnan „Ég
sé þetta bara alls ekki fyrr en ég
set upp gleraugun mín Ijiífur-
inn. “
Eitl sinn sat Ingi til borðs með
ömmu og fleirum og drakk malt-
öl. Rak hunn sig óvart í glasið svo
allt fór um koll og amma spurði:
„Hvers vegna í ósköpunum gat
þetta gerst, Ingi minn?“ Þriggja
ára snáðinn svaraði að bragði:
„Ég sá barasta ekki glasið, amma
mín. Ég var ekki með gleraugun!“
Manst þú eftir sniöugu tilsvari frá barni i
þinni fjölskyldu? Skrifaðu það endilega
nióur eða hringdu til PRESSUNNAR og
segðu okkur frá þvi. Hverveit nemaþú fá-
ir þá blómvönd i næstu viku!
Siminn er 91-681866 en heimilis-
fangið erÁrmúli 36, 108 Rvk.
velkomin i heiminn
1. Hún tók þvi ekki meö þegj-
andi þögninni að láta mynda sig,
þessi litla stúlka, heldur lét
hressilega í sér heyra. Hún er
dóttir þeirra Auðar Styrkársdóttur
og Svans Kristjánssonar, fædd
26. september, 13 merkur og 51
sm. Ritstjóri Pressunnar(notfærir
sér aðstöðu áina og) sendir pabb-
anum og mömmunni hamingju-
óskir.
2. Þaðerdóttir þeirra Kristrúnar
Ástu Sigurðardóttur og Stefáns
Ásmundssonar, sem slakar svona
fullkomlega á í fangi móðursinnar
á Fæðingarheimilinu. Telpan er
fædd 23. september og var þá 15
merkur og 51 sm.
4. Þau Ásta Mósesdóttir og Páll
Hermannsson eiga þennan pilt,
sem klemmiraftur augun og biður
þess að Ijósmyndarinn Ijúki sér af.
Hann er fæddur 23. september og
vó þá 15 merkur og var 52 sm lang-
ur.
5. Hún er svo sannarlega hár-
prúð, þessi unga dama, og hún er
lika stór og myndarleg. Hún fædd-
ist þann 25. september og er heil-
ar 17 merkur og 55 sm. Pabbi og
mamma eru þau Lilja Björk Egils-
dóttir og Kees Visser.
8. Þaö er hún Guðrún Elin
Gunnarsdóttir, sem sefur þarna
sætt og rótt — alsæl með að vera
búin að fá nafn. Hún fæddist 27.
september og reyndist vera 17,5
merkur og 54 sm löng. Foreldrar
hennar eru þau Þórunn Daðadótt-
ir og Gunnar Leó Gislason.
9. Sigrún Einarsdóttir og Jó-
hann Vísir Gunnarsson eignuðust
þennan pilt 26. september síðast-
liðinn. Þegar hann fæddist var
drengurinn 16 merkur og 51 sm
langur, en hann verður eflaust
duglegur aö drekka og þá eru mál-
in fljót aö breytast.
I
3. Þessi ungi herramaður virð-
ist öskuillur yfir þessum ófriði og
sér ekki þörfina á þvi að láta
mynda sig i bak og fyrir. Hann er
sonur Hijdar Valsdóttur og Krist-
bjarnar Óla Guðmundssonar og
var 52 sm og 17 merkur, þegar
hann fæddist þann 24. sept-
ember.
6. Þessi unga mær virðist lítt
hrifin af myndatökum, nema það
sé hungrið, sem er að kvelja hana
þarna. Foreldrar hennar heita
Kristin Pálsdóttir og Guðmundur
Karl Arnarsson. Telpan var 14
merkur við fæöingu og 52 sm, en
hún kom í heiminn þann 27. sept-
ember.
10. Þessi dökkhærða og hár-
prúða telpa kom í heiminn á Fæð-
ingarheimilinu þann 26. sept-
ember, en hún á ættir að rekja alla
leið til Sýrlands. Mamma hennar
heitir Fedaa Hadid, en pabbinn
Radwa Pahraug. Litla krúttið er 15
merkur og 52 sm.
Pressan minnir alla
nýbakaða foreldra á
að þeir geta fengið
birta mynd af barn-
inu sínu í b/aðinu, ef
þeir senda okkur
/jósmynd.
Heimilisfangið er: PRESSAN,
Ármúla 36, 108 Reykjavík.
7. Hún er virkilega hárprúð,
þessi dama, sem opnar annað
augað til að virða fyrir sér tæki
Ijósmyndara Pressunnar. Mamma
hennar heitir Halldóra Sjöfn Ró-
bertsdóttir og pabbinn Magnús
Gylfason og þeim fæddist dóttir-
in 24. september. Hún vó 16 merk-
ur og var 50 sm að lengd i fyrstu
mælingu.
11. Laglegi drengurinn, sem
sefur þarna svo vært, er nú engin
smásmiði. Hann var heilar 22
merkur og 58 sm, þegar hann
fæddist þann 21. september.
Pabbi tók myndina, en hann heitir
Sigurður Unnsteinsson. Mamm-
an, sem gekk með þennan mynd-
ardreng, heitir Árný Anna Svavars-
dóttir.