Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 27

Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 27
t\Yi' U'n .li u.'Qrn 1‘i'nrni-1 Fimmtudagur 4. maí 1989 sjónvarp FIMMTUDAGUR 4. maí Stöö 2 kl. 17.30 LITLA STÚLKAN MEÐ ELDSPÝTURNAR** (Little Match Girl) Bandarísk sjónvarpsmynd. Leik- sljóri: Michael Lindsay-Hogg. Að- aihlutverk: Keshia Knight-Pulliam, Rue McClanahan og William Daniels. Sígilt ævintýri H.C. Andersen um litlu stúlkuna með eldspýturnar er hér í nútímauppfærslu. Keshia Knight-Pulliam, sem leikur yngstu dótturina í Fyrirmyndarföður, er umkomulausa eldspýtustúlkan. Á vegi hennar verður ungviði úr ríkri fjölskyldu sem býður henni heim. Þar Iendir húri í sáftahlutverki í deilu heimilisföðurins við son sinn. Eins ojf við má tííiaSf fer allt vel að lokum, en tæpast fylgir myndin upprunalegu skáldsögunni mikið eftir. Stöð 2 kl. 22.20 SÍÐUSTU DAGAR PATTONS** (Last Days of Patton) Bandarísk stríðsmynd frá 1986. Leikstjóri: Delbert Mann. Aðal- hlutverk: George C. Scott, Eva Marie Saint, Murray Hamilton og Richard Dysart. George C. Scott tekur við hlut- verki Pattons hershöfðingja sem færði honum Öskarsverðlaunin inn sextán árum fyrr. Myndin segir frá ' síðustu dögum síðari heimsstyrj- aldar, og því sem á daga hins um- deilda hershöfðingja dreif. Patton átti eftir að ljúka sínu persónulega stríði, þótt bardögum væri lokið hjá öllum öðrum. Alltof langdregin mynd, sem hefði sárlega þurft að komast undir skurðarhnífinn til styttingar. Óhætt er að fullyrða að- dauðasena Pattons sé sú lengsta í sögu kvikmyndanna. Stöð 2 kl. 00.50 DAUÐIR GANGA EKKI í KÓRÓNAFÖTUM** (Dead Men Don’t Wear Plaid) Bandarísk gamanmynd frá 1982. Leikstjóri: Carl Reiner. Aðalhlut- verk: Steye Martin og Rachel Ward. Bandaríski grínistinn Steve Mart- in hefur gert fjöldann allan af myndum, sem hafa flestar átt það sameiginlegt að vanta herslumun- inn á að vera virkilega góðar. Þessi er ein af hans bestu, en hann er hér í hlutverki einkaspæjara á fimmta áratugnum, sem fær dular- fullt verkefni frá fallegri konu. Fað- ir hennar, sem var vísindamaður, hefur verið myrtur og hana grunar að brögð séu rtafli. Martin kannar málið og Iendir í hefðbundnu klandri, sem lýkur með því að hann er að berjast við að hefta uppgang nasista í Suður-Ameríku. Ágætur farsi sem gerir óspart grin að spæj- aramyndum fimmta áratugarins, en væri mun lakari ef Steve Martin nyti ekki við. FÖSTUDAGUR 5. maí Stöð 2 kl. 21.10 LÍNUDANSINN**^ (All That Jazz) Bandarísk mynd frá 1979. Leik- stjóri: Bob Fosse. Aðalhlutverk: Roy Scheider, Jessica Lange, Ann Rainking og Leland Palmer. Leikstjórinn og danshöfundur- inn Bob Fosse er maðurinn á bak við þessa mynd, sem lauslega er byggð á hans eigin lífi. Joe Gideon, vel metinn leikstjóri, er haldinn fullkomnunaráráttu sem að lokum ber hann ofurliði. Hann fær hjarta- áfall og gengst undir skurðaðgerð, en á meðan ímyndar hann sér Iíf sitt sem sviðsuppfærlsu þar sem vinir og vandamenn eru í hópi áhorf- enda. Ágæt dansatriði og þokkaleg mynd framan af, en fullneikvæð og tilgerðarleg um dansheiminn á Broadway. Rikissjónvarpið kl. 22.25 BANVCN ÁST***4 (Dressed to Kill) Bandarísk spennumynd frá 1980. Leikstjóri: Brian De Palma. Aðal- hlutverk: Michael Caine, Angie Dickinson, Nancy Allen og Keith Gordon. Spennumyndaleikstjórinn Brian De Palma sló í gegn með þessari hárbeittu mynd um sálsjúkan morðingja, sem