Pressan - 30.09.1988, Blaðsíða 9

Pressan - 30.09.1988, Blaðsíða 9
Föstudagur 30. september 1988 _____________________________9 fréttaskýring Maðurinn sem ,Jórnaði(( ráðherradómi STEFÁN ÍSLANDI Í SPILVERKI SJÓÐANNA Fyrir utan stjórnarmyndunina sjálfa er um fátt meira talað um þessar mundir en hrossakaup stjórnarflokk- anna á handaruppréttingu Stefáns Valgeirssonar. Þeir þurftu nauðsynlega á stuðningi Stefáns að halda, en gátu ekki fyrir sitt litla líf unnt honum þess að verða samgönguráðherra. Þeir völdu frekar að búa til póli- tiska úthlutunarstofnun og fá honum óbeint lyklavöldin að 7 milljarða króna gullkistu og leyfa honum að halda stólum sínum í bankaráði Búnaðarbankans og stjórnum Stofnlánadeildar landbúnaðarins og Byggðastofnunar. í gegnum þessi apparöt hefur hann áhrif á útdeilingu tugmilljarða króna, en sem samgönguráðherra hefði hann aðeins haft úr 4—5 milljörðum að spila! Stefán hafnaði ekki ráðherradómi. Hann kaus vettvang sem gerir hann sennilega valdameiri en flesta ráðherra og gefur honum auk þess mun hærri laun. Sjálfur hefur Stefán útlistað val- kostinn á eftirfarandi hátt: „Ég stóð því frammi fyrir því, að velja á milli, hvort ég vildi ráðherrastólinn eða nýta þessa aðstöðu. Minn metnaður er í því fólginn að gera gagn, fyrst og fremst landsbyggð- inni. Ég tel mig því geta gert meira gagn með því að gegna formennsku í þessum nýja sjóði, sem á að fá 4 til 5 milljarða á tveimur árum til um- ráða, en að sitja í ráðherrastól, með takmarkaða möguleika tii fram- kvæmda eins og nú horfir.“ í máli Stefáns kom fram, að hann hefði gengið frá því að geta sett menn í nefndir til að undirbúa frumvörp í stærri málum og geta fylgst með þeirri vinnu. Aðspurður um hvort kjördæmi hans kæmi til með að njóta sérstaklega for- mennsku hans í hinum nýja sjóði sagði Stefán, að öll landsbyggðin myndi njóta þess. „Ég er fyrir alla landsbyggðina." Að vísu kemur það ekki í hlut Stefáns beint að gegna formennskunni, en hann fær að ráða manninum og hefur valið Gunnar Hilmarsson, hollvin sinn og frænda. FRIÐRIK ÞOR GUÐMUNDSSON flokksforystuna og það endaði með látum fyrir kosningarnar 1987. SLAGURINN VIÐ FRAMSÓKNARFLOKKINN Það uppgjör var sögulegt. For- ystan vildi að hann drægi sig í hlé, vildi yngja upp, en Stefán var aldeil- is á öðru máli. Þegar uppstillingar- nefnd hafði hafnað honum á heit- um fundi stóð Stefán upp og hélt magnaða ræðu, þar sem hann mælti hin fleygu orð: „Það eina sem vantar á sviðsetninguna er mynd af Kolbeinsey hér á bak við mig með fánann dreginn í hálfa stöng.“ Hann bað síðan um tilheyrandi tveggja mínútna þögn og strunsaði síðan út. Hann stofnaði utan um sig Samtök um jafnrétti og félags- hyggju. Andstæðingar hans töldu sig hafa litla ástæðu til að óttast, fylgi hans væri losaralegt og rýrn- andi, töldu að fyrir honum færi á sömu lund og sérlista Jóns heit- ins Sólnes árið 1979, hann myndi falla með pomp og prakt. Það fór aldeilis á aðra leið, listi Stefáns fékk ekki 800—900 atkvæði, heldur 1.893 atkvæði og 12,1% fylgi í kjör- dæminu, Framsóknarflokkurinn tapaði 862 atkvæðum frá því síðast og tapaði manni. Framsóknarmenn hefðu kannski betur mátt taka „kostaboði" Stef- áns árið 1983, þegar hann bauðst til að draga sig í hlé gegn því að fá í staðinn bankastjórastól þann í Búnaðarbankanum sem Þórhallur Tryggvason var að standa upp úr. En þá var andstaðan mikil gegn þessu innan flokksins. í bankaráð- inu stakk varamaður Stefáns