Pressan - 30.09.1988, Blaðsíða 31

Pressan - 30.09.1988, Blaðsíða 31
 siénvarp um helgina ISLENSKUR STÖÐ 2 Föstudag kl. 21.45 PERFECT * Bundarísk 1985. Leikstjórn: Jantes Bridges. Aðalhlutverk: John Travolta, Jainie Lee Curtis, Jann Wenner, Anne De Salvo. Heimskuleg frásögn af blaða- manni hjá Rolling Stone (Travolta) sem safnar efniviði í grein um heilsuræktarstöðvar í Los Angeles og verðuryfir haus ástfanginn af þjálfara (Curtis). Mynd byggð á vöðvadellunni og miklum líkamshnykkjum. Það eina sanna í myndinni er Wenner, sem leikur sjálfan sig sem ritstjóra popptímaritsins Rolling Stone. SJÓNVARPIÐ Föstudag kl. 22.00 ÓGNVALDUR UNDIRDJÚPANNA (Shark Kill) ★ ★ Bandarísk sjónvarpsmynd 1976. Leikstjórn: William A. Graham. Aðalhlutverk: Richard Yniguez, Philip Clark, David Huddleston, Jennifer Warren o.fl. Enn ein stælingin af JAWS; tveir náungar fara að veiða stóra hvita hákarlinn með stóru tenn- urnar, að hluta til vegna persónulegra hefnda við dýrið, að hluta til vegna 10 þúsund dollara verðlauna. Góðar neðan- sjávartökur, verri myndataka ofansjávar. Meðalmynd. STÖÐ 2 Föstudag kl. 00.25 LITLA DJÁSNIÐ (Little Treasure) ★ Bandarísk 1985. Leikstjórn: Alan Sliarp. Aðalhlutverk: Margot Kidder, Ted Danson, Burt Lancast- er, Joseplt Hacker o.fl. Nektardansmær ferðast til Mexíkó í því skyni að hafa upp á föður sínum sem hún hefur löngu misst sjónar á. Ferðin snýst hins vegar upp í leit að týndum fjársjóði með banda- rískum utangarðsmanni. Hræðilegt handrit eyðilagði að miklu leyti fyrstu kvikmynd Sharps. Danson skástur leikar- anna. STÖÐ 2 Föstudag kl. 02.00 HETJUR FJALLANNA (Mountain Men) ö Bandarísk 1980. Leikstjórn: Richard Lang. Aðalhlutverk: Charlton Heslon, Brian Keith, Victoria Racimo, Stephan Macht, ofl. Loðdýraveiðimenn í indiána- hasar. Blóöug, heimskuleg og þreytandi mynd í anda „góðu gæjarnir — vondu indíánarnir". Afleit. SJÓNVARPIÐ Laugardag kl. 21.15 EIN Á HREINU (The Sure Thing) ★ ★ Bandarísk 1985. Leikstjórn Rob Reiner. Aðalhlutverk: John Cusack, Daphne Zuniga, Anthony Edwards, Boyd Gaines o.fl. Tveir háskólanemar, sem ekki eiga skap saman, enda engu aö síður saman á ferðalagi yfir Bandaríkin. Ekki erfitt að geta sér til um endinn, en sæt mynd engu að síður í gamansömum tón eftir leikstjóra STAND BY ME. STÖÐ 2 Laugardag kl. 21.50 1941 ★* Bandarísk 1979. Leikstjórn: Steven Spielberg. Aðalhlutverk: Dan Aykroyd, Ned Beatty, John Bestur árcmgur STÖÐ 2 Sunnudag kl. 13.15 (Personal Best) ★ ★ ★ Bandarísk 1982. Leikstjórn: Robert Towne. Aðallilutverk: Mariel Hemingway, Scott Glenn, Patrice DonneUy, Kenny Moore, Jim Moody o.fl. Ágæt viðbót við sendingarnar frá Ólympíuleikunum: Tvær frjásíþróttakonur æfa hlaup fyrir Ölympíuleik- ana 1980, verða ástfangnar og hefja lesbískt sam- band sem þær reyna að halda leyndu. Grípandi kvik- mynd með viðkvæmum leik. Leikstjórnin er dálítið á afturfótunum og alltof margar nærmyndir af nökt- um leggjum. PERRY MASON Mjög nýstárleg þáttaröd, Röcld J'ólksins, liefsl á Stöð 2 nœstkomandi tnánudag. Efni verðitr til nokkurs konar réttar- halda um ákvedid málefni hverjtt sinni, eða eins og segir í nýiítkomnimt sjónvarpsvísi stöðvarinnar: „Þátturinn er hugsaður sem réttarhöid borgarans og veróur sambland afvitnaleiðshmi, líkt og þekkist í réttarsölum, og