eltir uppi unga símavændiskonu sem verður óvart vitni að einu morða hans. Michael Caine leikur sálfræðing sem eitt sinn hafði morðóðu konuna til meðferðar en aðstoðar nú við að handsama hana. Líklega besta mynd De Palma að verkum eins og Scarface meðtöldum. Banvæn ást sleppir ekki takinu á áhorfendum fyrr en eftir blóðug leikslok. Ómiss- andi fyrir þá sem elska að láta hræða úr sér líftóruna, en alls ekki við hæfi barna. Stöð 2 kl. 23.40 í STRÁKAGERI* (Where The Boys Are) Bandarísk kvikmynd frá 1982. Leikstjóri: Hy Averback. Aðalhlut- verk: Lisa Hartman, Lorna Luft, Wendy Schaal og Howard McGUlin. Hryllileg della um fjórar ungl- ingsstelpur (þrjár kynóðar og ein óspillt), sem ferðast til Flórída til að leita sér að rúmhæfum karlpeningi. Þetta er léleg endurgerð myndar frá 1960, þar sem'Connie Francis var í aðalhlutverki. Þessi hefur ekkert erft af sjarma fyrirmyndarinnar og skal forðast hana með flestum til- tækum ráðum. Stöð 2 kl. 01.15 ÓGNIR GÖTUNNAR*** ’ (Panic in the Streets) Bandarísk sakamálamynd frá 1950. Leikstjóri: Elia Kazan. Aðalhlut- verk: Richard Widmark, Jack Pal- ance og Paul Douglas. Magnþrungin sakamálamynd um byssuóða afbrotamenn sem eru eltir af lögreglunni. Einn þeirra er haldinn banvænum sjúkdómi, sem ógnar nærstöddum og eykur á vanda bófanna. Myndin er öll tekin í New Orleans og nær andrúmslofti þessarar sérkennilegu borgar. Handritshöfundar myndarinnar unnu Óskarsverðlaunin fyrir hana. LAUGARDAGUR 6. maí Stöð 2 kl. 21.45 FORBOÐIN ÁST** (Love on the Run) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1985. Leikstjóri: Gus Trikonis. Aðalhlut- verk: Slephanie Zimbalist, Alec Baldwin, Constance McCashin og Howard Duff Ungur lögfræðingur á erfitt með að sætta sig við lífið og tilveruna þar til hún kynnist skjólstæðingi sínum, sem er fangi. Hún verður ástfangin en lendir í siðferðislegu klandri þegar hún uppgötvar að kærastinn á ekki langt líf fyrir höndum ef hann ílengist öllu lengur í fangelsinu. Samfangarnir vilja hann feigan en lögfræðingurinn ákveður að hjálpa honum við flótt- ann. Lögreglan kemst fljótt á hæla þeirra og villtur eltingaleikur er tíafinn. Miðlungs sakamálamynd byggð á sannsögulegum atburðum sem voru líklega meira spennandi. Ríkissjónvarpið kl. 22.45 ÆTTARMÓTIÐ** (Family Reunion) Kanadísk sjónvarpsmynd frá 1987. Leikstjóri: Vic Sarin. Aðalhlutverk: David Eisner, Rebecca Jenkins, Henry Backman og Linda Sorensen. Ungur maður snýr heim til for- eldrahúsa í Toronto í tilefni afmælis afa síns. Hann er nýbúinn að slíta trúlofun sinni en fyrir hreina tilvilj- un lendir hann með ókunnugri 27 stúlku í afmælinu sem ættingjar hans halda að sé unnustan. Hann getur ekki annað en haldið blekk- ingunni áfram og stúlkan ókunn- uga nýtir sér þessar óvenjulegu aðstæður til hins ýtrasta. Málin fara fyrst að vandast þegar hin raunverulega kærasta birtist á svæðinu. Lunkin gamanmynd, sem flækir málin í hnút eins Og venjá er með svona myndir. Stöð 2 kl. 00.15 FURÐUSÖGUR I** ’ (Amazing Stories I) Bandarísk kvikmynd frá __ 1987. Leikstjórar: Steven Spielberg, William Dear og Bob Zemeckis. Aðalhlutverk: Kevin Costner, Kie- fer Sutherland, Tom Harrison, Christopher Lloyd o.fl. Hér eru þrjár mismunandi sögur, gerðar af þrem mismunandi leik- stjórum. Hver mynd spannar helstu flokka kvikmyndanna; spennu, grín og hrylling. Ágæt samsetning þótt framlag Spielbergs skari nokk- uð fram