Pressan - 30.09.1988, Blaðsíða 22

Pressan - 30.09.1988, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 30. september 1988 leikhús Sveitasinfónía Leikfélag Reykjavíkur Sveitasinfónía eftir Ragnar Arnalcis Tónlist: At/i Heimir Sveinsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Lýsing: Lúrus Björnsson Það eru réttir í sveitinni. Allir, sem vettlingi valda, eru vitaskuld mættir, lika þeir brottfluttu. Og þó nú væri að rifjaðir séu upp gamlir tímar. Hvernig var þetta nú eigin- lega og hvenær byrjaði það og áður en hendi er veifað erum við komin átta ár aftur í tímann til þess einmitt að fá að heyra hvernig þetta gerðist nú allt saman. Hvernig barnið kom undir hjá Dísu og hvernig bruggið fór í gröfina með Báru og hvernig fyrrverandi fyllibytta náði í bind- indispostilluna, afrétturinn fór undir vatn og hvers vegna sveitasin- fónían var aldrei flutt. Og undir lokin fellur allt í Ijúfa löð þótt þeirri spurningu sé vissulega haldið vak- andi hvenær saga byrjar og hvenær hún endar og víst er að allt heldur þetta áfram að gerast einhvers stað- ar og einhvern tímann. Þetta er ekki flókin saga, sem á sér stað á sviðinu í Iðnó, og ekki heldur mjög ný. Sögupersónurnar eru líka margar gamalkunnar: kerl- ing, sem veit lengra en nefið nær, drukkinn prestur, atkvæðateljandi pólitíkus, fönguleg bóndadóttir, bindindispredikandi kvenmaður, kauðalegir bændur, sýslumaður með hálfkæringsvirðingu fyrir lög- unum o.s.frv. Tvær nýjar persónur bætast í safnið: bóndakona „pönt- uð gegnum Búnaðarlélagið" og „töffara“-bóndinn maður hennar. Framvinda lciksinsersýnd í örstutt- um senum með tilstilli leikmuna en sjálf leikmyndin er pallar með óljósri hugmynd að þröngum dal í bakgrunni. Sýningin er léttilega gamansöm í afar þjóðlegum stíl og minnti stundum á gamla félaga á borð við Pilt og stúlku. Og áhorf- endur skemmtu sér hið besta yfir öllu saman. Þá var held ég tilgang- inum náð. Okkur þótti gaman að þessu saklausa og jafnvel róman- tíska verki. Mér l'annst það stund- um ganga dálítið hægt fyrir sig, skiptingar á milli senanna ekki nógu hraðar og fléttan í sögunni nokkuð lengi að koma í Ijós. En um leið var ég ekki l'rá því að einmitt þessi makindalega framvinda retti Valdemar Ö. Flygenring og Flóki Sveitasinfóniu Ragnars Arnalds. sinn þátt í að gera sýninguna ánægjulega. Senurnar eiga sér stað víða í sveitinni; í réttunum, heima hjá hin- um og þessum, á kontór sýslu- manns, í kirkjugarðinum. Eins og fyrr sagði er umhverfi hverrar senu laðað fram með einlöldum leik- munum, einum síma þar, strau- bretti þar, skrifborði þarna og réttarhljómum hérna. Þetta gengur vel upp. Það liggur i augum uppi að Guðmundsson i hlutverkum sinum i sviðið í Iðnó býður varla upp á aðrar lausnir en þessa, en samt hefði mátt hafa pallana ögn mýkri og grösugri á einn eða annan hátt. Það sama gildir í rauninni lika með búningana, þeir voru oft ósköp hreinir — jafnvei þegar karlarnir voru að koma beint af fjalli. Þannig fannst mér árekstur á milli þess gamaldags yfirbragðs sem er á leiknum og umgjörðinni sjálfri, — eins og það héldist ekki alveg í hendur. Enginn leikaranna brást og var oft unun á að horfa. Fremsta i þess- um fríða flokki Ieyfi ég mér að