Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 17

Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 17
 b Fimmtudagur 4. maí 1989 17 PRESSU MOLAR I síðustu viku var haldinn form- legur stofnfundur SA-samtakanna. SA stendur fyrir „Smokers An- onymous“, eða „Nafnlausir reyk- ingamenn". Leiðarljós samtakanna er það sama og hjá AA-samtökun- um nema hvað orðið „nikótín“ kemur í stað „áfengis". Starfsemi SA er löngu orðin ríkur þáttur í lífi Bandaríkjamanna og annarra út- Iendinga. Stofnandi SA á Islandi er Hannes Jón Hannesson, sem þekktastur er fyrir söngferil sinn með þjóðlagagrúppunni Fiðrildi. Hannes leitaði til Krabbameinsfé- lagsins til að fá húsnæði fyrir stofn- fundinn og var það auðsótt mál. Reiknuðu menn með að fimm til fimmtíu manns gætu komið og var kaffistofa tekin undir fundarhald- ið. Þegar fundurinn var að hefjast varð hins vegar ljóst að sá salur gæti tæplega hýst alla fundargesti í sæt- um, því hátt á annað hundrað manns mætti. SA-fundirnir verða því framvegis haldnir í Templara- höllinni við Eiríksgötu og verða á þriðjudagskvöldum. Ef að líkum lætur mun starfsemin eiga eftir að eflast í framtíðinni og þá viðbúið að settir verði upp fundir víðs vegar um borgina... |f H^keppnin um Ungfrú ísland nær hámarki um þarnæstu helgi. Þá fæst úr skorið hver hlýtur titil- inn fegursta kona íslands. Áður en að því kemur þurfa stúlkurnar tíu að færa ýmsar fórnir. Samanlagt munu þær víst þurfa að losa sig við 30 kíló áður en að úrslitastundinni kemur . . . M ðalfundur Hreyfils var hald- inn fyrir skömmu og ku hafa verið langur og átakamikill. í ljós kom að staða fyrirtækisins er slæm og 8 milljóna kr. halli á rekstrinum. Á fundinum lagði stjórn Hreyfils fram tillögu um heimild til handa framkvæmdastjóra að selja hluta af húseign fyrirtækisins við Fells- múlann til að rétta við fjárhaginn. Framkvæmdastjórinn reis þá upp og vildi að tillögunni yrði vísað frá. Eftir langar og strangar umræður varð sjónarmið framkvæmdastjór- ans ofan á og tillaga stjórnar fyrir- tækisins því felld. Mun vera kominn upp illleysanlegur hnútur á milli framkvæmdastjórans og stjórnarinnar um leiðir út úr ógöngunum... Hfileðan fermingarvertíðin varði kepptust fyrirtæki um hylli fermingarbarnanna. Gjafirnar vöktu að vonum ánægju þeirra en ekki er víst að allir foreldrar hafi glaðst yfir tilkynningu um böggul sem nokkrum fermingarbörnum barst hálfum mánuði eftir ferming- una. Eins og lög gera ráð fyrir ' XOV lö ' VlNdUVKM EFLUM STUDNING VIÐ ALDRADA MIÐIÁ MANN FYRIR HVERN ALDRAÐAN iT111 jnnnTTj í 1 13 3 ii 1 þurfti að sækja böggulinn á póst- hús með þeirri tímasóun sem því fylgir. Þegar pakkinn var opnaður kom í ljós að þar var um að ræða filmu frá fyrirtækinu Myndsýn. í bréfinu óska aðstandendur fyrir- tækisins fermingarbarninu til ham- ingju og benda því á að varðveita minningar fermingardagsins á lit- filmunni... c ^Vkafmiðahappdrættin biðja þess hvern laugardag að lottóvinn- ingur kvöldsins gangi út. Það hefur sýnt sig að þær vikur sem lottóið er með tvöfaldan eða þaðan af stærri pott dregur stórlega úr sölu skafmiða... t handa þér, ef þú híttír á réttu töhimar. Láttu þínar tölur ekld t vanta í þetta sínn! j I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.