úr. Ekki við hæfi barna. SUNNUDAGUR 7. maí Stöð 2 kl. 23.10 ÓHUGNAÐURí ÓBYGGÐUM**** (Deliverance) Bandarísk spennumynd frá 1972. Leikstjóri: John Boorman. Aðal- hlutverk: Jon Voight, Burt Reyn- olds, Ned Beatty og Ronny Cox. Ein besta mynd Johns Boorman og tilnefnd til Óskarsverðlauna á sínum tíma. Myndin segir frá ör- lagaríkri kanó-ferð fjögurra kaup- sýslumanna í óbyggðum Austur- Bandaríkjanna. Þeir verða fljótt varir við að íbúar svæðisins hafa vægast sagt horn í síðu þeirra. Jon Voight og Burt Reynolds slógu báð- ir í gegn í þessari óhugnanlegu mynd. Alls ekki við hæfi barna. dagbókin hennar Ég er stíft að hugsa um að setja upp hauspoka. Mamma er sko búin að gera mig að fullkomnu fífli fyrir lífstíð og þetta er sá mesti bömmer, sem nokkur getur nokkurn tímann lent í út af nokkru. Þetta byrjaði með því að foreldr- ar krakkanna í mínum bekk og nokkrum öðrum ætluðu að stofna samtök út af kennaraverkfallinu. Svona til að berjast fyrir rétti fram- haldsskólanemenda og þannig. En það varð ógeðslegt uppistand á Undirbúningsfundinum af því að mamma mætti og var á móti þessu. Henni var hvorki meira né minna én hent út! Hún heldur sko með kenn- urunum, sem er nú alveg týpískt fyrir hana... (Amma á Einimelnum er alveg hörð á því að mamma sé komin á einhvern yfirgöngualdur. Hún segir, að pabbi verði að fá mömmu til að fá sér plástur við þessu. Ég sagði henni að við ættum nóg af plástrum, en það eru víst til spes plástrar fyrir konur sem alltaf eru uppi á háa-c. Amma las um það í blaði um daginn.) Það var rosa feill hjá liðinu að reka mömmu af fundinum. Þeir hefðu heldur ekki átt að kalla hana útsendara og skæruliða og svoleið- is. Það er akkúrat leiðin til að gera hana brjálaða. Og sú varð líka held- ur betur galin, maður. Hún tók sig til og skrifaði um þetta grein í Moggann (þó hún geri venjulega ekki annað en skíta blaðið út!) og eftir það var hún fengin í tvo út- varpsþætti og einn sjónvarpsþátt — bara til að rífast. Móðir manns er sem sagt orðin allsherjar viðundur, sem öll þjóðin þekkir. Það var ferlega fljótt að fattast að þetta væri mamma min og sum- ar stelpurnar í bekknum mega ekki lengur vera með mér eða neitt. Mér líður eins og ég sé með einhverja ofsa smitandi veiki... Það vilja hins vegar allir vera með Maju í mínum bekk, en pabbi hennar er sko for- maður FFF (Félags foreldra frani- haldsskólanema). Mamma kallar þetta Félag fordómafullra fasista. Hún segir, að ég eigi að þakka Guði fyrir að þurfa ekki að umgangast stelpur frá svona þröngsýnum og heimskum heimilum, þar sem fólk skilji ekki að verkföll beri engan árangur nema þau séu óþægileg fyrir einhverja. Éins og mér sé ekki skítsama um öll verkföll! Mín alein- asta ósk í heiminum er að mamma mín sé venjuleg, en ekki kolbrjálað- ur kverúlant. Eg lifi þetta ekki af... PS Nú fyrst dey ég! Ég hitti Sigga (sæta) í mínum bekk úti í sjoppus áðan og hann sagði að mamma mín væri með ofsalega réttlætiskennd. Ég hélt að það væri eitthvað nei- kvætt, ullaði á hann og strunsaði út, án þess að kaupa neitt. En svo fletti ég orðinu upp og fattaði að hann var að hrósa henni! Annað- hvort hefur hann dottið á höfuðið eða foreldrar hans eru kennarar... Það er hins vegar á tæru að ég get aldrei horft framan í Sigga aftur á meðan ég lifi. Ég verð að fá mér hauspoka. Það er sko engin spurn- ing lengur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.