telja Margréti Ákadóttur, sem beinlínis geislaði í hlutverki sínu, svo ræki- lega hafði hún þýsku húsfreyjuna á valdi sínu. Satt best að segja er ég ekki frá því að leikur Margrétar eigi stærstan þátt i því hversu mikið leikhúsgestir hlógu og skemmtu sér. Það var ekki vegna þess að sá þykki þýski hreimur, sem hún brá fyrir sig af hreinustu snilld, væri svo skop- legur, heldur vegna þess að Margréti tókst að framkalla raun- verulega persónu sem vakti áhuga áhorfenda umfram annað. Mér finnst erfitt að tíunda frammistöðu annarra leikara, hlut- verkin vega öll nokkuð jafnt og hver hlekkur heldur. Er ætlast til þess að maður fari að gefa þeim öll- um einkunn eða má ég láta nægja að hrósa þeim öllum í einu? Já! Þó leyfi ég mér að gera eina athuga- semd í neikvæðum dúr: Valdimar Flygenring verður bráðum að fá að leika eitthvað annað en kaldan karl á stjörnóttum graðhesti/hvítum kagga. Annars stirðnar hann alveg í stælunum og ég er handviss um að í honum búa meiri möguleikar. Tónlist Atla Heimis var alveg í anda leikritsins og hefði þess vegna mátt vera meira af henni. í það heila tekið: létt og skemmt- andi sýning fyrir alla fjölskylduna. „Höfuðbandalag maklegra þurfendae< Úr sýningu Þjóðleikhússins á Marmara eftir Guðmund Kamban. Þjóðleikhúsið: Mannuri eftir Guðnnmd Kumbun Leikgerð og leiksljórn: Helga Buchmunn Leikinynd og búningur: Karl Aspe- lund Tónlist: Hjúhnar H. Ragnarsson Lýsing: Sveinn Benediktsson Nú eru liðin 100 ár síðan Guð- mundur Jónsson Kamban fæddist úti á Álftanesi. í tilefni þess sýnir Þjóðleikhúsið okkur eitt verka hans, Marmara. Þetta þriðja leikrit Kambans á reyndar sjálft afmæli á árinu og cr sjötugt orðið. Cuð- mundur Kamban er auðvitað braut- ryðjandi i hérlendri leikritagerð, en éger ekki alveg viss um að Marmari liafi staðist tímans tönn með öllu. Það vekur vissulega máls á sígildum spurningum en hverfur l'rá þeim á vit bæði staðbundinnar og ekki síð- ur tímabundinnar umræðu, sem nú, 70árum síðar, hel'ur fleygt fram og að auki borið ávöxt í breyttum viðhorfum. En ekki þar l'yrir, frum- sýningargestir sýndu það með ein- beittri, hlustandi athygli sinni, að alvarleg umhugsunarefni eru ekki síður það sem krafist er af leikhús- inu en stundarafþreying. Sagan er sú, að mikilsmetinn dómari í New York, Robert Belford, tekur sér fyrir hendur að gagnrýna réttarfar landsins. Hann virðist jafnvel hafa sniðgengið lögin með dómum sínum og hefur að auki alveg nýverið sent frá sér mjög harðorða bók um glæpi og refsing- ar. Skoðun hans er sú, að refsing og fangelsisvist leiði aðeins til nýrra glæpa og að réttarkerfið ýti því fremur undir afbrot en hitt. Sjálf er ég ekki viss um að þetta sé endilega kjarninn í máli hans, heldur sú skoðun að glæpurinn sjálfur sé af- stætt hugtak, sem valdhafar einir hafi rétt til að skilgreina hverju sinni. Eins og hann segir við skjól- stæðing sinn: „Það er glæpur á morgun, sem var það ekki í gær; það er glæpur í New York, sem er það ekki í New Jersey.