Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 8

Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 4. maí 1989 Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjórar Jónína Leósdóttir Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjóm (?g skrifstofur: Ármúla 38, simi: 68 18 66. Auglýsingaslmi: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu- blaðið: 900 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 125 kr. eintakið. Launabilið staðfest Þegar forystumenn samtaka á vinnumarkaði setj- ast niður og undirrita kjarasamninga eru þeir um leið að staðfesta himinhrópandi kjaraandstæður. Þeir eru að vottfesta fátækt fjölda fólks sem lifir á sannnefnd- um sultarlaunum. Þeir forystumenn verkalýðssam- taka ASÍ eða BSRB sem ekki treysta sér til að ganga harðar fram í sókninni til bættra kjara hafa svikið þann hóp umbjóðenda sinna sem lifir við fátæktar- mörk og sá hópur er stór. Fjöldi launþega innan ASÍ og hjá ríkinu er með laun í kringum 50 þúsund krónur á mánuði þrátt fyrir margra ára eða áratuga starfsreynslu. Þetta er svipuð upphæð og greidd er í leigu fyrir fjögurra herbergja íbúð í Reykjavík. Þetta er svipuð upphæð og kostar að brauðfæða þriggja manna fjölskyldu á mánuði. Þessi laun hrökkva hvergi fyrir öðru en brýnustu lífs- nauðsynjum. Þrátt fyrir gífurlegt yfirvinnuálag er u.þ.b. helmingur alls vinnandi fólks með heildartekj- ur undir 90 þúsund krónum á mánuði. Þetta var stað- fest í ítarlegri könnun Félagsvísindastofnunar í vetur. Launafólk sem hefur ekki úr neinu öðru að spila hefur ekkert val. Það getur ekki veitt sér neitt umfram brýnustu lífsnauðsynjar og lifir í raun í ánauð. Ánauð sem viljalausir forystumenn hafa enn einu sinni stað- fest með samningum sín í milli. Krónutöluhækkanir í nýgerðum kjarasamningum stærstu launþegasam- takanna gera lítið sem ekkert til að hækka laun hinna lægst launuðu og jafna kjaraandstæðurnar. í ofaná- lag eru engin kauptryggingarákvæði í samningunum og allt stefnir í áframhaldandi kaupmáttarrýrnun út árið. Forystumenn samningsaðilanna leggja allt sitt* traust á loforð ríkisvaldsins um að halda aftur af verð- hækkunum og veita kjarabætur í gegnum ríkissjóð. Mikið er traust þessara forystumanna sem máttu horfa upp á launafrystingu og samningsbann af hálfu stjórnvalda fyrir örfáum misserum. Hvernig má treysta heitum ríkisstjórnarinnar um bætt lífskjör með greiðslum úr ríkissjóði í ljósi reynslunnar af stjórn ríkisfjármála á síðasta ári, þegar 700 milljóna króna fjárlagahalli um mitt ár breyttist í 7 milljarða króna halla í árslok? Sveiflur í þjóðarbúskapnum hafa verið miklar á þessum áratug. Kjaradeiluárið mikla 1984 var mikið talað um nauðsyn þess að rétta hag hinna lægst laun- uðu en lítið miðaði. í uppsveiflunni árið 1986 var enn samið á vinnumarkaði en launabilið hélst óbreytt. Nú þegar kreppir aftur að í efnahagslífinu er það notað sem réttlæting fyrir því að semja um hóflegar launa- hækkanir. Kjarni málsins er að stór hópur launa- manna er ekki í aðstöðu til að semja um yfirborganir á köldum markaði atvinnulífsins og verður að fram- fleyta sér á skammarlega lágu taxtakaupi. í þann hóp hafa bæst langskólamenntaðir starfsmenn hins opin- bera. Þegar kjarasamningar eru gerðir er ekki verið að samræma sjónarmiðin um eina allsherjar þjóðar- sátt heldur er tekist á um valdahlutföllin í íslensku þjóðfélagi. Sú kjaralota sem nú er að ljúka hefur ekki skilað lægra launuðum hænufet í átt til bættra lífs- kjara eða jafnað launabilið. Kjarasamningarnir hafa í engu breytt hlutföllunum á milli þeirra sem hafa orð- ið undir á vinnumarkaði og hinna sem hafa makað krókinn i þenslu síðustu ára. Borgarastríð í Fossvogsdal hfn pressan „Veruleikinn er stundum leið- inlegur." — ÓlafurRagnarGrlmsson áfundi meó kennurum. Þjóóviljafrétt. „Allt i steik hjá borgarfógeta.“ — Fyrirsögn I Tlmanum. „Tónlistarflutningurinn var hnökralaus. Þeir spiluðu að visu ekki sjálfir..." — Tónleikafrásögn I Morgunblaðinu. „Kostun er kostulegt fyrirbæri sem hingað til hefur einkum tengst lífsbaráttu hinna svoköliuðu „frjálsu“ stöðva.“ — Ólafur M. Jóhannesson, Ijósvakarýn- ir Morgunblaösins. „Mér þætti fróðlegt að vita hversu margir eru veikir núna út af þessu.“ — Ónefndur kjötkaupmaður i Alþýðu- blaðinu. „Ég er afskaplega hrifinn af ýsu en ég held ég taki islenska lamba- kjetið framyfir enm það er það besta í heirni." — Páll Bergþórsson veðurfreeðingur i DV. „Ég er sáttur við að búið er að gera samning en er ósáttur við að hafa þurft að gera hann.“ — Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, i DV. „Hvort sem maður er nýsofn- aður eða hefur sofið einhvern tíma er iafn óþægilegt að vakna upp við bílflaut. — Lesendabréf i DV. a m „Okkur hefur tekist þetta án þess að vera með nokkurn hnefarétt." — Jón isberg sýslumaður um búfjár- talningu i Degi. „Ég beið á rauðu Ijósi í hádeginu á dögunum þegar þeirri hugmynd skaut upp í huga mér að sigla á pappírsseglskipi milli Reykjavikur og Akraness." — Gunnar Martin Úlfsson f DV. „Ég ætla ekki að frysta þá úti.“ — Davlö Oddsson borgarstjóri um Kópavogsbúa í Alþýðublaðinu. „Hvernig stendur á því að Mjólk- ursamsalan sullar svona miklum sykri í alla hluti?“ — Herborg Gestsdóttir i Þjóðvilja- viðtali. „Fiskvinnslan biður aðeins um skilning." — Friðrik Pálsson, forstjóri SH, I Morg- unblaðinu. „Þangað sækir klárinn, þar sem hann er sárkvaldastur. “ — Ásgeir Hannes Eiriksson i Þjóðlifi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.