Pressan - 30.09.1988, Blaðsíða 5

Pressan - 30.09.1988, Blaðsíða 5
5 Föstudagur 30: september 1988 Þrír nýburar á fœðingar- deild Landspítalans sýkt- ust fyrir tœpum tveimur árum vegna rangrar með- höndlunar þurrmjólkur- blöndu. Fyrir tæpum tveimur árum kom upp sú staða á fæðingardeild Landspítalans að þrír nýburar veikt- ust alvarlega vegna bakteríusýkingar. Eitt barnið er látið, en tvö hlutu varanlegan skaða af heilahimnu- bólgunni, sem sýkingin olli. Barnið, sem dó, var raunar veikt fyrir og ekki hugað líf, en heilbrigðis- ráðherra og fjármálaráðherra hafa viðurkennt bóta- skyldu ríkisins vegna sýkingar allra barnanna þriggja. Það var mjólkurduft af gerðinni NAN, sem var i notkun á fæðingardeild Landspitalans, þegar börnin þrjú sýktust. Það er þó ekki þar með sagt að þessi gerð þurr- mjólkur sé eitthvað verri en aðrar. Bakteria sú, sem olli veikindum nýburanna, hefur fundist i yfir 100 tegundum mjólkur- dufts. ►

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.