“ í því hinu „huggulega" samkvæmi sem hefur leikinn lýsir hann þvi yfir að „fyrir þjóðfélagið er ekkert hættulegt nema það, sem heldur því við“, og á þá við fallbyssuna og kirkjuna. „Allt vald mun falla með tilstyrk alveg sama vopnsins, sem það reis méð,“ bætir hann svo við (— því miður liggur mér við að segja)! Belford segir af sér dómaraemb- ættinu til að geta snúið sér alveg að þjóðlélagsgagnrýni sinni og er með nýja bók á leiðinni, sem fjallar um spillingu opinberrar líknarstarf- semi. Til að koma í veg fyrir að sá sannleikur komist á prent er hann sakaður um að hafa því sem næst valdið dauða manns, dæmdur geð- veikur og settur á hæli, þar sem hann verður að gefast upp l'yrir valdhöfunum. Leiknum lýkur svo með því að einmitt þeir aðilar, sem Belford gagnrýndi sem harðast, hefja hann á marmarastall i orðsins fyllstu merkingu og samtímis því, sem háttvirtir ræðumenn þakka honum skerfinn til þess að gera refsilöggjöfina réttlátari og mann- úðlegri, er maður handtekinn og 'ærður í fangelsi. Litið virðist liafa breyst þrátt fyrir fagurgala marm- arans. Þetta er langt leikrit og mikið en leikstjórinn, Helga Badunann, hef- ur stytt það töluvert. Ég hef ekki borið saman hennar handt it og þá útgáfu sem ég hef bókaða (Almenna bókafélagið 1969) en í fljótu bragði sýnist mér muna um persónur og mjög staðbundnar til- vísanir. (Leikritið gerist í New York á þriðja áratugnum samkvæmt Kamban en 10 árum síðar skv. Hclgu.) Þannig hefur t.d verið sleppt einni þjónustustúlku úr fyrsta þætti, en þær eru tvær hjá Kamban og gera sjálfsagt hvort tveggja að lýsa þjóðfélagsstöðu húsbænda sinna og greina frá efa- semdum þeirra við söguhetjuna Belford með því að vera að slúðra um það sín á milli að ung dóttir hjón- anna skuli einatt vera send í burtu þegar von er á honum. Til að koma þessu til skila er (í uppsetningu Þjóðleikhússins nú) einn gestanna látinn spurja þjónustustúlkuna eft- ir heimasætunni og þótti mér það ekki gefa rétta mynd af heimilis- haldi og heimsóknum að stúlkan væri látin spjalla á þennan hátt við gestkomandi. Þetta er þó ekki veigamikið atriði, a.m.k. veiga- minna en hitt, að strika klerk út úr leikritinu. Mér sýnist Kamban einmitt vera í fyrsta þætti að stilla Belford gegn handhöfum þess valds, sem hann beitir sér gegn, fjármagni, kirkju og læknastétt, en með þvi að kippa prestinum út verð- ur minna úr því augnamiði og sam- ræður um siðgæði þvi ómarkviss- ari. Það rýrir hlut læknisins í samkvæminu og veikir að mínu mati byggingu verksins í heild. Ýmislegt annað í leikgerð Helgu vakti hjá mér efasemdir. Hún hefur t.d. fengið til liðs við sig tónskáldið Hjálmar H. Ragnarsson. Tónlist hans (sem er svo sem yndisleg) hljómar undir lok dómsorðanna i þriðja þætti og þótti mér það trufl- andi og óþarfa vantraust á þá, sem vildu halda athyglinni óskertri við úrskurð dómarans. Leikkonur í hlutverki áhorfenda i dómsal voru staðsettar uppi á svölum og kölluðu þaðan fram athugasemdir, dæstu eða klöppuðu. Þær þótti mér alveg úr stíl. Á hælinu, þegar Belford er að þrotum kominn, birtist allt í einu forláta flautuleikari og spilar... en til hvers? í upphaflegri gerð leiksins er Belford látinn heyra negra syngja tregafullt heimþráarkvæði og þjón- ar það þar alveg skiljanlegum til- gangi. Þá þótti mér það mikið van- traust á áhorfendur að trufla' athygli þeirra með viðamikilli götu- lífslýsingu frá New York fremst á sviðinu i síðasta þætti en láta sjálfa