upp á honum, en aðrir stungu upp á Stef- áni Pálssyni, sem þá var forstöðu- maður Stofnlánadeildar, og Hann- esi Pálssyni aðstoðarbankastjóra. Stefán Pálsson varð síðan fyrir val- inu og um leið losnaði forstöðu- mannsstaða hans í Stofnlánadeild. Stefán Valgeirsson barðist fyrir því að vinur hans Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Þórshöfn, fengi þá stöðu, en flokkurinn þrýsti á um Leif Jóhannesson frá Stykkis- hólmi. Og það var Leifur sem varð fyrir valinu. Sól Stefáns Valgeirs- sonar í Framsóknarflokknum fór lækkandi. BANKI, DEILD, STOFNUN, SJÓDUR Stefán náði þó þeim sáttum að halda stólum sínum sem banka- ráðsformaður Búnaðarbankans og stjórnarformaður Stofnlánadeild- arinnar. Það gerðist þegar sam- komulag náðist við hann í hrossa- kaupum um atkvæðaskipti í nefnd- arkjöri á Alþingi. Hann hefur átt sæti í ráðinu og deildinni frá 1969 VALDAMEIRI EN NOKKUR RÁÐHERRA Ýmsir stjórnarliðar eiga vart til orð til að lýsa hneykslan sinni á þessari ráðstöfun — en láta þó móðan mása. Einn þeirra lýsti at- burði þessum á eftirfarandi hátt. „Þarna er svo sannarlega verið að fara 20 ár aftur í tímann. Það er verið að búa til pólitíska úthlutun- arstofnun og afhenda þeim manni sem frægastur er fyrir pólitíska fyrirgreiðslu. Þannig er maðurinn keyptur, en þetta er auðvitað ekkert annað en siðblinda. Það sýnir vel hversu blindur Stefán er á þetta að hann lét sér detta í hug að hann gæti orðið ráðherra en haldið samt stöðu sinni i Búnaðarbankanum, Stofn- lánadeildinni og Byggðastofnun. Og hann færglænýja stofnun upp í hendurnar á sama tíma og kveðið ér á um það í stjórnarsáttmála að sjóði atvinnuveganna eigi að sam- ræma og fækka. Nú horfum við upp á að hann hafi þvílík peninga- leg völd að ráðherrar blikna í samanburðinum.“ Lítum ögn nánar á þennan valda- mikla mann. Stefán verður sjötugur 20. nóvember næstkomandi og hefur verið samfleytt þingmaður frá því árið 1966 eða í rúma tvo ára- tugi. Á þingi hefur hann ekki þótt mikill þingmálamaður eða ræðu- skörungur, en þess betri kjördæma- potari og „fyrirgreiðslupólitíkus per excellence". Hann komst á þing eftir uppsteyt við flokksforystuna út af landbúnaðarmálum og hefur í gegnum árin oft komist í kast við og verið formaður beggja síðastlið- in 15 ár — hefur skrifstofu á fimmtu hæð Búnaðarbankans í Reykjavík, sem síst hefur verið minna nýtt af honum en aðstaðan á Alþingi. Vitaskuld eru bankastjór- arnir að mestu sjálfráðir um dag- lega stjórnun og lánveitingar, en sem formaður er hann í stöðugu sambandi við bankastjórana og velkist enginn í vafa um að hann gauki að þeim góðum „ráðlegging- um“ af og til. Við áðurnefnt sam- komulag á Alþingi í kjöri til nefnda fékk Stefán því síðan framgengt að fá sæti í stjórn Byggðastofnunar frá 3. desember 1987, sem auðvitað er ansi feitur biti fyrir duglegan fyrir- greiðslumann! Sem bankaráðsforntaður Búnað- arbankans hefur Stefán tækifæri til að hafa bein eða óbein áhrif á milljaröaútlán bankans, þótt ráðið fjalli ekki um einstök mál formlega nema I undantekningartilvikum. í ár stefna útlán bankans í nálægt 25 milljörðum króna, þar af sennilega 3—4 milljarðar til einstaklinga, ná- lægt 7 milljörðum til landbúnaðar- ins og 2 milljarðar til aðila í sjávar- útvegi. Sem formaður Stofnlána- deildarinnar getur hann haft áhrif á útlán sem í ár gætu numið 800—900 milljónum króna. í fyrra lánaði Byggðastofnun 1,3 milljarða króna að núvirði, stjórnin sam- þykkti 364 láns- eða styrkumsóknir en hafnaði 91. Og nú á Stefán að hafa bein eða óbein áhrif á allt að 7 milljarða króna fyrirgreiðslu hins nýja Atvinnutryggingasjóðs út- flutningsgreina. Til samanburðar má nefna að útgjöld ríkisins til samgöngumála, til ráðuneytisins sem Slefán fórnaði, munu í ár að líkindum nema „aðeins" rúmlega 4 milljörðum króna. Ekki að undra þótt gárungarnir kalli hann nú „Stefán íslandi í spilverki sjóð- anna“! 