umrœðuþœtti þarsem þjarmað erað mönnum tneö ágengum spurningum. Réttað verður í eintt ágreinings- mátli í hverjum þœtti og oft vé'rður ein ákveðin spurning brotin til mergjar og leitað svars við henni. Máiefnin verða við- vurandi deilumál á borð við hvalveiðimá/ið, herstöðvar- málið, einkavæðingu ríkisfyrir- tœkja eða textun erlends efnis í Jjöhniðlum. Einstakir menn og stofnanir, jafnt opinberar sem óopinberar, geta ált von á að verða leidd fyrir réttinn. “ Þessi réttarhöld munu Jara Jram á Hótel Islandi annan hvern mánudag klukkan 20.30 og er aðgangur öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Dómari og um- sjónarmaður verður sjónvarps- stjórinn, Jón Óttar Ragnarsson, en auk þess eru tólfmenn valdir í kviðdóm sem fellir úrskurð í þátlarlok. Belushi, Treat Williains, Nancy AII- en, Robert Stack og margir/leiri. Stórbrotin gamanmynd frá Spielberg-verksmiðjunni, þar sem stærðin og „effektarnir" skipta mestu máli. Stórkostleg- ar senur, eins og múgæsing i Los Angeles eftirárásinaá Pearl Harbour. Myndin kafnar þó í eigin þunga. STÖÐ 2 Sunnudag kl. 22.15 SYNIR OG ELSKHUGAR (Sons and Lovers) ★ ★ ★ ★ Bresk 1960. Leikstjórn: Jack Cardiff Aðalhlutverk: Trevor Howard, Deun Stockwell, Wendy Hiller, Mary Ure, Heather Sears, Williani Lucas o.fi Frábær kvikmynd eftir sí- gildri sögu D.H. Lawrence um ungan, viðkvæman mann (Stockwell) sem hvattur er af móður sinni til að yfirgefa fá- tæklegt heimili í kolaþorpinu og drykkjusjúkan föður (Howard) i því skyni að leita eigin framtíð- ar. Freddy Francis hlaut Óskars- verðlaun fyrir kvikmyndatöku. Meistaraverk. STÖÐ 2 Laugardag kl. 00.20 DRAUGAHÚSIÐ (Legend of Hell House) ★ ★ ★ Bresk 1973. Leiksljórn: John Hougli. Aðalhlutverk: Roddy McDowall, Pamela Franklin, Clive Revill, Gayle Hunnicutt. Vel gerð spennumynd um fjóra visindamenn sem dveljast í húsi þar sem vart hefur orðið við reimleika. Ekki venjuleg draugamynd, en framkallar eigi aðsíðurkaltvatn milli skinnsog hörunds. Handrit eftir Richard Matheson. STÖÐ 2 Laugardag kl. 01.55 LAGASMIÐUR (Songwriter) ★ ★ Bandarísk 1984. Leikstjórn: Alan Rudolph. Aðalhlutverk: Willie Nel- son, Kris Kristofferson, Melinda Dillon, Rip Torn, Lesley Ann Warr- en o.fj. Ljúf söngvamynd, laus i rás- inni og afslöppuð, um tvo sveita- söngvara, annar er hættur í bransanum en kemur til sög- unnar þegar gamli félaginn hans biður um aðstoö til að klekkjaá illmenni nokkru. Ágæt afþreying og mikið um góða kántri-tónlist. STÖÐ 2 Sunnudag kl. 23.55 MEISTARI AF GUÐS NÁÐ (The Natural) ★ * ★ Bandarísk 1984. Leiksljórn: Barry Levinson. Aðalhlutverk: Robert Redford, Robert Duvall, Glenn Close, Kim Basinger, Wil- ford Brimley o.fl. Ævintýrasaga um ungan mann úr sveitinni sem á alla möguleikaáað verðastórstirni í hornabolta. Hann flækist óvart inn í ástamál og verður fyrir byssuskoti, sem virðist binda enda á ferilinn áður en hann hefst. Stjörnunni skýtur aftur upp og er þá orðinn roskinn maður en kemur samt á óvart með frábærum leik og rífur von- laust lið sitt í úrslit. Vel gerö mynd í örlitlum draumastil. Kvikmyndatakan ofhlaðin og myndin næraldrei heild en inni- heldur margar frábærar senur. Redford er hinn síungi Redford. Duvall frábær sem harðsoöinn íþróttaf réttaritari. -*

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.