niðurstöðu verksins gerast baka til. Ræður fyrirmannanna fóru að mestu fyrir ofan garð og neðan með slíkri uppsetningu. Málfarið í leikritinu er háfleygt og stundum fornt og ekki heyrðist mér gerð tilraun til að hrófla við þvi. Þar þótti mér Helga standa rétt að verki, enda er málið í verkum Kambans eitt af eigindum þeirra. Þó verð ég að viðurkenna að nafnið á því líknarfélagi, sem beint kom við söguna, er svo hjákátlegt að það hentar betur í reviu en alvarlegt leikrit: „Höfuðbandalag maklegra þurfenda". Mikið veltur á að hlutverk hetj- unnar i leiknum, Belfords, sé í traustum höndum. Helga Skúla- syni tókst með ágætum að lýsa hug- sjónamanninum og uppgjöf hans í lokin. En ég er ekki frá því að Bel- ford þurfi að vera aðsópsmeiri, segjum samkvæmisljónslegri, í byrjun. Þá er hann frægur, virtur og eftirsóttur alls staðar, staddur efst á tindinum áður en hann er felldur svo illþyrmislega. En ég varð er á leið alveg sátt við þá mannlýs- ingu sem Helga tókst svo ágætlega að koma til skila. Önnur hlutverk eru miklu minni í sniðum, oft vanþakklát. Heima- sætuna ungu leikur Helga Vala Helgadóttir og er henni lítill greiði gerður með því að krefja hana um að varpa einhverju Ijósi á Blanche. Arnór Benónýsson fór með hlut- verk hins sanna vinar Belfords, en sú rulla þykir mér æði ómótuð frá hendi höfundar lika og óskiljanlegt hvað það er sem tengir þessa tvo menn órjúfanlegum vinaböndum. Ellert Ingimundarson fór með hlut- verk Thomas Murphy, ungs af- brotamanns, sem Bellörd hefur tek- ið undir sinn verndarvæng og fórn- ar því sem næst lífi sínu fyrir. Ellert náði ekki að sýna þann ótta og það ófrelsi sem sál Murphys er fjötruð í. í samleik sinum við svo færan leik- ara sem Helgi Skúlason er fannst mér satt að segja næstum brjóst- umkennanlegt að sjá þetta unga fólk brjótast um í þessum hlutverk- um. Öll önnur hlutverk eru í hönd- um gamalreyndra sviðshöfðingja, sem bregðast ekki, en koma heldur ekki á óvart, enda varla tilefni til. Sviðsmyndir Karls Aspelund er vel hægt að una við. Þó þótti mér stofan í fyrsta þætti skrýtin sam- setning og ekki draga fram þann blæ sem Kamban leitast við að sýna; ríkidæmið, yfirborðsháttinn og spillinguna sem skynja má af gáfumannslegum samræðum þeirra sem eru að sýnast. Risastór gluggi yfirgnæfir allt annað á skrif- stofu Belfords í öðrum þætti, kannski um of. Eftir hlé hafði skyndilega verið gjörbreytt um stíl, að vísu á tilkomumikinn hátt, en ég, sitjandi á þriðja bekk og e.t.v. of nærri, vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið! Um síðustu senuna hef ég þegar sagt mitt álit, þar fannst mér ranglega staðið að verki. Framkvæmdin sjálf var ekki sem verst og ýmislegt skondið kom fyrir augu, svo sem útigangskonan með tvo sprelllifandi og mjög vel haldna hunda — en til hvers? í stað þess að hnykkja á fór sýningin út um víðan völl, hætti að taka leikritið alvar- lega. Sjálfsagt er erfitt að sviðsetja svona stykki svo vel fari, koma að spakmælum og þungum fyrirlestr- um, og tilraun Helgu er aðsóknar verð. Én mér sýnist hún hafa verið um of hrædd við að láta Kamban dúndra og láta okkur svo eftir að meta það sem hann var að segja.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.