300.000 KR. Á MÁNUDI Vafalaust hefur Stefán gagn og gaman af því að stússa þetta í stjórnum og ráðum. Ekki er það þó ókeypis af hans hendi frekar en annarra. Núorðið hefur Stefán fengið alls um það bil 120 þúsuncf krónur á mánuði fyrir bankaráðið og Stofnlánadeildina og fær nú 30 þúsund krónur á mánuði fyrir Byggðastofnun. Með þingmanns- laununum eru heildarlaun Stefáns samkvæmt úttekt ríkissjónvarpsins um það bil 285.000 krónur á mán- uði um þessar mundir, fyrir utan 9.000 króna ellistyrkinn sem vænt- anlegur er. Til að fyrirbyggja mis- skilning er rétt að taka fram að þingmenn af landsbyggðinni fá „dreifbýlisstyrk" vegna ferðalaga til atkvæðanna og húsnæðisstyrk vegna heimilishalds I höfuðborg- inni. Þótt Stefán verði ekki formaður hins nýja sjóðs, heldur Gunnar Hilmarsson eða einhver annar, mun Stefán án efa leika stórt hlutverk þegar hafist verður handa við að „leysa úr fjárhagsvanda fyrirtækja í útflutningsgreinum með lánum og skuldbreytingum“ (2.000 milljónir) og hafa „milligöngu um skuld- breytingu á allt að 5.000 milljónum króna af lausaskuldum útflutnings- fyrirtækja". Að visu er það hlutverk Samstarfsnefndar lánastofnana út- flutningsatvinnuveganna að undir- búa tillögur til sjóðsins og hlutverk ríkisendurskoðanda að „fylgjast náið með starfsemi sjóðsins“ og gefa Alþingi skýrslu, en það stöðvar vart duglegasta kjördæmapotara og fyrirgreiðslupólitíkus landsins í þvi að hafa sterk áhrif á það, hvert milljarðarnir fara. Samvinnuútveg- urinn og kaupfélagsveldið geta án efa hugsað gott til glóðarinnar. ATKVÆÐIN FYRIR STAFNI Og hvað hugsar Stefán sér að gera í þessari valdamiklu aðstöðu? Stjórnmálaspekúlantar eru í litlum vafa um það. Hann ætlar að nota tímann vel til atkvæðaveiða og tryggja sér áframhaldandi þing- mennsku á einn hátt eða annan. Sjálfur er Stefán ósköp hreinskilinn hvað þetta varðar. „Við munum líka líta eftir því nú að fylkja liði um land allt, því það getur orðið stutt í kosningar, og þá er meining okkar að bjóða alls staðar fram ef undir- tektir verða nægar, sem ég hef ástæðu til að ætla,“ sagði hann í Alþýðublaðsviðtali fyrir skömmu. Og enn loga eldarnir milli Stefáns og framsóknarmanna eftir klofn- inginn fræga fyrir kosningarnar 1987. Höfum við fyrir satt að Guð- mundur Bjarnason ráðherra, sem var efsti maður á lista Framsóknar í Norðurlandskjördæmi eystra, hafi vikið af öllum þingflokksfundum Framsóknarflokksins þegar kaup- skapurinn við Stefán vegna stjórn- armyndunarinnar var tekinn til um- ræðu. Skyldi vera mynd af Kol- beinsey í þingflokksherberginu? Stefán Valgeirsson er landsins frœgasti kjördcemapotari og fyrirgreiðslupólitíkus. Framsókn neitaði honum um bankastjórastól og þingsetu en hefnd hans var mikil og sársaukafull. I hrossakaupum fékk hann að halda banka- ráði, stofnlánadeild og fékk sœti í stjórn Byggðastofn- unar. Og nú var hann keyptur til stuðnings við stjórnina með 7 miUjarða króna pólitískri úthlutunarstofnun.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.