Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 22

Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 4. maí 1989 Sylvie Primel gengur oft undir nafninu „franska undrið" og það ekki að ástæðu- lausu. Tvítug að aldri kom hún fyrst til Islands og settist að á Seyðisfirði og í þrjú ár starfaði hún við skipasmíðar fyrir austan. Hennar leið- arljós er að gefast aldrei upp og bíða aldrei eftir að ein- hver annar geri hlut- ina fyrir hana. Sylvie myndi sóma sér vel á^forsíðum erlendra tískutímarita, í nún hefur ekki einungis útlitið til að bera. Henni er ýmislegt til lista lagt enda ekki að ástæðulausu að hún gengur undir nafninu „franska undrið". ALDREI AÐ BIÐA EFTIR AÐ AÐRIR GERI HLUTINA Það þykir tíðindum sæta enn þann dag í dag ef stúika ræður sig í hefðbundið karlastarf. Enn meiri tíðindi þóttu það fyrir tíu órum og þegar Syivie Primel, rúmlega tvítug Parísarmær, setti upp hlífðarföt og hjálm til að logsjóða skip austur ó Seyðisf irði urðu margir oroíausir, ekki síst f jölskylda hennar í París. EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR — MYNDIR: EINAR ÓLASON Sylvie er dæmigerð Parísardama sem ólst upp í úthverfi stórborgar- innar hjá foreldrum sínum og þremur systkinum. Að loknu stúd- entsprófi af heimspekibraut settist hún í háskóla til að nema félags- fræði. í því námi fann hún sig ekki, var orðin leið á skólagöngu og stór- borgarlífi og ákvað að freista gæf- unnar. Hún tók pokann sinn og áttatíu ensk pund, fór um borð í ferju og sigldi yfir til Bretlands. „Þar fékk ég gistingu á litlu „bed og breakfast" -hóteli fyrir tvö pund á nóttu þar sem við vorum tíu stelpur saman í herbergi. Ég var ákveðin í að læra góða ensku og lagði af stað næsta dag til að leita mér að vinnu.“ Hún þurfti ekki að leita lengi. Þegar eigandi hótelsins, heyrði að þessi franska stúlka væri tilbúin að vinna við hvað sem væri, svo fremi sem hún hefði tækifæri til að umgangast fólk og læra ensku, bauð hann henni starf á öðru hóteli sem hann var að opna: „Þar vann ég frá sex á morgnana til ellefu á kvöldin," segir Sylvie. „Ég gerði allt sem gera þurfti; sá um morgun- matinn, þvoði þvotta, þreif og vann i gestamóttökunni. Það starf var skemmtilegt og ég kynntist fólki héðan og þaðan úr heiminum.“ í frystihúsið á Seyðisfirði Starfið einangraði Sylvie á vissan hátt, en eftir mánuð sá eigandinn að svona mikil vinna gæti ekki endalaust verið ætluð einni mann- eskju. Hann réð því mann við hlið Sylvie og hún gat sest á skólabekk og Iært enskuna. Á þessum mánuð- um kynntist hún ástralskri stúlku sem hafði verið á ferðalagi um Evr- ópu, en vantaði nú peninga til að komast aftur heim: „Hún var í sam- bandi við Iceland Seafood Corpor- ation í Englandi og um þetta leyti voru margir Ástralir og Ný-Sjá- lendingar að fara til íslands í fisk- vinnu. Mér bauðst að fara með — og hugsaði mig ekki um.“ Þau gistu eina nótt í Reykjavík og héldu í býtið næsta morgun til Egilsstaða með flugvél. Sylvie vissi því ekkert hvernig höfuðborgin leit út og fyrstu kynni hennar af Islandi voru vegirnir á Austfjörðum. „Þetta var 4. maí 1978,“ segir hún. „Við vorum með samning til sex mánaða og þótt sumarið væri gott fannst mér erfitt að venjast kuldan- um í frystihúsinu. Mér var alltaf kalt!“ Hins vegar þótti henni Seyð- isfjörður fallegur staður. „Frá því ég kom fyrst til Seyðisfjarðar fannst mér ég eiga rætur á þeim stað. Ég hef reynt að finna skýringu á því hvað það var sem olli þessari

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.